Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 JÓIIANNES Bárðarson er illa valdaður og sendir knöttinn af krafti að marki ÍBK, áður en Keflvíkingurinn nær að stöðva hann. Þorsteinn Bjarnason er við öllu búinn á marklínunni, en eins og sést á neðri mynd- inni nær hann ekki knettinum, sem er alveg úti við stöng. Við- ar Elfasson fylgist með fram- vindu mála og andartaki síðar fögnuðu Víkingarnir innilega markinu, sem reyndist sigur- mark f leiknum. Perlumark Víkínga tryggði þeim sigur VlKINGAR þokuðust nær toppinum f 1. deildinni f knattspyrnu er þeir f fyrrakvöld unnu Keflvíkinga 1:0 á Laugardalsvellinum. Var leikur þessara liða rétt í meðallagi gðð knattspvrna, en nins vegar var baráttan f algleymingi, enda þarna á ferðinni tvö af mestu og beztu baráttuliðum 1. deildarinnar. Hljóp mikil harka f leikinn og fékk slakur dómari leiksins við lítið ráðið. Voru leikmenn og áhorfendur mjög óánægðir með hlut hans í leiknum og skipti þá í raun ekki máli hvoru liðinu þeir tilheyrðu. Mark Víkinga var það falleg- asta, sem sást í þessum leik, sann- kölluö perla. Það var á 38. mínútu fyrri hálfleiksins að Hannes Lár- usson einlék í gegnum vörn Kefl- víkinga hægra megin, þannig að þrír varnarmenn ÍBK hreinlega lágu flötum beinum á vellinum. Er Hannes var kominn upp að endamörkum við vitateig lyfti hann knettinum fyrir mark ÍBK. Þar var Jóhannes Bárðarson óvaldaður og sendi knöttinn við- stöðulaust í bláhorn ÍBK- marksins, án þess að Þorsteinn markvörður ætti nokkra mögu- leika á að verja. Þó svo að Víking- ar hafi staðið virkilega vel að þessu marki, þá seldu Keflvíking- ar sig einum of ódýrt í þetta sinn. í stúku blaðamanna voru menn á einu máli um að dómarinn hefði slepþt tveimur vítaspyrnum í leiknum — sinni á hvort liðið. í fyrri hálfleiknum var Theódóri Víkingur- IBK 1:0 Texti: Ágúst I. Jónsson Mynd: Friðþjófur Helgason Magnússyni gróflega brugðið er hann var kominn á auðan sjó við mark ÍBK — rétt innan vítateigs- línu. Blasti markið við, er Kefl- vikingur náði að kippa undan honum fótununi. Er aðeins voru tvær mínútur eftir af leiknum var knettinum síðan spyrnt í hendi Helga Helga- sonar í miðjum vitateig Víkinga, en ekkert var dæmt á brot, sem virtist augljóst. Tækifæri áttu bæði lið i þessum leik, sérstaklega i fyrri hálfleikn- um, en asinn var einum of mikill á leikmönnum, og nýttist aðeins færi Jóhannesar Bárðarsonar. Voru Víkingar skárri aðilinn í fyrri hálfleiknum, en í þeim sið- ari sóttu Keflvíkingar. Sigur Vík- inga var ekki ósanngjarn í þess- um leik, en Keflvikingar hefðu allt eins getað náð öðru stiginu. í liði Keflavíkur ber Gísli Torfason höfuð og herðar yfir aðra leikmenn og var hann reynd- ar áberandi beztur leikmannanna á vellinum að þessu sinni. Það sem fyrst og fremst brást hjá ÍBK í þessum leik og batt enda á sigur- göngu þeirra, var slakur leikur tengiliðanna. í fyrri hálfleiknum voru þeir allt of seinir að losa, stórt gap myndaðist á milli varnar og sóknar og ekkert bit varð því i sóknarleik liðsins. Einnig fengu stórskyttur eins og Gunnar Örn næði til að leggja knöttinn fyrir sig og skjóta og hefði það getað haft afdrifaríkar afleiðingar. í Vikingsliðinu var Eiríkur Þor- steinsson beztur úti á vellinnum, en Diðrik Ólafsson sýnir nú hvern stórleikinn eftir annan i markinu. Bjargaði hann t.d. snilldarlega eitt sinn er Ómar Ingvarsson komst einn innfyrir vörn Víkinga. Annars er vörn Víkings bezti hluti liðsins og hefur aðeins feng- ið á sig 3 mörk — Víkingar hafa heldur ekki skorað nema 5 sinn- um í mótinu. Hannes Lárusson kom inn á í þessum leik eftir 10 mínútur, eftir að leiknasti sóknar- maður Víkings, Óskar Tómasson, meiddist. Stóð Hannes vel fyrir sinu og er greinilega mun betri á grasi en möl, vantar þó enn meiri baráttu í Hannes og vinnslu. VlKINGUR: Diðrik Ólafsson 3, Ragnar Gfslason 2, Magnús Þor- valdsson 2, Helgi Helgason 3, Kári Kaaber 2, Viðar Elíasson 1, Gunnar örn Kristjánsson 2, Eirlkur Þorsteinsson 3, Jóhannes Bárðarson 2, Hannes Lárusson (vm) 2, Theódór Magnússon 1, Óskar Tómasson 1. KEFLAVlK: Þorsteinn