Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1960, Blaðsíða 1
29. tbl. JMgiirjpieMaMjts Sunnudagur 4. september 1960 bóh XXXV árg, Sumargisting í Hlíðardalsskóla ÖLFUS er vestasta sveit Suður- landsundirlendis, en einangruð milli Ölfusár og fjalla. Sveitin er í laginu sem skakkur þríhyrningur, og innst í kverkinni er hið mikla jarðhitasvæði, þar sem Hveragerði hefir risið upp á seinni árum. Á sléttunum vestan undir Ingólfs- fjalli hefir risið upp eitt af mynd- arlegustu nýbýlahverfum landsins. En vestast í þríhyrningnum er Hlíðardalsskóli. í þessari sveit hef- ir því nýi tíminn haslað sér völl um framkvæmdir. Annars var sveitin þéttbýl áður, því að þarna var hið ágætasta slægjuland, og sýnist eins og einn akur þegar horft er yfir það af Kambabrún. Hér eru hinar kunnu Arnarbælis- forir, þar sem var álíka uppgripa heyskapur og í sjálfri Safamýri. Norðan að sveitinni hefir náttúr- an hlaðið voldugan skjólvegg, háar hlíðar, sem ná vestur fyrir kirkju- staðinn Hjalla og enda þar í svo- kallaðri Skóghlíð. Verður þarna hlið og fram úr því hefir Eldborg- arhraun runnið, en vestan við það taka aftur við slitróttar hlíðar og undir þeim stóðu hinir svonefndu Hlíðarbæir áður, Vindheimar, Breiðabólstaður, Litlaland og Hlíðarendi. Þessi byggð blasir við sól og því er heitt þar þegar sólin er jafn gjafmild á geisla og hún hefir verið í sumar. Og hvar myndi þá vera æskilegri staður til þess að njóta sumarblíðunnar? í Hlíð- ardalsskóla er tekið á móti sumar- gestum, og þess vegna lögðum við leið okkar þangað um miðjan ágúst. Farið er úr Hveragerði vestur með hlíðunum, sem gnæfa hátt við loft með dökkum klettabrúnum. Á aðra hönd er samfellt graslendi niður að Ölfusá, sem liðast þar breið meðfram byggðinni og verð- ur seinast sem stórt stöðuvatn yfir að líta. Hér eru sögustaðir hver af öðr- um. Fyrst er það kirkjustaðurinn Hjalli, þar sem Þóroddur goði bjó og síðan Skafti lögsögumaður, son-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.