Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. janúar 1974. TiMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón llelgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18900-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- 1 lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Vi'" ' ... ,/ Verðbólguhættan Hvarvetna um lönd er verðbólgan nú mesta vandamálið, sem glimt er við. Verðbólgan hefur orðið miklu meiri á siðasta ári i flestum löndum en á nokkru ári öðru siðan siðari heimsstyrjöld- inni lauk. Þó höfðu oliumálin ekki nema tak- mörkuð áhrif á verðbólguna á siðastl. ári. Áhrifa þeirra mun fyrst gæta að ráði á þessu ári. Hagfræðingar telja sig nú sjá fram á það, að verðbólguvöxturinn verði enn meiri á þessu ári en hann var á þvi siðasta. Þannig spá sér- fræðingar dönsku stjórnarinnar þvi, að dýrtið muni vaxa i Danmörku um 15% á þessu ári, að óbreyttu ástandi, en kaupgjald hækka um 20%. Þetta myndi stefna efnahagslifi Dana i fyllsta voða, og þvi reyna hinir mörgu flokkar i danska þinginu að koma sér saman um úrræði til að sporna gegn þessum mikla verðbólguvexti. Óþarft er að skýra það, þvi að það ætti að vera öllum kunnugt, að islenzku efnahagslifi er þannig háttað, að það er sennilega viðkvæmara fyrir er- lendum áhrifum en efnahagslif nokkurrar annarrar þjóðar. Þvi er hættan, sem biður framundan i efnahagsmálunum, hin mesta og alvar legasta. Sú skylda hvilir þvi nú á rikisstjórn og Alþingi, stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, að reyna til hins ýtrasta að sporna gegn þessum óheillaáhrifum. Þar gildir að sjálfsögðu fyrst og fremst, að reyna að draga sem mest úr hinum innlendu verðbólguáhrifum. Ekki sizt verður að gæta þess, að hafa framkvæmdir i hófi og spenna ekki upp verðlag og kaupgjald. Undanskildar eru þó að sjálfsögðu launabætur til þeirra kauplægstu. Þvi miður virðist slikur hugsunarháttur ekki rikur hjá núverandi stjórnarandstöðu. Hún tekur undir nær allar framkvæmdakröfur, sem bornar erufram.Hún styður ýtrustu kaupkröfur og reynir sitt til að auka bilið milli atvinnurekenda og laun- þega. Þetta telja forustumenn stjórnarandstöð- unnar nú álitlegustu leiðina til vinsælda. Þeir treysta bersýnilega á, að þjóðin átti sig ekki nógsamlega á verðbólguhættunni. Bankamálin Bankamálin eru nú mjög á dagskrá, enda eitt af fyrirheitum stjórnarsáttmálans að endur- skoða lögin um Seðlabanka íslands og vinna að endurskipulagningu lánakerfisins með það fyrir augum, að fækka bönkum og fjárfestingar- sjóðum. Seðlabankanum hefur verið fundið það til foráttu, að hann hefði tilhneigingu til þess að óbreyttum lögum, að verða ólýðræðisleg embættismannastofnun. Nokkurt dæmi þess er það, að nýlega var þar skipaður bankastjóri, sem aðeins einn af kjörnum fulltrúum Alþingis i bankaráðinu hafði mælt með, en hafnað þeim manni, sem fjórir bankaráðsmenn studdu. óþarft er að taka fram, að Framsóknarmenn töldu þessa embættisveitingu misráðna, án þess að varpað sé nokkurri rýrð á þann mann, sem embættið hlaut. Þess mun nú að vænta, að bankamálaráðherra leggi fyrir þingið frumvarp i samræmi við áður- nefnd ákvæði stjórnarsáttmálans. Mál þessi verður Alþingi svo að ihuga vel með það fyrir augum, að kerfið geti orðið sem einfaldast og ódýrast og hvergi ýtt undir óeðlilegt embættisvald. —Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Mao veldur frétta- mönnum heilabrotum Vandi hans er að halda bylfingunni áfram Teng