Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 3 Photos: Gudmundur Ingölfsson and others Gudernes hest Ickst: S. V. > lagnúvson l*a dansk uhi (iumuir Jonsson I>rjár mennta- stofnanir und- ir hamarinn? ÞRJÁR menntastofnanir í Rcykjavík, allar í eigu ríkissjóðs, eru auglýstar til nauðungarupp- boðs í síðpsta Lögbirtingablaði. Eru það Menntaskólinn ví Ilamrahlíð, Sjómannaskólinn og gamli Kennaraskólinn við Lauf- ásveg. Það er Gjaldheimtan í Reykjavík, sem kreíst uppboð- anna til lúkningar á fasteigna- gjöldum og eiga uppboðin að fara fram 3. janúar nk. og hefjast klukkan 10 f.h. ef einhverjir hafa áhuga. Til að grennslast fyrir um hvort ríkið stæði ekki í skilum hafði Morgunblaðið samband við Guðm- und Vigni Jósepsson, gjaldheimtu- stjóra í Reykjavík, í gærkvöldi. — Ég held að ríkið standi hvorki betur né verr í skiium nú en áður, sagði Guðmundur. — Ég á ekki von á að þessir skólar fari á uppboð, en það sem þarna hefur trúlega gerzt er það að mistök starfsmanna í ráðuneytum eða öðrum stofnunum ríkisins valda því að þessar kröfur fara svóna langt. Þetta hefur hreinlega farið framhjá mönnum, sagði Guðmundur Vignir. FÁKAR Islenski hesturinn í blíðu og stríðu í /$> ' / ? Texti: SigurðurÁ. Magnússon Myndir: GuðmundurIngólfssonafl. Lúðvík Jósepsson: Vaxtahækkim nú er bara eitur í sárið Benedikt Gröndal utanríkisráðherra: „ÉG cr algjörlega andvígur því að farin verði nokkur vaxtahækk- unarleið eins og sakir standa,“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er Mbl. leit- aði álits hans á tillögum Seðla- bankans um aðgerðir í vaxtamál- um.“ Það er þó jákvæður þáttur í þessum tillögum, sem miðar að því að gefa útflutningsframleiðsl- unni kost á því að njóta erlendra lánskjara. Þær tillögur eru góðar svo langt sem þær ná. En hitt er bara viðurkenning af hálfu Seðla- bankans á því að hans innlendu vaxtakjör fá ekki staðizt gagn- vart útflutningsframleiðslunni. Ég hefði miklu frekar talið að ráð væri að snúa sér gegn verðbólg- unni þannig að lækka mætti þá vexti í kjölfar þess. En vaxta- hækkun nú er bara eitur í sárið.“ Mbl. spurði Lúðvík þá, hvaða ráðstafanir hann teldi að ætti að gera. „Það er nú svo merkilegt," sagði Lúðvík, „að stöðugt fjölgar þeim, sem segjast vilja berjast gegn verðbólgunni, en það er eins og verðbólgan dafni því betur þeim mun fleiri sem eru í slagnum við hana. Ég hef margoft gert grein fyrir mínum sjónarmiðum í þessum efnum, en menn hafa stefnt í þveröfuga átt og alltaf sagzt vera að kveða verðbólguna niður. Ég segi númer eitt: Of fáir menn í framleiðslustörfum, of margir fara í það að eyða peningunum, sem aflast. Yfirbyggingin í þjóðfé- laginu er orðin alltof stór. Og þá á ég ekki bara við ríkið heldur kerfið í heild. Ég bendi á bankakerfið, vátryggingakerfið í landinu og olíufélögin. Og auðvitað sjálft ríkisbáknið, sem alltaf heldur áfram að bólgna, hvað sem á dynur. Það þarf að taka þessa þætti, sem eyða peningunum til gagngerrar endurskoðunar. Það er grátlegt að það skuli ekki vera hægt að reka fiskiðnaðinn í landinu án kvenna frá Ástralíu. Nú er ég ekkert á móti konum frá Ástralíu. En dvöl þeirra bendir bara á þá hörmulegu staðreynd að við getum ekki mannað þessa frumatvinnugrein okkar. Studningsyfirlýsingin vid Tanzaníu byggd á óvenju miklu sambandi þess vid Norðurlöndin „NORÐURLÖNDIN hafa haft óvenju mikið sam- band við Nyerere og Tanzaníu og til dæmis er aðstoð Norðurlandanna