Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 vl«> MORö'Jfv- KAFr/NU 'V, <ÍX% £3. <£r- GRANI GÖSLARI Ég setti myndina aí henni mömmu þinni hér fyrir ofan. Við verðum að halda Lilla frá arineldinum! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eitt það leiðinlegasta, sem hendir mann við spilaborðið, er að lenda í voniausum samningi. Og þó venjan sé, að andstæðingarnir finni sína bestu vörn í slíkum tilfellum, eru þó undantekningar þar frá. I léttri úrspilaæfingu sitja lesendur i suður en austur gaf og allir eru á hættu. Norður S. ÁGIO H. 432 T. ÁKD L. 10875 Suður S. K92 H. K96 T. G109 L. DG92 COSPER COSPER 778/ Furðulegt! Hvert skipti sem ég tala við forstjórann um iaunahækkun. heldur hann að ég sé að segja honum brandara! Ekki fast verð? ,,Heiðraði Velvakandi: Undirritaður spurðist nýlega fyrir um fáein atriði varðandi Ríkisútvarpið í dálkum þínum. Svar kom frá Herði Vilhjálmssyni, fjármálastjóra útvarpsins, og ber að þakka það, svo langt sem það náði. Spurningar mínar lutu að hlust- endakönnunum útvarpsins, þ.e. þeirri, er fram fór í desember 1973, og hinni næstu, og ennfremur lutu þær að kostnaðarhliðinni. Spurt var um umsamið verð næstu könnunar, og H.V. svarar: „Kostnaður var áætlaður 1.5 milljónir í maímánuði sl. vor.“ 1. Því spyr ég enn, að gefnu tilefni: Er það rétt, sem heyrzt hefur, að ekki hafi verið samið um fast og endanlegt verð við Hag- vang hf., fyrir næstu könnun (sem vonandi tekur fram hinni fyrri)? 2. Um könnun þá, er þeir félagar Ólafur Ragnar Grímsson og Erlendur Lárusson önnuðust, mætti margt segja, en hér verður á fátt eitt drepið. Fram kemur hjá H.V., að úrvinnsla þeirrar könnun- ar hafi farið fram í tölvu. Mun það koma ýmsum spánskt fyrir sjónir, þar sem viss stjórnmálaflokkur, sem a.m.k. annar þeirra tvímenn- inga tilheyrir, hefur mjög for- dæmt það athæfi að setja skoðanir fólks í þá voðalegu „vítisvél", tölvuna, og flutt tillögu á Alþingi um bann við slíkum verknaði. En hér skal tekið fram, að fyrrnefnd- ar tölvuútskriftir, sem eru i tveimur bindum, eru hið eina, sem ég tel bitastætt í könnun þeirra félaga, enda skilar tölvan stærð- fræðilega réttum niðurstöðum, hvort sem beitt er samlagningu eða hlutfallareikningi. 3. Um skýrslu þeirra Ó.R.G. og E.L. vil ég að öðru leyti leyfa mér að vitna í ritdóm dr. Halldórs Guðjónssonar um ritverk þeirra tvímenninga, en þar segir m.a.: „Fyrsti og augljósasti galli skýrslunnar er sá, að hún er naumast skrifuð á íslenzku, né heldur á neinu máli, sem líkur eru til að höfundar eða aðrir kunni. Ef málið á skýrslunni er fyrir misk- unnar sakir kallað íslenzka, þá er það svo vond íslenzka, að firnum og býsnum sætir. Það er varla nokkur setning í skýrslunni, sem telja má rétta.“ „Ef til vill er ekki rétt að ætlast til þess, að opinberar skýrslur sem þessi séu að öllu leyti til fyrir- myndar um íslenzkt mál, enda eru gömul og ný fordæmi um hið gagnstæða augljós öllum þeim ógæfusömu mönnum, sem vel eru lesnir í þessari ömurlegu bók- menntagrein. En þeir, sem borga vel fyrir gerð slíkra verka, eiga kröfu á, að þau séu ekki svo illa skrifuð, að þau séu til athlægis og skammar og valdi skyldulesendum andlegum kvölum umfram þær, sem efnið hlýtur að valda. En þótt allar málvillur og ambögur skýrsl- unnar væru leiðréttar væri hún samt illa skrifuð, hún er iila skipulögð, óskýr og orðmörg. Það er til dæmis ómögulegt að finna einstök efnisatriði án þess að lesa skýrsluna alla, reyndar er líka erfitt að finna einstök atriði að lestrinum loknum, þau renna öll saman í graut. En þetta gerir nú kannski ekkert til, líklega vill enginn fletta upp í einstökum efnisatriðum skýrslunnar. Annar galli á skýrslunni er sá, að hún virðist gerð án tilefnis." „Það er ómögulegt að ímynda sér aðila, annan en Útvarpið, sem þyrfti á upplýsingum skýrslunnar að halda í einhverjum nytsamleg- um tilgangi. Og skýrslan hefur ekki heldur fræðilegt gildi eins og næst verður að vikið." „Þriðji og versti galli skýrslunn- ar er nefnilega sá, að hún hefur Eftir þrjú pöss opnar norður á einu laufi og þú verður sagnhafi í þrem gröndum án þess, að and- stæðingarnir blandi sér í sagnir. Glannalega hátt farið en þú ert heppinn með