Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JUNÍ 1977 Verkföll á Vestfjörðum og Austfjörðum í dag Gundelach við komuna til Reykjavfkur I gær. „Viðræður hljóta alltaf að vera gagnlegar” sagði Gundelach við komuna til Reykjavíkur „JÁ, VIÐ vonumst til að geta samið við íslendinga um veiðiheimildir i framtíðinni," sagði Finn Olav Gundelach fulltrúi Efnahagsbanda lagsins i svari við spurningu frétta- manns við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi, en Gundelach lagði áherzlu á að tilgangurinn með förinni hingað nú væri ekki að semja heldur til að koma aftur á sambandi og viðræðum milli íslendinga og EBE. Frank Judd á Loftleiðahótelinu í gær. Ljósmyndir ÓI.K.M. iii i i'i mi i h ■■■—■ lípróllirl KR-INGAR sigruðu Breiðablik f Kópavogsvelli í gærkvöldi með 2 mörkum gegn 1. Heiðar Breiðfjörð skoraði mark Blikana f fyrri hálfleik og hafði Breiðablik þannig forustu f leikhléi. Örn Óskarsson og Hálfdán Örlygsson skoruðu mörk KR f sfðari hálfleik, hinnr sfðarnefndi beint úr hornspyrnu á sfðustu sekúndu leiks ins. ísland hefur örugga forustu, 15:7 eftir fyrri dag kastlandskeppninnar við Dani. Hreinn Hlldórsson sigraði f kúluvarpi með 20.62 m sem er hans næstbezti árangur, Erlendur Valdi marsson í kringlukasti með 58,14 m. Landskeppnin heldur áfram f kvöld kl. 20.30 og þá keppt f spjótkasti og sleggjukasti en einnig f kúluvarpi sem aukagrein. í undankeppni HM sigruðu ítalir Finna 3:0 og Svfar Svisslendinga 2:1 og eru Svfar að heita má öruggir f úrslitin. Gundelach var spurður að þvf hvort slfk ferð væri ekki gagnslaus, er íslenzkir ráðherrar hefðu lýst þvf yfir að ekki væri um nein fiskveiðirétt- indi að ræða til að semja um, en Gundelach svaraði þvf til að viðræð- ur hlytu alltaf að vera gagnlegar. Um framhald viðræðnanna sagðist Gundelach vona að framhald yrði á þeim, enda tilgangurinn með ferð- inni hingað að koma á sambandi. Þá kom einnig hingað í gærkvöldi Frank Judd, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, en hann tekur þátt í viðræð- unum, sem fulltrúi forsætisnefndar EBE. í stuttu samtali við Mbl. í gær lét Judd í Ijós ánægju yfir að vera kominn til íslands og sagðist stórhrifinn af þeirri fegurð, sem fyrir augu sín hefði borið á leiðinni yfir landið og ökuferð- inni til Reykjavíkur. Judd sagðist vilja leggja áherzlu á að hann kæmi hingað ekki sem fulltrúi Breta heldur fulltrúi EBE og hann gerði sér fulla grein fyrir viðkvæmu hlutverki sínu. Það væri augljóst að hagur beggja hlyti að vera að ræðast við, þótt ekki yrði um samningaviðræður að ræða heldur eins konar óformlegar viðræður til að koma á sambandi. : , . , , ^ I fylgd með Gunde- lach voru Roland De Kergorlay deildar- stjóri utanríkismáladeildar EBE, Eamon Gallagher forstöðumaður fiskideildar og Dauman, einkaritari Gundelach. í fylgd með Judd voru Fretwell úr utan- ríkisráðuneytinu, Elliot úr utanríkis- ráðuneytinu og ungfrú Sinclair einka- ritari Judd. Fundur þessara aðila átti að hefjast í morgun í ráðherrabústaðn- um og var gert ráð fyrir að Einar Ágústsson utanríkisráðherra, Matthías Bjarnason’sjávarútvegsráðherra og em- bættismenn sætu fundinn af íslands hálfu. LANDSHLUTAVERKFÖLL Al- þýðusambands íslands munu í dag ná til Vestfjarða og Aust- fjarða. Verkföllin standa í einn sólarhring svo sem annars staðar, og eru algjör nema að því leyti að starfsstúikur sjúkrahúsa og hæla taka ekki þátt í því. Þá mun verzl- unarmannafélagið á ísafirði ekki V er zlunarmið- stöð á Hafnar- strætishominu FASTEIGNASALAN Eigna markaðurinn kannar nú áhuga fyrirtækja og kaupmanna um þátttöku í að reisa verzlunarmið- stöð á horni Hverfisgötu og Lækjargötu, þar sem stendur hús það sem Bókabúð Braga var i til skamms tíma. Að sögn forráðamanna fasteigna- sölunnar eru þegar fyrir hendi frumdrættir og áætlanir að bygg- ingu sem þarna á að rísa, en hún á að vera um 900 fermetrar á þremur hæðum. Þröngt sund verður á milli Útvegsbankans og þessa nýja húss, en það mun siðan ná sem svarar um 1/4 inn í lóðina sem hornhúsið gamla stendur á, en jafnan hefur