Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 Aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi í október: Gæftaleysi og hlýr sjór höml- uðu veiðunum í YFIRLITI um aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi í októbermánuði siðastliðnum sem Morgunblaðinu hefur borizt kemur m.a. fram að aflinn í mánuðinum var rétt tæpum eitt þúsund lestum minni í mánuðinum en í sama mánuði í fyrra. Yfirlitið fer hér á eftir nokkuð stytt. Gæftir voru mjög óstöðugar í október og þegar gaf til róðra var afli mjög tregur, bæði á línu og í botnvörpu. Telja skipstjórar, að aflaleysið stafi fyrst og fremst af því, hve sjór er ennþá hlýr á öllu landgrunninu út af Vestfjörðum og afli muni ekki glæðast, fyrr en kólnar í veðri. Línubátar hófu almennt róðra í byrjun mánaðarins, en nokkrir voru þó byrjaðir fyrir mánaðar- mótin. Togararnir voru margir á „skrapi" hluta mánaðarins, vegna þorskveiðibanns sjávarútvegs- ráðuneytisins, en aðrir voru í slipp. I október stunduðu 32 (47) bátar bolfiskveiðar frá Vestfjörðum, 20 (31) réru með línu, 1 (6) með net, og 11 (10) með botnvörpu. Heildar- aflinn í mánuðinum var 3.206 lestir, en var 4.201 lest á sama tíma í fyrra. Var afli bátanna nú 872 lestir, en afli togaranna 2.334 lestir. Af línubátunum var Orri frá ísafirði aflahæstur með 85,3 lestir í 16 róðrum. Páll Pálsson frá Hnífsdal var aflahæstur togar- anna með 435,4 lestir, en í fyrra var Bessi frá Súðavík aflahæstur í október með 415,8 lestir. Rækjuveiðar hafa ekki ennþá verið leyfðar vegna óvenjulegrar seiðagengdar á öllum hefðbundn- um rækjumiðum við Vestfirði. Er nú meira seiðamagn á öllum þessum miðum heldur en verið hefir síðan seiðarannsóknir hóf- ust. Er því margt, sem bendir til, að rækjuveiðar verði ekki stundað- ar á þessu hausti, nema skyndilega kólni í veðri, en reynsla undanfar- inna ára hefir sýnt, að ástandið breytist skyndilega, þegar sjórinn kólnar. Benedikt Davíðsson var endurkjörinn formaður Sambands byggingarmanna, sem haldið var í Reykjavík fyrir skömmu. Sömuleiðis var stjórn sambandsins öll endurkjörin. Meðfylgjandi mynd er tekin var við upphaf þingsins á Hótel Loftleiðum. (Ljósm. Kristján). Gefa Borgfirðingum sjúkrabíl og snjóbíl Aflinn í hverrl rerstöí í októhers 1978: 1977: Patr«k*fJ?«r6ur 137 lastlr ( 431 lest: TállTOfJ8r6ur 90 - ( 139 lostl 'íldudnlur 33 - ( 0 - i-lngeyrl 190 - ( 202 - i’latayrl 320 - ( 551 - bu6ur*yrl 476 - ( 498 - olunpvlk 456 - ( 460 - íaafJBrður 1.264 - (1. 412 - Súðarík 240 - ( 415 • hélmavfk 0 ( 93 3.206 laatlr (4. 201 lostl: - I - ) - ) - ) - ) - ) í uppsveitum Borgarfjarðar er starfandi Kiwanisklúbburinn Jöklar, sem hefur haft á stefnu- skrá sinni sjúkra- og snjóbíla- kaup síðastliðin tvö ár. Klúbburinn afhenti Björgunar- sveitinni OK hinn 22. okt. 1977 sjúkrabifreið að gjöf. Nú er komið að seinni áfanga þessa máls, þ.e. snjóbíll fyrir Björgunarsveitina Heiðar. Bifreið þessi er nú komin til landsins og nálgast því lokatakmarkið, en nokkuð vantar enn á að því sé náð. Klúbbfélagar efndu þess vegna til happdrættis í ágóðaskyni fyrir þetta málefni. Dregiö var í happ- drættinu snemma í nóvember. Kiwanisfélagar vilja færa öllum, sem lagt hafa hönd á plóginn til að gera þessi bílakaup að veruleika, sínar beztu þakkir. Jafnframt benda þeir á, að opin leið sé að sparisjóðsbók nr. 12029 í Sparisjóði Mýrasýslu fyrir þá, sem enn eiga eftir að leggja sitt af mörkum. Utdregin númer voru þessi: á nr. 3202 — tveggja vetra trippi. Á eftirtalin númer kom úttekt eftir eigin vali hjá Nesco h.f., Reykja- vík: nr. 235,1092, 2138,1551, 386. — Fréttaritari. Ályktun þings byggingarmanna: Innflutningur á unninni trévöru \ verdi stöd vadur Sambandsstjórn Málm- og skipasmiðasambandsins: Varar við kröfum um að verð- tryggingu launa verði rift FUNDUR sambandsstjórnar Málm- og skipasmiðasambands íslands haldinn 11. og 12. nóvember 1978 lýsir yíir ánægju með afnám laga nr. 3,17. febr. og nr. 63. 