Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNl 1977 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 21 fMtangmtvIitatfe Útgefandi Framkvæmdastjóri " Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar Áskriftargjald 1300. í lausasölu hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, stmi 10100. ASalstræti 6, sími 22480 ) kr. á mánuSi innanlands. ).00 kr. eintakiS. Tvær þústur — ein lægð Þegar litið er um öxl til orkumálaráðherratíðar Magnúsar Kjartanssonar í vinstri stjórninni, þeirri, sem gafst upp við stjórn- un þjóðmála árið 1974, bera fyrir augu tvær þústur og ein lægð, sem skera sig úr flatneskju aðgerðaleysisins. Hin fyrri þústan kom í kjölfar viðræðunefndar um orkufrekan iðnað, sem þessi ráðherra skipaði, og fólst í því að tengja saman Sigölduvirkjun (afsetningu raforku) og járnblendiverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði, sem vera skyldi sameign bandaríska stórfyrirtækisins Union Carbide og íslenzka ríkis- ins. Valið á þeim sameignaraðila var fyrst og fremst í hendi orkuráð- herra Alþýðubandalagsins. Hin síðari þústan var undirbúningur að og frumvarpsflutningur um Kröfluvirkjun, en þessi ráðherra skipaði Kröflustjórn, sem enn í dag er hin sama og á dögum vinstri stjórnar, utan þess að formannsskipti hafa orðið í henni. Lægðin, sem máske sker mest í augu, er hið algjöra aðgerðaleysi varðandi nýtingu jarð- varma í landinu, öll vinstristjórnar árin, þrátt fyrir viðblasandi orku- kreppu í heiminum. Óróasamt hefur verið um Kröfluvirkjun, bæði í náttúrulegu um- hverfi hennar og í þjóðmálaumræðu, enda skiptar skoðanir um, hvort undirbúningsrannsóknir hafi verið nægar og raunar er einnig deilt um nokkur framkvæmdaatriði. Hitt eru menn sammála um, að hér er á ferð merkileg nýjung, þar sem um er að ræða einu stóru gufuaflsvirkj- unina í landinu, en fyrir er lítil virkjun í tengslum við kísilgúrverk- smiðjuna í næsta nágrenni Kröflu. í Leirhnúk íslenzkrar blaðamennsku, Þjóðviljanum, hafa Kröflumál framkallað gagnkvæmar leirskvettur lengi vel — og skjálftamælar Alþýðubandalagsins numið hræringar, sumar allsnarpar, sem stafað hafa af skoðanalegu misgengi. Síðustu hræringar og leirskvettur af þessu tagi eru skrif Magnúsar Kjartanssonar, fyrrverandi orkuráð- herra, sem fyrst og fremst virðast stefna að því að gufutæma greinar Ragnars Arnalds, formanns Alþýðubandalagsins, og meðlims Kröflu- stjórnar, um sama efni og í sama blaði fyrr á þessu ári. Hvað að baki býr þessum árásum á flokksformann Alþýðubandalagsins í hans eigin blaði og af hans nánasta samstarfsmanni skal ósagt látið. En miður smekklegar verða þessar kveðjur að teljast a.m.k. sem undanfari þess, að Ragnar Arnalds Iætur af formannsstarfi á komandi hausti sam- kvæmt flokkslögum. Sem dæmi um gagnkvæmar fullyrðingar þessara flokksforingja má nefna eftirfarandi: 1) Magnús Kjartansson segir orðrétt: „Að ráði Orkustofnunar var farið mjög varlega í allar ákvarðanir; hún áformaði þá að virkjunin gæti verið komin i gagnið 1978—79 og væri hæfilegt að byrja með 15 MW-virkjun og láta reynsluna síðan skera úr um stækkun hennar í 55 MW...