Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 13 Flug Bretland-Skandinavía: S AS og British Airways sitji ein að öllu f lugi London, 14. nóvember, Reuter BRESK og skandinavísk flugmála- yfirvöld hófu í dag viðræóur sínar vegna gerðar rammasamnings þjóðanna um flug þeirra á milli, segir í frétt sem breska flutninga- málaráðuneytið sendi frá sér í dag. Norðurlandaþjóðirnar munu vera nokkuð óánægðar með þá samninga sem í gildi eru, en þeir voru undirritaðir árið 1952 og fóru þess vegna fram á viðræður um gerð nýs rammasamnings. Vegna þessa var haft eftir forráðamönnum skandinavísku sendinefndarinnar, að þeir teldu sinn hlut nokkuð fyrir borð borinn væri tekið mið af þeim sérréttind- um sem breskir og erlendir aðilar hefðu á þessum flugleiðum. Á fundi þessara aðila á síðasta ári gerðu fulltrúar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar þá kröfu að framvegis sætu SAS-flugfélagið og British Airways ein að öllu flugi á flugleiðum milli landanna, og er búist við að þeir haldi þeirri kröfu til streitu. Gífurleg vandræði brezks bflaiðnaðar Lnndon, 14. nóvember Reuter BRESKI bflaiðnaðurinn stendur nú frammi fyrir gífurlegum vand- ræðum vegna verkfalla starfs- manna sinna, en alls munu nú um 80 þúsund starfsmcnn f hflaiðnaðin- um vera í verkfalli, segir í yfir- lýsingu samtaka breska bflaiðn- aðarins. 57 þúsund starfsmenn Ford-verk- smiðjanna hafa nú verið í verkfalli í átta vikur og lamað alla starfsemi fyrirtækisins og um 25 þúsund starfsmenn British Leyland-vérk- smiðjanna hafa lagt niður vinnu og valdið gífurlegum töfum á allri framleiðslu fyrirtækisins. Starfsmönnum Ford-verksmiðj- anna var í gær boðin 16% hækkun launa en þeir höfnuðu því algerlega sögðust mundu halda verkfallinu til streitu þar til gengið hefði verið alveg að kröfum þeirra um 25% Iaunahækkun. Hlera í sendiráði Ástralíu í Moskvu Canberra, Ástralíu, 14. nóv. AP ÁSTRALSKA ríkisstjórnin ásak- aði í dag Sovétríkin um stórfelld- ar hleranir í sendiráði Ástralíu í Moskvu. og í framhaldi þess afhenti sendiherra landsins sovéska utanrikisráðherranum harðorð mótmæli áströlsku ríkis- stjórnarinnar. Á þingi sagði Andrew Peacoak, utanríkisráðherra Ástralíu að hlerunartæki hefðu fundist víða í veggjum sendiráðsins og ríkis- stjórnin liti á þetta mjög alvarleg- um augum. Ráðherrann sagði að þegar væri ákveðið að hætta við þátttöku Ástralíumanna í viðræðum um frekari samskipti landanna á sviði lista og vísinda sem hefjast áttu innan tíðar. Sovétstjórnin vísaði ásökunum Ástralíumanna þegar á bug og sögðust enga ábyrgð bera á þessum hlerunum, þar væru greinilega að verki „öfl“ sem vildu skemma samskipti landanna. Bændur í Zambíu draga úr Lusaka. 