Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 5 Gunnar Bogason háseti á Danska Pétri írá Vestmannaeyjum virðist ánægður á svip þar sem hann veður silfrið i hné. (Ljósm. Sigurgelr). Reknetaveidinni lýkur á morgun Mjög góður afli síðustu daga ÖLL leyfi til reknetaveiða hafa verið afturkölluð frá klukkan 12 á hádegi á morgun, en hins vegar er síðasti veiðidagur hringnótabáta mánudagurinn 20. nóvember n.k. og með honum lýkur síldarvertíðinni. í fréttatil- kynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að þar sem afli reknetabáta á þessu hausti nemi nú um 15.000 lestum hafi þessi ákvörðun verið tekin. Ennfremur segir í tilkynningunni að þar sem mjög óljóst sé hverjir möguleikar séu á söltun og frystingu á sfld það sem eftir sé veiðitimabilsins séu skipstjórar báta beðnir að athuga hvernig standi með afsetningu á síld, áður en þeir haldi til veiða. Mjög góð síldveiði hefur verið undanfarna daga og í rauninni það sem af er þessum mánuði, en síldveiðarnar gengu treglega framan af veiðitímanum. Til dæmis má nefna að í gær var tekið á móti um 2600—2700 tunnum af síld á Höfn í Hornafirði, en heimabátum með litlu minna magn varð að vísa í burtu og héldu þeir m.a. til Stöðvarfjarðar og Eskifjarðar. Algengt var að Hornafjarðar- bátarnir væru með 200—600 tunnur og en mestan afla í fyrrinótt voru eftirtaldir bátar með: Steinunn um 570 tunnur, Svalan um 500 tunnur og Þinganes um 500 tunnur. í Vestmannaeyjum voru síð- degis í gær komin á land tæplega 5.800 tonn af síld, en í fyrra bárust þangað liðlega 4.100 tonn. í ár hafa veiðst um 2500 tonn í reknet og verið landað í Eyjum, en um 3300 í hringnót. Langmest af síldinni hefur farið F söltun, en þó hafa 4 þúsund tunnur verið flakaðar. Nokkuð af því hefur farið í frystingu, en mest verið ediksaltað hjá þremur stöðvanna í Eyjum. Mjög margir bátar hafa lagt reglulega upp í Vestmannaeyjum og einnig aðkomubátar. Aflahæst- ir bátanna sem verið hafa á reknetum eru Dalarafn með 2.750 tunnur, Danski Pétur með 2.620 tunnur og Arni í Görðum með 2.100 tunnur. Auka á sparn- að í löggæzlu FYRIR dyrum standa ýms- ar skipulagsbreytingar á löggæzlu í landinu í því skyni að draga úr kostnaði við löggæzluna, að því er Eiríkur Tómasson aðstoðar- maður dómsmálaráðherra tjáði Mbl. í gær. Eiríkur kvað of snemmt að skýra frá fyrirhuguðum breyting- um í smáatriðum enda væru þær í sumum tilfellum ekki fullákveðn- ar. Aftur á móti sagði Eiríkur að áformað væri að draga stórlega úr yfirvinnu löggæzlumanna en hún hefur víða verið mikil, sérstaklega í nokkrum umdæmum úti á landi. Á næsta ári er áformað að aukavinnugreiðslur til lögreglu- manna nemi 560 milljónum króna og er það 140 milljón króna niðurskurður. Viðgerð tókst á holu llvið Kröflu ígær NÚ HEFUR nær alveg tekizt að loka af efra kerfið í holu 11 á Kröflusvæðinu, en viðgerðir sem framkvæmdar voru í septembermánuði mistókust. Á sunnudag var aftur gerð tilraun til að einangra efra kerfið og virðist þéttingin nú hafa tekizt mjög vel. Þá tókst í gærmorgun að bora tappann í burtu, sem var tæpa 100 metra frá botni holunnar, en á neðstu metrunum eru góðar æðar. Eftir þetta tvennt ríkir því á ný nokkur bjartsýni um að Kröfluvirkjun framleiði rafmagn í vetur, en það kemur þó ekki í ljós fyrr en um mánaðamót hversu mikla orku hola 11 gefur og ekki fyrr en undir miðjan desember hve mikið fæst úr holu 12, nýjustu holunni á svæðinu. Það var tvennt, sem mistókst í viðgerðartilrauninni á holu 11 í september. I fyrsta lagi tókst ekki að þétta efsta hluta leiðarans. í öðru lagi var notaður málmtappi á 1300 metra dýpi til að varna því að sement og steypa færu niður á botn holunnar. Þegar síðan átti að bora þennan tappa í burtu var ekki notuð rétt borkróna að sögn Eina'rs Tjörva Elíassonar verk- fræðings í samtali við Morgun- blaðið i gær. Snerist tappinn með borkrónunni niður á 2112 metra dýpi. Fyrst í stað álitu menn að það kæmi ekki að sök, en síðar kom í ljós að á 2140—2180 metra dýpi voru góðar æðar, þannig að nauðsynlegt var að ná tappanum í burtu. Það tókst síðan í gær- morgun og í gær var unnið að því að hreinsa holuna. Fyrst eftir þéttinguna í september virtist lekinn aðeins um 1 sekúndulítri efst í leiðaranum, en er holunni var hleypt í blástur kom í ljós að 10—12 lítrar komu úr efra kerfinu, sem er kaldara, en aðeins 4—5 sekúndulítrar úr neðra kerfinu. Efra kerfið virðist nú vera nær alveg einangrað niður á 1290 metra en þangað niður var steypt. Hola 11 var mjög viðkvæm og óstöðug í fyrrahaust, en eftir þessa viðgerð á hún að vera stöðugri og gefa betra gufuhlutfall. Þær þrjár holur, sem nú eru tengdar við Kröflu eru holur 6, 7 og 9 og framleiða þær um 3 megawött brúttó, þ.e. um 2MW til neytenda. Til að Kröfluvirkjun verði sett af stað þarf hún að geta framleitt fimm megawött, sagði Einar Tjörvi í gær. Fallegar vetrarpeysur fyrir dömur og herra Tískulitir tískusniö Austurstræti 10 llSrsími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.