Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 Hagtrygging: Iðgjaldatekjur juk- ust um 44,2 millj. AÐALFUNDUR Hagtryggingar hf. var haldinn fyrir skömmu. Þar kom fram, að heildartekjur félagsins á sl. ári voru 172,1 millj. króna, þar af höföu iögjaldatekj- ur auki/t um 44,2 milljónir kr. eða um 37,3%. Tekjuafgangur af rekstri nam 6,2 milljónum króna þegar tekió hafði verið tillit til skatta og afskrifta. Af þessum tekjuafgangi voru 623 þúsund krónur lagðar í áhættusjóð, þann- ig að til ráðstöfunar voru 5,6 milljónir. Aðalfundur samþykkti greiðslu 10% arðs. Hluthafar Hagtryggingar eru 069 og hlutafé 26,2 milljónir króna. Brunabótamat fasteigna félagsins er 123,1 milljónir, eigið fé 78,2 milljónir og tryggingasjóð- ir 124,4 milljónir. Formaður stjórnar Hagtrygg- ingar er dr. Ragnar Ingimarsson, en Valdimar J. Magnússon er framkvæmdastjóri. Mikil aðsókn að Myndlista- og handíðaskóla Islands LOKID er 37. starfsári Myndlista- og handíðaskóla íslands og voru útskrifaðir eftir 4 vetra nám 9 teiknikennarar, 3 nemendur úr grafíkdeild og 3 úr deild í mótun eða nýlistadeild, 7 nemendur út- skrifuðust úr listiðnaðardeild, þar af einn leirkerasmiður, 2 Raforkuspjall á Húsavík Ilúsavfk. 8. jðni. ÞRÍTUGASTI og fimmti aðal- fundur Sambands islenzkra raf- veitna var haldinn á Hótel Húsa- vík 4.—6. júlí og hófst með ávarpi formanns sambandsins Aðal- steins Guðjohnsens. Aðalfram- söguerindi á þessari ráðstefnu var erindi sem Norðmaðurinn Rold Wiedswang flutti um sam- rekstur norskra rafveitna, en hann er forstjóri Samkjöringen í Noregi, fyrirtækis fjölmargra raf- veitna í Noregi sem sér um sölu og dreifingu og verðákvörðun raf- magns, en Samband íslenzkra raf- veita hefur leitað til Norðmanna um hugmyndir um samrekstur rafveitna og skipulag, en Norð- menn hafa um 40 ára sérstaka reynslu í þessum skipulagsmál- um. Annað aðal framsöguerindið fjallaði um skipulag raforkumála á íslandi, flutt af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni alþingis- manni, formanni orkuráðs. Fjall- aði það um hugmyndir valkosta og form landshlutafyrirtækja. Um þessi erindi urðu miklar umræður og skiptar skoðanir. Aðalsteinn Guðjohnsen var endurkjörinn formaður samtak- anna. í dag skoða ráðstefnumenn Kröflu, Kísiliðjuna og Laxárvirkj- un, en ráðstefnunni lýkur í kvöld. Hana sátu 180 manns. Fréttaritari. INNLENT verðandi textílhönnuðir og 4 auglýsingateiknarar. í frétt frá skólanum segir að talið sé æskilegt að nemendur leiti sér framhaldsmenntunar er- lendis, en sakir þess hversu erfitt hefur reynzt að fá inni í erlendum skólum er það ekki óalgengt að nemendur starfi á fimmta ári i nánum tengslum við skólann i sinni deild eða taki upp nám í annarri framhaldsdeild. Segir jafnframt í fréttinni að lögð hafi verið áherzla á að bæta aðstöðu frjálsrar myndlistar í málun, grafík og nýlist. Aðsókn að skól- anum hefur verið mjög mikil og meiri en hann hefur getað annað. Nýr útibússtjóri Búnaðarbankans á Egilsstöðum SIGURJÓN Jónasson hefir verið ráðinn útibússtjóri við útibú Bún- aðarbanka íslands á Egilsstöðum. Sigurjón er Snæfellingur, fæddur 2. marz 1942. Hann lauk námi í Samvinnuskólanum 1963 og hóf þá störf við útibú Búnaðar- bankans á Egilsstöðum. Varð hann fulltrúi útibússtjóra 1964 og hefir síðan oft gegnt störfum úti- bússtjóra í forföllum hans. Kópavogur 1977 KÓPAVOGUR 1977 nefn- ist bæklingur, sem bæjar- stjórn Kópavogs hefur nýlega gefið út. Þar er að finna upplýsingar um Kópavogskaupstað, ágrip af sögu hans, greint er frá stjórnun bæjarins, skólum og ýmsum menn- ingarstofnunum, íþrótta- mannvirkjum og stofn- unum og nefndum er starfa á vegum bæjarins. Þá er einnig að finna í bæklingnum fjárhags- áætlun 1977. í ávarpi frá bæjarstórn Kópavogs fremst í bæklingnum seg- ir að bæklingnum sé ætl- að að veita svör við ýms- um þeim spurningum sem kunna að vakna varðandi kaupstaðinn. ***.