Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 17 Hiti við frostmark um land allt Aðalfundur Félags pípulagningarmeistara A LAUGARDAG kólnaði veru- lega um allt land og vindur sner- ist upp f norðanátt. Hitastig hefur víða um land farið niður undir frostmark og jafnvel niður fyrir frostmark á nóttunni og I fyrri- nótt varð jörð alhvlt vfða á norð- ur- og Austurlandi. Þannig var jörð alhvít I gærmorgun á Akur- eyri og á Holtavörðuhciði. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið aflaði sér hafa ekki orðið neinar skemmdir á gróðri vegna þessa kulda en tekið hefur fyrir sprettu. Sauðburði er víðast hvar lokið eða um það bil að ljúka og er talin lítil hætta á að kuidinn valdi skaða hjá lambfé en hins vegar hafa bændur sums staðar sleppt út kúm og er hætta á að veðrabrigðin hafi töluverð áhrif á þær og jafnvel við því búist að bændur verði að fara að hýsa kýr á ný. Að sögn Knúts Knudsen veðurfræðings eru ekki horfur á að breytingar verði á veðrinu á næstu dögum. Fram kom í samtali við Knút Knudsen að sem dæmi um hversu mikið hefði kólnað þá mældist 12 stiga hiti á Akureyri kl. 18 á föstu- — Linus Pauling Frainhald af bls. 13 gæti notið þess að skoða sig um þrátt fyrir það. Að lokum drápum við á vísinda- mennina og hlutverk þeirra. Pauling sagðí: — Það eru vlsindamennirnir, sem þekkja staðreyndirnar Fólkið verður að treysta á þá um upplýsing- ar og ráðleggingar IVIjög afdrifarikar spurningar eru lagðar fyrir mann- kynið nú Ef ekki verða teknar réttar ákvarðanir og farið eftir þeim, þá getur mannkynið farist. Og hér er- um við að tala um skelfileg áföll, sem orðið geta á næstu 1 5—20 árum. En ég held að svona ráð- stefna, eins og Reykjavikurráðstefn- an, sem við erum hér á þar sem saman koma visindamenn með margvislega þekkingu geti orðið að miklu gagní Auk þess er ungt fólk farið að átta sig á þvl sem er að gerast. Margt ungt fólk I Bandarikj unum er nú að reyna að lifa þessu lífi, sem ég var að lýsa áðan, að spara það sem við þurfum mest á að halda Og það er uppörvandi Hlut- verk vísindamanna er að upplýsa og flytjafólki staðreyndirnar i tima Frú Pauling kom til að kasta kveðju á blaðamanninn. Hún hefur sjálf unnið merk störf, en nokkuð á öðru sviði. Hún var t d. lengi i stjórn Alþjóðlegu kvennasamtakanna til að vinna að friði og frelsi og var þá framarlega i flokki Eftir heimsstyr- jöldina fann hún þörfina á slíku starfi Hún sagði að störfin i þágu friðar og frelsís hefði leitt i Ijós, þó þau væru unnin við hlið karlmanna, að ekki var siður þörf á kvenréttinda- baráttu en baráttu fyrir réttindum svertingja, svo dæmi séu tekin Og þvi hefði hún einnlg mikinn áhuga á kvenréttindabaráttunni. Hún starfar enn í þessum samtökum, þó hún sé þar ekki lengur i stjórn —- E Pá dag en á sama tíma á laugardag var hitinn á Akureyri kominn niður í 3 stig. Norðanlands hefur verið skýjað og þvi ekki notið sólar yfir daginn sem syðra. Hef- ur hitastig því norðanlands verið um frostmark yfir næturnar en ekki komist upp í nema 3 stig á daginn. Á Suðurlandi hefur hiti á nóttunni farið niður undir frost- mark en komist upp í 8 stig á daginn. Knútur tók fram að þess- ar mælingar væru þó miðaðar við 2 metra hæð frá jörðu, en t.d. aðfaranótt mánudags hefði hiti í 2 metra hæð mælst 1.7 stig en niður við jörð minus 0.8 stig. Öli Valur Hansson, garðyrkju- ráðunautur Búnaðarfélagsins, sagði að honum væri ekki kunn- ugt um að veðrið hefði skemmt gróður en dregið hefði úr sprettu. Mest hætta væri þó á að for- ræktað grænmeti þyldi ekki þenn- an kulda, en þó ætti það ekki að saka hefði því verið plantað út fyrir hálfum mánuði. — þetta er sagt í trausti þess að veðrið standi ekki nema í tvo til þrjá daga, því ef það stendur lengur kunna að verða einhverjar skemmdir á garðagróðri, sagði Óli Valur. Aðalfundur Félags pípulagn- ingarmeistara var haldinn föstu- daginn 6. maí s.l. Formaður félagsins, Axel Bender, flutti skýrslu stjórnar og kom þar m.a. fram að stjórnin hafði haldið 37 bókaða fundi á árinu, auk ann- arra sem ekki voru sérstaklega bókaðir. Skrifstofa félagsins er opin alla miðvikudaga frá 5—7. Þá voru lesnir reikningar félagsins og- styrktarsjóðs og sýndu þeir talsverðan halla vegna kostnaðar við Hrafnadal. En eignaaukning hafði orðið hjá styrktarsjóði af sömu ástæðu. Á fundinum gengu þrir nýir félagar inn. Kosin var stjórn samkvæmt ný- gerðum lagabreytingum, þannig að tveir ganga úr stjórn sinn hvort árið, en formaður á hverju ári. Þeir, sem gengu úr stjórn voru allir endurkjörnir og er Axel Bender formaður. Á fundinum var Sigurði J. Jónassyni afhent heiðursskjal og honum þakkað langt og gott starf í þágu félagsins, en Sigurður varð áttræður á s.l. ári og var þá gerð- ur að heiðursfélaga. — Autt sæti Framhald af bls. 1 meirihlutastjórnar blökkumanna í sunnanverðri Afríku. Hann hrósaði jafnframt Elísabetu drottningu í tilefni afmælishá- tiðar hennar fyrir þann þátt sem hún hefði átt í því að nýlendur Breta hlutu sjálfstæði. Eini leiðtoginn sem beinlínis gagnrýndi stjórn Amins í Uganda var Michael Somare, forsætisráð- herra Papua Nýju Guineu. „Við fordæmum ógnarstjórn Amins og væntum þess að Afríkuriki taki harðari afstöðu gegn Uganda," sagði hann. Morarji Desai, forsætisráðherra Indlands, lýsti yfir stuðningi við áskorun Callaghans um auknar ráðstafanir til að útrýma fátækt í þróunarlöndunum. „650 milljónir manna búa við sárustu fátækt og hafa innan við 11.000 krónur í laun á mánuði,“ sagði hann. • Skyrtur • Adamsonföt • Ledurjakkar • Adamsonbuxur • Leðurb/ússur • Nýsendingaf mittisb/ússum fráfíonnyLamb • Lee Cooper gallabuxur • Skyrtur • Peysur • F/aue/sjakkar • F/aue/sbuxur og hellingur afbolum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.