Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNl 1977 Sumarbústaða og húseigendur GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR, ALLSKONAR Handsláttuvélar Garðslöngur og tilh. Slöngugrindur. Kranar VATNSÚÐARAR Garðkönnur, Fötur Hrífur. Orf. Brýni. Greina og grasklippur. Músa- og rottugildrur. Handverkfæri, allskonar Kúbein. Járnkarlar. Jarðhakar. Sleggjur Múraraverkfæri, alls- konar. Málning og lökk Bátalakk. Eirolía Viðarolía, Trekkfastolia. Pinotex, allir litir FERNSIOLÍA Tjörur, allskonar Kítti, allskonar Vírbustar, Sköfur Penslar. Kústar. Rúllur. Polyf ílla-fy llir Polystrippa-uppleysir Polyfilla — Cementwork sement og sandblanda til viðgerða. Vængjadælur Ryðeyðir — Ryðvörn Gas-ferðatæki Olíu- ferðaprímusar Vasaljós. Raflugtir Olíulampar. Steinolia Plastbrúsar 10 og 25 Itr. Viðarkol Gólfmottur Hreinlætisvörur Gluggakústar Bílaþvottakústar Bíladráttartaugar Hengilásar og hespur Þvottasnúrur Þéttilistar á hurðir og glugga Slökkvitæki Asbest-teppi Brunaslöngur Björgunarvesti Árar — Árakefar Silunga- og laxalinur Silunganet og slöngur Önglar. Pilkar * Islenskirfánar Allar stærðir. Fánalinur. Húnar Fánalinu-festingar. Sólúr Ullar- nærfatnaður „Stil-Longs" Vinnufatnaður Regnfatnaður G úm m ístíg vél Vinnuhanzkar Ananaustum Simi 28855 Lokasöfnunarher- ferð Bústaðasóknar Um þessar mundir stendur yfir í Bústaðasókn f Reykjavík lokaátak f fjár- öflun til kirkjubyggingar- innar. Er þetta sfðasti lið- ur sérstakrar söfnunarher- ferðar, sem efnt var til í júní í fyrra þar sem leitað var til allra meðlima sóknarinnar um fjárstuðn- ing. Var fólki gefinn kost- ur á að leggja fram skerf í þrjú skipti og verður nú í byrjun júnímánaðar vitjað lokaframlags þeirra, sem tóku þátt í þessari söfnun. Undirtektir sóknarfólks hafa verið góðar að sögn fjáröflunar- nefndarinnar og vilja þeir færa þakkir fyrir veitt framlög. Það sem nú safnast er notað til loka- framkvæmda við ýmiss konar frá- gang innan húss og utan, en eins og kunnugt er rekur Æskulýðsráð Reykjavíkur félagsmiðstöð í kjall- ara kirkjunnar þar sem ungling- um er gefinn kostur á samverum nokkur kvöld í viku i sumar og er sú starfsemi einnig hafin. , ,Eimskipaf élagid sigl- ir ekki eitt á Ameríku” r — segja Sigurlaugur Þorkelsson og Sveinn Olafsson Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um flutningsgjöld skipa- félaganna f fjölmiðlum og m.a. hefur verið fullyrt, að ódýrara sé fyrir bflainnflytjendur að flytja bfla frá Bandarfkjunum til Islands gegnum Rotterdam f Hollandi, en beina leið með skipum Eimskipa- félagsins. Eru bflarnir þá fluttir með skipi frá Baltimore til Rotterdam og þaðan til Islands. Þá hefur ennfremur verið bent á, að miklu ódýrara sé að flytja bfl með Smyrli til Norðurlanda en með skipum Eimskips. Vegna þessa m.a. haði Morgunblaðið sam- band við þá Svein Ólafsson, fulltrúa hjá Eimskipafélaginu, og Sigurlaug Þorkelsson, blaðafulltrúa Eimskipafélagsins, og spurði þá hvort rétt væri að bflainnflytjendur og þá um leið viðskiptavinir þeirra högnuðust á því að flytja bflana frá Bandaríkjunum til Islands gegnum Holland. Þeir Sveinn