Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRfÐJUDAGUR 29. MAÍ 1973 7 Sanngjarn stórsigur IBK — liðið hafði yfirburði á flestum sviðum knattspyrnunnar EFTIIÍ leik ÍBK og Vals í 1. (leildinni á laug'ardag'inn virðist varla vera vafi á |>ví að Keflvikingar séu sterkastir liðanna i deildinni um þessar niundir. Keflvikingar unnu Valsnienn með fjórum mörk- um gegn engu og hefði sá sigtir vel getað orðið stærri. Keflvík- ingar höfðu öll völd í leiknum; hraða, kraftii og líkamsstyrk- Ieika eru Valsmenn greinilega eftirbátar Keflvíkinganna. Það var sama hvort það var í vöm, sókn eða á miðjum velli, alls staðar voru Keflvíkingar atkvæðameiri. Eftir leikinn hittum við Gísla Torfason að máli og spurðum hann hverju hann vildi þakka þennan stóra sigur. Gísli sagði að frammistaða Keflvíkinganna í vor væri fyrst og fremst að þakka þjálfaranum Joe Hooley og svo miklum áhuga leikmannanna. Þá spurðum við Gísla hvort hann héldi að Keflvíkingar gætu haldið þessu striki út allt sumarið. — Já alveg örugglegu, sagði Gísli, við erum um þessar mundir í beztri þjálfim íslenzku liðanna og höfum þjálfara sem veit hvernig hann á að viðhalda æfingvmni án þess þó að ofbjóða leikmönnum. Það vakti athyglii í þessum leik að markakóngurinn Steinar Jóhannsson skoraði ekkert þess- ara fjögurra marka, en Sfeinar hefur skorað 16 mörk það sem af er keppnistímabilinu. Steinars var mjög vel gætt i leiknum og fylgdi Gisli Haraldsson hverju fótmáli hans. Uindir lokim fékk Steinar þó þrisvar sinnum gullán tækifæ.ri til að skora er hann komst einn inn fyrir. Fyrst vairði Sigurður Dagsison vel, þá bjarg- aði GísM Haraldsson á liau og loks skaut Steinar framhjá. FYBSTA TÆKIFÆRIfl — FYRSTA MARKH) Fyrsta marktækifærið i leikn- um gaf af sér mark. Það var á áttundu mínútu að Einar Gunn- arsson lék í gegnum vöm Vals eftir sendingu Jóms Ólafs. Þegar Einar var kominn að markteigs- horninu skaut hann föstu jarðar skoti, Sigurður Dagsson hafði hönd á knettinum, en missti hanm frá sér. Ólafur Júlíussom var bet- ur á verði en Valsvörnim, fylgdi eftir og skoraði auðveldlega af stuttu færi. Það leyndi sér ekki hvort lið- ið var sterkara, ekki aðeims á vellinum heldur einnig á meðal áhorfenda. 1 Valsmönmunum heyrðist lítið sem ekkert, aðeims eim og eim stuna, en Keflvíkingarn iir hrópuðu hvatnimgarorð til sinna mamma sem mest þeir máttu. Á 17. mínútu áttu Valsmemn fyrsta markskot sitt í leiknum, er Hermanm Gunnarsson reyndi langskot sem Þorsteinm Ólafsson var ekki I vandræðum með að verja. SNÚNINGSHORNIN HANS ÖLAFS Keflvíkimgarnir hafa greini- lega æft hormspymurnar alveg sérstaklega og kom það þeim tii góða í þessum leik, en eftir horn skoruðu þeiir tvö mörk. Á 18. mín. tók Ólafur Júiíusson hom- frá hægri og sendi knöttinn með snúningi fyrir markið. Sigurður Dagsson misreiknaði knöttimn, missti hann yfir sig til Grét- ars Magnússonar, sem skallaði knöttinn í metið framhjá Vals- mönnunum, sem þimguðu á lín- unni. Á 30. mínútu endurtóku Kefl- víkingar þenman leik, Ólafur