Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 21 Reuter Konur úr hópl Meskheta með börn sín í flóttamannabúðum skammt frá borginni Fergana í Úzbekístan. Að minnsta kosti 90 manns hafa fallið í óeirðunum í landinu, aðallega meskhetar. Blóðug þjóðernisátök í Asíuhluta Sovétríkjanna: Tugþúsundir meskheta fluttar frá Uzbekístan Moskvu. Reuter. FRÉTTAMENN í Tashkent, höfuðborg Úzbekístan, segja að 17.000 meskhetar verði fluttir frá Úzbekístan til Rússlands og annarra sov- éskra lýðvelda en sovéska sjónvarpið skýrði frá því á mánudag að flugvélaskortur hefði seinkað fyrirhuguðum brottflutningum. Vitað er með vissu um 90 manns, flesta meskheta, sem hafa fallið í Ferg- ana-dal í suð-austurhluta Úzbekístan og víðar í landinu frá því í síðustu viku og nær þúsund hafa særst, að sögn sovésks talsmanns. Heimildir úr röðum múslima í Moskvu telja að 159 hafi týnt lífi.1 Sumir heimildarmenn segja að þjóðernisdeilurnar hafi aðeins verið upphaf róstanna; atvinnuleysi og versnandi lífskjör hafi kynt undir óánægju folks. Æstur múgur Úzbeka hefur ráð- ist inn á heimili meskheta og mis- þyrmt þeim eða drepið þá og nauðg- að konum; stundum verið tuttugu um sömu konuna, að sögn sjónar- votta. Einnig hefur verið kveikt í íbúðarhúsum og verksmiðjum. Ráð- ist hefur verið á lögreglustöðvar enda þótt mörg þúsund lögreglu- menn og 11.000 KGB-herliðar, er lúta stjórn innanríkisráðuneytisins, hafi reynt að stilla til friðar. Meira en tíu þúsund meskhetar hafast við í flóttamannabúðum skammt frá Fergana-borg. Á mánudag bárust fregnir af átökum í borginni Na- mangan þar sem Úzbekar réðust enn á meskheta en kyrrt virtist hins vegar í gær. Skotvopnum hefur verið beitt en yfirvöld hafa gert upptækar um 5.500 byssur í eigu almennings, þar á meðal fjölda veiðivopna. Talsmaður stjórnvalda segir að rúmlega 550 menn séu í varðhaldi, sakaðir um aðild að óeirðunum. Blaðamaður sovésku , Novostíj- fréttastofunnar heldur því fram að unglingar hafi verið neyddir til að taka þátt í óeirðunum og sagt að ella yrði lagður eldur að heimilum þeirra. „Óeirðaseggirnir vilja að þeir taki þátt í blóðsúthellingum svo að ekki verði aftur snúið,“ sagði hann. Ýmiss konar orðrómur er á kreiki um það hveijir standi að baki átökunum. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti sagði á fréttamanna- fundi í Bonn, höfuðborg Vestur- Þýskalands, að bókstafstrúarmenn múslima hefðu verið að „sýna klærnar" en langflestir íbúar Úz- bekístan eru múslimar af ýmsum trúfélögum. Aðrir segja að glæpa- mannaflokkar vilji umbótastefnu Gorbatsjovs feiga en jafnframt er bent á að atvinnuleysi sé mikið í landinu og Úzbekar telji meskheta stela vinnu frá þeim fyrrnefndu. Úzbekístan hefur nær 20 milljón- ir íbúa og er því þriðja fjölmenn- asta lýðveldi Sovétríkjanna. Úz- bekar eru um 70% en þar búa einn- ig Rússar og fleiri þjóðir auk 160 þúsund meskheta. Meskhetar eru múslimar og skyldir Tyrkjum en fluttust á sautjándu öld til Georgíu, þar sem flestir íbúar eru kristnir. Þaðan lét Stalín flytja þá nauðung- arflutningum til Úzbekístan á stríðsárunum en ástæður þeirrar ráðstöfunar eru ekki ljósar. Mesk- hetar hafa beðið um leyfi til að snúa aftur til Georgíu en því hefur verið hafnað af georgískum ráða- mönnum. Palme málið: Vitni saksóknara breytir framburði —Lisbet Palme á að bera vitni í