Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 ÞIMGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Sjávarútvegur — undirstöðugrein: Róið á skuldamið „Sjávarútvegurinn á nú í miklum erfíðleikum, bæði vegna erfíðra rekstrarskilyrða á líðandi stund og skuldasöfnunar á fyrri árum. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki eiga því í stórfelldum greiðsluerfíðleikum. Ennfremur er afkoman óvenju breytileg milli staða og fyrirtækja. Rekstrarafkoma botnfískvinnsl- unnar er um þessar mundir afar ótrygg; sama gildir um stöðu botnfískveiðiflotans. Talið er, að við ríkjandi rekstrarskilyrði sé um nokkurn taprekstur aö ræða í greininni í heild. Hér leggst allt á eitt, samdráttur í þorskafla, markaðstregða og lækkandi afurðaverð erlendis. Staða annarra greina sjávar- útvegs er einnig ótrygg.“ Þannig er komizt að orði í „Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1985“, sem Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra lagði fram síðla liðins árs á Alþingi. Hér var ráöherrann að tíunda stöðu undirstöðuatvinnuveg- ar í íslenzkum þjóðarbúskap, sem vegur þyngst í lífskjörum okkar, útflutnings- og þjóðartekjum. Eiginfjárhlutfall sjávarútvegsfyrirtækja Það eru fleiri en forsætisráð- herra sem gera sér grein fyrir og vara við ótryggri stöðu sjávarút- vegsfyrirtækja. í ársskýrslu VSÍ 1984—1985 er komizt svo að orði: „Hluti af skuldasöfnuninni er- lendis á sl. ári var notaður til skuldbreytinga í sjávarútvegi og til þess að halda honum gangandi frá degi til dags. Á sama tíma og þessar skuldbreytingar hafa án efa forðað greiðsluþrotum og lok- un margra sjávarútvegsfyrir- tækja, þá er líka ljóst að þessar skuldbreytingar hafa gert rekstr- arskilyrði þessara fyrirtækja enn verri en áður. Að hluta hefur skuldbreytingin orsakað hækkun aðkeyptrar þjónustu og ýmissa rekstrarvara fyrir sjávarútveginn. Eiginfjárhlutfall sjávarútvegs- fyrirtækja hefur rýrnað verulega á undanförnum árum. f ársbyrjun 1981 námu skuldir sjávarútvegs- ins í opinberum lánastofnunum og bönkum 42,0% af eignum. Þetta hlutfall hækkar ár frá ári upp í Skuldir sjávarútvegs í hlutafalli af eignum samkvæmt opinberum lánaskýrslum (Fastafjármunir vinnslu á 54,2% þjóðarauðmati.Floti á tryggingamati) Útgerð og fiskvinnsla 38,9% Fiskvinnsla 31/12 1980 21/12 1981 31/12 1982 31/12 1983 31/12 1984 áætl. Heimildir: Seölabanki Islands, VSl Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja Tafla þessi sýnir skuldir sjávarútvegsfyrirtækja í hlutfalli af eignum, samkvæmt opinberum skýrslum. Þetta hlutfall hefur hækkað ár frá ári. Það var 42% í ársbyrjun 1981 en 54,8% við sl. áramót. Þessi undirstöðugrein í þjóðarbúskapnum okkar hefur þannig gengið á eignir og safnað skuldum. 54,8% við sl. áramót. (Hér er með eignum átt við fiskiskipin á trygg- ingarmati, fastafjármuni í fisk- vinnslu á þjóðarauðsmati, birgðir af fullunnum sjávarafurðum og ógreiddan útflutning. Annað lausafé er undanskilið. Með skuld- um eru ekki taldar viðskiptaskuld- ir.) Þessi mikla aukning á skulda- hlutfalli sjávarútvegs á sér að sjálfsögðu einhverjar orsakir aðr- ar en slök rekstrarskilyrði og töl- ur sem þessar eru aðeins viðmið- un, að litið sé til nokkurra ára í einu. En hversu vel, sem leitað er annarra skýringa, þá er ekki hægt að horfa fram hjá því, að slæm rekstrarskilyrði valda mestu um.“ Þau slæmu rekstrarskilyrði, sem hér að framan er ýjað að, eru m.a. aflabrestur (veiðitakmarkan- ir), staðan á erlendum sjávarvöru- mörkuðum og óhagstæð fjárfest- ing, „en meginástæðan er þó sam- spilið af gengisskráningunni og skuldasöfnuninni erlendis,“ segir í ársskýrslu VSÍ. Verðmæti og velferð Áður en lengra er haldið er rétt að minna á nokkur þungavigtar- atriði í íslenzkum þjóðarbúskap: • Sjávarvörur vega þyngst í þjóð- arframleiðslu okkar og gefa þrjár af hverjum fjórum krónum út- flutningstekna. • Sú velmegun, sem hvarvetna blasir við, bæði í mannvirkjum og NIITSUBISHI Þeir, sem eiga hann, úá hann. Þeir, sem ekki eiga hann þrá hann. VERÐ: meö bensínvél kr. 758.200 meö dlesel-turbo kr. 832.500 (Gengt 31 OS 8%) Okkar verö er miðað við fullbúinn bíl, og þá meinum við: 0 Framdrifslokur 0 Tregdumismunadrif (70% læsíngi' •. j 0 Aukamidstöd undir aftursæti J Útvarp/kassettutæki ^ Q Rafhituð framsæti 0 RúlluWbelti í öllum sætum O Fullklæddur að innan 0 Aflstýrl 4;. C O.fl. o.fl. HEKLAHF 50 ARA REYNSLA í BÍLAINNFLUTNINGI OG ÞJÓNUSTU Sótt um 5 prestsembætti NÝLEGA rann út umsóknarfrestur um sex prestsembætti, sem Biskup íslands auglýsti laus til umsóknar. Þau prestaköll, sem um er að ræða, eru Asaprestakall í Skaftártungum, Djúpavogsprestakall, Raufarhafn- arprestakali, Stóra-Núpsprestakall í Árnesprófastsdæmi, Sauðlauks- prestakall í Barðastrandarprófasts- dæmi auk annars farprestsembættis Þjóðkirkjunnar. Umsækjendur í Ásaprestakalli voru þeir sr. Hörður Þ. Ásbjörns- son, Reykjavík og sr. Sighvatur B. Emilsson, Hólum. Sigurður Ægisson, cand. theol., Reykjavík sótti um Djúpavogs- prestakall en sr. Bjarni Th. Rögn- valdsson, Reykjavík, um embætti Raufarhafnarprestakalls. Þrír sóttu um prestsembætti Stóra-Núpsprestakalls í Árnes- prófastsdæmi. Voru það þeir sr. Baldur Rafn Sigurðsson, Bólstað, sr. Flóki Kristinsson, Hólmavík og sr. Ingólfur Guðmundsson, Reykjavík. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Þýskalandi, sótti um annað far- prestsembætti Þjóðkirkjunnar. Um Sauðlauksprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi sótti hinsvegar enginn. Hefur það verið prestslaust um langt árabil. j^uglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.