“ — 2) Ragnar Arnalds segir hinsvegar orðrétt: „í skýrslu Orkustofnunar, sem gefin var út í september 1973, er m.a. gerður samanburður á 8 MW, 16 MW og 55 MW rafstöð. Niðurstaða þessara útreikninga er sú, að orkuverð frá 16 MW aflstöð sé 66% dýrara en frá 55 MW stöð, og orkuverð frá 12 MW stöð verði 87% dýrara en frá 55 MW stöð. Á þessari skýrslu byggði iðnaðarráðuneytið og Alþingi ákvörðun sína, sem tekin var nokkrum mánuðum siðar, um heimiid til 55 MW virkjunar." Þá segir Magnús Kjartansson í sinni grein að Gunriar Thoroddsen, núverandi orkuráðherra, hafi „látið kaupa vélar til orkuframleiðslu, þótt endanlega vitneskju skorti um hitastig gufunnar og eðli.. Ragnar Arnalds vitnar hins vegar til ummæla Steingríms Hermanns- sonar, sem þá var formaður iðnaðarnefndar efri deildar Alþingis á Alþingi 1974, er mælti fyrir hönd vinstri stjórnar í umræðu um stjórnarfrumvarp að Kröfluvirkjun: „Það er hins vegar vilji stjórn- valda að gera þetta á þennan máta til þess að þarna þurfi engin töf á að verða — og panta vélar þegar á næsta hausti, jafnvel áður en þing kemur saman að nýju.“ (Alþingistíðindi 20. hefti, 1973—74, bls. 2972). Og Ragnar Arnalds bætir við í sinni grein: „Þessari fyrirætlan mót- mælti enginn... enda var það bersýnilega vilji allra, sem létu sig málið varða. En menn verða gjarnan vitrir eftir á.“ — Ragnar vitnar ennfremur til framsögu Magnúsar Kjartanssonar fyrir stjórnarfrum- varpi að Kröfluvirkjun, þar sem gerð er grein fyrir þá fyrirhuguðum kaupum á tveimur túrbínum, sem síðar voru gerð. Hér eru aðeins nefnd tvö dæmi af fleirum i greinum Ragnars og Magnúsar, þar sem staðhæfingar stangast á. Hvað þessi síðbúnu Kröfluskrif tákna í raun í skoðanalegum misgengisátökum Alþýðu- bandalagsins skal ósagt látið. Almenningur greinir aðeins hræringar valdabaráttunnar innan flokksins eins og þær birtast á skjálftamælum Þjóðviljans og gagnkvæmum leirskvettum flokksforingjanna. í hvaða átt ágreiningskvikan leitar — eða hvort hún kemur upp á yfirborðið með brauki og bramlí — þegar flokksþingið kemur saman í 'naust- skuggum líðandi árs — leiðir timinn e.t.v. í ljós. Hitt er auðsærra að yfirskrift orkuráðherratiðar Magnúsar Kjartanssonar gæti vel verið: Tvær þústur — ein lægð. Rætt vid Þorstein Vilhelmsson stýrimann á Harðbak „Það kom heldur betur flatt upp á mig að sjá Harðbaks getið í baksiðufrétt í Morgunblaðinu með fyrirsögn um það, að hundruðum tonna af smáfiski hafi verið hent fyrir borð. Þetta var dálaglegt kjaftshögg þvi ég var persónulega mjög ánægður með þennan túr. Og reyndar hugleiddi ég það eitt andartak að endur- gjalda þér það, þegar þú kynntir þig áðan, en ætli ég láti ekki fyrst reyna á það, hvort við getum spjallað saman." Þannig hóf Þorsteinn Vilhelmsson, sem var með Harðbak i áramótatúrnum fræga, spjall okkar, ei hann hafði lagzt við bryggju á Akureyri um sjöleytið á föstudagsmorgun. „Ég harðneita þvi, að nokkrum smá- fiski hafi verið fleygt fyrir borð í þessum túr,“ bætir hann svo við. „Ég kannast ekkert við þetta. Við veiddum engan smáfisk og ég held að okkur, sem enn erum hér um borð úr þessum túr, beri saman um það, að úrkast hafi ekkert verið.“ — Er það mögulegt að slfkt hafi gerzt án þinnar vitundar? „Það tel ég útilokað. Skipstjórnar- manni ber að fylgjast með því, sem ger- ist aftur i. Að gefa annað í skyn. . . já ég á hreint engin orð yfir það. Ég tel mig að minnsta kosti alítaf vita, hvað er að gerast aftur í við hvert hol og svo eiga stýrimenn lika að fylgjast með. Ég held því blákalt fram, að þessar sögusagnir um smáfiskadrápið eigi ekki við nein rök að styðjast. Það er alveg forkastanlegur andskoti að vera að gera skipstjórnarmönnum á togurum upp ein- hverja áráttu til að liggja í smáfiski. Þessi gegndarlausi áróður gengur svo langt að það má heita mannskemmandi að koma nálægt þessu. Við erum með dýr skip undir höndum og kröfur um fisk á bakinu. Þess vegna reynum við auðvitað að klóra f bakkann eftir mætti. En að við leggjumst i smáfisk. Það er af og frá.