Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 27 Tölvur Sjóvá og Bifreiðaeftirlits- ins samtengdar TÖLVA Sjóvátryggingafélags fs- lands hefur nú verið tengd með símalínu við tölvu Skýrsluvéla Rfkis- ins og Reykjavíkurborgar. Um leið kemst hún inn í tölvupóstkerfi SKÝRR og þar með í samband við tölvur annarra notcnda tölvupósts- ins. Þar á meðal eru Bifreiðaeftirlit ríkisins, sýslumannsembættin, Borg- arfógetaembættið og Fasteignamat ríkisins. Að sögn Sigurjóns Péturssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Sjó- vátryggingafélagsins hefur félagið einnig sótt um að fá aðgang að tölvuskrám Hagstofu íslands. „Það kemur oft fyrir að menn gleyma að tilkynna um sölu bif- reiða og þess vegna er ekki hægt að fella niður tryggingarnar," sagði Sigurjón. „Oft eru menn því rukkaðir um greiðslu, sem þeir skulda ekki. Tilgangurinn með því að tengjast tölvum Bifreiðaeftir- litsins er m.a. sá að hægt verður að koma i veg fyrir mistök sem þessi. Auk þess sparar þetta við- skiptavinum Sjóvá og Bifreiða- eftirlitsins mikinn tíma þegar eigendaskipti verða á bifreið. Þá verður bókhaldið réttara svo og allar upplýsingar," sagði Sigurjón Pétursson að lokum. Starfsmenn Sjóvá, Guðný Gunnarsdóttir tryggingaritari, Sturla Þengilsson deildarstjóri tölvudeildar og Reynir Þórðarson deildarstjóri afgreiðslu. ISLENDINGAR, EIGA ERINDI TIL BJORGVINJAR OG A SOGUSLODIR VESTURLANDSINS Þaö eru sterk söguleg tengsl milli Björgvinjar og íslands. Á miööldum var borgin dyr íslendinga að umheiminum, verslunarmiðstöð og höfuðborg um skeið. Björgvin státar af fjölmörgum stórmerkum byggingum frá miööldum og tímum Hansakaupmanna. Gaman er að skoða elsta borgarhlutann í Björgvin. Staldra við á Fiskitorginu og rölta um Bryggjuna, sem er miðstöð listiðnaðar og handverks. Þar eru líka sérlega góðir veitingastaðir. Prófið gómsætu fiskréttina í Einhyrningnum. ( Björgvin er að finna áhugaverð söfn, nægir þar að nefna Bryggjusafnið og Hákonarhöllina. Það er alltaf eitthvað eftirtektarvert að gerast í Grieghallen: Tónleikar, óperur, leiksýningarog ballettar. Snemma sumars er árlega haldin mikil tónlistarhátíð í Björgvin sem laðar að sér fjölda gesta. Ef þreyta sest í beinin eftir göngutúr um gamla bæinn, er Ijúft að hvílast um stund á garðbekknum við styttuna af Snorra Sturlusyni og láta hugann reika aftur í aldir. Flugleiðir bjóða farþegum sínum til Björgvinjar bílaleigubíla á góðu verði. Einnig gistingu á vönduðum hótelum í borginni og í „fjalla-hyttum“. Þarna gefst gott tækifæri til að njóta náttúrufegurðar norsku fjarðanna. Stórkostlegustu firðimir eru flestir við bæjardyr Björgvinjar, á Vesturlandinu: Harðangursfjörður, Sognfjörður og Geirangursfjörður, svo einhverjir séu nefndir. Þetta eru heimaslóðir forfeðra okkar. Nú gefst þér færi á að heimsækja Dalsfjörðinn, heimabyggð Ingólfs Arnarsonar í Noregi. Á heimaslódum Jörfedranm BJORGVIN LEIJIO FREKARI UPPLÝSINGA A SOLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIOA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐA SKRIFSTOFUM. FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.