Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 Minning: Siguröur Guðmunds son Freyjugötu 1OA F. 13. september 1893. D. 27. mal 1977. Við Sigurður Guðmundsson vorum á líkum aldri, fæddir og uppaldir samsveitungar til full- orðinsaldurs. Síðan lá leið okkar næstum því samtípiis til Reykja- víkur og ævidvalar þar. Okkar í milli var því um ævilanga við- kynningu að ræða og með þeim hætti, að mér er ljúft að minnast hans með nokkrum orðum nú að leiðarlokum. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Pálína Matthildur Sigurðardóttir ljósmóðir og Guðmundur Tómas Eggertsson. Þau voru að uppruna úr Kolbeinsstaðahreppi og bjuggu þar lengst af á eignarjörð sinni Tröð. Bæði voru þau af merkisfólki komin, en það verður ekki rakið nánar hér. Búskapur þeirra var í öllu hinn snyrtilegasti og heimilisbragur þeirra allur bar yfirbragð menningar og höfðings- skapar. Má þar t.d. nefna, að þar var bókakostur meiri en víðast hvar annarsstaðar á sveitaheimil- um, og hjónin kostuðu kapps um,að öll börn þeirra fjögurfengi notið miklu meiri skólagöngu en þá tíðkaðist almennt. Guðmundur og Pálína brugðu búi 1920 og fluttust ásamt börn- um sínum til Reykjavíkur, settust þar að á Freyjugötu 10A og bjuggu þar til æviloka. Hið sama hefur nú gerst um Sigurð son þeirra og konu hans. Eins og áður er fram komið ólst Sigurður upp I foreldrahúsum og öðlaðist góðan þroska, var prýðis- vel vitiborinn, fríður sýnum, ljúf- ur I viðmóti og hörkuduglegur verkmaður. Að loknu námi I Hvitárbakkaskóla mátti svo kalla að hann yrði bjargvættur sveit- unga sinna i þvi að uppfylla skyldur samkvæmt lögum um barnafræðslu frá 1907. Kennara- skortur olli því, að ákvæðum þeirra laga varð ekki fullnægt í hreppnum fyrr en Sigurður kom þar til sögunnar 1911, að lokinni sinni skólagöngu. Var hann þá ráðinn barnakennari hreppsins og siðan endurráðinn ár frá ári til 1918, en þá gaf hann ekki kost á sér lengur. Kennarastarfið rækti hann með sóma og aflaði sér með því vaxandi virðingar og vinsemd- ar, bæði hjá börnum og foreldrum þeirra. Hér var um farkennslu að ræða, eins og víðast hvar í sveit- um landsins, lengi vel framan af, og þeirri tilhögun hlutu að fylgja ýmsir örðugleikar, bæði fyrir kennara og nemendur, sem lik- legt er áð Sigurður hafi ekki átt auðvelt með að sætta sig við. Hann mun og ekki hafa ætlað sér kennslustörf til frambúðar. Það var á þessum kennaraárum Sigurðar, að ungmennafélag var stofnað í hreppnum, eins og þá var tíðkað víðsvegar um land. Sigurður var þar meðal stofn- félaga. Og það kom eins og af sjálfu sér, að hann var kosinn þar í félagsstjórn og til ritarastarfa. Eftir að Sigurður fluttist til Reykjavíkur stundaði hann dag- launavinnu í nokkur ár. Síðan tóku við trúnaðarstörf hjá verka- m. fél. Dagsbrún, störf í vinnu- miðlunarskrifstofu, og að lokum afgreiðslustörf hjá Oliufélagi. Samtímis þessu vann hann mikið starf í Goodtemplarareglunni um tugi ára, og var umdæmistemplar um skeið. Hvarvetna ávann hann sér traust og vinfengi. í ágætum foreldrahöndum mótaðist hugar- f ar Sigurðar þegar á barnsaldri af heilbrigðri frjálshyggju og mann- úðarsjónarmiðum. Og í framhaldi af því og með vaxandi þroska og lífsreynslu gat ekki hjá því farið að hann aðhylltist féiags- og þjóð- málastefnu jafnaðarmanna. Þar fann hann í virku formi sína eigin eðlislægu hugsjón, og fylgdi henni æ síðan af fullum dreng- skap til æviloka. Sigurður kvæntist 28. nóvember 1925 Kristjönu Sigur- ást Helgadóttur