Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1948, Blaðsíða 1
Prófessor dr. Richard Beck: GÓÐSKÁLD OG GÖFUGMENNI VJER minnkum á því að gleyma og glata þeim dýrkeyptu jner.ningarverð- mætum, sem gengnai kynslóðir haía látið oss í arf. Vjer vöxum að sama skapi, menningarlega talað, við að varðveita slíkar erfðir og gera þær scm ávcxtaríkastar í lífi voru og starfi. Þetta á ekki síst við um rninn- inguna um þá mcnn og konur, sem með frjósömu ævistarfi s nu og göfug- mennsku hafa auðgað oss í andlegum skilningi, gert líí vorl litbrigðaríkara, og stráð veg vorn samferðamanna sinna blcmum gleði og gæða. Maðurinn, sem vjer minnumst hjer í dag, Jóhann Magnús Bjarnason, skáld, átti áreiðanlega heima í þeim flokki, hvort sem litið er á ævistarí hans eða góðhug hans og framkomu í garð samferðasveitarinnar. Um það munu allir þeir, er báru gæíu til að kynnast honum, verða sammála. Og afhjúpun Jæssa minnisvarða hans cr cinmitt órækur og fagur vottur þcss. hver jtök hann á í hugum sveitunga sinna og annara vina og aðdáendu, nær og fjær. Með þeim hætti er hon- um einnig goldin að nokkru sú þakk- arskuld, sem vjer íslenskir menn og konur í landi hjer stöndum í við hann, og landar hans beggja megin hafsins. Tel jeg mjer það mikinn Hinn 25 júlí í sumar var afhjúpaöur í Elfros, Saskatcheican, minnis- varöi, sem landar vestra hafa reist góðskáldinu Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni. Við það tœkifœri flutti próf. dr. Richard Beck þessa minningarrœðu um skáldið. Jóh. M. Bjarnason. sóma, aö eiga, með þátttöku minni í þessari minningarathöfn, hlut i greiðslu þeirrar skuldar við vorn horfna vin, góðskáld og göfugmenni. því að jeg átti honum að þakka, cins og fjölmargir aðrir, trygga vináttu áratugum saman, auk ánægjunnar og hins anulega gróða, sem lestu’' rila hans. hcfur veitt mjcr. „Minning þeirra, cr afrek unr.u, yljar þeim, sem verkin skilja“. Sannleiksgildi þeirra orða Da\ íðs Steíánssonar verður oss sjerstaklega augljór' þessa rtund, og þau snerta næma strcngi í brjóstum vorum, er minnir.gin um Jóhann Magr.ús Bjarnj son fyliir hug vorn og hitar oss um hjartarætur. Margs er einnig aö minn- ast, þcgar vjer, af þessum sjónarhóli, rennum augum yfir æviferil hans, rit- höfundar og menningarstarf. Ljóðskáldið. Vjcr minnumst Ijóðskáldsins. „Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð“, sagði Einar Benediktsson spaklega. Jóhann Magnús Bjarnason orti nokk- ur slík ljóð, kvæði, sem eiga sjer lífs- gildi, af því að þau eru sprottin upp úr jarðvegi lífsins sjálfs, ávöxturinn af reynslu skáldsins, eigin athugun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.