Bjarnason 2, Guðjón Þórhallsson 2, Gfsli Grétarsson 2, Gísli Torfason 4, Óskar Færseth 1, Hilmar Hjálm- arsson 1, Þórður Karlsson 2, Sigurður Björgvinsson 2, Einar Ólafsson 1, Ólafur Júlfusson 2, Rúnar Georgsson (vm) 1, Ómar Ingvarsson 2, Sigurbjörn Gústafsson (vm) 1. DÓMARI: Valur Benediktsson 1. Sigurður ætlar að halda áfram sem form. HSÍ SIGURÐUR Jónsson hefur ákveðið vegna eindreginna óska að gefa áfram kost á sér sem formaður Handknattleikssambands tslands. Ársþing sambandsins er um helgina og var Sigurður búinn að lýsa því yfir, að hann ætlaði að draga sig í hlé. ,,Ég er búinn að gera þetta upp við sjálfan mig,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það eru geysilega mikil verkefni framundan og ég var hræddur við að takast þau á hendur þar sem ég er mjög bundinn við fyrirtæki mitt. En mér finnst erfitt að hlaupa frá þessu og læt því tilleið- ast, lfka með það í huga að menn til að taka við virðast ekki vera til á lager sem stendur. Síðasta keppnistímabil var kostnaður við landsliðið 16 milljónir og kostnað- urinn verður ekki minni næsta tímabil. Það er því augljóst að við getum ekki ráðið við þetta nema stjórnvöld breyti afstöðu sinni og komi meira til móts við okkur.“ Þrír stjórnarmenn áttu að ganga úr stjórn, þeir Birgir Lúð- víksson, Birgir Björnsson og Júlíus Hafstein. Birgir Lúðvfks- son og Birgir Björnsson ætluðu að draga sig í hlé, en Sigurður Jóns- son gerði það að skilyrði fyrir áframhaldandi formennsku, að þeir héldu áfram, og hafa þeir báðir fallist á það. Víkingar ráða pólskan þjálfara HANDKNATTLEIKSDEILD Vík- ings gekk í vikunni frá ráðningu pólsks þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Heitir hann Zyg- fryd Kuchta, þrítugur að aldri. Kuchta lék um 130 landsleiki fyr- ir Pólverja og var fyrirliði silfur- liðsins á Ólympíuleikunum í Montreal 1976. Að sögn Eysteins Helgasonar, formanns handknattleiksdeildar Vikings, þjálfaði Kuchta í Austur- ríki s.l. vetur. Sagði Eysteinn að Pólverjinn hefði strax sýnt mik- inn áhuga á því að þjálfa á íslandi þegar haft var samband við hann fyrir nokkrum vikum, en það var gert samkvæmt ábendingum Jan- uszar Czerwinskis landsliðsþjálf- ara, sem gaf Kuchta sfn beztu meðmæli. Var það sfðan fastmæl- um bundið milli Eysteins og Kuehta i simtali í fyrrakvöld, að hann réðist til Víkings i 8 mánuði. Er þjálfarinn væntanlegur til landsins 15. ágúst n.k. Er ætlunin að hann hafi umsjón með þjálfun allra flokka Víkings en höfuð- áherzla verður sem fyrr lögð á meistaraflokk félagsins. Mjög langt er sfðan 1. flokks erlendur handknattleiksþjálfari hefur komið til starfa hjá félags- liði hér á landi. Nú ríða Víkingar á vaðið í þessum efnum í von um að koma pólska þjálfarans hleypi nýju blóði í íslenzkan handknatt- leik rétt eins og koma erlendu knattspyrnuþjálfaranna hleypti nýju blóði í knattspurnuna. Frægir leikmenn, en ddmarinn frægastur DÓMARI landsleiks Íslendinga og Norður-fra 4 Laugardalsvellinum á laugar- daginn verSur Austur-ÞjóSverjinn Rudi Glöckner. Er Glöckner meSal fraag- ustu og beztu knattspyrnudómara t heiminum og hefur hann dœmt fjölmarga úrslitaleiki I hinum ýmsu knattspyrnumótum og þá meSal annars úrslitaleik- inn I heimsmeistarakeppninni 1 970 t Mexikó. Leikurinn hér á laugardaginn verSur stSasti landsleikur Glöckners og meS honum aB þessu sinni verSa tveir landar hans á Itnunni. Þó svo aS leikmenn MSanna sem eigast viS á laugardaginn séu margir hverjir vtSa kunnir, eins og t.d. Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes ESvaldsson. Pat Jennings og Sam Mcllroy. þé er Glöckner dómari þó trúlega sé sem flestir þekkja I knattspurnuheiminum. Á meSfylgjandi mynd er Glöckner I góSum félagsskap. Hann hefur dæmt aukaspymu á Burgnich fré ítallu fyrir aS brjóta é „kónginum" Pele f úrslitaleik HM 1970. Allir eru þessir kappar nú aS hætta, Burgnich lék sinn stSasta leik fyrir Napoli um helgina 38 éra aS aldri, Pele ætlar aS leggja skóna é hilluna I haust og leikur Glöckners hér á laugardaginn verSur hans stSasti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.