tók snúningshom, Vaisvörnin fraus og nú var það Guðni fyrirldði Kjartansson sem skallaði knött- inn í netið. Staðan var nú orðin 3:0 og úrslit lei'ksdms i rauninni ráðin, bæði llðin áttu tækifæri það sem eftir var hálfleiksins, en ekki voru skoruð fleiri mörk i hálfleiknum. „VERÐUR EKKI ÁNÆGÐUR MEÐ ÞETTA“ Að leikhléi loknu sagði Sigurð- ur Steindórsson liðsstjórí Kefl- víkinga okkur að Hooley, þjálf- ari ÍBK, hefði talað um það í hiléinu að leikmennimir legðu á- herzlu á að halda 3:0 út leikinn. En strax á annarri mínútu skor- aði ÍBK ágætt mark og varð Sig urði þá að orði, að Hooley yrði ekki ánægður með þetta. Fjórða mark ÍBK var þarmig að Gisli Torfason vippaði knett- inum inn á Jón Ólaf, sem athafn aði sig í rólegheitum og sendi knöttinn siðan af öryggl i netið. Á 16. mínútu komst Birgir Ein- arsson í ágætt marktækifæri en var hindraður og i lokin átti Steinar Jóhannsson svo góðan endasprett en misnotaði illilega þrjú guilin tækifæri eins og áður var sagt. Texti: Ágúst I. -lónsson. Myndir: Sveinn Þornióðsson. KEFLVÍKINGAR EINFALDLEGV BETRI Vaismenri léku þennan leik að vísu talsvert verr en á móti Breiðabliki fyrir rúmri viku, en þó er hætt við því að önnur ís- lenzk lið hefðu einnig tapað fyr ir Keflavik, Keflvíkingarniir virð ast einfaldlega betri en önnur lið. Ef Keflvíkingum tekst að sýna svipaða leiki í allt sumar er líklegt að í slandsb i karinn lendi 1 Keflavík. Það hefur ver- ið talað um að íslenzk lið skorti meira og betra leikskipulag, en bað virðist nú vera að komast í gott lag hjá Keflvíkingunum og er það ekki sizt leikskipulagið sem fært hefur þeim sigur I leikjum Islandsmótsins til þessa. í stiittn máli: Islandsmótið 1. deild. Laugardaisvöliur 26. maí. Valur — IBK 0:4 (0:3). Mörk ÍBK: Ólafur Júlíusson á 8. mín., Grétar Magnússon á 18. mín., Guðni Kjartansson á 30. mín. og Jón Ólafuir Jónsson á 47. mínútu. Ániinning: Engin og tæpast ástæða til. Áhorfendur: 1400. LIÐ VALS: Sigurður Dagsson 1, Guðjón Harðarson 2, Páll Ragnarsson 1, Gísli Haraldsson 2, Jón Gíslason 1, Bergsveinn Alfonsson 2, Jóhannes Eðvaldsson 2, Þórir Jónsson 1, Birgir Einarsson 1, Alexander Jóhannesson 1, Hermann Gunnarsson 1, Ingvar EUsson 1, (Ingvar kom inn á fyrir Alexander i hálfleik). LIÐ ÍBK: Þorsteinn Ólafsson 2, Ástráður Gunnars- son 3, Gunnar Jónsson 2, Guðni Kjartansson 3, Einar Gunnarsson 3, Gísli Torfason 3, Grétar Magnússon 3, Karl Hermannsson 2, Jón Ólafur Jónsson 2, Steinar Jóhannsson 2, Ólafur Júliusson 3. Dómari: Rafn Hjaltalin 3. r ■*"- -* » * ■ * 11111111 gSiSÉÍÍiiÍ Myndir þi'ssar sýna vel hvernig Keflvíkingar stilltu sér upp við hornspyrnur Ólafs Júlíiissonar. Tveir þeirra stóðu á linunni og fylgdu Signrði Dagssyni án Jiess þo að hindra hann, fyrir utan voru svo Grétar og Steinar tilbúnir til að taka á nióti knettinum. Efri myndin sýnir Grétar Magnússon skalla knöttinn gla'silega i mark, en sú neðri er tekin rétt eftir að Guðni hafði skorað þrið ja ntark Keflvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.