llsiao-Ping MAÓ hefur að undanförnu valdið þeim blaðamönnum, sem mest skrifa um Kina, ým- iss konar heilabrotum. Astæð- an er sú, að hann heldur siður en svo kyrru fyrir, þrátt fyrir áttræðisaldurinn, heldur er stöðugt að brjóta upp á ýmsu nýju, sem gæti gefið visbend- ingu um meiriháttar breyting- ar, sem gætu verið i vændum. Sumt gæti jafnvel bent til að ný menningarbylting væri i vændum, en annað gæti bent i gagnstæða átt. Sumt gæti bent til að Mao óttaðist hershöfð- ingja sina og vildiskerða völd þeirra, en annað gæti bent til nánari tengsla milli flokksins og hersins. Þannig heldur Mao við getgátum fréttaskýrend- anna, en sama hulan helzt þó yfir þvi, sem raunverulega er að gerast að tjaldabaki i Kina. Það ýtir svo undir getgáturnar og óvissuna, að Mao er orðinn áttræður og Chou er litlu yngri. Útilokað er nú að gizka á það með einhverri vissu hverjir séu liklegastir eftir- menn þeirra, en það getur ráðiö örlögum Kina og jafnvel mannkynsins alls næstu ára- tugina. EITT af þvi, sem hefur verið fréttaskýrendum mikið umræðuefni að undanförnu, er öflugur áróður kinverskra fjölmiðla gegn Konfúsiusi og kenningum hans, en þær hafa mjög mótað hugsunarhátt, fjölskyldulif og þjóðlif Kin- verja um langt skeið. Likleg- asta skýringin á þessum áróðri virðist sú, að Mao ótt- ist, að það gæti meö timanum orðið byltingunni til falls, ef kenningar Konfúsiusar ættu áfram eins rik itök og nú. Það gæti leitt til afturhvarfs, gamlar venjur yrðu hafnar til vegs á ný og bylting kommún- ista og áhrif hennar hyrfu i skuggann. Aróðurinn gegn Konfúsiusi veitir flokknum og fjölmiðlunum lika nýtt verk- efni og i rauninni byltingar- kennt verkefni, þar sem verið er að rifa aldagamlar siða- hugmyndir til grunna. Nýlega er svo hafin önnur áróöurssókn i fjölmiðlum, sem er i ætt við áróðurinn gegn Konfúsiusi, en er þó hvergi nærri eins róttæk. Hún beinist gegn vestrænni klassiskri músik. Sérstaklega er Beethoven talið flest til for- áttu. Mozart og Schubert ,fá einnig þunga ádrepu. Til samanburðar er þvi haldið fram, að kinversk músik, sem hefur orðið til á timum kommúnistabyltingarinnar og i tengslum við hana, sé á allan hátt miklu fremri og fullkomnari. Hér er vissulega um byltingarkenndan áróður að ræða, þar sem verið er aö gera litið úr list, sem notiö hefur almennrar viöurkenningar um langt skeiö, og ekki sizt Rússar hafa hafið til skýjanna eftir bylt- inguna. Af sumum fréttaskýrendum hefur þetta tvennt, áróðurinn gegn Konfúsiusi og klassisku tónlistinni, veriö nefnt sem merki um, að ný menningar- bylting sé i aðsigi. Réttara mun þó, að hér sé unnið i þeim anda Maos, að viðhalda stöð- ugri byltingu, en ganga hins vegar ekki eins róttækt til verks og gert var i menningarbyltingunni. ÞAÐ hefur að vonum vakið mikið umtal, að skömmu eftir áramótin var gerð mikil breyting á yfirstjórn hersins, sem aðallega fólst i tilflutningi valdamikilla hershöfðingja. Hershöfðingjar, sem lengi höfðu annazt yfirstjórn i viss- um landshlutum, voru kallaðir til Peking, en aörir sendir þaðan. Þetta hefur komið alls konar orðrómi af stað. Ein lik- legasta skýringin er sú, að Mao sé minnugur þess, að siðustu áratugina fyrir valda- töku kommúnista, bjó Kina ekki við neina heildarstjórn, nema að nafni til, heldur drottnuðu hershöfðingjar i einstökum landshlutum i lengri eða skemmri tima. Sumir hershöfðingjanna, sem nú voru kallaðir til Peking, voru búnir að fara meö stjórn i sama fylki i allt