Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNI 1977 Ræóa prófessors Tómasar Helgasonar yfirlæknis á 70 ára afmæli Kleppsspítala Þann 27. maf 1907 kom fyrsti sjúklingurinn í Kleppsspftalann. Þó að ekki sér liðin nema 70 ár sfðan, eru hins vegar rúm 100 ár frá þvf farið var að tala í alvöru um að koma þyrfti geðveiku fólki á sjúkrahús. I ritinu Læknar á Islandi (II. bindi) er þessum um- ræðum lýst. Þorgrímur Johnsen héraðslæknir ritaði í ársskýrslu sfna 1871 stutta lýsingu á aðbún- aði og meðferð geðveiks fólks i landinu. Þegar heilbr.igðisráðið f Kaupmannahöfn sá þessa lýsingu þótti þvf ástandað svo blöskrunar- legt, að brýna nauðsyn bæri til að ráða bætur á, ef unnt væri. Lands- höfðinginn bar sig þá saman við stjórn Sjúkrahúsfélags Reykja- víkur og landlækni. Hugðist hann slá tvær flugur í einu höggi: tryggja framtið Sjúkrahúss Reykjavíkur og sýna lit á að leysa vandræði geðsjúkra. Skyldi land- stjórnin taka að sér rekstur sjúkrahússins og endurbyggja það á hentugri stað, þannig „að það bæði gæti þénað sem almennt sjúkrahús og lika um leið, með tilpassandi tilbyggingu, sem sjúkrahús fyrir sinnisveika". Gerði hann ráð fyrir 18 almenn- um sjúkrarúmum og 6—8 rúma geðveikradeild. Þegar þessar tillögur bárust stjórninni i Kaupmannahöfn urðu undirtektir hennar svipaðar og þekkist enn í dag, þegar drepa þarf málum á dreif, eða fresta. Hún krafðist skýrslusöfnunar um tölu geðveikra manna i landinu, þótt birtar hefðu verið niðurstöð- ur rannsóknar, sem danskur læknir, Hubertz, hafði fram- kvæmt og birt 1841. Var málið þar með úr sögunni i bili. Ráðgjafi landshöfðingjans um tillögugerð- ina, Jón Hjaltalín landlæknir, mun líklega hafa verið fyrsti íslenski Iæknirinn, sem kynnti sér eitthvað meðferð geðsjúkra. Hann fór til Þýskalands 1838 til þess að skoða geðsjúkrahús þar. Lá nú málið að mestu í láginni þar til 1901, að danskur læknir Christian Schierbeek og fjölskylda hans, buðust til að ieggja fram það fé, sem þyrfti til að reisa geðspitala fyrir 14—16 geðveiklinga, eins og sjúklangarn- ir voru kallaðir þá. Hann bauðst meira að segja tii að vera yfir- læknir á spítalanum án launa fyrst um sinn. Alþingi samþykkti Iög 1901 um „geðveikrastofnun" til þess að taka við þessari gjöf. En Schierbeck mun hafa þótt fátt um meðferð málsins og tók aftur tilboð sitt áður en lögin voru lögð fyrir konung til staðfestingar. Það sama ár var skipuð nefnd til þess að ihuga og koma fram með tillögur um fátækra- og sveitarstjórnarmál. Sú nefnd skilaði, 1905, tillögum um frum- varp um stofnun geðveikrahælis. Skv. frumvarpinu var ætlunin að þar væri rúm fyrir 22 sjúlkinga, sem voru 1/6 hluti þeirra, sem taldir voru geðveikir skv. mann- talinu 1901. Alþingi þótti þetta of lítið og breytti frumvarpinu þannig, að hælið skyldi rúma 50 sjúklinga og mátti verja til bygg- ingu þess 90 þús. kr. úr landsjóði, en það voru nálægt 7.5% af heild- arupphæð fjárlaga fyrir árið 1906. Til samanburðar má geta þess, :ð heildarfjárfesting ríkis- ins i heilbrigðisstofnunum 1977 er ekki nema 1.8% af útgjalda- aætlun fjárlaga. 1 athugasemdum við frumvarpið skrifaði (iuðmundur Björnsson landlækn- ir: „Fyrir því er full reynsla í öðrum löndum, að best fer um geðveikrahæli á bújörð nálægt kauptúni eða stórbæ, en ekki í þeim. Mjög mikils er um það vert, að aðflutningar sjúklinga og að- drættir séu sem hægastir". Þingmenn voru mjög sammála um nauðsyn aðgerða tii þess að hlúa að geðveíkum og stuðla að lækningu þeirra. Fleiri en einn þingmaður lét orð falla um, að meðferð geðveikra manna hér á landi væri „þannig löguð að það er sæmilegast fyrir þing og þjóð að ekki sje á hana minnzt". Og annar sagði: „Jeg álít að bezt muni að sem minnst sjáist um hana á prenti, en það mun ekki of djúpt í árina tekið þó að sagt sje að hún sé hneyxli". 