Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 3 Fundu hass í Lagarfossi VIÐ leit í m.s. Lagarfossi í Hafn- arfjarðarhöfn á fimmtudaginn fundu tollverðir hálft kíió af hassi. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur mál þetta til rannsóknar. Deildin hefur fleiri fíkniefnamál til rannsóknar. Fjór- ir menn sitja nú í gæzluvarðhaldi vegna þessara mála og var sá síðasti þeirra úrskurðaður í gæzluvarðhald í gær. Snæfugl seldi í Þýzkalandi SNÆFUGL frá Reyðarfirði land- aði 67,8 tonnum í Þýzkalandi í gær og fékk um 20 milljónir fyrir aflann. Meðalverðið var því heldur slakt eða um 285 krónur. Mestur hluti aflans var ufsi, en einnig langa og þorskur. SEX ára börn eru þessa dagana að hefja skóla- göngu en þau koma í skólana nokkru síðar en eldri árgangarnir. Víða er hafður sá háttur á að sex ára börnin koma í skólana í litlum hópum ásamt Léleg kartöfluuppskera: Beita kúnum á kartöflugarða Dæmdir fyrir hasssmygl í Gautaborg KVEÐINN var upp á mánudag- inn í Gautaborg í Svíþjóð dómur í máli íslendinganna sjö, sem upp- vísir urðu um fikniefnasmygl og sölu þar í borg í júlimánuði sl. Þyngsta dóminn hlaut Bjarni Bender, 2'/2 árs fangelsi, Holberg Másson og Karl Gránz voru dæmdir í tveggja ára fangelsi, Snorri Guðmundsson var dæmdur í 12 mánaða fangelsi og Einar Hannesson, Elías Snorrason og Kristján Svavarsson voru dæmdir í 10 mánaða fangelsi. Öllum mönnunum var vísað frá Svíþjóð um tiltekinn tíma eftir að þeim verður sleppt lausum, lengst til ársins 1990. HÉR á landi er nú stödd sendi- nefnd frá Æðsta ráði Sovétríkj- anna í boði Alþingis. Kom sendi- nefndin hingað 11. september sl. og heldur utan þann 18. þessa mánaðar. Þegar hefur sendi- Kaupmannahöfn: Mál Franklins tekid fyrir á ný EYSTRI-landsréttur tók í gær fyrir mál Franklins Steiners og Sigurðar Þórs Sigurðssonar, sem i sumar voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Kaupmannahöfn vegna aðildar að ííkniefnamálinu mikla, sem uppvíst varð um þar i borg í marz s.l. Báðir höfðu þeir áfrýjað dómnum. Mál Sigurðar var fyrst tekið fyrir en það var ekki afgreitt af skiljanlegum ástæðum, þar sem Sigurður strauk úr Vestre-fang- elsinu í Kaupmannahöfn, eins og fram kom í blaðinu í gær. Mál Franklins var hins vegar tekið fyrir og ákveðið að fela bæjarrétti Kaupmannahafnar að taka málið til meðferðar lið fyrir lið með það í huga hvort mögulegt verður að stytta fangavistina. LJÓST er nú að kartöfluupp- skera í haust verður léleg um allt land, ef frá eru taldir stöku bæir og þá helst í uppsveitum Árnes- sýlu. Upptaka er hafin í Þykkva- bænum en í Eyjafirði verður byrjað um og upp úr helginni. Magnús Sigurlásson i Þykkva- bænum sagði að ekki væri hægt að segja nákvæmlega til um uppskeruna fyrr en um miðja nefndin skoðað ýmsar stofnanir í Reykjavík og rætt við íslenzka ráðamenn. Þá skoðaði sendi- nefndin Búrfellsvirkjun. heim- sótti Hafrannsóknastofnun, frystihús ísbjarnarins, fór til Þingvalla og skoðaði bækistöðv- ar Hitaveitu Reykjavíkur í Mos- fellssveit. í dag heldur sendi- nefndin til Akureyrar og þar mun hún m.a. skoða Sambands- verksmiðjurnar. Síðasta dag heimsóknarinnar, mánudag, skoðar nefndin söfn í Reykjavík. I sendinefndinni eru fjórir full- trúar auk ritara og ráðgjafa. Formaður sendinefndarinnar er Yazkuliev Bally, varaformaður Æðstaráðs Sovétríkjanna og for- maður Æðstaráðs Turkman-lýð- veldisins. I nefndinni eru einnig Bartoshevitch Gennadiy Georgie- vich, fyrsti ritari borgarráðs Minsk, Kuul Oskar Petterovich, framkvæmdastjóri tilraunafisk- eldistöðvarinnar í Kirov í Eist- landi, og Makarova Lidiya Alex- evna, sem sæti á í heilbrigðisnefnd Sovétríkjanna og er umdæmis- læknir við heilsugæzlustöð Moskvu. Ritari nefndarinnar er Marushenko Dimitry Mikailovich og ráðgjafi hennar Lomakin Valentin Vasiljevich. næstu viku en af því sem þegar væri komið upp úr görðunum mætti ráða að uppskeran yrði léleg, kannski þre- til fjórföld. „Hér í Eyjafirðinum er uppsker- an misjöfn en viðst hvar er þetta mjög lélegt og þess eru dæmi að bændur á Svalbarðsströndinni sjái ekki ástæðu til að taka upp úr görðunum og hafi