að 17 ár, og höfðu orðiö mjög valdamikla aðstöðu, þar sem þeir tóku einnig þátt i flokksstjórn viðkomandi fylkis. Mao hefur bersýnilega ekki viljað eiga neitt á hættu i þessum efnum. Það mun ekki hafa dregið úr þessari árvekni hans, að Lin Piao, sem um skeið var krónprins Maos og æösti maður hersins, reyndi aö steypa Mao úr stóli 1971 með aöstoð hersins. Þá hefur vakið allmikið umtal og ágizkun fréttaskýr- enda.að hin svonefnda alþýðu- lögregla eða alþýðuvörður hefur verið efldur mjög að undanförnu ,en hlutverk hennar er að hjálpa hinni reglulegu lögreglu til að halda uppi lögum og reglum, t.d. að hindra rán og gripdeildir. Ýmsir telja þetta merki þess, að Mao og Chou treysti hernum ekki of vel, og vilji geta gripið til alþýðulögregl- unnar, ef þörf krefur. ÞA hefur það valdið ýmsum fréttaskýrendum verulegum heilabrotum að undanförnu, að mikið bernú orðið á göndun samstarfsmanni Liu Shao-shi, sem var fyrsti forseti Kina eftir að kommúnistar tóku völdin og þótti þá liklegur til aö verða eftirmaður Maos, en siðar greindi þá um leiðir, og var Liu sviptur öllum völdum og áhrifum, en Lin Piao tók sæti hans sem krón- prins Maos. Með Liu hvarf i skuggann Teng Hsiao-Ping, sem hafði verið framkvæmda- stjóri kommúnistaflokksins, átt fast sæti i æðstu flokks- stjórninni, og var talinn einn valdamesti maður flokksins. Honum skaut svo allt i einu upp i aprilmánuði siðastl. sem einum af varaforsætisráðherr um Kina, og á flokksþinginu i sumar var hann kosinn i mið- stjórn flokksins og fram- kvæmdastjórn, og hefur hann siðan komið fram við mörg opinber tækifæri. Ýmsir fréttaskýrendanna telja hann nú einn af valdamestu mönn- um Kina. Jafnframt telja þeir þetta geta verið ábendingu um, að Mao sé nú að efla hinn gætnari arm flokksins, sem oft er talinn undir forustu Chous. Hins vegar þótti það merki um, að Mao væri aö efla rót- tækari arm flokksins þegar hann lét ungan flokksleiðtoga frá Shanghai, Wang Hung- wen, koma fram við hliö Chou á flokksþinginu i sumar, og hefur siðan sýnt það á ýmsan hátt, að Wang komi nú næst Mao sjálfum og Chou að völdum. Liklegasta skýringin á þessu er sú, að Mao sé að reyna að treysta jafnvægi i flokknum með þvi aö skipta forustustörfum milli forustu- manna i báöum örmum hans. Jafnframt sé það markmið hans, að gera engan einn mann of valdamikinn. LESENDABRÉF frá ungum manni, sem nýlega birtist á forsiðu Dagblaðs þjóðarinnar, aðalmálgagni Kommúnistaflokksins, hefur orðið fréttamönnum verulegt umtalsefni. 1 bréfinu kvartar bréfritarinn, sem starfar nú i afskekktu landamæraheraði, undan þvi, að faðir hans vilji láta hann fá atvinnu i stórborg. Faðir minn, segir bréfritarinn, barðist gegn Japönum, siðar með kommúnistum gegn Chiang Kai-shek, og loks gegn Banda- rikjamönnum i Kóreu. Hann heldur vist, að með þessu sé baráttunni lokið. Min kynslóð á hins vegar erfiðustu barátt- una fyrir höndum, en hún er fólgin i þvi að halda bylting- unni áfram. Hér túlkar hinn ungi maöur kjarnann i kenningum Maos, enda birtist bréf hans á veg- legasta stað i Dagblaði þjóð- arinnar. Þetta bréf skýrir áreiðanlega margt af þvi, sem nú er að gerast i Kina, eins og áróðursherferðina gegn Konfúsiusi. Mao keppist við að halda byltingunni áfram, en vandinn er sá, að geta sam- rýmt það stöðugum stjórnarháttum, sem eru eitt helzta skilyrði þess, að Kina geti haldið hlut sinum i samkeppninni við aðrar þjóðir. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.