útspilið, sem er laufsex. Og ekki er framhaldið lakara þegar austur tekur slaginn með kóng og skiptir í tígul. Þú verður að búa til slagi á lauf og í Ijós kemur, að austur á þar einnig ásinn og enn spilar hann tíglinum. Borðið fær slaginn og nú þarf aö ákveða framhaldið. Slagatalningin sýnir fimm á láglitina, mest þrjá á spaða og hjartakóngurinn verður þannig að verða slagur til að útkoman verði níu. Það þýðir, að hjartaásinn verður að vera í hendi austurs og má nú segja, að lausnin sé fundin. Austur sagði pass í upphafi og hefur sýnt bæði ás og kóng í laufi. Hjartaásinn getur hann átt að auki en ekki meir. Og að öllu þessu athuguðu höfum við ákveðið fram- haldið og göngum hugrökk til verks. Spilum í næsta slag hjarta á kónginn, reiknum auðvitað með að fá slaginn því annars er vinnings- vonin úti, og spilum síðan lágum spaða og svínum gosanum. Aftur reiknum við að fá slaginn enda höfum við nýtt okkur einu vonina og varðar að öðru leiti alls ekkert um hendur austurs og vesturs. JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói. 34 í hurðartösku sem hún var með en ekki í veskið. Þeir sóttu burðartöskuna fram í eldhúsið. — Já. þetta er hún. Eða að minnsta kosti sams konar gerð. Það var ákafiega heitt í tbúðinni. Allir töluðu lágri röddu eins og um það hefði beinlínis verið samið. til þess að koma ekki ókyrrð á telpuna sem svaf í herberginu við hliðina. Áður en þeir komu upp í íbúðina höfðu þeir Maigret og Lucas fengið sér væna hjórkrús á lftilli veitingastofu á Boule- vard Voltaire. Eftir að afgreiðsiumaðurinn var horfinn af vettvangi hafði Maigret leitt Torrence með sér fram í eldhúsið og hvíslað að honun nýjum fyrirskipunum. Það var ekki til sá afkimi í ibúðinni sem þeir höfðu nú ekki kannað. Meira að segja höfðu þeir skoðað rammana um myndirnar af foreldrum Mart- ins. Allt postulín haíði verið tekið úr skápum og grandskoð- að og stóð nú á borðstofuborð- inu. Frú Martin var enn kladd í morgunsloppinn sinn sem hún hafði verið í þegar þeir komu. Ilún reykti sígarettur án aí- láts. — Yður er vitanlega frjálst að segja ekkert. að svara spurningum okkar í engu. Eiginmaður yðar kemur klukk- an rúmlcga ellefu. Kannski þér verðið liðugri um málbeinið eftir að hann kemur. — Hann veit ekki mcira en ég. — En veit hann þó jafn mikið og þef? — Það cr ekkert að vita. Ég hef sagt allt. En hún hafði ekki neitað öllu. í einu atriði hafði hún meira að segja sýnt geðshrær- ingu. Þegar talað var um herbergið í Rue Pernelle viður kenndi hún að húsbóndi honnar hefði komið í heimsókn nokkr- um sinnum að næturlagi — af einskærri tilviljun. En hún staðhæfði að ekki hefði verið ástarsamhand á milli þeirra. — Með öðrum orðum, það hafa verið einhver viðskipti sem þið þurftuð að ræða klukk- an eitt um nóttina? — Hann kom beint úr lest- inni og hafði stundum stórar fjárfúlgur á sér. Ég hef sagt yður að hann fékkst við að smygla gulli. Ég kom þar hvergi nao-ri. Þið getið ekki fundið ncitt til að klaga upp á mig í því sambandi. — Hafði hann mikla peninga með sér þegar hann hvarf? — Það veit ég ekki. Ilann sagði mér ekki alltaf frá pcningamálum sínum. — En skrapp bara til yðar stöku nótt til að fjalla um viðskipti. Hvað snerti aðgerðir hennar um morguninn hafði hún enn haidið fast við — þrátt fyrir að vitnisburður þeirra sem komið höfðu fyrir tilstilli Maigrets að fiún hefði aldrei séð viðkom- andi áður. — Ilafi ég í raun og veru skilið eftir tösku á Gare du Nord hljótið þið að geta íundið kvittunina. Það var nokkurn vcginn öruggt að þeir myndu ekki finna neina kvittun hvar sem þeir leituðu. Maigret hafði cinnig leitað í herbergi Colettc áður en hún sofnaði. Ilann hafði meira að segja leitað í gipsumbúðum telpunnar en þær höfðu bersýnilega ckki verið hreyfðar nýlega. — Á morgun. sagði frú Martin reiðilega — mun ég bera fram kvörtun. Þetta er röskun á friðhelgi einkalífsins og það svo óþoíandi að þér skuiuð ekki láta yður detta í hug að ég láti eins og ekkert sé. Allt má rekja til slettircku- skapar nágranna míns. Ég hefði átt að gæta mín í morgun þegar henni var svona mikið í mun að láta mig koma með sér til yðar. Hún gaut augum iiðru hverju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.