Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 26

Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 26
26 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. JPNÍ 1985 Bindindisfélag ökumanna: Ökuleikni og reiðhjóla- keppni í sumar Bindindi.sfélag ökumanna veróur í sumar meö keppni í ökuleikni og reiðhjólaakstri vítt og breitt um landið. Fyrsta keppnin fer fram við Hús verslunarinnar í Reykjavík laugardaginn 15. júní kl. 14.00, en þriðjudaginn 11. júní verða keppn- isbrautirnar vígðar með pressu- keppni sem hefst kl. 20.00. Þar koma fram fulltrúar allra dag- blaðanna og rikisfjölmiðlanna og keppa bæði á reiðhjólum og bílum. Um 1500 ökumenn hafa tekið þátt í ökuleikni til þessa og er hún nú haldin í áttunda sinn. Þetta er hins vegar i fyrsta sinn sem efnt er til reiðhjólakeppni og er hún haldin í tilefni alþjóðaárs æsk- unnar. Þátttakendur í reiðhjólakeppn- inni þurfa að hafa náð niu ára aldri og hafa hjólið sitt i lagi. Keppendur i ökuleikni þurfa að hafa ökuleyfi og skoðunarhæfan bil. 1 ökuleikni verður keppt i karla- og kvennariðli. Veittir verða verð- launapeningar fyrir 3 efstu sætin i hvorum riðli. Úrslitakeppni verð- ur haldin 7. september og verða verðlaunin auk íslandsmeistara- titils, bikar og utanlandsferð. Þeim sem tekst að aka villulaust i gegnum þrautaplanið i úrslita- keppni hlýtur Mazda 626 bifreið i verðlaun. Þeir sem hljóta þrjú efstu sætin í reiðhjólakeppninni fá öryggis- tæki á reiðhjól. Auk þess fá allir keppendur happdrættismiða og verður dregið um tvö DBS reiðhjól í haust. Það er Fálkinn sem gefur þessi verðlaun. Þátttökugjald i reiðhjólakeppn- inni 50 kr. og í ökuleikni 250 kr. Eskifjörður: Jón Kjartansson á rækjuveiðar Ivfkinrdi, 6. jáni. NÚ ER IJNNIÐ að því að setja frystipressur og frystitæki í nótaskipið Jón Kjartansson frá Eskifirði. Ætlunin er að skipið fari til rækjuveiða og verður rækjan stærðarflokkuð og heilfryst um borð. Þá verður einnig sett í skipið karfahausingavél og slógdráttarvél fyrir karfa. Ætlun útgerðarinnar er að skapa skipinu verkefni milli loðnuvertíða, en hingað til hefur það verið aðgerðarlaust og bundið í höfninni þann tíma. Sem dæmi um slæma nýtingu skipsins er, að árið 1984 fiskaði skipið 21.050 tonn af loðnu og í það fóru 97 úthaldsdagar. Það gefur augaleið að skapa þurfti skipinu önnur verkefni meðan loðnan ekki veiðist. Var rækjuveiðin vænleg- asti kosturinn, ásamt möguleikan- um á frystingu karfa. Þess á milli verður skipið gert út til loðnuveiða fyrir verksmiðjuna hér, eins og verið hefur. Fyrir utan uppsetn- ingu frystitækjanna verður önnur lest skipsins einangruð. Jón Kjartansson kom hingað til Eskifjarðar 1978 og hét áður Narfi. Var þá búið að breyta hon- um í nótaskip og byggja yfir hann. Síðan hefur skipið aðallega verið gert út sem nótaskip og til kol- munnaveiða utan eina vertíð sem það var á þorskveiðum og saltaði aflann um borð og voru þá settar í það flatningar- og hausingavélar. Þegar skipið kom nýtt til landsins var það síðutogari, síðar var því breytt í frystitogara með hálfyf- irbyggðu dekki, sem heilfrysti afl- ann um borð. Svo var Narfa breytt í skuttogara, og að síðustu byggt yfir hann og hann gerður að nóta- skipi. Nú er langt komið með að setja rækju- og karfafrystitækin í Jón Kjartansson og fer hann þá strax til rækjuveiða uns loðnu- vertíðin hefst í haust. Ævar Bach-tónleikar í Dómkirkjunni RAGNAR Björnsson orgelleikari heldur Bach tónleika í Dómkirkj- unni á mánudaginn kemur. Þessir tónleikar eru þeir sjöttu í röóinni af Bach tónleikum, sem Félag ís- lenskra organleikara, Kirkjukóra- samband íslands og Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar hafa staðið fyrir. Að þessu sinni verða fjögur stór verk á efnisskránni. Fantasía og fúga í C-moll, trísónata nr. 6 í G- dúr, Prelúdía og fúga í A-moll og fantasía og fúga i G-moIl. Auk þess verða sjö sálmaforleikir, fúg- ur og fantasíur, en sumt af þessu heyrist hér mjög sjaldan, eins og segir í fréttatilkyningu frá að- standendum tónleikanna. Ragnar Björnsson hefur haldið fjölmarga orgeltónleika hérlendis og erlendis. Hann er einnig þekkt- ur kórstjóri, hljomsveitarstjóri og kennari. Vakin er sérstök athygli á, að þetta eru síðustu stóru tónleikarn- ir, sem leiknir eru á núverandi orgel Dómkirkjunnar, en nú í Ragnar Björnsson orgelleikari sumar verður hafist handa við að setja þar upp nýtt orgel. (Ur fréttatilkynningu.) Togaranum Ögmundi sökkt VARÐSKIPIÐ Ægir dró togarann Ögmund ÁR 3 á haf út og sökkti honum á þriðjudaginn. Togarinn Ögmundur var eitt þeirra skipa sem fara átti með til Englands f brotajárn í september sl. á vegum Stálvíkur. Togarinn slitnaði aftan úr lestinni og var á reki þangað til starfsmenn Land- helgisgæslunnar fundu hann og drógu til lands. Hann lá í Hvalfirði um nokkurt skeið, en f janúar sl. var hann dreginn að Eiðsvík við Geld- ingarnes. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði f sam- tali við Morgunblaðið að ekki hafi fengist leyfi hjá eigendum togar- ans til að sökkva honum. Þeir af- söluðu síðan eignarréttinum til fyrri eiganda og var þá samið um að Landhelgisgæslan sæi um að sökkva honum. Áður hafði verið reynt að selja Ögmund f brotajárn en bað tókst ekki. A þriðjudaginn var togarinn Ögmundur svo dreginn á stað 62° 47,9 norður og 21° 27,8 vestur og sökkt á 1124 metra dýpi kl. 14.21. Tónleikar til styrktar bókaút- gáfu á blindraletri TÓNLEIKAR til styrktar bókaút- gáfu á blindraletri verða haldnir í Iðnó mánudaginn 10. júní og hefjast þeir kl. 20.30. Þar flytur hljómsveitin Hálft í hvoru, Arnþór og Gfsli Helgasynir og Helgi E. Kristjánsson efni af Ástarjátningu, nýútkominni hljómplötu Gísla Helgasonar. Elín Sigurvinsdóttir flytur lög eftir Sigfús Halldórsson við undir- leik höfundar, Kristfn Liljendal syngur nokkur lög og kynnir á tónleikunum verður Magnús ól- afsson. Allur ágóði rennur til styrktar bókaútgáfu á blindraletri. (Krétutilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.