frá Ólafsvík. Bústaður þeirra hjóna var alla tíð á Freyjugötu 10A. Kristjana and- aðist 11. júní 1974 og hef ég áður minnst hennar látinnar. í hjú- skapar- og heimilislífi sinu var Jón Reymond Halvorsen - Kveðja Fæddur 15. mars 1974 Dáinn 31. maf 1977. Þegar ung börn deyja, verður okkur sem eftir lifum hugsað til tilgangs sköpunarverksins. Sú leynd, er yfir þeim tilgangi grúf- ir, verður enn dekkri, við skiljum ennþá ekki neitt, en finnst samt að við skiljum enn minna. Eg varð miður mín þegar mér var tilkynnt að hann Nonni litli væri dáinn. Samt var þetta það sem alltaf gat skeð. Á þessari stuttu ævi sinni var hann búinn að fara svo oft á spítala, en alltaf kom hann samt heim aftur. Ég undraðist oft hversu mikinn kraft þessi litli líkami hafði. Það var meira að segja undarlegt að hann skyldi lifa svo lengi, þvi að mikið var þetta litla barn búið að þjást. Það er erfitt að sætta sig við það, að einhver sem manni þykir vænt um skuli hverfa af sjónarsviðinu og koma aldrei aftur. Eitt af þvi siðasta sem Þorsteinn Erlingsson orti var þetta stef. Og nú fer sól að nálgast æginn og nú er gott að hvíla sig. Já, það er gott að hvilast af veikindum er mannleg læknavís- indi fengu ekki við ráðið, og ég veit að Jón litli skildi við þetta líf í fullri sátt við alla, í sátt við guð og menn. Móður, bróður, ömmu og öðrum ættingjum bið ég Guðs blessunar. Blessuð sé minning Nonna litla. Þuriður Þorsteinsdóttir. Sigurður mikill gæfumaður. Það var raunsannur almannarómur að hann væri til mikillar fyrirmynd- ar sem eiginmaður og heimilisfað- ir, enda skapaðist undir höndum þeirra hjóna svo fagurt fjöl- skyldulíf, að leitun mun vera á öðru slíku eða betra. Endurgjald fyrir sína húsbónda- og heimilis- prýði meðtók Sigurður í ríkum mæli úr höndum eiginkonu og barna, ekki síst barnanna eftir fráfall húsfreyjunnar, þegar ein- semdina bar að garði jafnhliða aldurdómi og hnignandi heilsu- fari. Börn þeirra Sigurðar og Kristjönu eru þessi: Sigurrós, gift Þorbirni Guðmundssyni blaða- manni; Pálína Matthildur, gift Hákoni Bjarnasyni loftskeyta- manni; Árný, gift James Bacos lækni í Maryland U.S.A.; Guðmundur Helgi iðnrekandi, Rvík, kvæntur Bergdísi Jónas- dóttur; Guðný, gift Elíasi Guðmundssyni flugvélastjóra; Svanhildur gift Hákoni Magnússyni afgrm. Rvik, Páll Valgeir kennari, Rvík, kvæntur Idu Einarsdóttur. Ég þakka Sigurði ævilanga sam- fylgd gegnum árin og margar ánægjulegar samverustundir. Börnum hans og öðrum vanda- mönnum sendi ég alúðarfyllstu samúðarkveðju. Samhljóða þakk- læti og kveðju flyt ég frá konu minni. Hún og Sigurður voru leik- félagar í bernsku, og samband þeirra á milli hefur jafnan verið nánast eins og meðal systkina. Guðlaugur Jónsson. Kveðja frá Gððtemplara- reglunni Sigurður Guðmundsson Freyju- götu 10A. hér í borg lézt 27. mai s.l. og er útför hans gerð i dag. Hann var 83 ára að aldri, þjáður af sjúkdómum hin siðustu ár, eft- ir langan og starfsaman ævidag. Sigurður var fæddur að Hauka- tungu í Hnappadalssýslu 13. sept. 1893. Hann lauk námi í Hvítár- bakkaskóla, kenndi börnum í heimasveit um árabil en fluttist svo til Reykjavíkur rösklega hálf- þrítugur að aldri. Hann var lengi starfsmaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar og í stjórn þess, síðar vann hann á Vinnumiðl- unarskrifstofu Reykjavikur en siðast var hann starfsmaður hjá Olifélaginu. Hann var kvæntur Kristjönu Helgadóttur og áttu þau sjö börn er öll komust upp. Kristjana dó 11. júni 