Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 57

Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNt 1985 57 Nettó skuldastaða við útlönd og nettó vaxtagreiðslur af erlendum lánum í hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu 63 58^0% 48,3% )o% 3: 2,0% 31, 6% 31,8% 5 l% —6, 7% 2, 9% 3,( 3,9% V r% Erlendar skuldir Vaxtagreiðslur 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 Heimíld: Þjóöhagsstofnun, Seölabanki Islands bráðdb. Þorskaflinn og skuldakvaðirnar Meðfylgjandi tafla sýnir nettó skuldastöðu og nettó vaxtagreiðslur af erlendum lánum 1978—1984. Davíð Sch. Thorsteinsson komst svo að orði á aðalfundi Iðnaðarbankans 12. apríl sl. um þessa skuldastöðu: „Ástand- ið er orðið það alvarlegt, að á síðasta ári, árinu sem lýðveldið varð 40 ára, vantaði meira en 2 milljarða króna til þess að andvirði alls þorsk- afla okkar íslendinga nægði til að greiða umsamdar afborganir og vexti af erlendum skuldum okkar." Því má við bæta að þessar skuldakvaðir eru í raun útflutningur á almennum „kjörum", að því marki sem lánin hafa gengið til neyzlu eða óarðbærrar fjárfestingar. lífsmáta þjóðarinnar, er að megin- hluta sótt til sjávarútvegsins; aus- in af þeirri auðlind sem fiskimiðin umhverfis landið eru. • Án þessarar auðlindar værum við enn í fjötrum fátæktar. Án hennar teldumst við ekki til vel- megunarþjóða. Þessa auðlind þarf því að varðveita og nýta hyggi- lega. Það er meira en illt í efni þegar svo er sorfið að þessari undir- stöðugrein í þjóðarbúskap okkar og lífskjörum sem raun ber vitni um. Gamalt máltæki segir að hæg- ara sé að kenna heilræðin en halda þau. Það felur í sér mikil sannindi. En oft var þörf en nú er nauðsyn að þjóðin leggist á eitt um að styrkja stöðu sjávarútvegs í landinu, bæði veiða og vinnslu. Kjör starfsstétta í sjávarútvegi og þjóðarinnar í heild verða ekki bet- ur bætt á annan hátt en þann að efla arðsemi í sjávarútvegi. • Veiðisókn þarf að miða við veiðiþol helztu nytjafiska. Því að- eins gefa nytjafiskar landsmönn- um hámarksafrakstur í framtíð- inni að stofnstærð þeirra megi ná hámarki við eðlileg skilyrði í líf- ríki sjávar. • Veiðisókn þarf að miða við það að ná sem mestum afla með sem uiinnstum tilkostnaði. • Efla þarf markaðsstöðu okkar og laga vinnslu að kröfum helztu markaðssvæða. Ef snúa á dæminu við, sjávar- útvegsfyrirtækjum í hag, þarf til að koma sterkt almenningsálit, sem fylgir málum þeirra fast eftir. Sterkt almenningsálit er eini »áttavitinn“ sem stjórnmálamenn óttast nægilega — til að láta hendur standa fram úr ermum í þeim þáttum pólitískrar stjórn- sýslu, sem varða þessa undirstöðu- grein, sjávarútveginn. Erlendar skuldir og viðskiptahalli við umheiminn Við erum lítil þjóð og vegum ekki þungt á vogarskálum um- heimsins. Og þó! Okkur hefur tek- izt á a.m.k. tveimur sviðum að gera okkur gildandi gagnvart út- lendum: • Nettó skuldastaða okkar við út- lönd, sem var 32% í hlutfalli af þjóðarframleiðslu 1978, þegar vinstri stjórn hóf „björgunar- störf" í þjóðarbúskapnum, er nú komin upp í 63%. Vaxtagreiðslur af þessari skuld, sem vóru 2,7% af þjóðarframleiðslu 1978, nema nú 6,5% hennar. • Viðskiptahallinn