Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 Skólastj órar Tj arnarskóla: Harma að skólaferli góðs nem- anda hafi lokið með þessum hætti Ráðherra óskar effcir ársuppgjöri skólans Menntamálaráðherra sendi skólastjórum Tjarnarskóla í Reyhjavík áminningarbréf í gær- dag. Tilefni bréfsins er að nem- andi fékk ekki afhent útskrift- arskírteini við skólaslit vegna meintrar skuldar á skólagjöld- um. Frá þessu var greint í blað- inu sl. fóstudag. Bréfið er birt í heild hér á eftir ásamt greinar- gerð skólastjóranna, Maríu Sól- veigar Héðinsdóttur og Margrét- ar Theodórsdóttur. Bréf ráðherra Hér fer á eftir bréf Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, í heild. „Það er með öllu ólíðandi að vanskil á skólagjöldum komi í veg fyrir það að prófskírteini séu afhent nemendum að loknum 9 ára grunn- skóla. Það samrýmist ekki lögum á neinn hátt. Var það skoðun skóla- stýranna að hér væri um mistök að ræða sem alls ekki mættu endur- taka sig. Töldu þær nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að tryggja að skólagjöld yrðu greidd. Þær tóku hins vegar fram að þær teldu mistökin ekki eingöngu sín. Föður nemandans hefði verið ljóst, að ef reikningur yrði ekki greiddur eða samið um greiðslur fyrir skóla- slit þá yrði nemandinn ekki útskrif- aður með félögum sínum. Nemandinn sem í hlut á bar fram þá ósk í ráðuneytinu að hann yrði beðinn opinberlega afsökunar á þeim atburðum sem eru undirrót bréfa þessara. Menntamálaráð- herra kom þessari ósk á framfæri við skólastýrurnar. Ráðuneytið telur að þær skýring- ar sem skólastýrurnar gefa í bréfi sínu séu ekki fullnægjandi og að það sé ekki afsakanlegt á neinn hátt að baminu skuli hafa verið neitað um prófskírteinið. Fram kom í viðtalinu að skóla- gjöld við skólann eru mjög há eða 9.700 krónur á mánuði enda þótt ríkið greiði rúmlega þrjá fjórðu hluta þeirra stöðugilda sem era við skólann. Er þess óskað að fram- vegis verði kallað eftir afstöðu ráðu- neytisins ef talið er nauðsynlegt að breyta skólagjöldum. Þá er þess vinsamlega farið á leit að Tjarnarskólinn sendi ráðu- neytinu ársuppgjör fyrir skólann framvegis, í fyrsta sinn eftir nýliðið skólaár þegar uppgjör liggur fyrir. í uppgjörinu komi fram bæði efna- hags- og rekstrarreikningur skólans." Rangt að ráðuneytið greiði 3/4 stöðugilda í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær sögðu skólastjóramir að það væri rangt sem fram kæmi í bréfi ráðherra, að menntamála- ráðuneytið greiddi þijá fjórðu hluta stöðugilda við skólann. Hið rétta væri að ráðuneytið greiddi tæpan helming stöðugilda við Tjarnar- skóla. Þær María Sólveig og Mar- grét kváðust ekki telja rétt hjá ráð- herra að atvikið væri ósamrýman- legt grannskólalögum. Einungis hefði verið um frestun á afhendingu prófskírteinis að ræða, aldrei hafi komið til greina að neita nemandan- um endanlega um að fá skírteinið. Þá vildu skólastjórar Tjarnar- skóla koma því á framfæri að skóla- gjöld hækkuðu ekki um 85% milli ára eins og fram hefur komið á prenti, heldur um liðlega 30%. Skólaárið 1987 til 1988 námu skólagjöldin 6.900 krónum á mán- uði, en á liðnum vetri vora skóla- gjöldin 9.700 krónur á mánuði. Að öðru leyti óskuðu þær Maria Sólveig Héðinsdóttir og Margrét Theodórsdóttir eftir að Morgun- blaðið birti