Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 25 fclk í fréttum + ÞÁ og NÚ. — Þessar myndir tvær eru teknar með 10 ára millibili. Sú efri er frá dögum Víetnam-stríðsins. Neðri mynd- in var tekin fyrir skömmu í bæ einum í námunda við Washing- tonborg. Efri myndin sem birt- ist um heim allan var tekin á götu í Saigon, stríðshrjáðri höfuðborg S-Víetnams. — Hers- höfðingi úr her landsins skaut þar með skammbyssu sinni liðsmann úr Viet Cong-sveitun- um og drap hann á staðnum. — Þegar veitt voru Pulitzerverð- laun fvrir fréttamynd ársins, hlaut þessi mynd þau verðlaun. Er stríðinu í Vietnam lauk komst hershöfðinginn, Nguyen Loan, til Bandaríkjanna. Þar er neðri myndin tekin af honum. Hann á nú kaffistofu í bænum Burke, skammt frá höfuðborg- inni. Ameríska pressan hefur nú vakið mál hershöfðingjans upp. Eru yfirvöldin komin í málið. Spurningin er hvort þessi at- burður fyrir 10 árum verði til þess að landvistarleyfi hans í Bandaríkjunum verði endur- skoðað. — Bandaríski yfirhers- höfðinginn í Vietnamstríðinu, Westmoreland, hefur sagt í blaðaviðtali út af þessu að er myndin birtist á sínum tíma, hafi það komið illa við sig. — Hann sagði m.a. að ekki mætti gleyma kringumstæðunum — styrjaldarástandinu sem ríkti í borginni er þessi atburður átti sér stað. — Kvað Westmoreland hershöfðingi þau yfirvöld, sem fengju málið til meðferðar verða að athuga gaumgæfilega allar hliðar þess, áður en tekin yrði lokaákvörðun. + FORD, EKKI FORDARA. — Þessi unga kona fremst á þessari mynd, en í baksýn er þinghöllin í Washington, Capitolum, er fröken Susan Ford. Snyrtisérfræðingur er að leggja síðustu hönd að hárgreiðslunni áður en sjónvarpsmyndavélarn- ar fara í gang. Gera á auglýsingamynd um litla bíla á bandarískum bílamarkaði, og Susan ieikur þar aðalhlutverkið á móti bílunum að vísu ekki Fordurum, heldur á japönskum bílum. Susan Ford er dóttir Fords fyrrum Bandaríkja- forseta. Jk Stjórnunarfélag íslands Jk Hversu mikið á að stjórna? LEAP — stjórnunarnámskeið Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir LEAP-stjórnunarnámskeiði dagana 18. nóv. kl. 13—18 og 19. nóv. kl. 10—14. Námskeiðiði verður haldið að Hótel Esju. Markmiö LEAP-stjórnunarnámskeiöa er aö kynna (verðandi) stjórnendum sex hagnýta þætti stjórnunar sem koma aö gagni í daglegu starfi. Þættirnir eru þessir: — skapandi hugsun og hugarflug — hóplausn vandamála — mannaráðningar og mannaval — atarfamat og ráðgjöf — tjáning og sannfæring — hvatning. Leiöbeinandi veröur Guömundur Hallgrímsson framkvæmdastjóri. Skráning þátttakenda og allar upplýsingar hjá Stjórunarfélagi íslands, Skipholti 37 í síma 82930. Hringiö og biöjiö um aö fá sendan ókeypis bækling um námskeiö Stjórnunarfélags íslands. Nýkomið mikið úrval af spariskóm Litir: Svart, gull og silfur Verð 9.560 - Litur: Svart Verð 13.900. Póstsendum Laugavegi60, sími 21270. Á leið í skóla gœtið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.