og Sigurlaugur sögðu, að haft hefði verið eftir deildarstjóra eins bílainnflytj- endafyrirtækisins að sítt fyrir- tæki sparaði milljónir króna á því að flytja bílana til landsins gegnum Rotterdam. Eftir þeim upplýsingum, sem þeir hefðu undir höndum, stæðist þetta ekki, auk þess að þegar farið væri að athuga ummæli við- komandi bflainnflytjanda væri flutningsgjaldið það sama og hjá Eimskipafélaginu. „I þeim ummælum, sem starfsmaður bíladeildar Sam- bandsins lét hafa eftir sér,“ sagði Sveinn, „þá kom fram, að flutningsgjald með Eimskipa- félaginu beint frá Bandaríkj- unum til íslands fyrir meðal- stóran amerískan bíl væri kl. 114.000 Flutningsgjald frá Baltimore í Bandaríkjunum til Rotterdam væri kl. 74.000 og flutningsgjald frá Rotterdam til íslands væri kl. 40.000 eða samtals kr. 114.000 Samaniagt flutningsgjald með umhleðslu ætti þannig eftir þessu að vera hið sama, og ef um flutning beint er að ræða. — Sparnaður f greiðslu tolla kemur því ekki til mála í þessu tilfelli, auk þess sem tollur er ávallt reiknaður af flutningstaxta sem er alþjóð- legur og er kr. 114.000 frá Bandarfkjunum til tslands í sumar sagði Sveinn. og það er algjör misskilningur að skip Eimskipafélagsins sigli ein til Bandaríkjanna, það gera skip Sambandsins lfka allt árið um kring,“ sagði Sveinn. Þá sögðu þeir Sveinn og Sigurlaugur, að flutningsgjald samkvæmt taxta skipafélag- anna frá Rotterdam til islands væri kl. 65.000 en ekki kr. 40.000 eins og sumir hefðu sagt. Morgunblaðið spurði þá Sigurlaug og Svein hvernig á þvi stæði að ódýrara væri að flytja bíi með Smyrli til Norðurlandanna en með skip- um Eimskipafélagsins. Sögðu þeir, að aðaltekjulind Smyrils væri farþegaflutningur og væri nokkurs konar aukagjald tekið fyrir bilinn, og svona háttur væri hafður á i farþegaflutn- ingurn." Ég vil benda á, að á meðan Eimskipafélagið rak Gullfoss, fékkst ókeypis flutn- ingur fyrir bíl, ef fjórir farþeg- ar voru um hann. Þegar sótzt er eftir farþegum eru alltaf boðin fríðindi. Þá býður Eimskipa- félagið fólki að flytja bíla þess t.d. til Kaupmannahafnar, sfð- an getur viðkomandi ekið um alla Evrópu og skilið bílinn sið- an eftir í hvaða viðkomuhöfn Eimskips sem er eins og t.d. Rotterdam, Hamborg, Felixtowe svo eitthvað sé nefnt. Með þessu móti er fólk ekki bundið við einhvern ákveðinn stað í Evrópu, en þessi þjónusta vil oft gleymast," sagði Sigur- laugur. Að lokum sögðu þeir Sigur- laugur og Sveinn, að engan veg- inn væri hægt að hafa flutn- ingsgjöld milli Bandaríkjanna og íslands jafn lág og þau væri núna, ef ekki væru stöðugir flutningar á frystum fiski vest- ur um haf allt árið um kring, auk þess sem umhelðsla og flutningsgjöld í Reykjavfk á aðalhafnir á landinu eru inni- falin í töxtum Eimskipafélags- ins BRIDGESTONE hjólbarðar fást um land allt. VURUBIFREIÐASTJORAR BRIDGEST0NE VÖRUBÍLADEKKIN hafa lækkað í verði. Það er margsannað að BRIDGESTONE DEKKIN hafa reynst jafnbest á íslenskum vegum. Þessvegna er ávallt öryggiog þægindi íakstrimeð BRIDGESTONE undirbílnum Laugavegi 178 - Sími 86700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.