Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Blaðsíða 4
520
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
J arðskjálftar
og húsbyggingar
hætta fyrir heilsu manna. Rök-
færsla þessi er ekki rétt.
Úr einni megatonn sprengju
kemur ein smálest af geislavirk-
um efnum. Tuttugu og fimm
hundraðshlutar af efnum þessum
falla til jarðar á sprengjustað.
Reiknað hefur verið út, að á 25.000
ferkm. svæði út frá sprengjustað
gæti maður orðið fyrir banvæn-
um geislaskammti innan tuttugu
og fjögra stunda. Hið geislavirka
ský, sem myndast við sprenging-
una, berst með veðri og vindum
á svipaðri breiddargráðu og
sprengingin fór fram, og það get-
ur borizt umhverfis jörðina, og
það jafnvel oftar en einu sinni,
og altaf dreifast úr því geisla-
virk efni. Af þessu sést, að hel-
skýið dreifist ekki jafnt um há-
loftin, heldur getur það hringsól-
að um jörðina langan tíma, og
getur það farið eftir veðurfari á
hverjum stað, hversu mikið úrfall-
ið er, enda þótt heildar geisla-
magnið fari minkandi. Þess vegna
er bráðnauðsynlegt að fylgjast
með úrfallinu á öllum tímum árs.
Og enda þótt geislamagnið fari
ekki yfir ákveðið hámark að með-
altali, þá er ekki þar með sagt,
að engin hætta sé á ferðum. Við
megum í þessu máli ekki bara
reikna með heildinni. Við verðum
að reikna með einstaklingunum,
og ekki aðeins í dag, heldur einn-
ig á morgun. Það er vitað, að
sumir einstaklingar eru næmari
fyrir geislavirkum áhrifum en aðr-
ir, og þess vegna kunna þessir
menn að vera dæmdir til þján-
inga og dauða, þótt geislavirkni
sé ekki talin komin á hættustig.
Geislavirknin þarf sjálfsagt ekki
að komast á hættustig til þess að
geta valdið skaða á erfðafrjóum
manna, er valdið getur því, að
tala vangefinna eykst, og ekki
heldur til að valda hvítblæðL
JARÐSKJÁLFTAR geta komið
hvar sem er á jörðinni. En þó eru
þeir tíðastir á vissum stöðum og
eru þar kölluð jarðskjálftabelti.
Stærsta jarðskjálftabeltið er
Kyrrahafið og strendur þess. Nær
það frá Alaska eftir endilangri
vesturströnd Ameríku suður í
Chile. Á hinn bóginn liggur það
um Aljúteyar, Kamsjatka, Japan
og teygir sig alla leið til Nýa
Sjálands. Annað jarðskjálftabelti
er um sunnanverða Asíu og nær
til Miðjarðarhafsins og landanna
þar um kring. En svo eru til
mörg minni jarðskjálftasvæði, svp
sem Vestindíur og ísland.
Annars er enginn blettur á jörð-
inni öruggur fyrir jarðskjálftum.
Má þar nefna tvö dæmi frá Banda-
ríkjunum. Árið 1886 varð ógur-
legur jarðskjálfti í Suður-Karolina
og hrundi þá borgin Charleston.
Þarna vissu menn engin dæmi
Hættan úr háloftunum er hér í
dag, og hún verður hér á morg-
un og næstu árin. Við, sem erum
nú fullorðnir, þurfum ekki að vera
í neinni verulegri hættu, hvað
heilsuna snertir, en við verðum
miklu fremur að hugsa um líf og
framtíð barna vorra, þeirra, sem
nú eru fædd, og þeirra, sem óborn-
ir eru.
Þess vegna megum við ekki
sofna á verðinum, og loka aug-
unum fyrir hættunni.
(í næstu greinum er rætt um hin
skaðvænlegu áhrif geislavirkra efna
iikamann).
jarðskjálfta áður. Annar jarð-
skjálfti ,og hinn mesti er komið
hefir í Norður-Ameríku, kom fyr-
ir hálfri annari öld í Mississippi-
dalnum. Þar varð þá jarðfall
þannig að stór landspilda sökk
10—15 fet. Er þar nú síðan stórt
vatn, sem heitir Reelfoot.
Síðan farið var að mæla jarð-
skjálfta, hafa menn getað gert
sér nokkra grein fyrir mismun-
andi ofurmagni þeirra. Orka þeirra
er mæld í stigum á svonefndan
Gutenberg-Richter mæli og 62-
faldast orkan við hvert stig. Tví-
vegis hafa komið svo öflugir jarð-
skjálftar að orka þeirra hefir
mælzt 8,9 stig. Báðir áttu þeir
upptök sín úti í hafi. Varð annar
þeirra 31. janúar 1906 úti fyrir
norðurströnd Ekvador, en hinn
varð 2. marz 1933 í hafinu austur
af Japan.
Jarðskjálftinn mikli í Assam
15. ágúst 1950 reyndist að orku
8,7 stig. Þá rifnuðu Himalaja-
fjöllin, skriður stífluðu ár og
mynduðust þar mikil vötn, sem
ollu ógurlegu tjóni þegar skriðu-
stíflurnar sprungu.
Jarðskjálftinn í Chile 21. og 22.
maí í vor, mældist 8,5 stig í hörð-
ustu kippunum. Jarðskjálftinn,
sem lagði San Fransisco í rústir
1906, mældist 8,2 stig að styrk-
leika. Þessir miklu jarðskjálftar
eru að orkumagni á við 12.000
kjarnasprengjur eins og þá, sem
varpað var á Hiroshima.
Minnisstæðastir verða þeir jarð-
skjálftar, sem mannskæðastir eru
og valda mestu tjóni á eignum