dag Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten fréttaritara Morgunblaðsins og Reuter. EITT helsta vitni saksóknarans í réttarhöldunum yfir Christer Pett- ersson, sem ákærður er fyrir morðið á Olof Palme, hefúr nú breytt fyrri framburði sínum og segir að Pettersson hafi komið heim um miðnættið, en ekki klukkustundu síðar, kvöldið sem Palme var myrt- ur. Lisbet Palme krafðist þess í gær að fá að bera vitni fyrir luktum dyrum, en slíkt er mjög óvanalegt í Svíþjóð. Við réttarhöldin í gær, sagði Ulf Spinnars, sem stundum bjó hjá Pettersson, að lögreglan hefði boðið sér 50 milljónir sænskra króna (430 millj. ísl.kr.) f verðlaun ef hann vitn- aði gegn manninum Sem er ákærð- ur fyrir morðið á Palme. Spinnars sem hefur viðurkennt að vera eitur- lyfjaneytandi og áfengissjúklingur sagði fyrr við yfirheyrslur lögregl- unnar að Pettersson hefði ekki kom- ið heim fyrr en klukkan eitt eftir miðnætti, nóttina eftir að Palme var myrtur. Við vitnaleiðslur í gær sagði hann hins vegar að Pettersson hefði komið heim nálægt miðnætti en Palme var skotinn klukkan 23.21. Þessa nótt beið Spinnars í íbúð Petterssons eftir að hann kæmi heim með eiturlyf. Spinnars vildi ekki staðfesta kenningu saksóknar- ans um það að Pettersson hefði haft ástæðu til að myrða Palme og sagði að þeir hefðu aldrei rætt sam- an um stjómmál. Hann bætti því við að hann hefði aldrei séð vopn í íbúð Petterssons. Lisbet, ekkja Palme, sem á að bera vitni í dag, fór í gær fram á það við réttinn að hvorki hinn ákærði né fréttamenn fengju að heyra framburð sinn. Hún krafðist þess að ekki yrði útvarpað frá rétt- arhöldunum og engar myndir tekn- ar á meðan að hún bæri vitni. Auk þess fór hún fram á að vitnisburður sinn yrði ekki hljóðritaður. Veijend- ur Petterssons mótmæltu þessum tilmælum, og sögðu þau stríða gegn hinni almennu reglu um opin réttar- höld. Fordæmi eru fyrir því að hinn ákærði sé ekki viðstaddur vitna- leiðslur en hingað til hafa áheyrend- ur fengið leyfi til að vera viðstadd- ir réttarhöld nema að að þau vörð- uðu ríkisleyndarmál. Dómari mun taka afstöðu til óska frú Palme í dag. Þingkosningarnar í Póllandi: Forystumenn kommún- ista hætta við framboð Varsjá. Reuter. ENGINN þeirra 33 forystumanna pólskra kommúnista og bandamanna þeirra, sem ekki náðu lq'öri í fyrri umferð þingkosninganna í síðustu viku, verða í framboði í síðari umferð kosninganna á sunnudag. Pólska stjórnin tók þessa ákvörðun eftir að Mieczyslaw Rakowski forsætisráð- herra, Alfred Miodowicz, leiðtogi hinna opinberu verkalýðssamtaka, og Roman Malinowski, leiðtogi Smábændaflokksins, höfðu lýst þvi yfir að þeir gæfú ekki kost á sér. Aðeins tveir af 35 manna lands- lista kommúnistaflokksins og banda- manna þeirra náðu kjöri til neðri deildar þingsins í fyrri umferð kosn- inganna. Talsmaður pólsku stjómar- innar, Zbyslaw Rykowski, sagði að enginn þeirra sem ekki náðu kjöri yrðu í framboði í síðari umferðinni. Þetta þýðir að margir þeirra, sem áttu stóran þátt í því að koma á lýð- ræðisumbótum í landinu, verða ekki á nýja þinginu. Rykowski sagði að 66 menn hefðu verið valdir til að keppa um lausu sætin til að neðri deildin yrði fullskip- uð. Nöfn þeirra voru ekki kunngerð í gær, fimm dögum fyrir síðari um- ferð kosninganna. Mikil óvissa hefur ríkt um framboð kommúnistaflokksins eftir afhroð hans í fyrri umferðinni. Ekki hefur bætt úr skák að