“ — En smáfiskurinn slæðist með. „Fiskurinn, sem við veiddum þarna, er ekkert öðru visi en sá fiskur, sem veidd- ur hefur verið á árum áður. Þetta er blandaður fiskur. Og þetta fer eftir veiðisvæðum. Stundum er enginn smá- fiskur i aflanum. Stundum er hann mjög blandaður, en yfirleitt fáum við ekki fisk undir fimmtiu sentimetrum. Eg er alveg klár á því, að það var ekkert úrkast, sem fór í sjóinn, ekki frekar i þessum túr en öðrum. En hitt er rétt, að það kemur alls kyns drasl með i aflanum, en það er nú f svo litlum mæli, að ekki er talandi um það.“ — Getur slfkt drasl staðið undir fu 11- yrðingum um að miklu magni sé hent I sjóinn? „Alls ekki. Þetta eru hreinir smámun- ir.“ — Er hugsanlegt, að menn hafi ekki nennt að gera að einhverjum hluta afl- ans og þá bara hent honum fyrir borð? „Ég hef enga trú á þvi, með þá menn, sem ég var með um borð. Ég tel að við yfirmennirnir eigum að hafa svo gott auga með undirmönnum, að slikt gæti ekki komið fyrir, jafnvel þó vilji væri til slíks." — Hvað með ólögleg veiðarfæri? „Ég kannast alls ekki við það.“ Þannig þykjumst við hafa afgreitt ára- mótatúrinn nú i júníbyrjun. Og Þor- steinn segir mér frá túrnum, sem hann er nýkominn úr. Texti og myndir: Freysteinn Jóhannsson Okkar kapp er með f orsjá Ljósmynd: motif-mynd Kr. Ben. „Mig langar til að segja þér dálítið úr þessum túr. Þannig var, að mokfiskerí upphefst á Vopnafjarðargrunni. Þangað héldu mjög margir togarar, þar á meðal við. Þegar á staðinn kemur, tekst sumum að ná þrem- ur eða fjórum holum. Margir náðu engu, þvi svæðinu var lokað þarna við nefið á okkur. Nei, biddu hægur. Eg hef ekkert nema gott eitt um lokunina i sjálfu sér að segja. En við skulum hafa i huga, að flestir togaranna eru þarna búnir að keyra 200—250 sjómílur. Þessi keyrsla kostar mikla peninga og er þjóðarbúinu dýr. Það sem ég ætla að segja þér er það, að þarna hjá var annað svæði, sem var lokað og skyldi vera svo til hádegis dag- inn eftir, en hinu svæðinu var lokað á okkur klukkan hálf fimm síðdegis. Nú verður hver skipstjóri að gera það upp við sig, hvort hann vill bíða þess að hitt hólfið verði opnað, eða hvort hann fer annað i fiskileit, því þarna í kring var ekki að fá i soðið, hvað þá meir. Þetta er svolítið erfið aðstaða, sem skipstjórarnir eru komnir i, eða hvað?“ — Hvað gerðir þú? „Ég fór. Gafst upp rétt fyrir mið- nættið." sagt hefðum við hent því, sem ónothæft var. En þú einblinir bara á smáfiskinn. Hvað með togaraflotann? Ég held, að það verði nú aðeins að hugsa um hann líka. Og sé þorskurinn svo illa staddur, að þetta hefði riðið honum að fullu, að við fengjum að taka eins og eitt hol hver, þá held ég sé nú bezt að láta það vera að sigla þessu skipi aftur hér úr höfn til veiða.“ Það verður dramatisk þögn eftir þessi orð Þorsteins. Svo bætir hann við. „Við, sem erum á þessum skipum; okkur er ætlað að fiska. Ég er hræddur um að þú misstir fljótt atvinnuna við Morgunblaðið, ef ég hætti að reyna að fiska. Enginn fiskur — ekk- ert Morgunblað." — Það eru nú ekki bara krc.'urnar ú • landi, sem reka ykkur áfram. Er það? Þetta er Hka peningaspursmá! hjá ykkur sj ál fum. „Auðvitað er það það. Ég verð að fiska til að halda mannskapnum og skipinu. Verður þú ekki að fiska einhverjar fréttir til að halda vinnunni hjá Morgun- blaðinu?" — Jú. Ekki veit ég, hvort Þorsteinn metur nú stöðuna til jafnteflis, eða hvað. En mér sýnist alla vega óhætt að láta alla þanka um kjaftshögg hér eftir lönd og leið. „Sjáðu til," segir hann svo. „Það er kapp í öllum veiðum. Við viljum fiska sem mest, en við viljum fiska sem mest af því bezta. Allir skipstjórar vilja veiða mikið, en þeir vilja líka fiska góðan fisk, ef þeir geta. Okkar kapp er með forsjá.