174. Snemma á Reykjavíkurárum sínum gerðist Sigurður félagi í Góðtemplarareglunni. Þar vann hann margþætt og óeigingjarnt áhugastarf um áratugaskeið. H:nn gerðist snemma félagi í stúkunni Freyju nr. 218 og þar var hann síðan félagi til æviloka. Allir góðtemplarar í höfuðborg- inni könnuðust við Sigurð í Freyju. Hann var meira en áratug i framkvæmdanefnd Umdæmis- stúkunnar nr. 1, fyrst sem um- dæmisritari og síðar umdæmis- templar 1952—55. Hvar sem Sigurður var til kvaddur reyndist hann glöggur og hollráður. Það má segja, án þess að á aðra sé hallað, að um langt skeið var hann einn beztur starfskraftur stúku sinnar, stúkunnar Freyju, — Sigurður var einn af stofnend- um Reglu musterisriddara og í stjórn hennar um skeið. Fyrir störfin í bindindis- og mannúðarmálum þakkar Stór- stúka íslands honum heilshugar. Það er engin félagsmálahreyfing á flæðiskeri stödd sem á marga liðsmenn með áhuga, glögg- skyggni og grandvarleik á boð við Sigurð Guðmundsson. Vanda- mönnum og vinum sendi ég hug- heiiar kveðjur. Indriði Indriðason. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 í dag kveðjum við afa okkar Sigurð Guðmundsson hinstu kveðju. Ósjálfrátt leitar hugurinn til baka og lítur yfir farinn veg. Þá minnumst við manns með sterka lund og örugga hönd. Það var jafnan gestkvæmt hjá honum þvi við sem aðrir fundum að við gátum treyst honum bg fengið hjá honum ráð. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af öryggi, einstakri trúmennsku og vand- virkni. Hann átti gott safn bóka og las mikið. Var hann vel að sér í þjóðfélagsmálum sem öðrum. Hann ól sérstaka önn fyrir mennt- un okkar og hvatti okkur ávallt við nám. Sigurður afi var sérstaklega ið- inn maður og féll aldrei verk úr hendi. Garðrækt og gróður voru honum hjartfolgið áhugamál og eyddi hann flestum fristundum sinum við þau störf. Gat hann jafnan fundið hverjum manni starf við sitt hæfi. Nutum við oft góðs af leiðsögn við það sem ann- að. En þó hann vildi öðrum vel og aðstoðaði eftir mætti bar hann ekki tilfinningar sínar né erfið- leika á torg. Hann var dulur að marki og gat særst illa ef hann var beittur óheilindum. Og nú er kveðjustundin runnin upp. Hann hverfur nú á fund for- feðranna. Við munum sakna hans og minnast í djúpri lotningu. Barnabörn. Hversu undarlega sem það hljómar finnst mér Sigurður Guð- mundsson alls ekki vera horfinn frá okkur — það er eins og nálægð hans sé næsta áþreifan- leg. Svo mikið skildi hann eftir af sjálfum sér. Og af því veganesti verður enginn svikinn. Fáa menn hef ég þekkt, sem gengu jafn heilir og óskiptir að hverju starfi og Sigurður — af jafnmiklum ákafa og vandvirkni. Hugurinn bar hann hálfa leið. Samviskusemin og trúmennskan var honum i blóð borin. Hann vildi hafa allt á hreinu, reglusemi hans og nákvæmni leyfði ekki annað. Orð hans voru jafngild vottfestri undirskrift. Það var aðall hans að standa við sitt — og á gamals aldri, þegar kraftarnir fóru dvínandi, var eitt af aðal- áhugamálum hans að standa í skilum og skulda engum neitt. Þá varð ég aldrei var við að nokkur gengi bónleiður til búðar frá Sigurði, hann var ætíð reiðu- búinn að veita öðrum þá aðstoð, sem hann gat. Sigurði féll ekki oft verk úr hendi — hann var sístarfandi frá morgni til kvölds. Hér fyrr á ár- um fékk starfsorka hans að miklu leyti útrás í vinnu fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Og þegar hann varð að víkja sem ráðsmaður Dags- brúnar vegna innbyrðis pólitískra átaka, komust