Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1981, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 14. febrúar 1981 r. tbl. TIMANS Níels Hallgrímsson f. 25. aprfl 1889, d. 17. 1. 1981. Þegar nú Niels Hallgrfmsson er kvaddur hinzta sinni , leitar safn minn- inga á hugann . — Og þá fyrst.er ég sit á hnakk-kúlu í fangi hans, riðandi frá Borgarnesi. Ungur sveinn æðrast ei, þótt geyst sé farið regn steypist niður allt um kring, steinarþyrlistúr hófspori og vatns- flaumur nemi við miðjar siður hests. Fangtak frænda er traust, hugarkæti hans örvandi, eftirtekt hans og hugulsemi óbrigðul. Alltaf ræðir hann fræðandi við samferöamenn: ekkert er honum fram- andi, — örnefni, grös, fuglar, jarö- myndun, á öllu kann hann beztu skil. Menn og dyr, náttúra og veðurfar, allt er honum jafn-hugleikiö: jafnvel orö- myndunarfræði móðurmáls er honum kærkomiö áhugamál. Niels var fæddur að Grimsstöðum, elzti sonur þeirra hjóna, Sigriðar Steinunnar Helgadóttur frá Vogi á Mýrum og Hallgrims Nielssonar frá Grimsstöðum, bónda þar og hreppstjóra i Alftaneshreppi á Mýrum. Að Nielsi stóðu góðir stofnar i báðar ættir, annarsvegar m.a. afi hans, Helgi Helgason, útvegsbóndi og alþingis- niaður i Vogi hins'vegar langafi hans, séra Sveinn Nielsson á Staðarstað (Staður á ölduhrygg) og kona hans, Guðný skáld- kona Jónsdóttir frá Grenjaöarstað. Að út- Hti og eðlisgáfum bar Niels þó frekar svip föðurættar sinnar. Nlels stundaði búnaðarnám á Hvann- eyri 1914-16 og lauk þar búfræðiprófi um leið og frændi hans, Bjarni Asgeirsson frá Knarrarnesi á Mýrum. Að námi loknu haupa þeir saman part úr Hvltsstaða- 'andi i Alftaneshrepp og reka þar eins- honar tilraunabú. Arið 1916 hefur Niels búskap á Grims- stföum. Jöröin er stór og vel hýst, beiti- land afbragðs gott,þéttvaxið skjólgóðum skógarásum. Bústofn er ásjálegur, með Uln 500 fjár, og auk þess refabú. Heimili er mannmargt, bæði vinnandi fólki og gestum, sem gjarna taka til höndum um hjargræðistimann, þvi að systkinin eru alls sjö, auk þriggja uppeldissystkina. A tessari óðalsjörð eru þvi ætlö mikil um- sv'f, f jölmargar starfandi hendur, knúðar ófram af einlægum framfarahug, glað- frá Grímsstöðum sinna iðjusemi og trausti og trú á farsæla framtið. Niels er drjúgur verkmaöur, bæði við heyskap og gegningar. öll umgengni er hirðusamleg til fyrirmyndar. Hann er smiðahagur og mikil veiöikló. Silungur smýgur honum ekki úr greipum: og á vetrum er hann ófeilin rjúpnaskytta, liggur á grenjum snemmsumars, leggur að velli margan melrakka og handsamar fjölda yrðlinga. Hann er snillingur i þvl að gjörþekkja lifshætti tófunnar. Aö þvi leyti er hann slunginn dýrasálfræðingur, svo að fáir eru hans jafnokar. 1 frásögn likjast þær athuganir hans oft spennandi ævin- týrasögum, sem unun er að hlusta á. Ungi bóndinn á Grimsstöðum er sérlega söngvinn og leikur gjarna á stofuorgel sitt, þótt litið hafi hann til þess/lært, að undanskilinni fárra tima tilsögn'hjá Þor- leifi Erlendssyni frá Jarðlangsstöðum og önnu Helgadóttur, frænku hans, dóttur Helga Jónssonar, verzlunarstjóra hjá Bryde-verslun I Borgarnesi, sonur Elinar Helgadóttur frá Vogi. Kunnátta nægir samt til þessað gegna organistastarfi við sóknarkirkjuna i Alftártungu: og oft er á kvöldin eftir heimkomu frá engjaslætti fariö inn i stofu og spilað og sungið. Við það hverfur likamsþreyta, hugur nærist og sál gleöst. Þannig lifir og starfar Niels, sæll á sinni feðra jörð, þar til sjúkdómur leggst á sinni hans og torveldar honum dagsins verk. Þá er svo komiö áriö 1924, að Tómas bróöir hans er til kvaddur að stunda bús- forráö. Upp frá þvi dvelur Nlels lang- dvölum hjá vinum og frændum, ætið boð- inn og búinn að vinna hverjum þaö gagn, er hann má. Heilsa hans er breytileg og uppátækihans stundum óvænt.en yfirleitt heldur hann þó sinu jafnaðargeði og deilir ljúfmannlega skapi viö slna samvistar- menn. Af þeim, sem bezt reyndust honum, auk nánasta ættfólks, má þakk- samlega nefna samsveitunga hans, Jón á Hofsstöðum, Guðjón i Straumfirði, Harald á Álftanesi, Pétur I Hraundal og Bjarna alþingismann á Reykjum. Nlels var ágætum hæfileikum gæddur. Athyglisgáfa hans var flugnæm og hugsun vel grundvölluð, oft mjög frumleg. Hjálp- semi hans og greiðvikni voru meðal vina engin takmörk sett. Hjá honum fór enginn bónleiöur til búðar. AB eölisfari var hann bein andstæða við þunglyndi. Grín og gamansemi voru honum jafn-eðlileg eins og brosið er barninu, þvi aö hlátur var honum gráti kærari. — Þrek og þor var honum meöfætt. Þaö sýndi hann bezt, er hann á gamlársdag árið 1914 brauzt inn I brennandi bæ fööur sins á annarri hæð og bjargaði frá bruna bókaskáp Grlmsstaöa heimilis. Það var i alelda bæjarhúsum ofurmannlegt þrekvirki, enda mannslífi teflt I lffshættulega tvisýnu. Þannig varði Niels lifi sini ávallt öðrum til góðs, þvi að slngirni þrengdi aldrei sjónhring hans. Fræöalöngun var með honum slvakandi, jafnvel eftir að myrkur augna hans hafði svipt hann lestraryndi. Æðrulaus gekk hann lokaspölinn, aldrei berandi kveinstafi fyrir brjósti, sáttfús við guö og menn, frekar yggjandi um annarra hagi en sina. Máske er þaö mestur fengur i lifi hvers manns aö hafa fórnað þvi fyrir aðra, að bera ljós að eigin tilveru og leiða það á annarra brautir. Þannig endaöi æviskeið Nielsar frænda mlns sem sigurganga. Dr. Hailgrimur Helgason.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.