talsmaður Wojciech Jaruzelski hershöfðingja hefur sagt að hann hafi ekki enn ákveðið hvort hann gefi kost á sér í embætti for- seta. Þýska orrustuskipið Bismarck fundið vestur af Frakklandi Liggur á réttum kili á 4.000 metra dýpi Woods Hole, Massachusetts. Reuter. ÞÝSKA herskipið Bismarck, sem Bretar sökktu í afdrifaríkri orr- ustu um yfirráðin á Norður-Atl- antshafi, er fúndið þar sem það liggur á réttum kili á sjávarbotni 1.000 km vestur af borginni Brest í Frakklandi. Það var bandariskur rannsóknarleiðangur, sem skipið fann, sá sami og fann Titanic fyrir þremur árum. Smíði Bismarcks hófst árið 1936 og henni lauk snemma árs 1941. Það var 42.000 lestir óhlaðið, 275 metra langt, 40 metrar þar sem það var breiðast og búið átta 15 þumlunga fallbyssum. Það náði 30 hnúta hraða og brynvömin á síðum og fallbyssu- turnum var úr 30 sm þykku, sér- hertu stáli. Átti þetta öflugasta her- skip Þriðja ríkisins að gegna lykil- hlutverki í þeim áætlunum Hitlers að einangra Bretland. Það lagði upp frá Gdansk í Póllandi 18. maí 1941 en aðeins tíu dögum síðar, 28. maí, lagðist það í sína votu gröf vestur af Frakklandi ásamt 2.300 manns. Aðeins 100 sjóliðar komust af. Viðureignin milli Bismarcks og breska sjóhersins er ein af frægustu sjóorrustum sögunnar og Bretar hafa lofsungið sigurinn allt fram á þennan dag i söngvum, bókum og kvikmynd- um. Þá hafa Þjóðveijar líka skrifað mikið um þessa fyrstu og síðustu för bryndrekans. Þremur dögum eftir að Bismarck lét úr höfn sást til þess úr breskum könnunarflugvélum og glumdu þá viðvörunarbjöllurnar í öllum tiltæk- um, breskum herskipum. Beitiskipið Prinz Eugen var í för með Bismarck en skipherra þess síðarnefnda, Ernst Lindemann, og Giinther Lutjens aðmírál, sem var yfir leiðangrinum, tókst að laumast út Eyrarsund í mikilli þoku. Sást nú ekkert til þeirra í tvo daga en 23. maí sáust þau loks úti af Vestfjörðurn, í hafinu milli Grænlands og íslands. Snemma næsta morguns hófst orrustan, sem átti eftir að standa með litlum hléum í fimm daga. Bresku orrustuskipin Hood, sem margir litu á sem stolt breska flot- ans, og Prince of Wales hófu skot- hríðina í næstum 24 km fjarlægð vestsuðvestur af íslandi en þýsku skipin unnu fyrstu lotuna. Fall- byssukúla frá Bismarck lenti í skot- færageymslu Hoods og í einni mik- illi sprengingu hvarf það af yfirborði sjávar. Prince of Wales laskaðist einnig verulega en tókst að komast burt. Bretar eltust áfram við Bismarck en 25. maí misstu þeir sjónar á því. Daginn eftir sást hins vegar til þess úr könnunarflugvélum suðvestur í hafi frá írlandi og þá hófst lokaorr- ustan. Tóku mörg bresk þátt í henni, meðal annars flugmóðurskipið Ark Royal, orrustuskipin King George V og Rodney og beitiskipin Norfolk og Dorsetshire. Með öllum þessum her- afla var ráðist á Bismarck, sem var eins og sært dýr þegar hér var kom- ið, og að síðustu var því sökkt með tveimur tundurskeytum frá Dorsets- hire. Prinz Eugen tókst að komast undan til Brest. Robert Ballard, sem stýrði banda- ríska leiðangrinum, segir, að notaður hafí verið fjarstýrður dvergkafbátur við að kanna skipið en myndir, sem teknar voru af því, verða sýndar á blaðamannafundi í Washington 22. júní nk. Skipið er á réttum kili á 4.000 metra dýpi og er ekki búist við, að reynt verði að bjarga neinu úr því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.