Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1977 7 Endurtekning óðaverðbólgu- samninga? Hér fer á eftir, orðréttur leiðari Timans í fyrradag. Margt f honum er fhugun- arvert, þrátt fyrir dulftið framsóknargrobb, sem notað er sem krydd á milli þanka: „Það sem mestu varðar f kjarasamningum er að samið sé um raunveruleg- ar umbætur en ekki verð- lausan gjallandi málm. Fari samningar út yfir getu þjóðarbúsins bitnar það fyrst og fremst á þeim sem sfzt skyldi. Menn verða að hafa það raun- sæi til að bera að geta horfzt f augu við hin járn- hörðu efnahagslögmál sem reynslan hefur aftur og aftur sýnt að láta fljótt til sfn taka ef út af er brugðið. Kynjasögurnar sem Þjóðviljinn og fleiri reyna að segja fólki um fmyndað hóglífi atvinnu- leysingja í Danmörku eru háðung, bæði um vanda láglaunafólks á íslandi og um óhamingju þeirra sem verst hafa orðið úti f örð- ugleikum Dana. Fram- sóknarmenn telja hins vegar atvinnuöryggið ófrávfkjanlegt skilyrði, en óraunsæi f kjaramálum stefnir atvinnuörygginu f voða. En kjarasamningum er ekki aðeins ætlað að vera átök um. fjármuni. Frá fyrstu tfð hafa þeir einnig markað spor f samfélags- þróunina í öðrum og dýpri skilningi. Launabaráttan er einnig barátta fyrir breyttu og betra samfé- lagi. Launajöfnunarstefn- an er það róttæka mark- mið sem nú ber hæst. Þeir sem að hætti Þjóðviljans og annarra eiga sér draumaland f Svfþjóð, meðal annarra austrænna ódáinsvinja, vilja vita- skuld stóraukinn launa mismun eins og þar er við lýði. Framsóknarmenn leggja hins vegar áherzlu á að mismunurinn aukist ekki heldur verði snúið inn á braut jafnaðar eins og löngum hefur tfðkazt hér þrátt fyrir allt. Hættan sem vofir yfir samningunum nú er end- urtekning óðaverðbólgu- samninganna 1974 þegar flokkshagsmunir foringj- anna og yfirgangur há- tekjufólksins hröktu vinstristjórnina frá völd- um og steyptu kjaraskerð- ingunni af tvöföldum þunga yfir alþýðuna. Þetta veit láglaunafólkið bezt og Framsóknarflokk- urinn vill verja hagsmuni þess." Öflugt greiðslu- hæft athafnalíf og framleiðsla „Hinn 2. júní sl. skrapp það upp úr leiðarahöfundi Þjóðviljans um Alþýðu- bandalagið að það er hvorki „nægilega rót- tækt" né „nægilega raun- sætt", og voru orð að sönnu. Þar gildir einu hvort litið er til launajöfn- unarmála, kjaramála al- mennt, iðnþróunarmála, viðhorf til þjóðfélagsmála yfirleitt eða byggðamála. Hvarvetna sveiflast þessi flokkur milli íhaldssemi og óraunsæis. En f Al- þýðubandalaginu í stjórn- arandstöðu er hér ekki um andstæður að ræða. Þær verða órofa einnig sem á íslenzku nefnist aftur- haldsstefna. Það sem nú er fyrir mestu er þvert á móti ein- ing róttækni og raunsæis, ábyrg þjóðleg umbóta- stefna. Aðstæður þjóðar- búsins hafa batnað, og þessi bati á að koma f hlut þeirra sem verst urðu úti í afturkippnum. Það er þess vegna hörmulegt að forystumenn Alþýðusam- bands íslands skuli bresta kjark til að bregðast rétti- lega við sérkröfum ein- | stakra stéttarfélaga, en | með því gefa þeir þeim færi á að knýja fram | ójafnaðarstefnu sfna. i Vonir láglaunafólksins eru ' ekki sfzt við það bundnar | að heildarsamtökin veiti ■ hátekjufélögunum nægi- ' legt aðhald. Hér er um | róttækt og raunsætt fram- . faramarkmið að ræða, en I aukið launamisrétti og | óðaverðbólga er hermdar- verk, framið á þeim sem | verst eiga um varnir. Af þessum sökum er 1 það eðlileg krafa lág- | launamanna að gengið sé | fyrst frá sérkröfunum og ' launaskiptingin þannig j fastmælum bundin áður i en heildarlaunahækkun er I ákveðin. En til þess að kjarabæt- . ur verði raunverulegar og I varanlegar þarf ekki sfður | að tryggja öflugt, . greiðsluhæft og stöðugt I athafnalíf og framleiðslu I þeirra Iffsgæða sem eftir er sótt. Framleiðslan er | grundvöllur Iffskjaranna. í | þessu tvennu, félags- ' hyggju og framleiðslu- | stefnu, felst róttæknin og i raunsæið sem er einkenni ' Framsóknarflokksins. VARAHLUTIR f jeppana eru nú sffellt að berast Er byrjuð með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tírr.a megrunarkúrum. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill Nudd- og snyrtistofa, Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opið til kl. 10 öll kvöld Bílastæði, Sími 40609. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu SKÓSALAN LAUGAVEG11 SPEGbABÚÐIN mmimmmm Laugavegi 15********** SPEGILL SPEGILL SPEGILL SPEGILL SPEGILL SPEGILL i forstofuna í baðherbergið í barnaherbergið í svefnherbergið í sumarbústaðinn i töskuna Höfum stækkað húsnæði okkar. Gerið svo vel að líta inn. MMMMMIMIMMMIMMMMM verzlun: sími: 19635 skrifstofan: S.mi: 13333. S&ucÍDÍg: <S5íorr (tj Soo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.