Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Blaðsíða 12
{ 464 w LESBÓK MORGUlSrBLAÐSINS þar sem minnismerki Thorsteinsson- hjónanna stendur. Mun sá blettur með tímanum setja svip á bæinn, og það verður enginn ólundarsvipur. !!i- _________ Cí* \ Kirkjan. I kaþólskum sið var hálfkirkja í Bíldudal, en sóknarkirkjan var í Otradal. Árið 1906 var svo reist vönduð kirkja úr steinsteypu á Bíldu dal og stendur niðri á eyrinni. Þar er enginn kirkjugarður og voru lík jafnan greftruð að Otradalskirkju, þangað til 1926 að nýr grafreitur var gerður í túni Litlueyrar fyrir botni vogarins. Otradalskirkja var síðan lögð niður og rifin fyrir nokkr- um árum, en lítið líkhús reist þar í , kirkjugarðinum. i, Í Bíldudalskirkju eru nokkrir gamlir munir, sem fluttir voru þang- að úr Otradalskirkju. Má þar fyrst ; nefna altaristöflu ,sem nú er ekki \ yfir altari, en hangir þar á vegg. A I, henni stendur ártalið 1737. Er hún 1 í tvennu lagi. í boga að ofan er mynd ‘ af krossfestingunni, en aðalmyndin ; er af kvöldmáltíðinni. Þar undir \ stendur þetta: O, Menniske vist du betænke min bittre pine og död. . Jeg vil dig igien skienke ; j, Livet for den evige död. Þá er þar prjedikunarstóll og stend- ur skráð á hann að hann sje gefinn Bíldudalskirkju af ekkju Johan Kleins, kaupmanns í Patreksfirði og Bíldudal árið 1699. Johan Klein var fógeti og umboðsmaður Henriks Bjelke og rak verslun á þessum stöð- I, um 1684—1689 og ekkja hans eftir 1 hann. Yfir prjedikunarstólnum er *u iúinirm og stendur letrað á hann að hann sje gefinn af Benediks Hans* son Storgh kaupmanni á Bíldudal árið 1699. Á prjedikunarstólnum eru fimm fletir og á þá málaðar myndir af Kristi og postulunum Páli, Pjetri, Jóhannesi og Matthíasi. Þá er þarna skírnarfontur áttstrendur og eru ritningargreinar skráðar á annan hvorn flöt, en á hinum flötunum rósaverk, nema miðfletinum, þar er mynd af skírn Jesú. Áletranirnar á þessum kirkjugripum hafa verið orðn ar máðar og sums staðar lítt Iæsileg- ar. Hefur þá einhver verið fenginn til þess að skíra þær upp með hvítri málningu, en svo illa hefur tekist til, að öll stafagerðin hefur brjálast og sums staðar mislesið, svo að hin nýa áletrun en verri en einkisvirði. Hin nýrri altaristafla er máluð af Þórarni Þorlákssyni árið 1916 og var hún gefin kirkjunni af þeim bræðr- um Hannesi B. Stephensen og Þórði Bjarnasyni, sem þá ráku verslun á Bíldudal. Myndin á þessari altaris- töflu er samskonar og sú sem er á altaristöflunni í Fossvogskirkju. Hún er af Maríu Magdalenu við gröfina þegar Kristur birtist henni og segir: Kona, hví grætur þú? Að öðru leyti eru altaristöflur þessar mjög ólíkar og er fróðlegt að bera þær saman. Einn gripur þarna fanst mjer bera af öllum öðrum. Það er ekki forn- gripur heldur framtíðargripur. Þetta er stór bók og þykk í sterku bandi og heitir Minningabók. Framan á hana er skrautletraður þessi formáli: „Bók þessa hafa gera látið aðstand endur þeirra, er fórust frá Bíldudal með vjelskipinu Þormóði hinn 17. febrúar 1943. Hún á að geyma minn- ingar, svipmót og æviatriði þeirra, er svo sviplega voru á burt kallaðir. Einnig er bókinni ætlað, meðan rúm leyfir að taka við myndum og minn- ingum um aðra, er deya úr bygðar- laginu, og verða þannig byrjun að merkilegum menningararfi óborinna kynslóða. Drottinn gefi dauðum ró, hinum líkn er lifa“. Næst er svo skráð frásögn af Þor- móðsslysinu. Farþegar frá Bíldudal voru 21 með skipinu, þar á meðal sóknarpresturinn sjera Jón Jakobs- son, og af áhöfn skipsins voru þrír frá Bíldudal. Næst kemur svo skrá um nöfn allra þeirra er fórust og síðan koma myndir af þeim og æviágrip hvers. Þar á eftir koma svo myndir og æviatriði annara, er látist hafa síðan og byrjar á sjera Jóni Árnasyni, er var seinasti prestur í .Otradal og fluttist til Bíldudals árið 1906 og þjónaði þar síðan. Það var mikið og sviplegt áfall fyrir Bíldudal að missa þarna 24 mannslíf í einum svip og má óhætt fullyrða að sorgin hafi þá heimsótt hvert einasta hús í þorpinu. Hjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.