Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún SigríðurHafliðadóttir fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 30. apríl 1921. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 7. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hafliði Þórður Snæbjörns- son Kristjánssonar í Hergilsey og Matt- hildur Jónsdóttir frá Skeljavík í Stein- grímsfirði. Guðrún Sigríður var yngst fjögurra barna foreldra sinna og hálfbróður, sam- feðra, allmiklu eldri. Bræður henn- ar, Kristján Pétur, Snæbjörn Gunnar og Hafliði, hálfbróðir hennar, eru látnir, bróðir hennar Kristján Hafliðason, fv. póstrekstr- arstjóri hjá Pósti og síma, er einn systkinanna á lífi. Föður sinn missti Guðrún af slys- förum, þegar hún var á sjötta árinu, en hann var aðeins 39 ára að aldri. Árið 1934 flutti ekkjan, Matt- hildur, með börnin til Reykjavíkur. gefandi. Hann var kvæntur Guð- rúnu Ósk Ólafsdóttur hjúkrunar- fræðingi. Þau eiga þrjú börn. Seinni maki hans er Susanne Torpe cand. mag. og eiga þau einn son. Árið 1964 fluttust hjónin til Reykjavíkur, þar sem sr. Arngrím- ur tókst á hendur prestsþjónustu í Háteigsprestakalli og þjónaði þar í 29 ár. Árið 1967 og 1968 tók Guðrún að sér ráðskonustörf við sumarbúðir Þjóðkirkjunnar á Kleppjárnsreykj- um í Borgarfirði og í Skálholti. Árið 1970 hóf hún sjúkraliðanám á Landspítalanum og lauk því með ágætum. Starfaði hún síðan í nokk- ur ár á Landspítala og einnig vann hún allnokkur ár sem sjúkraliði á St. Jósefsspítala við Landakot, en síðast á starfsferlinum fékkst hún við heimahlynningu. Eftir að þjónustu lauk í Háteigs- prestakalli dvöldu hjónin tæpt ár á Egilsstöðum og á Borgarfirði eystra og síðar á Útskálum í Garði vegna námsleyfis sóknarpresta á þessum stöðum. Síðan hafa þau bú- ið í Reykjavík. Minningarathöfn um Guðrúnu fer fram í Háteigskirkju í dag og hefst klukkan 11. Útförin verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöll- um sama dag og hefst athöfnin klukkan 14. Árið 1946, 27. júlí, giftist Guðrún sr. Arngrími Jónssyni, og fluttu þau skömmu síðar að Odda á Rang- árvöllum þar sem sr. Arngrímur hafði ver- ið kjörinn sóknar- prestur. Þar bjuggu þau í 18 ár og stund- uðu einnig búskap öll árin nema það fyrsta. Guðrún var organ- isti í Oddakirkju nokkur ár framan af árunum þar og einnig nokkur síðustu árin í Odda. Hún kenndi handavinnu í barnaskólan- um á Strönd á Rangárvöllum um tveggja vetra skeið og greip þá einnig í að kenna börnum sönglög. Á árunum í Odda eignuðust hjónin þrjú börn. Þau eru: 1) Haf- liði, leikhúsfræðingur og leikstjóri. Hann er kvæntur Margréti Pálma- dóttur, tónlistarmanni og söng- stjóra. Þau eiga þrjú börn. 2) Krist- ín, myndlistarmaður og bóka- vörður. Hún á fjögur börn og tvö barnabörn. 3) Snæbjörn, bókaút- Þegar við Gunna vorum lítil var býsna oft farið í mat á sunnudögum til afa og ömmu í Álftamýrinni. Við systkinin sátum þá uppi á kontórn- um hans afa og horfðum á Húsið á sléttunni og Stundina okkar á með- an við biðum eftir matnum, eða flett- um dönsku blöðunum hennar ömmu og leituðum að myndasögum sem við klipptum hiklaust út þegar við fund- um þær. Þau pössuðu okkur líka á virkum dögum þegar mamma vann eða var í skólanum en um skeið var ég hálfan daginn á Álftaborg og hinn helming- inn í pössun hjá afa og ömmu. Afi lét mig þá lesa Gagn og gaman, reikna eða gera eitthvað annað uppbyggi- legt, en amma útbjó mat. Hún var stolt af matseld sinni sem okkur Gunnu var innrætt að væri sú allra besta sem fyrirfyndist. Á sumrin fórum við með afa og ömmu í sumarhús sem þau leigðu ýmist í Skálholti eða Brekkuskógi. Þá gengu þau með okkur um sveit- ina og sögðu frá umhverfinu, stund- um frá bernsku sinni, eða gerðu bara at í okkur. Amma hafði gaman af að egna okkur örlítið, en alltaf í