“ — Þú minntist áðan á vitleysuna f kerfinu. Hvað hefði betur mátt fara þarna? „Það er hreint ótækt að okkur skuli haldið svona biðandi eftir langa keyrslu og hrekja okkur þar með i meiri keyrslu. Ef menn ekki treysta okkur til að kanna málið, þá verður að fá okkur aðstoðarskip, sem getur vakað yfir lok- uðu svæðunum því fiskurinn er nú einu sinni syndur. Slíkt skip hefði í þessu tilviki kannað lokaða svæðið strax, fund- ið góðan fisk og svæðið hefði þá strax verið opnað. Svo tel ég nú, að þjóðarbú- inu myndu sparast stórar upphæðir, ef við fengjum leitarskip. Kannski sama skipið gæti gegnt báðum þessum hlut- verkum." Enda þótt Harðbakur sé ekki búinn til flotvörpuveiða, hafa þeir flotvörpu um borð og vinna hana með höndunum. — Finnst þér að það ætti að banna flotvörp- una? „Nei. Alls ekki. Þessar raddir um bann við flotvörp- unni eru öfund sunnanmanna og ann- arra yfir þvi, hve vel Vestfirðingum og öðrum sem hafa komist upp á lagið, gengur með þetta veiðarfæri. Þessir öf- undarmenn hafa ekki reynt að búa sig til þessara veiða, en ég er viss um að það kæmi annað hljóð í strokkinn, ef þeir gerðu það. Þetta er bara landshornapólitik. Ég gæti alveg eins farið I svona hráskinna- leik og sagt, að það væri full ástæða til að banna netin. „Ekki orðið var við annað enallur aflinn séhirðandi” Rættvið GarðarFinnsson, eftirlitsmann MEÐ Harðbak í þessari veiðiferð var Garðar Finnsson, eftirlits- maður sjávarútvegsráðuneytisins. „Eg tel nú, að þessar fullyrðingar um stórfellt smáfiskadráp séu mjög orðum auknar," sagði Garðar, er ég spurði hann um það mál. „Ég er nú búinn að fara með togurum bæði hér norðanlands og fyrir vestan og ég hef ekki orðið var við annað en að allur aflinn væri hirðandi." — Og þá ekkert frákast, eða hvað? „Ég hef alls ekki séð allt þetta frákast, sem talað er um. Hins vegar kemur alltaf eitt og eitt kvikindi i aflanum, sem ekki er hirt, en það er ekki orð á magnið gerandi. Ekki það sem ég hef séð.“ — En aðrir eftirlitsmenn? „Við hittumst nú einmitt á dög- unum til að bera saman bækur okkar um þetta efni og okkur kom öllum saman um að reynslan væri sú, að úrkastið væri i lágmarki; þetta drasl, sem aldrei verður hjá komizt að slæðist með i aflanum. Enda er riðillinn orðinn það stór, að smáfiskurinn smýgur auðveldleg i gegn, nema um þeim mun meiri afla sé að ræða.“ - Og þá...? „Við vorum allir á þvi, að i þeim ferðum, sem við höfum farið, höf- um við ekki orðið var við að fiskur undir fimmtiu senti- metrum færi yfir þau 10% af afla- magni, sem sjómennirnir mega koma með að landi.“ — Hvert er þitt álit á þessum 10% „Ég tel, að það gæti verið rétt að banna alveg fisk undir 50 sm.“ — En að skylda skipstjórana til að koma með allan veiddan fisk að landi? „Ég held að það yrði erfitt í framkvæmd, að minnsta kosti á togurunum. Þeir yrðu þá að Isa þennan draslfisk og ég held það yrði vafasamt að skylda menn til þess, þar sem úrgangsfiskur tæki mikið pláss ef ætti að safna honum alla ferðina." — En þá allan þorskaflann? „Já, það væri önnur saga. Ég held að það væri ekkert á móti þeirri skyldu að hirða allan nytja- smáfisk, þorsk, ýsu, ufsa og karfa. Þá kæmi það fram, sem drepið er.“ — Nú hefur komið fram sú gagnrýni, að það þyrfti betra eft- irlit með þeim svæðum, sem frið- uð eru. „Já, Þetta er rétt. Það er til dæmis alveg sjálfsagt að skoða lokuð hólf og fylgjast mun nánar með ástandinu í þeim. Ég tel að það vanti hreinlega skip fyrir togaraflotann, bæði til að leita að fiski, eins og gert er með loðnuna, og svo væri hægt að hafa betra eftirlit með svæðunum þannig." — Varðst þú var við mikið af drauganetum f þessum túr? „Nei. Ég varð ekki varð við þau, það sem ég sá.