1 þinginu var nokkur ágreiningur um hvar stað- setja ætti spítalann. Taldi neðri deild eðlilegt að hann yrði stað- settur að Kleppi, en einn þing- maður í efri deild vakti athygli á, að milliþinganefndin, sem fjallað hefði um málið hefði bent á tvo staði, annan nálægt Reykjavik, en hinn nálægt Hafnarfirði. Þessi þingmaður lagði áherslu á, að staðsetja spftalann nálægt Hafn- arfirði. Til samkomulags var sett í lögin, að spitalinn ætti að vera á bújörð í nánd við Reykjavík, en stjórninni falið að ákveða staðinn. Byggingar. Strax í byrjun næsta árs var hafist handa um byggingafram- kvæmdir að Kleppi og byggt sjúkrahús fyrir 50 sjúklinga og Ibúðir fyrir starfsfólk. Haustið 1905 fór Þórður heitinn Sveinsson, þá nýútskrifaður kandidat frá Læknaskólanum, ut- an til þess að kynna sér geð- veikralækningar og dvaldi i Danmörku og Þýskalandi til árs- loka 1906. Þann 1. apríl 1907 varð hann læknir og forstöðumaður geðveikrahælisins á Kleppi, eins og það hét þá, og var yfirlæknir þar til 1. janúar 1940. Hjúkrunar- kona var Jórunn Bjarnadóttir, sem síðan varð yfirhjúkrunar- kona 1910 til dánardags 1938. A fyrstu þremur árunum voru 118 sjúklingar lagðir inn á spital- ann. Ur því komu mjög fáir á ári hverju, vegna þess að þá var spítalinn orðinn stiflaður af lang- dvalarsjúklingum, sem annað hvort tókst ekki að lækna, eða áttu hvergi annars staðar höfði sínu að halla. Það bar þvi brýna nauðsyn til þess að stækka spital- ann og í nóvember 1919 var byrj- að að grafa grunn fyrir núverandi aðalbyggingu, sem lengst af hefur gengið undir nafninu Nýi Klepp- ur. Sú bygging var tekin í notkun 1929 og var ætluð fyrir samtals 80 sjúklinga. Smám saman var sjúklingum troðið í allar smugur, starfsfólksibúðir og útihús voru tekin fyrir sjúklanga, þannig að þegar flest var urðu sjúklingar á spítalanum um 300. Voru þrengsl- in þá slík, að þau í sjálfu sér hafa vafalaust verkað illa á sjúkiing- ana. Og aðstaða til meðferðar var engin að kalla, umfram rúmstæð- in. Upp úr 1960 byrjaði aðeins að rofa til, en þá er byggt húsnæði fyrir iðjuþjálfun, samkomu- og leikfimisalur, ásamt verkstæðis- og vélahúsi. Skömmu síðar fór hjúkrunar- og dvalarheimilið Ás i Hveragerði að taka við sjúkling- um frá spítalanum. Varð það til þess að draga talsvert úr þrengsl- unum. En verulegra frekari úr- bóta var þörf. Var i fyrstu miðað að því að skapa öllum, sem hugs- anlega gætu dvalið utan sjálfs spítalans, einhverja aðstöðu. Fyrsta skrefið i þessa átt var heimili sem fyrrv. forstöðukona spitalans, frk. Guðríður Jónsdótt- ir, setti á laggirnar 1967 og rak sjálf að Reynimel 55 þangað til hún gaf Kleppsspítalanum það á árinu 1973. Það ár tókst og að tæma gamla spítalann, timburhúsið, sem var i notkun 27.5. 1907, en það var löngu orðið ónothæft vegna kulda og eldhættu. Arið áður hafði verið tekin í notkun bygging fyrir lækningastofur, rannsóknastofur og kennslustofur, sem bætti veru- lega aðstöðu spítalans til þess að láta í té þá þjónustu, sem ætlast er til af nútimageðsjúkrahúsi. Þá loks fékk göngudeild spítalans, sem orðin er mjög verulegur þátt- ur í rekstri hans, húsnæði. Fram að þeim tíma hafði hún ekki haft neitt húsnæði og verið rekin í stigum og á göngum. A síðustu árum hefur einnig verið unnið að því að bæta aðbúri- að starfsfólks, annars vegar með stækkun barnaheimiiis og hins vegar með því að koma upp mat- sal. Vegna takmarkaðra fjárveit- inga hefði þetta ekki verið unnt. Stór- stígar íram- farir með til- komn nntíma geí- Ivfja ef ekki hefði komið til bygginga- aðferð, sem umsjónarmaður spítalans, Baldur