♦ .» Séra Sigurður H. Guðmundsson gengur með fermingarbörnum slnum til kirkju. Ljösmynd Hreggvíður. Frá fermingu íBúðareyrarkirkju Reydarfirði 1. júní. Síðasta ferming séra Sigurðar H. Guðmundssonar fór fram 24. apríl i Búðareyrarkirkju, Reyðarfirði. 16 börn voru fermd. Séra Sigurður kvaddi söfnuð sinn við messu í Búðareyrar- kirkju sunnudaginn 1. maí að viðstöddum fjölda kirkjugesta. Altarisganga fór fram og þrjú börn voru skírð. Kristinn Þ. Einarsson safn- aðarfulltrúi ávarpaði séra Sig- urð og fjölskyldu hans og þakk- aði þeim fyrir hönd safnaðarins giftudrjúg störf og árnaði þeim allra heilla í framtíðinni. Föstudaginn 13. maí kvaddi sóknarnefndin prestshjónin á heimili skólastjórahjónanna hér og við það tækifæri afhenti Kristinn Þ. Einarsson þeim hjónum lampa að gjöf frá sókn- arbörnum séra Sigurðar. Lampinn er skorinn út i birki af Halldóri Sigurðssyni, Mið- húsum. Á lampanum er mynd af kirkjunni hér og nöfn þeirra hjóna. Gripur þessi er hin feg- ursta smið. Honum fylgja hugheilar framtíðaróskir til þeirra hjóna en þau hafa unnið sér einstaka almenna hylli hér á Reyðar- firði. Gréla Nefnd athugi skipulagsmál Reykjavíkurprófastsdæmi SANAÐARRAÐ Reykjavíkur- prófastsdæmis hefur nýlega hald- ið tvo fundi og sátu þá fulltrúar þjóðkirkju safnaðanna í Reykja- vík, Seltjarnarnesi og Kópavogi, þ.e. formenn sóknarnefnda, safn- aðarfulltrúar og sóknarprestar, alls um 30 manns. Verkefni ráðs- ins er að vinna að eflingu kirkju- legs starfs innan prófastsdæmis- ins, auk þess sem skipulagsmál sóknanna heyra undir ráðið og þar með hin ytri mál safnaðanna. Á fyrri fundi safnaðarráðsins skýrðu tveir kirkjuþingsfulltrúar frá þeim málum, er þeir höfðu sérstaklega beitt sér fyrir á Kirkjuþingi haustið 1976. Her- mann Þorsteinsson drap á nauð- syn þess aö kirkjuhús það, sem fyrirhugað væri að byggja í grennd við Hallgrímskirkju, kæmist sem allra fyrst upp og hann áréttaði nauðsyn þess að koma íslenzku Biblíunni út í nýj- um búningi, þar sem setning, rétt- ritun og þýðing sé frá byrjun þessarar aldar. Hvatti hann söfn- uði til að leggja fram ákveðna fjárupphæð árlega til þess að koma út nýrri útgáfu Biblíunnar. Sr. Þórbergur Kristjánsson ræddi um sölu prestsetra í Reykjavík og tillögugerð sína á því máli í þing- inu, þar sem hann taldi að nauð- synlegt væri að andvirði þeirra rynni ekki frá kirkjunni. Þá skýrði hann einnig frá tillögu sinni um það að auk prestþjón- ustunnar hefðu söfnuðir mögu- leika á því að njóta þjónustu leikra starfsmanna á vegum safn- aðanna. Að loknum þessum skýrslum kirkjuþingsmanna reifaði dóm- prófastur sr. Ólafur Skúlason skipulagsmál prófastsdæmisins og gerði um það tillögu að safn- aðarráð kysi 5 manna nefnd til að gaumgæfa þessi mál og fylgjast með breytingum og benda á leið- ir. í nefndina voru kosnir: Árni Gunnarsson, formaður, sr. Frank M. Halldórsson, sr. Guðmundur Þorsteinsson, Salómon Einarsson og Sigurður Pálsson. Á síðari fundi safnaðarráðsins voru rædd mál Fella- og Hóla- sóknar og samþykkt stuðningstil- laga við fyrirhugaða kirkjubygg- ingu þeirra, þar sem gert er ráð fyrir einni kirkjubyggingu fyrir byggðina í Breiðholti III. Af öðr- um