þeir sem við toku að því, að engu var líkara en hann hefði unnið margra manna verk. — Samtimaheimildir segja sina sögu um störf hans þar — en Sigurður Guðmunds- son — Minningarorð F. 14. janúar 1915. D. 26. maí 1977. Tengdafaðir minn Sigurður Guðmundsson, Völvufelli 48, lést 26. f.m. eftir stutta en þungbæra sjúkdómslegu. Hann sjálfur og fjölskyldan vissi vel að brátt yrði ævideginum lokið. En að sólin gengi svo snögglega til viðar, grunaði engan. Hann bar sjúk- dóm sinn af slíkri karlmennsku og hugarró að aðdáunarvert var. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Aðalbjörgu Bjarna- dóttur 18. júlí 1942. Þeim varð 5 barna auðið. Þar eru Guðrún, gift Gunnari Kristóferssyni eiga þau 3 börn; Ólöf, gift Kristni Pálssyni, eiga þau 5 börn; Guðmundur gift- ur Hrönn Hreiðarsdóttur, eiga þau 3 börn; Sigmundur, heit- bundinn Jóhönnu Erlingsdóttur, eiga þau eitt barn, og Díana Bára sem enn er í heimahúsum. Heim- ili Sigurðar og Aðalbjargar var rausnarheimili og þar sem hjarta- rúm sat í öndvegi, og þangað var alltaf gott að koma. Sigurður var sérstaklega skapgóður maður, og alltaf gat hann gert gott úr öllu ef eitthvað bjátaði á. Enda veit ég að hjónaband þeirra Sigurðar og Aðalbjargar heur verið einstak- lega hamingjuríkt. Hann trúði af einlægni á annað og betra líf og það er enginn vafi á, að honum hefur verið tekið opnum örmum af ástvinum við komuna yfir landamærin miklu. Ég kveð tengdaföður minn með Elín Stefánsdóttir —Minningarorð F. 23. janúar 1900 D. 30. maf 1977 Frú Elín Stefánsdóttir lést að kvöldi 30. maí eftir stutta legu á sjúkrahúsi Stykkishólms. Var út- för hennar gerð frá Stykkishólms- kirkju en jarðsett á Narfeyri á Skógarströnd laugardaginn 4. júni. Með henni er horfin til feðra sinna mikil sóma- og dugnaðar- kona, sem lét sér einstaklega annt um fjölskyldu sína og gerði öllum gott sem henni kynntust. Um Elínu stóð aldrei styr, því hún tranaði sér aldrei fram, en hjálp- semi hennar var einstök. Elín var fædd 23. janúar 1900 að Flauta- gerði við Stöðvarfjörð og var því 77 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Sigurðardóttir og Stefán Sigurðs- son sem þar bjuggu. Elín var ein af ellefu systkinum, sem öll eru látin nema þrjú og kveðja þau nú sína ástríku systir hinstu kveðju. Snemma fór Elin að vinna hjá vandalausum eins og þá var siður, enda veraldleg gæði af skornum skammti. Starfaði hún við fisk- vinnu og heimilisstörf sem fóru henni vel úr hendi, því hún var myndarleg og lagin við alla hluti. Siðar fór hún til Vestmannaeyja og kynntist hún þar eftirlifandi manni sínum, Edilon Guðmunds- syni, sem ættaður er vestan úr Dalasýslu. 27. mai árið 1929 giftu þau sig og byrjuðu búskap vestur á Barmi á Skarðsströnd en fluttu síðar að Stóra-Langadal á Skógar- strönd og bjuggu þar myndarbúi, þar til fyrir nokkrum árum að þau brugðu búi og fluttust til Stykkishólms. Þau eignuðust fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni. Þau urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa elsta son sinn, Agn- ar, í blóma lífsins, sem var mikill efnispiltur. En tíminn græðir öll sár og einnig þetta því hjónaband þeirra var alltaf mjög ástúðlegt. Þau hjálpuðust við að bera hvort annars byrðar. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að vera hjá þeim í sveit sem barn og unglingur voru þau mér mjög góð og verður það seint fullþakkað. Missir eiginmannsins, Edilons,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.