Skarphéðans- son, hefur fundið upp. Var hún fyrst notuð til þess að byggja vinnuskála, þar sem rekinn er verndaður vinnustaður, en tæki og áhöld i hann gáfu Kiwanis . klúbbarnir á tslandi. Framleiðsla þessa vinnustaðar hefur síðan verið notuð til að endurbyggja gamla spitalann þar sem verður borðstofa starfsfólks, matarmót- taka og ýmis þjónusta, bæði við sjúklinga og starfsfólk. Ekki er hægt að skiljast svo við umræðu um byggingasögu spítal- ans, að ekki sé aðeins drepið á það sem enn vantar á til þess að hér verði hægt að reka virkan og góð- an geðspftala um nokkur ókomin ár. I þvi sambandi ber að nefna ýmsa frekari aðstöðu fyrir starfs- fólk, þannig að það hafi afdrep til fatageymslu og snyrtingar, ýmis konar aðstöðu fyrir meðferð og kennslu sjúklinga og fyrir meiri starfslega endurhæfingu. Síðast en ekki sist vantar lyftu, þannig að þeir sem eiga örðugt um stiga- gang komist á milli hæða. Sjúklingar og starfslið. 1 upphafi var aðeins 1 læknir við spitalann og annað starfslið fátt. Annar læknir bættist við þegar Nýi spitalinn var tekinn í notkun, en þá var Helgi Tómsson ráðinn yfirlæknir hans og var lengst af fram til 1940, að spftal- arnir voru sameinaðir. Hann var þá ráðinn yfarlæknir alls spítal- ans og var það til dauðadags 1958, að Þórður Möller var settur yfir- læknir. Fram til 1962 voru sjaldn- ast meira en 4 læknar í starfi við spitalann. Það ár urðu innlagnir á spítalann 256. Upp úr því fór læknum og öðru starfsliði fjölg- andi. Jafnframt var hafinn rekst- ur göngudeildar, fyrst í smáum stíl, og innlagningum á spitalann fjölgaði mjög og voru á síðasta ári 1157, auk þess sem tæpl. 1300 sjúklingar voru afgreiddir i tæpl. 11 þús. skipti í göngudeild. Nú eru yfirlæknar 3 og heimild til að hafa 9 sérfræðinga i geðlækning- um og 11 aðstoðarlækna. I byrjun var aðeins 1 hjúkrun- arkona, en eiga nú að vera 75, þar af 18 sérlærðar i geðhjúkrun. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa farið utan til að afla sér sérmenntunar í geðhjúkrun, en haustið 1975 hófst kennsla i geð- hjúkrun hér á landi við Nýja hjúkrunarskólann og voru fyrstu geðhjúkrunarfræðingarnir út- skrifaðir þaðan í janúar sfðast- liðnum. Aðrir sérlærðir starfs- menn hafa smám saman bæst við, fyrsti iðjuþjálfinn 1945, sálfræð- ingur 1965 og félagsráðgjafi 1967. Nú eiga að vera 8 iðjuþjálfar, 5 sálfræðingar og 7 félagsraððgjaf- ar auk 63 sjúkraliða. Annað starfsfólk er samtals 124. Þrátt fyrir þennan fjölda teljum við að enn vanti rúmlega 90 starfsmenn í ýmsum greinum til þess að þjón- usta spítalans nái viðunandi staðli. Frá upphafi hafa komið rúm- lega 5600 sjúklingar á spitalann í 15200 skipti, þar af rúmlega helm- ingur á siðustu 10—12 árum. Fram til 1974 annaðist göngu- deildin eingöngu eftirmeðferð sjúklinga sem legið höfðu á spital- anum, en siðan hefur hún einnig tekið að sér meðferð sjúklinga, sem ekki hafa þurft að leggjast á spítalann. A sl. 3 árum hafa 840 einstaklingar leitað göngudeildar- innar án þess að leggjast inn á spítalann. Á siðustu 10 árum hef- ur spitalinn einnig haft dag- sjúklinga í vaxandi mæli og voru þeir 122 á sl. ári. Öfugt við voru um tíma, sérstaklega fyrir 1960, nokkuð af nætursjúklingum, þ.e. sjúklingum, sem unnu utan spit- alans, en komu þangað að kvöldi. A fyrsta aldarfjórðunginum, sem spitalinn var starfræktur var ekki hægt að bjóða mikla virka meðferð í nútíma skilningi. Þá var fyrst og fremst um að ræða umönnun og gott atlæti. A næsta aldarfjórðungi urðu nokkrar framfarir i læknismeðferð og iðjuþjálfun. Á siðustu 20—25 ár- um hafa framfarirnar hins vegar orðið mjög stórstigar með tilkomu nútima geðlyfja, aukinni áherslu á sállækningar einstaklinga, hóp- lækningar