Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1970, Blaðsíða 4
Milli veru og leiks Smásaga eftir Hrafn Gunnlaugsson ICjallaraherbergi: Skrifborð undir glugga. Ofn. Bókahilla. Málverk; fólk á engi; fja.ll og hundur; sveitasaela. Svefn- sófi við útvegg. Smáborð; tíma- rit og blöð. Plötuspilari; tón- list: Heyrnarlaus brauzt Beethoven um í heljartaki sköpunargleðinnar: Brimlöður. Orustugnýr: Níunda synfóní- an. Hann stóð á miðju gólfi. I-Iallaðist fram á við. Hélt á vínglasi. Horfði ofan í vínið. — Hann: Tumhöfuð. Strítt hár. Oturaugu. Munnharka. Svip beitni — Og samt; lífsótti. Að vera: Steinhús. BílL Peningar. Nöldursöm kona — eða: Mál- verk. Ljóð. Fugl: Allt. — Og þegar hún var farin og við sem höfðum elskazt allt kvöldið og legið nakin hlið við hlið, sagzt elska og elskað, fann ég enn betur hve stutt hil var á milli okkar og hve einfalt væri að brúa það — að- eins ef ég hefði hugrekki til þess að segja henni allt. Allt. En mig — ég var ekki sjálfum mér líkur, ég var strax farinn að gera mér eitthvað upp og leika — sanit vissi ég að eina leiðin til að hún skildi mig væri að ég kæmi hreinn tU dyra — dyldi ekkert — rifi niður grímuna. — En ég var strax farinn að flýja — flýja vegna nálægðar hennar . .. Ég stóð upp. Hellti í glösin. Settist. — Hann horfði í gaupnir sér. Þetta flöktandi augnaráð. Þessar vandræða- legu hendur. Og hún hafði elskað hann. Hún: Fuðrandi hlátur í vorlaufinu. Kitlandi skrikjur í grasinu. Ilrekkja- lómur. Mildi jarðarinnar. Blóm- bali við fljótið. Jarðremma og niður fljótsins; þungur þungur... Ilann leit upp. Tók sígarettu af borðinu. Reykurinn streymdi út um vit hans. Fótatak. Einhver á hæðinni fyrir ofan á leið á salemi. Syf j- aður og andfúll þreifar hann út hálfrokkinn ganginn. Þögn. Glamur. Streymi vatns í rörum. Aftur fótatak. Þögn. Ærður af spunahljóði ástar sinnar finnur elskandinn ölv- anda hömnds snerta vit sín. Hann sleppir örskotsfugli til- finninga sinna. Elskar líkama sinn. Þörf sína. 'EIskar sjálfan sig vegna ástar sinnar. Al- gleymi — og síðan: Angur- værð. Marrandi tímans. Hræðsla. Hann skynjar fárán- leika gleði sinnar og spyr: H vers vegna? — Og þegar hún var farin og ég ekki lengur undir nálægð hennar og gat aftur horft ó- truflaður á hlutina — fann ég enn betur en áður nauðsyn þess að ég segði henni allt — segði henni frá öllu helvítis húmbúkkinu og þrasinu — segði henni hvað ég vildi innst inni í mér. — En ég vissi að ég gat það ekki undir ná- lægð hennar, svo ég ákvað að skrifa henni bréf — skrifa henni bréf — bréf sem ég kallaði í leit að sannleika. . . . Tvístraður í skarkala heims- ins flýr einsetumaðurinn á vit kyrrðarinnar. Ósnertur af amstri líðandi stundar leitar hann jafnvægis. Þreifar í ein- semd. eftir brestum sálar sinn- ar. Reynir að hreinsa npp úr sárunum. Kemst nær éginu. Sér sjálfan sig í ugluspegli og hefur uppgjör sitt. — Og þegar ég fann aftur að tjaldið var fallið og ég var einn með hugsunum mínum — þurfti ekki lengur að leika — fékk ég mér blöð og byrj- aði að skrifa — já og ég kall- aði bréfið í leit að sannleika — og ég skrifaði um stelpur sem ég hafði séð og langaði til að sofa hjá — skrifaði um aðr- ar stelpur sem ég hefði verið með, um fylirí og skandala, um þörf mína til að vera frjáls og lifa. — En að ég elskaði hana samt, hana eina, því hún væri hamingja min og tilvera — hitt og hinar væru aðeins auka tónar í láfi mínu; hending, til- viljun, náttúran sjálf — eitt- hvað sem ekki yrði komizt hjá — því það væri einmitt það sem gæfi ást minni á henni gildi, það sem gerði ást mina raunverulega. Því til að geta elskað hana yrði ég að fá að lifa og til að geta elskað hana heitt, yrði ég að fá að lifa mik- ið og sterkt — þess vegna yrði hún að skilja þetta og þess vegna segi ég henni þetta — svo samband okkar gæti orðið jafn eðlilegt og lífið sjálft — óþvingað og frjálst — og ég skar á æðar hjarta míns og lét mér blæða á blaðið — duldi ekkert. Ekkert. Ekk- ert. Hann stóð upp. Lagði glasið á borðið. Drap í sígarettunni. Gekk að bókahillunni. Sneri baki í mig. Horfði á bóka- kilina. Andartök liðinna stunda. Kviknar í huganum: Grasið og remma jarðarinnar. Hlátrar. Hlaup. Þau féllu sam- tímis. Lyngið og mosinn. Hún byltist um. Róaðist. Ilörund . . . Hann settist aftur. Ég fann allt í einu að tíminn hafði liðið. Sofandi húsið. Mið- nætti. Tif klukkunnar á skápti- um. Aftur til í eyrum minum. Þessi stund okkar; nú — og ég mundi aftur okkar fyrstu kynni: Á skólagangi í frímínút- um fyrir mörgum árum hafði hann snúið sér að mér og sagt: — Spilarðu á trommur? — Já, svaraði ég. — Ég er að hugsa um að fara að Iæra á trommur hjá fín- um karli sem spilar í lúðra- sveitinni. ÞÁ: Hann: Bólugrafinn. Ofstuttar buxur. Græn peysa. Rúskinnsskór. Mömmustrákur; án móður sinnar hefði mis- kunnarlaust lifshlaupið troðið hann undir. Hún hafði fætt hann og borið undir belti. Grátið og glaðzt vegna hans. — Nú: fjarri móðurmjólk og ávítunarorðum. Gelgjuskeið. Þörf — samt fann hann enn skyldleika sinn við móður sína, eins og fræ sem er nýfokið af blóminu og skýtur fyrstu öng- um í mold — Annað líf. Annar maður. Menn. Kjallaraher- bergi. Vín. Hann tók glasið. Hallaði sér aftur á bak. Augu; urðu að að segja. IJppgjör? — Kannski ekki. Ennþá að leika? — Leik- ari þó aðeins einn áhorfandi sé eftir í salnum. Sprunga myndast í stíflu- garðinn. Fyrsta vatnið seytlar í gegn. Sverfur sárið. Stækkar sprunguna. — Og skyndilega: Stíflugarðurinn hrynur: Flaum- ur. — Ég skrifaði alla nóttina. Og þcgar ég liafði lokið við hréfið náði ég mér í umslag — stakk bréfinu í. Ég límdi umslagið aftur — skrif- aði nafnið hennar utan á — síð an lét ég umslagið í skrifborðs skúffuna — fór að sofa — En ég sagði henni allt. Allt. Ég sagði henni að ég vildi verða málari eyða lífinu sem lista- maður, ég sagði henni líka að 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H. janiúar 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.