greinargerð þeirra vegna þessa máls og fer hún hér á eftir. Greinargerð skólastjóranna „Tjarnarskóli er ekki hverfisskóli í Reykjavík. Það er því sjálfstæð og fijáls ákvörðun hverrar fjöl- skyldu að sækja um skólavist þar. Þegar nemandi er innritaður í skólann skuldbinda foreldrar sig til að greiða fyrirfram ákveðin skóla- gjöld um leið og þeir staðfesta umsókn barnsins. Sá háttur hefur verið hafður á að semja um greiðslufyrirkomulag skólagjald- anna ef hefðbundnir gjalddagar henta illa fyrir foreldra. Þessi samn- ingaleið hefur gefist mjög vel, þ.e.a.s í öllum tilfellum nema einu. Ekki verður annað séð en okkar starfshættir og skólastefna hafi þótt eftirsóknarverð fyrir umrædda foreldra. Að öðrum kosti hefðu þeir ekki sóst eftir skólavist fýrir barn sitt í þijá vetur. Ekki verður annað sagt en að öll samskipti hvað varð- ar skólastarfið hafi verið farsæl og ánægjuleg í alla staði. Um þá hlið sem snýr að skóla- gjöldunum hefur faðirinn aldrei sýnt á sér samningahliðina. Greiðsl- ur fyrir viðkomandi nemanda hafa oft dregist langt fram yfir eindaga. Til vitnis um þetta greiddi faðirinn t.d. staðfestingargjald v/skólaárs- ins 1987-1988 þann 3. nóvember en eindagi var 1. júlí. Öllum tilboð- um um greiðslusamninga hefur jafnan verið hafnað af föðurnum. Sömuleiðis hefur hann látið ósvarað öllum bréfum þar að lútandi. í einu tilfelli var haft samband við móður- ina vegna vangoldinna skólagjalda en hún vísaði erindinu til föðurins. Þegar líður að skólaslitum nú í vor er hluti skólagjalda enn ógreidd- ur.í símtölum við föðurinn reyndist ókleift að komast að samkomulagi eða útkljá málið. Það var alfarið ákvörðun föðurins að hafna enn Á blaðamannafundi í gær sagði fjármálaráðherra, að aðeins rúm- lega fjórðungur framteljenda hefði greitt eignarskatta á árinu 1988. 75% þeirra hefðu ekki greitt slíka skatta og kæmu ekki til með að greiða þá á þessu ári. Heildaráhrif eignarskattshækkananna í vetur væra þau, að meðaltalsgreiðsla þessa íjórðungs framteljenda hækkaði um 1.100 krónur á mán- uði. Að óbreyttum lögum hefði meðaltalsgreiðslan orðið 1.800 kr. á mánuði í ár, en yrði þess í stað 2.900 kr. að jafnaði. Ráðherra vék í máli sínu að hin- um svokallaða ekknaskatti og sagði umræður um hann hafa ver- ið bæði ruglingslegar og villandi; ekknaskatturinn væri í rauninni ekki til. I þessum umræðum væri litið fram hjá þeirri staðreynd, að í vor hefði verið gerð breyting á eignarskattslögunum, sem hefði í för með sér, að þeir sem hefðu misst maka sinn 1984 eða síðar og sætu í óskiptu búi, gætu talið fram eins og um hjón væri að ræða. Þetta leiddi til þess, að ein- staklingar sem misstu maka sinn á árunum 1984 til 1987 greiddu jafnvel lægri eignarskatta í ár, en samningaleiðinni og fresta þar með afhendingu prófskírteinisins. Lauk hann sjálfur símtali með þessa vitn- eskju. Við skólaslit kom síðan í ljós að hvorki móður né barni var ljóst hvemig við höfðum skilið að skipt- um og vissu því ekki um stöðu mála. Móðirin hitti okkur klukku- stund eftir skólaslit og greiddi loka- greiðslu skólagjaldanna og fékk skírteinið afhent. Afhending prófskírteinis frestað- ist um klukkustund af framan- greindum ástæðum. Ummæli um að nemanda hafi verið neitað um útskrift eru því ekki rétt. í hita og þunga dagsins reynist