gamni og ég var ekki byrstur lengi þegar ég heyrði hana hlæja glað- værum og innilegum hlátri, því þótt hún væri bæði spaugsöm og stríðin var hún alltaf hlý í viðmóti og blíð við okkur systkinin. Undanfarin ár dró mjög úr heim- sóknum mínum í Álftamýrina, og ég hitti afa og ömmu yfirleitt ekki nema í matarboðum eða kaffi hjá mömmu. Amma hafði gaman af að ræða málin á léttu nótunum, frábað sér allt bak- tal og ef henni fannst á einhvern hallað tók hún undantekningarlaust að skjalla þann fjarstadda. Hún vildi koma vel fram við allt fólk og hrós- aði þeim mest sem afi hafði tak- markað álit á. Hún var rólynd og ljúf en það var alltaf stutt í gamansemina og hún gat verið mjög fyndin ef sá gállinn var á henni. Hún sýndi því áhuga sem hennar nánustu tóku sér fyrir hendur og vildi fylgjast með því sem var að gerast og því sem var á döf- inni. Hún hafði skoðanir á hvað það ætti að vera og lét þær í ljós, hvort sem var í gamni eða alvöru. Það þurfti engum að leiðast þegar amma var annars vegar. Ég sakna ömmu minnar. Steinþór Steingrímsson. Seint í sumar fórum við í bústað- arferð með ömmu, afa og mömmu. Í þessari ferð nutum við samveru ömmu í síðasta sinn. Og munum við því varðveita minningar þaðan um ókomna tíð. Við minnumst þess hve skemmti- leg hún var alltaf í viðmóti. Með hnyttin tilsvör og alltaf mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Margar skoðanir hennar og hugmyndir um heiminn báru merki samúðar og réttlætiskenndar frekar en pólítísks rökstuðnings. Maður gat verið nokkuð viss um að hún tæki upp málstað þess sem á hallaði í samræðum. Hvort sem um fótboltalið eða innlend stjórnmál var að ræða. Við minnumst þess hve skemmti- legt okkur þótti að heyra hana and- mæla öllum í kringum sig í fullri hógværð og oft hnyttinni gaman- semi. Árið 1996 tók mamma okkur með sér til náms í Englandi. Vera okkar í Falmouth á Englandi hafði djúp- stæð áhrif á okkur báða. Þessi stað- ur færði okkur þá átta ára pjökk- unum tækifæri til að læra nýtt tungumál og eignast nýja vini í öðru landi. Einnig færði Falmouth okkur fjöldamargar yndislegar minningar sem við munum búa að allt okkar líf. Á þessum tíma gegndi amma Guð- rún stóru hlutverki í lífi okkar. Hún og afi voru dýrmætur félagsskapur á meðan við dvöldumst í Englandi. Afi hjálpaði okkur í náminu og amma eldaði handa okkur matinn og er ég nokkuð viss um að matseldin hafi gert okkur gott á meðan við bjugg- um þarna. Kjötsúpan hennar og lummurnar voru afbragðsgóðar. Pönnsurnar og fíkjukökurnar eru líka minnisstæð- ar. Það ár sem við áttum þar saman, mun geymast í minningunni sem eitt ánægjulegasta tímabil lífs okkar. Lífið er miskunnarlaust í eðli sínu og það hlífir fáum við þeirri sorg sem fylgir ástvinamissi. Við getum ekki ímyndað okkur hve erfitt það hlýtur að vera fyrir afa að missa lífsförunaut sinn svo sviplega. Hann á djúpa samúð okkar bræðranna. Við kveðjum þig, elsku amma. Sjáumst síðar. Arngrímur og Matthías. Það er alltaf erfitt að kveðja, sér- staklega þá sem standa manni næst, og amma var svo sannarlega í þeim hópi. En þegar kveðjustundin kem- ur koma allar góðu minningarnar upp í hugann og ég þakka fyrir að eiga svona margar fallegar minning- ar um þessa góðu konu sem hún amma mín var. Amma var mikill gestgjafi og þeg- ar maður kom í heimsókn í Álfta- mýrina var hún ekki í rónni fyrr en maður hafði þegið eitthvað af öllu því sem hún hafði upp á að bjóða. Dýrin í hverfinu nutu líka góðs af þessum eiginleikum ömmu, enda hef ég sjaldan kynnst jafnmiklum dýra- vini, og þá skipti ekki máli hvaða dýr áttu í hlut, að öllum vék hún ein- hverju og fastagestirnir voru marg- ir. Þegar ég hugsa til baka minnist ég líka alls þess sem við gerðum saman. Allt frá því ég var lítil stelpa vorum við miklar vinkonur