Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1961, Blaðsíða 14
194 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Er hœgt aö stöÖva hvirfilbyl? Hvirfilbylur fer yfir land. Á HVERJIJ ári valda hvirfilbyljir miljónatjóni í Bandaríkjunum. Tíðastir eru þeir á tímabilinu frá apríl til júlíloka, eða um 68%. Hættan er mest um miðbik ríkj- anna, frá Texas til Ohio, enda er sá landshluti nefndur hvirfilbylja- slóð (tornado alley). Sjaldgæfari eru þeir í Norðurríkjunum og á Vesturströndinni. Hvirfilbyljirnir fara um landið sem skýstrokkar og snarsnúast um sjálfa sig eins og skoppara- kringla. Og snúningshraðinn er geisilegur. Er talið að vindhrað- inn í þessum skýstrokkum geti orðið um 750 km. á klukkustund. Ekkert stenzt fyrir þeim. Þeir velta um koll þungum járnbraut- arlestum. Þeir mola hús eins og það væri spilaborgir. Þeir kippa stærstu trjám upp með rótum. Menn og skepnur, sem fyrir þeim verða, takast hátt á loft upp og um, en orðnar þá svo blautar og þreyttar, að þær gáfust upp á leið- inni. En hefðu þær farið undan veðrinu út í Bæi, hefðu þær eflaust komizt af, en það hefir togað í óvissa um Ólaf og Edelríði og gamalmennin heima. Margrét var fædd 1808, dóttir Jó- hönnu Gísladóttur og Bárðar Bryn- jólfssonar á Lónseyri; Þuríður var fædd 1833; Guðrún fædd 1834. Þetta er ritað eftir sögn Guðríðar Jónsdóttur konu Ólafs, sem getur í sögunni. Margrét var móðir Ólafíu Þórðar- dóttur, ömmu minnar. Hún var vinnukona á Armúla þegar þetta gerðist, en giftist síðar Engilbert Kol- beinssyni. Sonur þeirra, Guðmundur, faðir minn, fæddist á Lónseyri og átti þar heima alla ævi, 88 ár. Bjarni J. Guðmundsson. er svo slöngvað til jarðar með miklu afli. Hvirfilbylurinn sjálfur, eða ský- strokkurinn, er varla nema 2—3 km. að þvermáli niður við jörð. En þeir geta farið langa vegu og skilja eftir sig slóð eyðilegging- ar. Varla er öruggt skjól fyrir þeim nema í sterkum kjöllurum. Ef menn eru staddir á víðavangi, þar sem fellibylur fer yfir, er eina bjargarvonin að fleygja sér niður í skurð eða djúpa dæld. Vegna þeirra hervirkja, sem hvirfilbyljir gera árlega, hafa menn verið að velta því fyrir sér, hvort ekki sé hægt að stöðva þá og eyða þeim, eð«a að minnsta kosti að komast þegar að því, þeg- ar hvirfilbylur er að myndast, svo hægt sé að vara menn við hættunni. Hafa því farið fram miklar rannsóknir á hvirfilbyljum á undanförnum árum, þó aldrei meiri en árið sem leið, og enn verða þær auknar á þessu ári. Fjölda mörgum athuganastöðvum og ratsjárstöðvum hefir verið komið upp í þessu skyni þar sem mest er hættan á að hvirfilbyljir myndist. Með þessu móti hefir stundum tekizt á undanförnum árum að segja fyrir um hvenær hætta sé á að hvirfilbylur mynd- ist og hvaða stefnu hann muni þá taka. Tilkynningar um það eru birta/ í blöðum og útvarpi, og í sjónvarpi er sýnt hvar mestar líkur eru á að hvirfilbylurinn fari yfir. Er þá jafnframt skorað á fólk að vera vel á verði og forða sér í tíma. Þegar hvirfilbylur hefir mynd- azt, eru höfð úti öll spjót til þess að rannsaka hann sem bezt, og stendur eigi aðeins veðurstofan að slíkum rannsóknum, heldur einnig margar aðrar stofnanir. Flugvélar eru sendar á vettvang og eru þær útbúnar allskonar mælingatækjum, en úr mæling- um þeirra eru svo rafeindaheilar látnir vinna. Á þennan hátt hafa fengizt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.