staðið til að það víki þar sem það stendur þarna út í götuna Þegar hafa nokkrir sýnt áhuga á verzl- unarmiðstöðinni á þessum stað UM HÁDEGISBIL í fyrradag lézt 6 ára stúlka á gjörgæzludeild Borgarspítalans af völdum meiðsla, sem hún hlaut I umferð- arslysi á Bústaðavegi þriðjudag- inn 31. maí s.l. Litla stúlkan hét Jófríður Rósa Jónsdóttir, fædd 28. júlí 1970, dóttir Jóns Valgarðs Guðmundssonar og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, Dalalandi 1, Reykjavfk. Slysið átti sér stað klukkan taka þátt f verkfallinu og verður því flogið af Flugfélagi tslands til ísafjarðar í dag. Einnig mun Flugfélagið fljúga til Hafnar f Hornafirði, þar sem þar annast hjón utan stéttarfélags afgreiðslu véla Fí en aftur á móti verður ekki flogið til Egilsstaða. í gær stóð allsherjarverkfall yf- ir á Vesturlandi, og var það al- gjört nema að því leyti að Tré- smiðafélagið á Akranesi og iðn- sveinafélagið í Stykkishólmi tóku ekki þátt í því. Þá var veitt undan- þága fyrir ferðir Akraborgar milli Reykjavíkur og Akraness, og örfá- ir menn fengu undanþágu til vinnu í Sementsverksmiðju ríkis- ins. Brunaverð- ir í Eyjum FULLTRUARNIR á norræna brunavarðamótinu fóru i gær í skoðunarferð til Vestmannaeyja. í dag starfa starfshópar og einnig verður stjórnarfundur bruna- varðamótsins. Á morgun lýkur ráðstefnunni og munu þá starfs- hópar skila áliti, rætt verður um launamál brunavarða á Norður- löndum og fl. 14.35, hinn 31. maí. Jófríður heit- in var farþegi í strætisvagni og fór hún úr vagninum á biðstöð rétt vestan umferðarljósanna fyr- ir ofan verzlunarhúsið Grímsbæ. Fór hún fram fyrir vagninn og út á götuna og lenti þá fyrir bifreið, sem ók í vesturátt framúr vagnin- um. Hlaut hún mikinn höfuð- áverka og lézt á gjörgæzludeild- inni án þess að komast til meðvit- undar. 99 Sumir silfurmunirnir 99 óviðjafnanleg listaverk — segir danski ljósmyndarinn Ole Villmnsen Krog „ÁRANGURINN af starfi okkar þennan stutta tíma er svo athygl- isverður að ég tel a8 stefna beri aS því, a8 gefin verSi út sérútgáfa um dansksmíðaða silfurmuni á ís- landi." dagði danski Ijósmyndar- inn Ole Villumsen Krog, er frétta- maður Mbl. hitti hann að máli i Þjóðminjasafnipu í gær. Krog er sem kunnugt.er kominn hingað til' lands til að safna upplýsingum um, Ijósmynda og skrá alla danska silfurmuni, sem er að finna i kirkj- um og söfnum á íslandi svo og þá muni i einkaeign sem næst til, fyrir endurskoðaða útgáfu bókar- innar „Danske sölvsmedstempler frem til 1870". Krog hefur nú ásamt aðstoðar- manni sinum Þorvaldi Friðrikssyni skráð silfurmuni i kirkjum og söfn- um frá Skeiðarársandi til Reykjavik- ur og telur nú að hann hafi náð til um fjórðungs þeirra muna, sem hér á landi eru. Hafa þegar verið skráðir, Ijósmyndaðir og tekin stimplaaf- steypa af 1 50 munum og eru sumir þeirra óviðjafnanleg listaverk að sögn Krogs Ber þar hæst kaleikinn úr Dómkirkjunni sem Sigurður Þor- steinsson gullsmiður (f. á Skriðu- klaustri 1714, d 1799) gerði, en Sigurður var að sögn Krogs einhver afkastamesti og vandvirkasti gull- smiður, sem starfaði I Kaupmanna- höfn á 18. öld Hefur hann þegar fundið um 10 muni eftir Sigurð hér á landi og bað hann Morgunblaðið að koma þvi á framfæri að ef ein- hverjir (slendingar vissu um muni eftir Sigurð eða hefðu einhverjar upplýsingar um hann, að skrifa sér eða hafa samband við sig I Þjóð- minjasafninu. Þá hefur hann einnig fundið marga muni eftir Ásbjörn Jakobsson, sem uppi var á 1 7. öld, og Jens Petersen Kumilov um alda- mótin 1 700 og 1800 Krog sagði að við störfin hér styddist hann mjög við frábæra skrá um islenzka Framhald á bls 22 Ole Willumsen Krog og Friðrik Þorvaldsson ásamt nokkrum munum. sem verið er að Ijósmynda og skrá. Minni myndin: Dómkirkjukaleikurinn. sem Sigurður Þorsteinsson smiðaði ásamt beltissylgju eftir hann og tveimur oblátudósum, úr Skálholtskirkju og Víkurkirkju. Þær voru smiðaðar i Danmörku skv. fyrirsögn íslenzkra aðila. Ljósm. Friðþjófur 6 ára stúlka lézt í umferðarslysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.