Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 Golfmót íslend- inga á Spáni • Gerd Zimmermann leikmaður marki. Með honum á myndinni Flemming Lund. Fortuna Diisseldorf (t.v.) fagnar eru þeir Gerd Zewe og Daninn SÍÐASTA stórmót íslendinga í golfi á þessu ári var haldið í sól og liðlega 25 stiga hita á Costa del Sol á Spáni í fyrri viku. Þar var þá staddur stór hópur ís- lenskra kylfinga í golffcrð á vegum Útsýnar og enduðu þeir hina þriggja vikna ferð sína með stórmóti, sem Útsýn hafði allan veg og vanda af. og gaf verðlaun til. Leikið var á hinum fræga velli Torrequebrada, en sá völlur hefur einmitt verið valinn sem keppnis- völlur fyrir spænska opna meist- aramótið í golfi, sem haldið verður í apríl á næsta ári. Er það mót talið annað stærsta golfmót í Evrópu — næst á eftir breska opna meistaramótinu. Marga góða golfvelli er að finna á Costa Del Sol, en Islendingarnir völdu sér Torrequebrada til að hafa sitt mót á og mættu þar á milli 20 og 30 keppendur. Leiknar voru 18 holur og var vel leikið. Sigurvegarar án forgjafar urðu Enn tapar Köln KAISERSLAUTERN getur þakkað markverði sínum, Ronnie Hellström fyrir, að liðið heldur enn forystu sinni í deildinni í Þýzkalandi. Svíinn varði vítaspyrnu frá Graul. leikmanni Bielfeidt, um miðjan síðari hálfleik og var staðan þá etin jöfn, 0—0. Skömmu síðar skoraði Reiner Geye það sem reyndist vera sigurmark liðs- ins. Keiserslautern hefur nú 3 stiga forystu og er enn taplaust, en 13 umferðum er lokið. Hamburger er í öðru sæti með 18 stig, toppliðið hefur 21 stig. i Hamburger vann Duisburg auðveldlega á útivelli og skoraði Hrubesch bæði mörk liðsins. Komu yfirburðir Hamburger nokkuð á óvart. HiTTniifa Einmítt Rturinn. sem ég hafði hugsaó mérr ,,Ég valdi litinn á herbergið mitt Nýtt Kópal er endingargóð, — sjálfur. Ég valdi litinn eftir nýja Kópal tónalitakortinu. Á Kópal kortinu finnur maður töff liti — alla liti, sem manni dettur í hug. þekur svaka vel og þolir stelpur og stráka eins og mig. Nýtt Kópal er fín málning, það er satt, það stendur á litakortinu!" málninghlf Núverandi meistarar, og góð- kunningjar okkar hjá Köln töpuðu enn og er liðið í alvar- legri fallhættu. Kölnarar áttu ekkert svar við góðum leik Mönchengladbach, en mörk Gladbach skoruðu Del Haye og Kulik. Frammistaða Bayern á heima- velli gegn næstneðsta liðinu, Darmstadt, var ekki til fyrir- myndar, liðið náði þó forystunni með marki Paul Breitner úr víti, en á síðustu mínútunni tókst Hahn að jafna fyrir gestina. Schalke tapaði óvænt á heima- velli fyrir Dusseldorf. Heimalið- ið náði þó forystunni á 3. mínútu, með marki frá Lander, en Zimmerman skoraði tvívegis fyrir gestina og tryggði óvæntan sigur. Borchers og Hölzenbein skor- uðu mörk Frankfurt gegn botn- liðinu Nurnberg og tryggir það heimaliðinu áframhaldandi setu meðal efstu liðanna og Nurnberg rótfestu við botninn. Lélegum leik Werder og Herthu lauk með 1—1 jafntefli, Gersdorf sendi knöttinn í eigið mark, en Miljewski tókst að jafna fyrir Herthu. Hansi Múller var rekinn af leikvelli fyrir grófan leik, er lið hans Stuttgart vann sigur á útivelli gegn Bochum. Höness náði forystunni fyrir Stuttgart, en Eggert jafnaði. Sigurmarkið skoraði Ohlicher í síðari hálf- leik. Brunswick og Dortmund skildu jöfn, 2—2. Erler skoraði bæði mörk Brunswick, en Burgs- múller bæði mörk Dortmund. Staða efstu liðanna er nú þessii Kaiserslautern 8 5 0 27—12 21 Hamburfíer SV 8 2 3 28—10 18 Frankfurt 8 1 4 23-17 17 Stuttgart 7 3 3 23-17 17 Bayern MUnchen 6 4 3 27—15 16 Gylfi Kristinsson GS, drengja- meistari íslands 1978, og „lands- liðseinvaldurinn" í golfi, Kjartan L. Pálsson GN. Léku þeir báðir 18 holurnar á 78 höggum— eða sex yfir pari vallarins, sem er um 5500 metra langur. Þriðji varð svo Frímann Gunnlaugsson GA á 82 höggum, en eiginkona hans Karolína Guðmundsdóttir GA sigraði í kvennaflokki — lék á 115 höggum. Þar varð Selma Kristins- dóttir