14. nóvember. Reuter. AP. HVÍTIR bændur í Zambíu ákváðu í dag að hætta við að bregða búum og leggja eld að húsum sínum, eins og þeir höfðu hótað, ef stjórn landsins léti þeim ekki í té nægilega vörn gegn ágangi skæruliða frá Rhódes- íu, sem aðsetur hafa í Zambíu. Bændurnir höfðu f gær borið fram þessar hótanir í kjölfar þess að átta hvftra bænda er saknað og talið að skæruliðar hafi numið þá á brott með sér. hótunum Kenneth Kaunda forseti Zambíu vísaði í gær algerlega á bug öllum ásökunum um að stjórnin hefði látið yfirgang af hálfu skæruliða viðgang- ast og sagði að lögreglan hefði nú til rannsóknar allar kærur bændanna. Sagði forsetinn að engin ríkisstjórn gæti látið kúga sig með hótunum af því tagi sem bændurnir hefðu uppi. Þessar deilur eru nýjasta dæmið um versnandi sambúð hvítra manna og skæruliða í Zambíu í kjölfar árása hers Rhódesíu inn í Zambíu nýlega. Veður víða um heim Akureyri -7 hálfskýjað Amsterdam 10 heiðrfkt Apena 18 heiðrikt Barcelona 17 heiðríkt Berlín 8 léttskýjað Brussel 10 skýjað Chicago 19 skýjað Frankfurt S skýjað Genf 5 léttskýjað Helsinki 6 rigning Jerúsalem 16 skýjað Jóhannesarborg 24 skýjað Kaupmannahöfn 9 rigning Lissabon 19 léttskýjað London 14 skýjað Los Angeles 12 skýjað Madrfd 13 heiöskírt Malaga 19 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Miami 27 skýjað Moskva 2 skýjaö New York 9 skýjað Óslð 9 skýjað Paris 11 léttskýjað Reykjavík -1 skýjað Rio Oe Janeiro 27 léttskýjað Rómaborg 15 heiðskírt Stokkhólmur 8 skýjað Tel Aviv 22 skýjað Tókýó 17 skýjað Vancouver 6 léttskýjað Vínarborg 3 poka 1977 — ísraelsmenn bjóða Sadat til Jerúsalem að ávarpa ísraelsþing. 1976 — Sýrlendingar ná yfir- ráðum yfir Beirút; 19 mánða borgarastríði lýkur. 1972 — Samkomulag Banda- ríkjanna og Kúbu gegn flugrán- um. 1956 — Gæzlulið SÞ kemur til Egyptalands. 1946 — Hollendingar viður- kenna indónesíska lýðveldið. 1935 — Manuel Quezon verður fyrsti forseti Filippseyja. 1889 — Keisaradæmi Portúgala lýkur í Brazilíu sem verður lýðveldi. 1884 — Berlínar-ráðstefna 14 þjóða um Afríku sett. 1863 — Andast Friðrik VII Danakonungur og Kristján IX tekur við. 1831 — Stórveldin samþykkja aðskilnað Hollands og Belgiu. 1813 — Frakkar reknir frá Hollandi eftir uppreisn. 1796 — Napoleon sigrar Austurríkismenn við Arcole. 1577 — Francis Drake fer frá Englandi i hnattsiglingu.' 1532 — Herferð Pizarros til Perús hefst. 1492 — Kólumbus skrifar um tóbaksnotkun Indíána í dagbók sína. (tóbaksnotkunar getið í fyrsta skipti). Afmæli dagsinsi William Pitt, enskur stjórnmálaleiðtogi (1708-1779) - William Cowper, enskt skáld (1731—1800) — Averell Harri- man, bandarískur stjórnmála- maður (1891—) — Petula Clark, ensk söngkona (1934—). Innlentt Löndunarbanninu af- létt 1956 — Fyrsta togvíra- klippingin 1975 — Samtök frjálslyndra og vinstri manna stofnuð 1969 — Níu farast á vélskipi sem hvolfir á Grundar- firði 1953 — Ásgeir Ásgeirsson biðst lausnar 1933 — Alþingis- kosningar ( Jón Magnússon fellir Jakob Möller í Reykjavík) 1919 — Sjóvátryggingafélag íslands stofnað 1919 — Ár- bæjarskötuhjú hálshöggvin í Kópavogi 1704 — D. Jón sýslu- maður eldri 1641 — F. Finnur Jónsson listmálari 1892 — D. Friðrik VII 1863. Orð dagsinsi Ég segi ekki brandara; ég horfi bara á ríkisstjórnina og segi frá staðreyndum — Will Rogers, bandarískur húmoristi (1879-1935).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.