málum, sem rædd voru má nefna: Sameiginlegar auglýsingar safnaðanna, nauðsyn þess að hækka sóknargjöld, þátt safnaðar- félaga og presta í almannavörn- um, nauðsyn þesað efla æskulýðs- starf innan prófastdæmisins, kjósa sérstaka æskulýðsnefnd og kalla æskulýðsfulltrúa til starfa, og vakt á síðkvöldum og nætur- langt fyrir þá, sem i sálarkreppu eiga. í lok þessa fundar voru sam- Á FUNDI borgarstórnar Reykja- víkur 2. júní var lögð fram eftir- farandi tillaga frá borgarfulltrúa Alþýðuflokksins: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fela umhverfismálaráði að láta kanna möguleika á útgáfu bæklings, þar sem sýndar verði helztu göngu- leiðir í næsta nágrenni borgarinn- ar, þeim lýst og örnefni merkt. Athugaðir verði möguleikar á samvinnu við nærliggjandi sveitarfélög. Megintilgangur slfkrar útgáfu skal vera sá að örva borgarbúa til útivistar og til þess að kynnast borginni og umhverfi hennar sem bezt.“ Guðmundur Magnússon (A) fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði að borgarstæðið væri einstaklega fagurt og allt borgarlandið hefði mikla náttúru- törfa. Inni í borginni sjálfri væriu perlur svo sem Elliðaárnar, Öskjuhlíð og fleira. Borgarbúar þyrftu að læra þekkja borgarland- ið og nágrenni, ennfremur að kunna njóta þess unaðar sem er að vera úti í náttúrunni. Utivera væri mannbætandi ándlega sem likamlega. Guðmundur sagðist ekki hafa ákveðna hugmynd um gerð bæklingsins, en benti á bækling sem nýlega hefði verið gefinn út á Austurlandi. Þar væri erfiði gönguleiða merkt svo og hættur. Borgarfulltrúinn gat þess, að engin sérstök útgjöld þyrftu til að koma vegna útgáf- unnar. Selja mætti auglýsingu á bæklinginn sem greiddi kostnað við útgáfuna. Elin Pálmadóttir (S) tók undir orð Guðmundar og gat þess, að i fyrra hefði verið gert kort af Heiðmörk þar sem staðir heföu verið merktir. Þetta hefði ef til vill verið fyrsta sporið. þykktar tvær tillögur og var sú fyrri um að prófastsdæminu bæri brýna nauðsyn til þess að hafa skrifstofu með starfliði og var þess farið á leit við biskup og kirkjumálaráðherra að vinna að framgangi þessa máls. Síðari til- lagan var um að efna til fundar á hausti komanda með-þingmönn- um og borgar- og bæjarfulltrúum prófastsdæmisins. Elín sagði greinilegt að áhugi á útivist hefði aukizt mikið undan- farið og sannaði þátttaka í göngu- ferðum Ferðafélags Islands á Esju það t.d. Borgarfulltrúinn kvaðst styðja tillöguna. Páll Gisla- son (S) sagðist styðja tillöguna en benti á að þessu fylgdi mikil ábyrgð og menn yrðu að verða vel vakandi yfir verndun gróðurs. Guðmundur Magnússon tók aft- ur til máls og tók undir orð Páls að huga yrði að gróðri um leið, Hann minntist á að ef til vill mætti byrja á Bláfjallasvæðinu i kortlagningu. Tillagan var samþykkt með 15 samhljóta atkvæðum. r O vidunandi að tek jur bænda séu lægri en annarra stétta AÐALFUNDUR BúnaSarfélags HraungerSishrepps var haldinn aS Þingborg 6. aprfl 1977 og gerSi fundurinn eftirfarandi ályktun um kjaramál bænda: 1 Með öllu er óviðunandi að raun- tekjur bænda og þeirra, sem við land- búnað starfa. séu svo miklu lægri en annara stétta þjóðfélagsins. 2 Greiðsla framleiðsluafurða land- búnaðarins dregst út hófi fram, sér- staklega sláturafurða, sem dragast svo mánuðum saman. en dráttur á greiðsl- um þýðir verðrýrnun í óðaverðbólgu og á þvi drjúgan þátt i hinum lágu rauntekjum bænda Stefna þarf að 90% útborgun afurða Framhald á bls 22 Bæklingur um göngu- leiðir og örnefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.