GR í öðru sæti. Með forgjöf varð sigurvegari Jóhann Reynisson GN, lék á 85 höggum, hafði 7 í forgjöf og kom því inn á 78 höggum nettó. Jón bakari Sigurðsson GN varð annar á 80 höggum nettó og Hallgrímur Lúðvíksson GS þriðji á 82 höggum. Þar á eftir komu þeir Pétur Antonsson GA á 83 og Jóhann Einarsson GN á 86 nettó. Sömu, aðilar fengu ekki verðlaun með og án forgjafar. I þessari ferð gerðist sá atburð- ur á 14. braut á Torreque- brada-golfvellinum að einn íslend- ingurinn fór holu í höggi. Var það Jón M. Magnússon, sem margir íþróttaunnendur þekkja frá því að hann lék knattspyrnu með Þrótti, en þó er hann líklega betur þekktur nú sem yfirverkstjóri íþróttavalla Reykjavíkurborgar — og þá ekki undir öðru nafni en Nonni Magg. Boltann sem Jón notaði í þetta draumahögg allra kylfinga hafði hann náð í úr vatni á næstu braut á undan, en til þess þurfti hann að synda út eftir honum. Var hann þá búinn að glata öllum boltunum úr golfpoka sínum en sá þá glampa á þennan bolta úti í vatninu. Reyndist þetta vera mikill „happabolti" ... auglýsingabolti frá SAAB... því Jón sló hann beint í holuna í næsta höggi. Voru mörg vitni að þessu höggi hans — þar á meðal 3 spænskir atvinnu- menn í golfi, sem þarna voru að leika á næstu braut. Jón er þriðji maðurinn sem fer „holu í höggi“ á Torrequebrada-vellinum frá upp- hafi, og á hann von á að fá sendan glæsilegan hlut til minningar um atvikið frá klúbbnum einhvern næstu daga. Útsýn mun standa fyrir annarri golfferð á sömu slóðir í október á næsta ári og einnig ferð í sam- bandi við spánska opna mótið í apríl n.k. Ilópurinn sem tók þátt í golfmótinu. Sigfús sigraði í Öskjuhlíðinni SIGFÚS Jónsson ÍR, íslandsmet- hafi í langhlaupum, sýndi það á laugardaginn að hann er 1 mjög góðri æfingu um þessar mundir. Sigraði hann af öryggi í Öskju- hh'ðarhlaupinu og náði ágætum tíma á vcgalengdinni, en hann hljóp berleggjaður í næöingnum og bleytunni í Öskjuhli'ðinni. í kvennaflokki sigraði Thelma Björnsdóttir UBK af öryggi. Vegalengdin á laugardag var 7,8 kílómetrar hjá körlum en helmingi styttri hjá konum. Fimmtán karl- ar og sjö konur hófu og luku keppni. Sigfús tók forystu strax í upphafi og fór geyst. Borgfirðing- urinn Ágúst Þorsteinsson fylgdi Sigfúsi fast á eftir á fyrri hring en varð að gefa sig undir lokin. Sigfús og Ágúst voru í sérflokki og virðast báðir í ágætri æfingu. Það var mál manna að hlaupið hefði farið vel fram og því stjórnað af röggsemi. Strax að lokinni keppni lágu öll úrslit fyrir og einnig fengu allir keppendur að heyra millitíma sinn eftir fyrri hring. Úrslitin urðu annars sem hér segir: 1. Sigfús Jónssun. ÍR 24,03 mín. 2. Áxúst Þorsteinsson, MMSB 24,34 mín. 3. Hafsteinn Óskarsson, ÍK 26,25 mín. 4. Áiíúst Ásgeirsson, ÍR 26,30 mín. 5. Mikko Hame. lR 26,55 6. Ilalldór Matthíasson, KR 28,11 mfn. 7. Gunnar P. Jóakimsson. flt 28,26 mín. 8. Inxólfur Jónsson, KR 28,27 mfn. 9. Stefán I rióyeirsson. KR 28,47 mín. 10. Ágúst Gunnarsson, UBK 29,22 mfn. 11. Aðalsteinn Guðm.son, S.R. 29,55 mfn. 12. Steinar Friðxeirsson, ÍR 30,25 mfn. 13. Sixurjón Andrésson, (R 31,35 mfn. 14. SÍKurður Haraldsson. FH 32,12 mín. 15. MaKnús Haraldsson, FH 33,08 mfn. Konur, 1. Thclma Björnsdóttir, UBK 16.13 mín. 2. Hrönn Guðmundsdóttir, UBK 16,53 mín. 3. Kristfn SÍKurbjörnsd. flt 17,59 mfn. 4. Guðrún Ueiðarsdóttir. ÍR 18,11 mín. 5. Þórdfs Geirsdóttir, FH 18.20 mín. 6. Anna Haraldsdóttir. FH 18.54 mín. 7. Hanna Lára Steinsen, ÍR 19,15 mfn. Námskeið í bindingum Námskeið verður haldið fyrir þjálíara og leiðbeinendur í íþrótt- um í að binda um og ganga frá meiðslum sem íþróttamenn verða fyrir á fimmtudagskvöldið næst- komandi. Hefst það klukkan 20.00 að Hátúni 21 (Sjálfsbjargar- húsinu). Leiðbeinandi verður Halldór Matthíasson sjúkraþjálf- ari. Tilkynningar um þátttöku ber að skila á skrifstofu ÍSÍ, en þátttökugjaldið er 3000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.