við útlönd er nánast viðvarandi. Hann komst hæst í tæpar 7.000 m.kr. 1982, sem var um 10% af þjóðarframleiðslu. Hann var enn 6% á sl. ári og verð- ur sennilega litlu minni í ár. Raunar má nefna þriðja vanda- málið, verðbólguna, sem allir eru á móti í orði en flestir krefjast þó á borði, ef marka má víxlhækkun- arhugsunarháttinn, sem lætur enn á sér kræla í ríkum mæli. Hallinn á þjóðarbúskapnum sýnist allnokkur. Hallinn á ríkis- búskapnum sömuleiðis. Nýkrónan, sem steypt var úr hundrað gam- alkrónum, siglir hraðbyri að kaup- gildi niður á „núll“ forvera síns. Undirstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar, sem velmegun hennar eru að meginhluta sótt til, stendur á rekstrarlegum brauðfótum. Og það sem menn sjá helzt til ráða, a.m.k. sumir hverjir, er að hefja enn einn darraðardansinn á ís- lenzkum vinnumarkaði. Vandamál eru viðfangsefni, sem hægt er að vinna sig út úr, ef rétt er að málum staðið. Vinnutækin, sem þarf til verksins, eru ekki slagorð, stéttastríð né lýðskrum. Þau flokkast frekar undir raunsæi og samtaka róður þjóðfélagsþegn- anna út úr brimgarðinum, áður en fleyið steytir á sundrungarsker- inu. Saga okkar næstu misseri, þar á meðal sá þáttur sem fjallar um framangreind mál, er að vísu enn óskráð. En við komumst ekki hjá því að skrifa hana. Við hönnum eigin framtíð á líðandi stund og næstu vikum og mánuðum. For- skriftina að þeirri framtíð eigum við ekki að sækja til hávaðaseggja, sem reynslan hefur margfellt í skóla tilverunnar. Við höfum þeg- ar fengið nóg af kollsteypum. , HAPPDRÆTTI SJ ALFSTÆÐISFLOKKSIN S Dregið 15. júní Vinsamlega geriö skil zzr** */*r. Ilátiuwéla marhaðurinn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Sími 77066 ^SIáttuvélar fyrir allar stærðir garða Jaa0 Landsins mesta úrval viöurkenndra sláttuvéla. 0 Liprir sölumenn veita faglegar ráöleggingar. f0 Árs ábyrgö fylgir öllum vélum. 0 Öruggarleiöbeiningar um geymslu og meöferö sem tryggir langa endingu. 9 Cóö varahluta- og viögeröarþjónusta. Yfir 20 tegundir sláttuvéla Fisléttir Flymosvifnökkvar. sem hægt er að leggja saman og hengja upp á fvegg eftir notkun 0 Rafsvifnökkvar 0 Bensinsvifnökkvar fyrir litla og meöalstóra grasfleti 0 Atvinnusláttuvélar fyrir fína grasfletijafnt sem sumarbústaöalóöir 0 Snotra með aflmiklum 3.5 hestafla mótor 0 Hjólabúnaður stillanlegur meö einu handtaki 0 Meö eöa án grassafnara. Westwood garðtraktorar Liprir, sterkir og fjölhæfir. 7,5—16 hestafla mótor. Margvíslegir fylgihlutir fáanlegir. Henta vel fyrir sveitarfélög og stofnanir. Crittall gróöurhús Margar stæröir. Einnig vermireitir. Verslið þar sem úrvalið er mest og þjónustan er best. flffiEgy f Flymof flfflHlT Westwood Viö aukum bjönmtuna og opnum blóma- og gjafavöruverslun í gróðurhúsinu viö Hraunbrún Mikið úrval af pottaplöntum, afskornum blómum og alls konar gjafavörum. Verið velkomin til okkar * Blómabúðin v/Hraunbrún • 220 Hafnarfirdi • Sími 54740 Opið 9—21 alla daga. Ljósmyndastofa Reykjavíkur er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar Öll almenn ljósmyndaþjónusta Hverfisgötu 105, 2. hæð. Sími 621166. Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.