Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 16
ÁGÚST SIGURÐSSON, STUD. THEOL STAÐARKÍRKJA Á REYKJANESI Fyrr meir voru sex prestsetur á Vestfj'örðum, sem hétu á Stað. Að- eins eitt þeirra er nú eftir, Staður í Súgandafirði. Hin gömlu aflögðu prestsetur eru Staður á Reykjanesi, Staður á Snæfjallaströnd, Staður í Grunnavík, Staður í Aðalvík og Stað- ur í Steingrímsfirði. — Allir eiga þessir Staðir merka sögu, hver í sínu héraði, hver á sinn hátt. Þá hafa set- ið margir menn, þeir er hæst bar á sinni tíð um vestfirzka byggð. Þar fóru kennendurnir, sem mörkuðu spor í tímann, mennirnir, sem enót- uðu samtíð og sögu. í langri presta- röð Staðanna eru líka hinir gleymdu, þeir er vér nú ekki þekkjum nema í mesta lagi að nafni. — Stundum var lífsbaráttan hörðust og örlögin verst, þegar hljótt er yfir allri ferð. Verður nú vikið nokkuð að þessum fornu kirkjustöðum og byrjað á Stað á Reykjanesi. Þar var Ólafskirkja. Annexía á Reykhólum, þar var Bartó- lómeuskirkja. Á Reykhólum mun kirkja þegar hafa verið byggð á dög- um Ólafs helga (fal. fornr., vi, 124). Bænhús var á Kambi fram yfir 1710, og talið er, að bæuhús hafi verið í Hlíð í Þorskafirði. Gufudalur varð önnur annexía frá Stað 1907, er Gufudalsprestakall var niður lagt. Síðasti prestur þar var síra Guðmundur Guðmundsson, sem vígðist þangað 1889, en sleppti brauð inu 1905 (d. 1935). Prestsetur á Stað á Reykjanesi lagðist í raun réttri niður fyrir 25 árum, þó að ekki yrði það að lögum fyrr en síðar. Um 15 prestar höfðu setið þar frá um siðskipti, margir um tvo til þrjá áratugi. Og flestir bjuggu engum kotabúskap á þessari stóru hlunnindajörð. — Síðastan Staðapresta má telja síra Jón Þor- valdsson, d. á gamlárskvöld 1938. Þjónaði hann Stað í 36 ár. Eftir hans dag hafa að vísu tveir prestar þegið vígslu til brauðsins, en hvorugur hald izt þar nema eitt ár, og á s'ömu leið fór um hinn þriðja, sem þangað réðst. Og þar kom, að prestsetrið á Stað á Reykjanesi var endanlega lagt niður og sett að nýju á Reykhólum, þar sem núverandi sálnahirðir þessara sókna situr, síra Þórarinn Þór, pró- fastur Barðstrendinga. Síra Matt'hías Jochumsson og fleiri kunn skáld þjóðarinnar eru upprunn- in af þessum slóðum, og ljóðið Hlíðin mín fríða er um Barmahlíð á Reykja- nesi, þessar stöðvar eru fagrar — og raunar rómuð fegurð þeirra og kostir. Önnur kona síra Matthíasar, Ing- vel-dur, var dóttir síra Ólafs John- sens prófasts á Stað, en hann sat þar árin 1840—1884, lengst allra klerka. — Staður á Reykjanesi er hin mesta flutningsjörð, landrými mikið og varplönd og sjávargagn, enda bjuggu Staðarklerkar löngum rík- mannlega. Og enn er búið vel á hinu forna prestsetri og reistar miklar byggingar. Gamla stilhreina Staðarkirkjan er þó heldur hrörleg orðin, sem og jafn- aldra hennar á Reykhólum, en þar er nú í 'Smíðum stór kirkja fýrir báðar sóknirnar. En kirkjusögunni að Sfað á Reykj nesi er lokið. Að Stað í Súgandafirði er tímabil kirkjusögunnar enn eigi út runnið, enda þótt prestakallið væri niður lagt 1880, og sóknin lögð til Holts í Ön- undarfirði. Svo stjóð aðeins um 20 ár, því að 1901 hafði prestakallið verið endurreist og nýr prestur, síra Þor- varður Brynjólfsson, vígðist þangað og hélt Stað í 24 ár. Eftirver hans, síra Halldór Kolbeins, hélt brauðið til 1941, en frá 1942 hefur síra Jó- hannes Pálmason verið prestur til Staðar í Súgandafirði. Býr hann nú'í nýju og vönduðu prestseturshúsi heima á staðnum, en bóndi nytjar j'örðina við hl'ið hans. Bærinn stendur nokkurn spöl frá ánni og um 1 km frá sjó. Allmikið land er á Stað, gróin holt og móar upp frá ánni, síðan mýrlendi, en hið efra eru hliðar hrjóstrugar og lítt grónar, nema smáhvilftar. Niður frá bænum er Keravík, þar sem fyrrum voru uppsátur frá Stað, en lending ill. Utar nokkuð er Kleifarvík, þar er snjóflóðahætt mjög og hafa orðið þar mannskaðar. Þar varð hið minni- lega slys í marz 1922, er þilskipið Talisman strandaði. Átta menn drukknuðu, en átta komust á land. Tóku þeir þá stefnu, er sízt skyldi, héldu út með Sauðanesi, en þar er illfær leið inn með Önundarfirði og ekki byggð fyrr en á Flateyri, um 12 km frá RLeifarvík. Fjórir skipbrots- mannanna komust alla leið. En hefðu þeir haldið í hina áttina, var aðeins liðl. 1 km að beitarhúsunum á Stað. Um aldaraðir stóðu bær og kirkja á stórum hól í Staðartúni. Ofan við hólinn er djúp lægð, og nær nokkur hluti túnsins upp í hlíðina fyrir ofan hana. Voru þar fyrr meir nokkur hjá- leigubýli frá Stað. Árið 1886 var reist ný kirkja á Stað og var þá bæjar- stæðið flutt niður fyrir hólinn. — Staðarkirkja var helguð Guði og Guðs Staðarprestsetrin á Vestfjörðum 472 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.