við Afríku einbeitt að Tanzaníu og hafa nokkr- ir íslendingar verið þar þess vegna. Mér þótti því sjálfsagt að við yrðum með í stuðningsyfirlýs- ingu við Tanzaníu, því ég hef enga samúð með stjórnandanum í Uganda og hans mönnum,“ sagði Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra er Mbl. spurði hann um aðild íslands að stuðningsyfir- lýsingu við Tanzaníu í landamæraátökunum við Uganda. Benedikt sagði að þessi stuðningsyfirlýsing hefði orðið til eftir að Frydenlund, utan- ríkisráðherra Norðmanna, hafði verið í heimsókn í Tanzaníu, en þangað og til Zambíu og Mósambík fór hann af því tilefni að Norðmenn eiga í vændum að fá sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Þegar Frydenlund hafði kynnt sér málin í Tanzaníu hafði hann samband heim og varpaði fram þeirri hugmynd Nyerere hvort Norðurlöndin vildu ekki gefa stuðningsyfirlýsingu við Tanzaníu. Norrænu utanríkis- ráðuneytin samræmdu svo texta yfirlýsingarinnar. Mbl. spurði utanríkisráð- herra hvort það væri ekki nokkurt nýmæli að Island lýsti yfir stuðningi við annan aðila, sem í styrjöld ætti, og hvort stjórnarfar í Tanzaníu væri ekki með sama hætti og í Uganda. „Það gerist ekki oft, sem betur fer, þótt vissulega Amin séu næg tilefni," svaraði utan- ríkisráðherra. En að líkja þeim saman: Nyerere og Amin, það er eins og að bera sarnan hvítt og svart! Nyerera er að vísu valda- mikill, eins og tíðkast í Afríku, en hann hefur framkvæmt ýmsar þjóðfélagsbreytingar í anda lýðræðissinnaðs sósíal- isma og hallast ekki að öfgum á neitt borð.“ Auðvitað verður svo að hætta að reka ríkið með halla og safna skuldum hjá Seðlabankanum og einnig þarf að hverfa frá þeirri stjórnlausu fjárfestingu, sem hef- ur viðgengist, en því miður sýnist mér heldur lítið tekið á í þeim efnum. Þess í stað tala menn um hærri vexti og deila um það, hvort einhver vísitölumælir skuli vera í gangi eða ekki.“ Kostar aðeins kr. 6.600 lceland Review BÓKAFORLAGIÐ SAGA Óskabók allrar fjölskyldunnar Sími 27622. Pósthólf 93, Hverfisgötu 54, III. hæð, Reykjavík. (Gengiö inn á jaröhæð um undirgang aö Laugavegi 39). íslenski hesturinn í máli og myndum Ný, glæsileg bók á Þremur tungumálum ★ Einstaklega falleg bók meö 90 litmyndum af hestinum á öllum árstíðum. Fjölmargir Ijósmyndarar hafa lagt hér af mörkum sitt besta. Bókin er í íslenskri, enskri og danskri útgáfu. ★ Höfundur textans, Siguröur A. Magnússon, fjallar um hestinn í blíðu og stríöu í okkar harðbýla landi. Ræðir um hinn goðsagnakennda Ijóma yfir hestinum í fornum frásögnum og bókmenntum, um hið nána samband hests og manns — og loks um nútímanotkun íslenska hestsins, bæði heima og erlendis. Fróðleg lesning og einkar skemmtileg. ★ Mörg ár tók aö draga saman efni bókarinnar og velja úr þúsundum Ijósmynda til þess að gera skil sem flestum þáttum í tilveru íslenska hestsins. ★ Þetta er bók fyrir íslendinga á öllum aldri. Á ensku og dönsku — tilvalin gjöf til vina og viöskiptamanna erlendis. 124. Menntaskólinn v/HamrahlíC, talin eign Ríkisv Islands fyrir kr. 472 124.00, auk vaxta 12b. _ . Sjómannaskólinn v/Háteigsveg, þingl. eign Rikissj. íslands fyrir kr. 208 765.00, auk vaxta og kostnaCar. 210. Kennaraskólinn v/Laufásveg, þingl. eign Ríkissj. Islands fyrir kr. 180 902.00, auk vaxta o Sasaen om den islandske hest i fortid og nutkl ~~r- ^ j- •»"x ' / \\ ■' p Á k j'\ . * 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.