Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986 55 Svipmynd á sunnudegi/RAISA GORBASJEV Ný staða Raisu Gorbasjev fyrirboði breytinga? I>að er kunnara en frá þurfi að segja, að einhverra hluta vegna hafa sovézkir valdamenn lengi verið þeirrar skoðunar, að eigin- konur leiðtoga og annarra valdamanna ættu að láta sem minnst á sér kræla. Nina Krusjef var á sínum tíma undantekning og vakti það athvgli. Grunur lék á því, að Bresnev hefði verið kvæntur, að minnsta kosti komst upp um að hann ætti dóttur. Aftur á móti hvfldi þvflík leynd yflr hjónabandsstöðu Andropovs, að menn höfðu ekki hugmynd um, að hann væri kvæntur, fyrr en ekkjan birtist við útforina. Eiginkona Chernenkos sást að því er bezt er vitað einu sinni opinberlega og síðan við jarðarför manns síns. 1ÉP Mikhail og Raisa Gorbasiev. Nú hefur skipt um. Kona Mikhails Gorbasjev, Raisa, hef- ur komið fram á sjónarsviðið og safnað að sér eftirtekt hvar sem hún fer. Meðal annars er hún ólík þeim hugmyndum, sem menn á Vesturlöndum gera sér um sovézkar leiðtogakonur — og oft með réttu — sem hafa verið kauðalega klæddar og lítt mann- blendnar. Raisa er vel klædd, glæsileg og glaðleg í viðmóti. Hún fór með manni sínum í um- talaða ferð til Bretlands í fyrra, áður en hann tók við flokksleið- togaembættinu. Blaðamenn og ýmsir aðrir sem fylgdust með heimsókninni áttu varla nógu sterk orð til að lýsa því, hversu viðfelldin og skemmtileg hún væri. „Hún er hámenntuð og gáfuð kona, laus þó við allan menntahroka. Hún er afar fróð og víðlesin," var haft eftir brezk- um aðstoðarmanni Thatchers sem fór með henni í skoðunar- ferðir meðan þau Mikhail og Margaret ræddu alþjóðamál. Þó er af hálfu Sovétmanna gætt hófsemi. En þetta bendir til ákveðinnar hugarfarsbreytingar hjá Gorbasjev og öðrum i foryst- unni. Blöð í Sovétríkjunum hafa nokkrum sinnum birt af henni stórar myndir þegar hún hefur verið með manni sínum við ein- hverjar athafnir. Enn hafa sov- ézkir fjöimiðlar þó ekki gengið svo langt að nafngreina hana. Blaðamenn á Vesturlöndum hafa sagt að þau Gorbasjevhjón væru vís með að stela senunni frá þeim sælu Reaganhjónum, ef svo færi að fundi yrði komið á með þeim. Þegar forsætisráðherrahjón Indlands, Rajiv og Sonia Gandhi, fóru í opinbera heim- sókn til Sovetríkjanna fyrir fá- einum vikum, þóttu þær frúr samrýndar og fór vel á með þeim. Vestrænir fréttamenn lofsungu fjölbreytilegan klæða- burð Raisu Gorbasjev og þótti hún bera af Soniu hvað þægilegt viðmót snerti. Nokkuð gaman var hent að því, að daginn eftir að Raisa hafði farið með Soniu Gandhi í skoðunarferð um Moskvuborg þvera og endilanga, kom Lidia, kona Andreis Grom- yko, allt i einu til skjalanna og annaðist kynnisferðir daginn eftir. En Lidia Gromyko hefur fram til þessa verið ein af hinum dæmigerðu felufrúm sovézkra valdamanna, þótt mönnum væri kunnugt um tilveru hennar. Ekki er þó mikið vitað um Raisu Gorbasjev. Talið er að hún sé 51 árs gömul og að þau hjón eigi tvö börn. Aðeins er vitað hvert annað er, Irina, sem er læknir á þrítugsaldri, gift starfsbróður sinum, ónafn- greindum. Þau eiga 4ra ára gamla dóttur, Oksana. Einnig er álitið, að Raisa hafi numið heim- speki við háskólann í Moskvu og að þar hafi þau hjón kynnzt. Hún er nú sögð kennari við há- skólann. Raisa Gorbasjev talar lýta- lausa ensku að sögn og þegar þau hjónin voru í fyrrnefndri Bretlandsheimsókn sýndi hún mikinn áhuga á bókmenntum. Meðan maður hennar átti ein- hvern daginn tveggja klukku- stunda fund með Margaret Thatcher á sveitasetrinu Chequ- ers skoðaði hún bókasafnið og ræddi af áhuga og þekkingu um bókmenntir. Fljótlega eftir að Gorbasjev tók við starfi flokksleiðtoga í Sovétríkjunum þóttust menn sjá merki þess, að ýmsar breytingar væru í vændum. Framkoma og talsmáti Gorbasjevs er nútíma- legur og laus við þá stirfni og alvöru sem hefur einkennt þá Kremlarbændur. Það er ekki þar með sagt að stefnubreyting sé í vændum í innan- eða utanríkis- málum; það bendir út af fyrir sig ekkert til að hann sé frjálslynd- ari en fyrirrennarar hans. Þó segja vestrænir diplómatar, að hann sé ólíkur þeim í samskipt- um og sé nútímamaður — að vísu sovézkur nútímamaður. Og yfirbragðið hefur óumdeilanlega breytzt. Það eitt að „leyfa“ frú Gorbasjev að vera stöðugt í fylgd með manni sínum og meira að segja taka af henni myndir, er engin smáræðis breyting — að vísu á sovézkan mælikvarða. En kann að vera fyrirboði ein- • hvers sem dýpra risti. Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir Frá 100. fundi Félags þroskaþjálfa, sem jafnframt var hátíðarfundur í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Félag þroskaþjálfa 20 ára HINN 17. maí sl. hélt Félag þroskaþjálfa upp á að 20 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Var sérstakur afmælisfundur haldinn að Borgartúni 6 og var þaö jafnframt 100. félagsfundurinn frá upphafi. Stóð Heilbrigðis- ráðuneytið síðan fyrir móttöku á sama stað í tilefni afmælisins. Félagið var stofnað 18. maí 1965 og hét þá Félag gæslu- systra. Fyrsti formaður þess var Gréta Bachman. Samkvæmt lögum um þroska- þjálfa frá árinu 1977, er þroska- þjálfum ætlað að starfa að þjálf- un, uppeldi og umönnun þroska- heftra. Til að mæta þessum kröf- um hefur vægi uppeldisgreina í námsefni Þroskaþjálfaskóla ís- lands aukist á kostnað heilbrigð- isgreina. Líta þroskaþjálfar nú fremur á störf sín sem uppeld- isstörf en störf á sviði hjúkrunar og heilsugæslu. Þeir teljas hinsvegar nokkuð skorta á að fyrir liggi skýr af- mörkun á starfssviði þeirra, en vona að úr þvi verði bætt með reglugerð, sem væntanleg er um þessi mál, segir í fréttatilkynn- ingu, sem félag þroskaþjálfa sendi frá sér í tilefni afmælisins. Núverandi stjórn Félags þroskaþjálfa skipa: Árni Már Björnsson formaður, Kristján Sigurmundsson ritari, Sólveig Theodórsdóttir gjaldkeri, Sús- anna Þorvarðardóttir og Erna Einarsdóttir meðstjórnendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.