og gátum spjallað saman um allt milli himins og jarðar, hún hafði áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og spurði frétta af vinkonum mínum og náminu. Ég minnist allra ferðalaganna með ömmu og afa, stundanna í Álfta- mýrinni og göngutúranna, hláturs- ins hennar ömmu, góðmennsku og hlýju. Söknuðurinn er sár, en efst í huga er samt þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með ömmu minni. Ég kveð með bænum sem ég lærði hjá ömmu og afa í Álftamýrinni og við fórum saman með fyrir svefninn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir. Elsku amma mín. Mér finnst ein- hvern veginn svo óraunverulegt að þú sért farin frá okkur og að ég geti ekki heimsótt þig aftur. Allt er fá- tæklegra án þín. Þú hafðir einstak- lega hlýja nærveru, þú varst næm á fólk og hafðir mikla ánægju af börn- um. Þú varst dýravinur og góð fyr- irmynd, trúuð og hafðir mikinn kær- leika til að bera. Ég heyrði þig aldrei hallmæla nokkrum manni, þú sást alltaf það góða og fannst einhverja kosti við alla. Þú hafðir góða kímni- gáfu og það var eitthvað stelpulegt við þig. Það er mér ómetanlegt að hafa þekkt ykkur afa. Mér þótti mjög vænt um þig. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér á himn- um, elsku amma. Ég mun alltaf geyma minningar mínar um þig. Þín dótturdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir. Elsku amma mín. Það verður tek- ið vel á móti þér á himnum. Við mun- um segja litlu systur minni, Kristínu Theodóru, sögur um þig. Það er undarlegt að þú sért farin frá okkur. En þér mun líða vel í himnaríki. Ég kveð þig með versinu hans Hallgríms: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitja Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þitt langömmubarn, Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir. Frænka mín Guðrún er farin í ferðina sem fyrir okkur öllum ligg- ur. Hún þarf ekki að kvíða áfanga- stað sínum. Ég kynntist henni ungur drengur og hélst vinátta okkar alla tíð. Þótt fundir okkar væru ekki tíðir hin síðari ár, skorti ekkert á hlýjuna sem hún sýndi í hvert skipti sem við hittumst og aldrei tók hún svo í hendur mínar að hún legði ekki lóf- ann yfir og klappaði hlýlega. Það er falleg minning sem þessi góða frænka mín skilur eftir. Fari hún í friði. Gunnar. Í dag er sæmdarkonan Guðrún Sigríður Hafliðadóttir kvödd hinstu kveðju og verður hún jarðsett í Oddakirkjugarði, en hún og eftirlif- andi maður hennar, séra Arngrímur Jónsson, þjónuðu Oddaprestakalli í 18 ár. Séra Arngrímur var kjörinn prestur í Odda á Rangárvöllum, vor- ið 1946, nýútskrifaður úr guðfræði- deild HÍ, aðeins 23 ára gamall, þá yngsti prestur í landinu. Haustið 1947 ákváðu prestshjónin að taka nokkra unglinga í nám utan skóla. Ég var einn af þeim, sem settist þá á skólabekk í Odda, 16 ára gamall og las fyrsta bekk gagnfræðaskóla þar. Foreldrar mínir bjuggu á Uxahrygg og áttu kirkjusókn að Odda og hafði faðir minn samið um þessa skólavist fyrir mig. Við vorum fjórir nemend- urnir þennan vetur og héldum við til í Odda og vorum þar einnig í fæði. Auk námstímans, áttum við nem- endurnir margar góðar stundir hjá presthjónunum í Odda. Oft voru fjörugar umræður við matarborið og á kvöldin, um þjóðmálin eða mál sem vörðuðu héraðið, sem þau voru ný- komin til starfa í, og þekktu fáa. Þau voru bæði mjög áhugasöm um að setja sig sem best inn í þau mál, sem hæst bar í sveitinni og kynnast fólk- inu og afkomu þess. Dvöl mín í Odda varð raunar lengri en þessi eini vet- ur, því sumarið 1950 var ég ráðinn kaupamaður hjá þeim hjónum, en þau höfðu þá komið upp nokkrum búskap í Odda. Ég tel það eitt af gæfusporum í lífi mínu, að hafa átt samleið með prest- hjónunum í Odda. Guðrún var glæsi- leg kona, elskuleg og myndarleg húsmóðir. Hún var manni sínum samhentur förunautur, og ég get vart séð annað þeirra fyrir mér án hins. Foreldrar mínir voru kirkju- rækin og sóttu kirkju að Odda með- an þau bjuggu á Uxahrygg. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur og séra Arngrímur var þá orðinn prestur í Háteigskirkju, sóttu þau kirkju til hans, svo lengi sem heilsa þeirra leyfði. Ég var þá oft fylgdarmaður foreldra minna í Háteigskirkju. Guðrún var ævinlega við guðþjón- usturnar og setti sinn svip á athöfn- ina. Hún hafði sterkan persónuleika, og fyrir mér var viðvera Guðrúnar hluti af kirkjuathöfninni, sem gaf henni aukið vægi. Það hefði eitthvað vantað, ef Guðrún hefði ekki verið. Ég minnist vinarþelsins, sem Guðrún auðsýndi foreldrum mínum jafnan, þegar hún hitti þau við lok guðþjónustnanna í Háteigskirkju, bros hennar og hlýja, sem var henni svo tamt og var svo gefandi. Það vill nú oft gleymast, hve starf prestfrúarinnar er í raun þýðingar- mikið og jafnan mun meira en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Starf hennar er ekki jafn sviðsett og prestsins, og því oftast metið með öðrum hætti, og ekki alltaf að verð- leikum. Þessu mikilvæga hlutverki skilaði Guðrún af mikilli prýði með hógværð og yfirvegun, sem hún sýndi jafnan. Það var gott og lærdómsríkt að vera unglingur á heimili Guðrúnar og séra Arngríms í Odda. Fyrir það get ég aldrei fullþakkað, en geymi með mér góðar minningar frá þess- um tíma. Ég og Hanna kona mín færum séra Arngrími, börnum hans og ást- vinum öllum, innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Sig- ríðar Hafliðadóttur. Magnús L. Sveinsson. Guðrúnu Hafliðadóttur man ég fyrst frá samkomum í sal KFUM við Amtmannsstíg. Þær vöktu athygli, Guðrún og móðir hennar, er þær gengu í salinn, hávaxnar og höfð- inglegar og Matthildur á íslenzkum búningi. Síra Arngrím man ég frá háskólaárum hans. Guðfræðistúd- entar sóttu margir samkomur í KFUM. Svo fór, að Guðrún og Arngrímur bundust tryggðum. Þau settust að í Odda, er hann hafði fengið undan- þágu til vígslu vegna aldurs, og þar höfðu þau verið næstum áratug, þegar ég tók við Skálholtskalli. Guðrún var hlédræg og heimakær og gekk ekki með asa um gáttir. Snemma varð okkur hjónum ljóst, að hún var manni sínum harla traustur og þarfur bakhjarl. Ekki einungis áhorfandi, heldur einnig prestur, stoð og stytta í stóru sem smáu. Hún var listfeng og list- hneigð, og var organisti Oddakirkju árum saman. Þegar Róbert A. Ott- ósson gerðist söngmálastjóri hóf hann þegar að bjóða til námskeiða í Skálholti. Fyrsta námskeiðið var op- inberun og stór viðburður, sem líður ekki úr minni. Guðrún sótti þetta námskeið og lærði margt og mikið af áhuga og fordómalaust. Þegar sumarhús tóku að rísa í Skálholti var stofnað þar til sum- arbúða um nokkur sumur. Guðrún gerðist þar matráðskona um skeið og þurfti að sjálfsögðu dug til. Eld- húsið var þá í kjallara þess húss, sem þá var orðið prestssetur. Þar jukust þá enn kynnin við þau hjón. Guðrún var ekki svo gerð, að hún vildi vera mikið í augsýn utan heim- ilis. En vandfundið hygg ég hafi ver- ið prestsheimili, þar sem húsmóðirin hafi staðið öllu fastar að baki bónda sínum. Hún fylgdi honum til verka eftir mætti og var sálusorgari hans og prestur, þegar mest lá við. Orð- mörg var hún aldrei, en glögg og gat verið beinskeytt í gagnrýni, enda var þá oft grunnt á spaugi og næst- um meinlegri gamansemi. Ótaldar eru þær stundir, sem ég átti í gleði og sorgum í ranni þeirra hjóna. Drottinn blessi akurinn, sem eftir stendur, og gefi þar ávöxt þeim, sem að unnu. Hann veiti hvíld og fagnað í sölum sínum. Með virðingu, þökk og samúðar- og bróðurkveðju til síra Arngríms og fjölskyldunnar. Guðm. Óli Ólafsson. GUÐRÚN SIGRÍÐUR HAFLIÐADÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.