oft erfítt að sjá fram á veginn. Við trúðum því aldrei að faðirinn tæki þá ákvörðun að láta nemandann mæta eins og ekkert hefði í skor- ist. Við erum vanar því að tekið sé mark á orðum okkar og reynsla okkar er sú að foreldrar séu dæma- laust gott fólk og jafnan tilbúnir til samstarfs. Þessi umræddu sam- skipti eru því einsdæmi allt frá stofnun skólans. Við vanmátum við- brögð þessa föður og því fór sem fór. Það er alltaf gott að vera vitur eftir á og auðvitað verður allt gert til að fyrirbyggja endurtekningu á atburði sem þessum. Eftirfarandi orðum óskum við að beina til nemandans. Okkur þykir leiðast að hafa verið þátttakendur í deilum sem hafa valdið þér óhamingju. Síst af öllu áttir þú skilið að ljúka skólaferli þínum með þessum hætti og hörm- um við það svo sannarlega. Þér hlýtur að vera ljóst að þessi at- burður gengur þvert á allt starf sem unnið hefur verið í skólanum þar sem jákvæð samskipti við nemendur og foreldra hafa verið burðarásinn.“ hefði orðið, að óbreyttum lögum. Ráðherra sagði að hins vegar væri hægt að finna dæmi um ekkjur eða ekkla, þar sem skattbreytingin fæli í sér einhveija hækkun frá því í fyrra. Þar væri þó um að ræða fáa einstaklinga og þyrftu þeir að eiga skuldlausar eignir, að andvirði tólf og hálfri milljón króna. í vetur hækkaði álagningarhlut- fall eignarskatts úr 0,95% í 1,2%. Þar að auki leggjast 1,5% á skuld- lausar eignir einstaklinga umfram 7 milljónir króna og eignir hjóna umfram tólf og hálfa milljón. Við þetta bætist svo 0,25% sérstakur eignarskattsauki vegna byggingar Þjóðarbókhlöðunnar. Þannig er álagningin 2,95% á skuldlausar eignir einstaklinga umfram 7 millj- ónir króna og eignir hjóna umfram tólf og hálfa milljón króna. í máli fjármálaráðherra á blaðamanna- fundinum kom fram, að samkvæmt þessu væri álagningin 2,95% á skuldlausar eignir þeirra einstakl- inga, sem misstu maka sinn fyrir árið 1984. Hins vegar væri hækk- un eignarskatta þessa fólks nú, mun minni en hækkun sem varð 1984, í fjármálaráðherratíð Al- berts Guðmundssonar. Ekknaskattur- inn er ekki til - segir flármálaráðherra ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segir að umræður um hinn svokallaða ekknaskatt hafi verið bæði ruglingsleg og vill- andi; ekknaskatturinn sé í raun og veru ekki til. I raun muni Qöl- margar ekkjur og ekklar greiða lægri eignarskatta í ár heldur en í fyrra, jaftivel þótt um verulegar eignir sé að ræða. særi o iveírnur dögum kronur 33 900, nrij ótrúlegar Viðtökurnar v okkaf „ið Lukkuferð sem v)ð „ ^u200sae ' íhveIH við Lukk2oo s»ti. sem Qg þau 20 |dust upp bUtðvUe^rööBum. Vegna þessarra góóu undirtekta höf u m vió nú bætt vió sætum og gef- um nú enn fleiri kost á aó nota sér þetta feróatilboó Þannig er Veraldarlukkan: dag um leið og pu ookar pig veist því strax hvenær þú ferð í fríið. Þú færð ferð annað hvort til Costa del Sol eða Benidorm, tveggja vinsælustu sumar- dvalarstaða á Spáni. Þú færð aðeins góða gistingu, annað hvort íbúð á íbúðar- hóteli, eða hótelherbergi með morgunmat. Viku fyrir brottför færðu staðfest hvort þú ferð til Benidorm eða Costa del Sol og á hvaða gististað þú dvelur. Verð m.v. 4 í íbúð, 2 börn 2-12 ára og 2 fullorðnir, 2 vikur. Ausfurstræti 17, sími 6222001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.