Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 sem maður er byggt á bakgrunni, ars er það ekki satt“ segir Magnea Matthíasdóttir, sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu. munurinn er bara sá, að lista- mönnum leyfist svo margt sem öðrum leyfist ekki, og því gera þeir ýmsa þá hluti sem aðra langar til að gera en þora ekki.“ „Hvort ég sé skrýtin? — Eg hef alltaf verið skrýtin! Það kemur fram á marga vegu, en ég get þó varla sagt að ég hafi notfært mér þá sérstöðu, sem við vorum að tala um að listamenn hafi.“' Magnea segist vera innfæddur Reykvíkingur, og hafi alltaf búið þar, nema hvað hún var í þrjú ár úti í Danmörku, og svo einn vetur á Grundarfirði. Hún er stúdent, og stundaði nám í sálarfræði í tvö ár. „Það er í tísku að segja að Reykjavík sé leiðinleg borg,“ segir Magnea. „Ég held að borgin sé hins vegar alveg eins og fólk vill hafa hana, enda ræður fólkið mestu um það hvernig borgarlífið verður. Ég er ekki að segja að borgin sé neitt stórkostleg, en hún' er varla verri en gengur og gerist, þó hún sé að vísu dálítið grá. Kaupmannahöfn hefur upp á margt að bjóða, en gallinn er bara sá, að hún gleypir mann. Það sama gæti farið að gerast hér, en Reykjavík er einhvern veginn miklu opnari. Mér finnst Amsterdam hins vegar vera mjög „sjarmerandi“ borg, en þangað hef ég að vísu aðeins komið sem túristi. — Það er annars skrýtið, að ég fæ stund- um „heimþrá" til Kaupmanna- hafnar, þó það sé kjánalegt. Mér fannst hins vegar ekkert sjarmerandi við Grundarfjörð, það er afskapiega ömurlegur staður. Ég skil ekki hvað fólk sér við þessi litlu sjávarpláss." Sem fyrr segir sendi Magnea nýlega frá sér sína fyrstu skáldsögu, og nefnist hún „Hæg- ara pælt en kýlt“. Áður hafði hún svo gefið út ljóðabókina „Kopar", sem kom út um jólin 1976. Magnea segist ekki hafa mikið af öðrum ungum rithöíundum að segja, en segir þó að sjálfsagt hafi þeir samband sín á milli. Megi i því sambandi til dæmis minna á Lystræningjann, og svo framtak þeirra er fóru um landið og kölluðu sig „Lista- skáldin vondu". „Ég þekki þetta fólk aðeins svona sem kunn- ingjarabb á götu.“ Magnea býr ásamt vinkonu sinni, og börnum þeirra, en þær eiga tvö hvor. Er hjónaband bar á góma sagðist Magnea hins vegar hafa fengið nóg af slíku, alla vega fvrst um sinn! - AII Til viðbótar framanskráðri fjárþörf kr. 421.291.000 að frádregnum sparnaði við niðurskurð kr. 141.000.000 eða alls kr. 280.291.000 koma aukin útgjöld vegna launahækkana og fleira, sem annarsvegar leiða af samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs frá 7. júlí 1977 um að setja kjarasamninga í gildi í áföngum og hinsvegar af bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar frá því í sept. sl. Má því reikna með, að viðbótar- fjárþörf bæjarsjóðs á þessu ári sé á milli 300 og 330 milljónir króna. Til þess að brúa þetta bil hefur verið leitað eftir lánum og hefur nú tekist, fyrir tilstuðlan ríkis- stjórnarinnar og milligöngu Seðla- bankans og Búnaðarbanka íslands, sem er viðskiptabanki Kópavogs- kaupstaðar, að útvega lán að upphæð kr. 200 milljónir. Lán þetta er til tveggja og hálfs árs og gengistryggt. Enn vantar því á annað hundrað milljóna króna til þess að greiðslu- jöfnuður náist á árinu 1978. Þar sem ekki er líkle§t að kostur verði á meira lánsfé á þessu ári verður að jafna greiðslustöðuna með viðeigandi ráðstöfunum á fjár- hagsáætlun næsta árs. Stereo Hi-Fi ®SANYO SAMSTÆÐUR Verð frá kr. GXT4513 — DCW 4800 — GXT 4580 — Góð ódýr samstæða — 4 bylgjur FM stereo. Fullkomið kassettutæki 2 hátalarar 2 mikrafónar Mjög vönduð samstæða 2x22 R.M.S. wött — 4 bylgjur FM stereo, belti-drifinn, plötuspilari sjálfvirkur. Samstæða hinna vandlátu. Búin öllum helstu nýjungum, 2x25 R.M.S. wött (80 músikwött). 185.130 unriaí Sfyzeiióóon h.f. Suðurlandsbraut 16, sími 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.