24. maí 1978, sem skertu verulega verðbætur á laun. Jafn- framt fagnar sambandsstjórnin lagasetningu um niðurfærslu verðlags og niðurfeilingu sölu- skatts af matvöru. Sambandstjórn Málm- og skipa- snfiiðasambands Islands metur þessar ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar mjög mikils og með þeim leystist kjaradeila verkalýðs- félaganna sem hófst við setningu laganna í febrúar s.l. Ríkisstjórn og verkalýðs- hreyf ing komi sér saman um raunhæfar félagslegar úrbætur Á ÞINGI Sambands byggingar- manna, sem haldið var í Reykja- vík í lok síðustu viku var meðal annars gerð samþykkt þar sem sú krafa er gerð til stjórnvalda að nú þegar verði stöðvaður „sá hömlulausi innflutningur á full- unninni trévöru, sem staðið hefur síðustu ár og hefur stigmagnast á síðustu mánuðum,“ eins og segir í ályktun þingsins. Segir í ályktuninni að á sama tíma og atvinnuhorfur byggingar- manna séu mjög óljósar séu fluttar inn fullunnar trévörur fyrir 3 milljarða á þessu ári sem samsvari 250—300 starfsárum. Fundurinn leggur áherslu á að fyrirhuguðum samdrætti í ríkis- framkvæmdum verði mætt með stórbættri samkeppnisaðstöðu fyrir íslenzkan iðnað. Markmiðið sé það að Islendingar þurfi ekki að flytja inn vörur, sem hægt er að framleiða hér á landi. Undanfarið hefur komið fram í blaðaskrifum, umræðum og yfir- lýsingum ýmissa stjórnmálaafla og Vinnuveitendasambands Islands ákveðnar kröfur um að verðtryggingu launa veröi aftur rift og kaupmáttur launa skertur á ný- Af þessum ástæðum telur sam- bandsstjórn Málm- og skipasmiða- sambands íslands nauðsynlegt að samtök launafólks verði vel á verði vegna viðleitni þessara afla til að skerða þann kaupmátt launa sem náðist í kjarasamningum vorið 1977, og komust í framkvæmd á ný með lagasetningu og ráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar. Sambandsstjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands bein- ir því til stjórnvalda, komi til efnahagsráðstafana á næstu vikum, að leitast verði við að viðhalda kaupmætti launa og jafnframt ítrekar sambands- stjórnin fyrri afstöðu samtaka verkafólks að þau meti ekki síður niðurfærslu verðlags og lækkun beinna gjalda, heldur en krónu- töluhækkanir. ÞING byggingarmanna lagði áherzlu á það í kjaramálaályktun sinni að ríkisstjórn og verkalýðs- hreyfing kæmu sér saman um raunhæfar félagslegar úrbætur er staðið gætu til frambúðar svo sem í húsnæðis-, trygginga-, fræðslu-, öryggis- og heilbrigðismálum. I ályktuninni segir að brýnustu viðfangsefni liðandi stundar í kjaramálum séu að verja þau lífskjör, sem þegar hafi náðst og undirbúa nýja sókn til aukins félagslegs og efnahagslegs jafnrétt- is. Síðan segir í ályktuninni: „Verkalýðshreyfingin getur ekki nú frekar en áður fellt sig við að efnahagsvandinn sé leystur á kostn- að launafólks með skerðingu kaup- máttar, enda hefur reynslan sýnt a með slíkum ráðstöfunum hefur enginn vandi verið leystur heldur þvert á móti.“ o INNLENT Þing Sambands byggingarmanna: „Of lágir vextir af innborguðu orlofsfé” ALLMIKIL óánægja kom fram á þingi Sambands byggingar- manna um orlofsmálin og beindi þingið því til framkvæmdastjórn- ar samhandsins að þau verði strax tekin til gagngerðrar end- urskoðunar. í ályktun þingsins segir svoi Það fyrirkomulag, að Póstur og sími innheimti orlofsfé, hefur ekki skilað þeim árangri, sem vonast var til af launþegum. Mikil óánægja hefur ríkt með fram- kvæmd orlofsmála innan verka- lýðsfélaganna, en lítið verið gert til úrbóta. Það sem helst er ábótavant er eftirtalið: 1. Onóg innheimta Póts og síma. 2. Póstur og sími er ekki ábyrgur fyrir greiðslum á orlofsfé. 3. Of lágir vextir eru greiddir af innborguðu orlofsfé. 8. þing S.B.M. bendir á eftir- talin atriði til úrbóta: a) Innheimta Póts og síma verði stórlega efld. b) Póstur og sími verði ábyrgur fyrir greiðslum til launþega. c) Orlofsfé verði verðtryggt á ekki lakari hátt en orlofslaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.