“ — En í öðrum túrum? „Nei. Ég hef ekki orðið þess var, að það sé mikið um drauga- net i sjónum. Hins vegar eru þau til og það er alltaf eitthvað um þau. En ég tel, að það sé ekki meira en telja megi aðlileg afföll í okkar sjósökn." — Hvað með flotvörpuna? „Það er nú yfirleitt hreinasti og bezti fiskurinn, sem hún gefur.“ — En getur hugsazt að hún sé þá of stórvirk? „Þetta er náttúrlega gríðarlega afkastamikið veiðafæri og nær fiskinum uppi i sjónum, þar sem ekki er ha'gt að taka hann með öðrum veiðarfærum. En ég tel að spurningin um flötvörpuna sé fyrst og fremst spurning um magn, en gæði fisks- ins eru tvímælalaus." — Hefur þú orðið var við ólög- leg veiðarfæri í þínum sjóferð- um? „Ég hef aldrei rekið mig á ann- að en 100% möskvastærð og rétt- an poka.“ — En nú eru menn ýmist með einn eða tvo poka? „Já. Það er rétt. Og hvort tveggja er fullkomlega löglegt," sagði Garðar Finnsson i lokin. — Af hverju? „Þarna var ekkert að hafa. Það var búið að keyra þarna um og hvergi lóðaði á fisk. Og ég hugsaði sem svo. Ef það er eins fiskur i lokaða hólfinu og hinu, þá verð- ur því lokað á nefið á okkur um leið og það hefur verið opnað. Þetta þýddi sólar- hring frá veiðum og það er mikið á skuttogara að bíða i sólarhring eftir kannski engu. Megnið af flotanum þarna keyrði svo austur fyrir, en ég fór vestur i Vikurál. En nú kemur það, sem sýnir, hvað þetta kerfi er allt snarvitlaust. Eftirlits- maður sem vildi loka svæðinu fékk svar þar um strax, en svar við beiðni um að fara inn i hitt hólfið kom ekki fyrr en rétt eftir miðnætti. Þá fékk Ólafur bekk- ur að fara inn í lokaða hólfið og prófa, þvi þar var eftirlitsmaðurinn um borð. Og viti menn. I hólfinu reynist ágætis fiskur. Ég var lika með eftirlitsmann um borð, svo ég hefði ef til vill fengið að athuga hólfið lika. En ég var farinn og frétti ekkert fyrr en morguninn eftir. Þarna hefði strax og hinu svæðinu var lokað átt að leyfa að minnsta kosti okkur tveimur, sem höfðum eftirlitsmenn um borð, að taka eitt hol i lokaða hólfinu til að athuga málið, eða þá hreinlega að leyfa ölium flotanum að tak§ eitt hol og sjá, hvernig fiskurinn væri. En okkur hefði ekkert litizt á hann, þá hefðum við ekkert verið að hanga þarna meir.“ — En ef þið hefðuð nú allir fengið að taka eitt hol og allt reynzt undirmáls- fiskur, þá hefði ef til vill 50 tonnum verið hent þarna f sjóinn fyrir prufuna. „Ég skal ekkert um það segja, en sjálf- Það ætti að banna netin fyrst og fremst fyrir það, að netamenn eru með óskaplegan netafjölda i sjó og það er alltaf fjöldi skilinn eftir. Menn missa trossur og slita frá sér net og svo fyllist sjórinn af drauganetum. Þegar við förum inn á svæði, þar sem netabátar hafa verið, fáum við alltaf upp mikinn fjölda drauganeta. Svona var þetta i Víkurálnum núna. Við fengum bæði net með lifandi fiski og hryggjar- liðum, og ég heyrði skipstjóra tala um það, að þeir væru komnir með heilu trossurnar. Og af hverju er þessi ördeyða þarna suður frá, þar sem netaveiðina ber hvað hæst? Ég hef heyrt marga menn segja það, að netalagnir ár eftir ár tæmi veiði- svæði. Og ekki komumst við þarna suð- ureftir núna til að hreisa upp drauganet- in. En sjáðu svo Halann. Þarna er búið að draga með botnvörpunni I meira en hálfa öld og enn er þar fisk að fá. Þar sem botnvarpan fer yfir, er eins og alltaf komi fiskur aftur.“ — En flotvarpan? „Hún er gott veiðarfæri, sem gefur jafnan og góðan fisk. Ekki færir hún okkur úrgangsfisk. Svo mikið er vist."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.