bcitt kúnum á garðana. Á einstöku bæ er uppskera sæmileg en þó engan veginn góð,“ sagði Jóhann Bene- diktsson á Eyrarlandi. Egill Jónsson á Seljavöllum í Horna- firði sagði að þar um slóðir væri uppskerubrestur í kartöflurækt- inni. Islenskar kartöflur komu í verzlanir í Reykjavík um miðja síðustu viku og er það uppskera úr Þykkvabænum og úr Árnessýsl- unni. Grænmetisverzlun landbúnað- arins hefur undanfarið verið með á boðstólunum erlendar kartöflur en þær eru nú á þrotum, þar sem ekki hafa fengist afgreidd 50 tonn af kartöflum, sem Grænmetis- verzlunin á í Rotterdam, vegna verkfalla þar. Hefur þessi farmur beðið þar í um 3 vikur. Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetis- verzlunarinnar sagði að þeir hefðu heldur ýtt á eftir kartöflufram- leiðendum með að taka upp vegna þessa. Þetta hefði þó ekki komið að sök, því að kartöflugrös hefðu fallið í Þykkvabænum í byrjun vikunnar og eftir það spretta kartöflurnar ekki. Jóhann Benediktsson á Eyrar- landi í Öngulsstaðahreppi í Eyja- firði sagði að uppskera þar um slóðir væri mjög misjöfn en skást væri uppskeran þar sem sett hefði verið niður fyrst, fyrstu dagana í júní. Kartöflugrös voru ekki fallin í Eyjafirði í gær, en Jóhann sagðist gera ráð fyrir að frost yrði þá um nóttina og grösin féllu. „Afkoman verður ekki glæsileg í ár hjá þeim, sem stunda kartöflu- rækt, en sjálfur vonast ég þó til að fá fyrir kostnaði og heldur rneira," sagði Jóhann. Egill Jónsson á Seljavöllum í Hornafirði sagði að ekki hefði litið Sendinefnd frá Æðsta ráði Sovétríkjanna hér í boði Alþingis foreldrum sínum til viðræðu við kennara. Þessi mynd var tekin er sex ára börn komu ásamt foreldrum sínum í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær. Ljósm. Kristján. Geirfinnsmálið til Hæstaréttar í næsta mánuði Rikissaksóknaraembættið mun i næsta mánuði senda Hæstarétti Guðmundar- og Geirfinnsmálið til dómsmeðferðar, að þvi er Þórður Björnsson rikissaksókn- ari tjáði Mbl. í gær. Dómur féll í málinu í undirrétti, þ.e. sakadómi Reykjavíkur 19. desember 1977. Tveir ákærðu í málinu, Sævar Marinó Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson, voru dæmdir í ævilangt fangelsi, ákærði Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í 16 ára fangelsi, ákærði Guðjón Skarphéðinsson í 12 ára fangelsi og ákærða Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi. Dómunum var áfrýjað til Hæsta- réttar. Að sögn ríkissaksóknara hefur undirbúningi málssóknar fyrir Hæstarétti verið hraðað eins og kostur hefur verið og hefur málið haft forgang hjá embættinu. Geysileg vinna er við undirbúning þess og má sem dæmi nefna að ágrip málsins er mörg þúsund blaðsíður að stærð. Þéttbýlisbúar eru margir hverjir þessa dagana að taka upp kart- öflur úr görðum sínum. illa út með kartöflusprettu þar fram eftir sumri, en í roki, sem gerði um 20. ágúst, hefðu garðarn- ir skemmst verulega. Þessar skemmdir hefðu þó ekki haft veruleg áhrif, ef tíðarfarið hefði ekki verið óhagstætt. „Það má því segja að hér sé uppskerubrestur. og þetta ár sé með allra lélegustu uppskeruárum í kartöfluræktinni hér,“ sagði Egill. Mestur hluti kartöflufram- leiðslunnar undanfarin ár hefur komið frá þessum þremur svæð- um, Þykkvabænum, Eyjafirði og Hornafirði. 5 skip með 2370 lestir LOÐNUVEIÐARNA R virðast lít- ið vera að glæðast og þar til síðdegis í gær höfðu 5 skip til- kynnt Loðnunefnd um afla á síðasta sólarhring. Það voru: Al- bert 400, Jón Finnsson 590, Pétur Jónsson 690, Skírnir 420, Hilmir 270. Samtals 2370 lestir. Þrjú skipanna héldu til Raufarhafnar, en 2 til Faxaflóahafna. Gott veður hefur verið undanfarna daga á miðunum norður í hafinu. Milljónainnbrot á Seyðisfirði enn óupplýst ENN er óupplýst innbrot í útibú Kaupfélags Héraðsbúa á Seyðis- firði aðfararnótt fimmtudagsins 6. september sl. en þá var brotizt inn í skrifstofu kaupfélagsins og stolið einni milljón króna í beinhörðum peningum og hálfri milljón króna í ávísunum. Sérfræðingar frá Rannsóknarlögreglu ríkisins fóru til Seyðisfjarðar vegna rannsókn- ar málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.