og með tilkomu ýmissa samfélagslæknangaforma, sem ekki höfðu verið möguleg fyrir tilkomu nútíma geðlyfja. Jafnf- framt hefur verið lögð aukin áhersla á hvers kyns endurhæf- ingu, starfslega og félagslega. Vegna þessara framfara hefur dvalartimi sjúklinga á spltalanum styst mjög, þannig að nú útskrif- ast yfir 90% sjúklinganna, innan þriggja mánaða. Þrátt fyrir mikið vinnuálag vegna meðferðar og umönnunar sjúklinga, sem til spítalans hafa leitað, hafa starfsmenn hans reynt að sinna fræðslu og rannsóknum, svo sem timi og að- staða frekast hefur leyft. Á spítal- anum hefur jafnan farið fram kennsla læknastúdenta, hjúkrun- arnema, sjúkraliða og nú á síð- ustu árum kennsla aðstoðar- lækna, hjúkrunarfræðinga, sál- fræðinema og félagsráðgjafn- nema. Aðstaðan til að sinna þess- um þætti starfseminnar batnaði verulega þegar teknar voru í notkun kennslustofur og herbergi fyrir smá hópa, á árinu 1972. Síð- asta tillagið til þessa þáttar starf- seminnar er gjöf kvenfélagsins Hvitabandsins á myndsegul- bandstækjum. Þau munu koma að mjög góðu gagni bæði við kennsl- una og eins við ýmis konar at- ferlismeðferð fyrir sjúklingana. Þessi.tæki eru svo nýkomin, að þau hafa ekki verið tekin i notk- un, eða formlega afhent ennþá. Engin heilbrigðisstofnun er starfrækt svo vel sé nema þar sér stundaðar fræðilegar rannsóknir. Á Kleppsspitalanum hefur þetta verið reynt eftir megni. Um 150 fræðilegar ritgerðir hafa birst eft- ir starfsmenn spitalans, flestar um eigin rannsóknir, en nokkrar yfirlitsgreinar. Fjórir af læknum spitalans hafa lokið doktorsprófi og tilheyrandi ritgerðum, þar af þrír meðan þeir hafa verið í starfi við spitalann, sá þriðji i gær (26.5.). Núverandi ástand. Spitalinn hefur nú 7 deildir víðs- vegar i Reykjavik og nágrenni, fyrir utan aðalspítalann. Þessar deildir eru flestar ætlaðar fyrir langdvalarsjúklinga, utan deildin á Vífilstöðum, sem ætluð er fyrir drykkjusjúka. i spitalanum sjálf- um að Kleppi eru nú rúm fyrir 126 sjúklinga. Af þeim rúmum eru 18 ætluð sérstaklega fyrir drykkjusjúka og auk þess eru á milli 40 og 50 rúm notuð fyrir langdvalarsjúklinga. Sumir þeirra þrufa að dvelja á geð- sjúkrahúsi, en aðrir gætu dvalið á almennum hjúkrunardeildum, ef pláss fengist þar. Þannig er nú aðeins tæpur helmingur af rúm- um Kleppsspítalans tiltækur fyrir geðsjúklinga, aðra en drykkju- sjúka, sem þurfa skammtímavist- unar við. Á langdvalardeildum ut- an spitalans dveljast nú 106 sjúlk- ingar. Göngukeildir spítalans eru reknar á 2 stöðum, að Kleppsspít- alanum sjálfum og að Flókagötu 31, síðarnefnda deildin sérstak- lega fyrir drykkjusjúka. Göngu- deildirnar annast fyrst og fremst sjúklinga, sem þangað geta komið sjálfir, en líta einnig í litlum mæli, eftir meðferð annarra sjúklinga, sem ekki geta komið þangað sjálfir og dvelja annað hvort á öðrum stofnunum eða heimilum sínum. En mikið vantar á, að spítalinn og aðrar stofnanir, sem fást við meðferð geðsjúkra geti fullnægt brýnustu þörfum fólks fyrir geðlæknismeðferð, hvort heldur sem er á sjúkrahúsi eða á göngudeild. Þá er og nauð- synlegt að auka og bæta endur- hæfingaraðstöðu og koma á fót vernduðum vinnustöðum fyrir þá sem ekki geta unnið fulla vinnu við venjulega samkeppni. Mikil bót var að gjöf Kiwanis manna, sem stuðlaði að því að koma á fót framleiðslu byggingaeininga Baldurs Skarphéðinssonar og má vænta sín mikils af þeirri starf- semi. Áður hefur verið minnst á, að ekki sé siður nauðsyn á að bæta aðbúnað starfsfólks en sjúklinga og hefur nokkuð áunnist þar, þó að enn vanti mikið. í þvi sam- bandi vil ég geta sérstaklega um viðbyggingu barnaheimilis, sem Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.