Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1943, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 þegar Jóhannes á Borg glínuli við Hússa Iísafold frá því í febrúar 1910 er brjefkafli frá Jóhannesi Jósefssyni, er hann skrifaði í desember 1909 í Pjetursborg, nú Leningrad, en þá var hann fyrir nokkru byrjaður á að sýna íþrótt ir sínar í erlendum fjölleikahús- um. . . . Jeg hefi verið hjer í sama leikhúsinu (Circus Ciniselli) síð- an jeg skrifaði síðast. Daglega glímt við einhverja rússneska beljaka, stundum við 2—3 á dag. í fyrstu voru boðnar út 500 rúblur þeim er staðið fengi í mjer 5 mínútur, en seinna var fjárhæðin færð niður í 200 rúbl- ur. En enginn hefir unnið það fje enn. En aðsóknin er mikil. Verstur þeirra, er jeg hefi feng ist við er Pilskov, sá er jeg skýrði frá síðast. 1 fyrrakvöld glímdi jeg við dólg einn mikinn, sem sagður er 400 pund (rúss- nesk) að þyngd og lyftir 480 pundum. Hann fjell er liðnar voru 23 sekúntur og það svo glæsilega að bæði herðablöðin námu við gólf. Jeg hafði orð á því við leik- hússtjórann að jeg hefði heyrt, að Kósakkar suður í Kákasus hefðu glímu líka þeirri íslensku. Hann skrifaði suður og spurðist fyrir um þetta. Bauð hann, að ef slík glíma eða þvílík væri þar iðkuð að senda glímukappa hing- að norður til að fást við mig, og bauð að borga ferðirnar fram og aftur og líklega eitthvert kaup. Jú, viti menn! Eftir hæfilegan tíma kemur hingað garpur mikill og vasklegur, í rauðum þjóðbún- ingi, með rýting við belti og skammbyssu og ósköpin öll af „patrónum“ og álnarháa skinn- húfu á höfði Kvaðst hann vera hjer kominn í boði leikhússtjór- ans að fást við Islendinginn. — Hafði hann æft sig um þriggja vikna tíma undir viðureignina, og síðan lagt af stað — 3 dag- leiðir á járnbraut. Viðureignin stóð í gærkveldi og lá Kósakkinn eftir 2 mín. og 3 sek. Skrambi hnellinn náungi, en illa að sjer í íslenskum brögð- um! / Leikhúsið var troðfuit, og óp- unum og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Jeg klappaður fram mörgum sinnum. Leikhússtjóranum þótti svo mikils um þetta vert, að hann framlengdi samninginn við mig og hækkaði kaup mitt. ★ Um þennan Pilskov farast Jóhannesi svo orð í brjefi, sem birt var í ísafold 1909: Við allmarga Rússa er jeg bú- inn að fást, og var sá þeirra langverstur, sem jeg átti við í fyrradag, enda er hann sagður mestur fangbragðarefur í öllu Rússaveldi. Hann heitir Pilskov, hefir afl mörgum sinnum meira en jeg og er illvígur í þokkabót. Viðureignin við hann er hin harð asta, er jeg hefi átt í. Hann tók í fótinn á mjer og sveiflaði mjer um alt leiksviðið og yfir höfði sjer. En þegar að gólfi kom, fjekk jeg þó jafnan komið „öngunum“ fyrir mig. Loks fjekk jeg þó náð tökum og neytt mín. Urðu þá allgreinileg leikslok, og fjell del- inn flatur til jarðar eftir 1 mín- útu og 37 sek. viðureign. En mjer er það óskiljanlegt enn, að hann skyldi ekki mölva í mjer hvert bein, svo var að- gangurinn svakalegur. líkast því, er tekið er í skott á skepnu og hausnum slegið í stein eða mjöl- poka slegið við vegg til hreins- unar. Skeinu fjekk jeg þó enga eða áverka, því að „angamir" hlífðu og leikslokin bættu úr að fullu. Við lögðum undir 500 rúblur hver (1400 krónur), og voru mjer afhent þær þar á leik- sviðinu. Áhorfendum mun hafa þótt nóg um, sumum hverjum, en fjarri fór því, að hann fengi hrist úr mjer kjarkinn, dólgurinn rússneski. Jeg er til í aðra „bröndótta“ við hvern sem er, enda er það hin besta hressing að taka svona spretti við og við. Stauning við ,Gullna hliðið4 I dönsku blaði í Vesturheimi ^ birtist smásaga á þessa leið: Þegar Stauning heitinn kom upp til Himnaríkis og hitti Lykla Pjetur varð Pjetri ekki um sel. Honum fanst hinn skeggjaði gest ur svo keimlíkur sjer, að hann kunni að vilja verða eftir- maður sinn, og það í óþökk Pjet- urs. Sneri Pjetur sjer til Drott- ins og skýrði honum frá þessu hugboði sínu, og væri honum um og ó að hleypa þessum skeggjaða Stauning inn, ef ske kynni að hann, vildi koma í Pjeturs stað. O, vertu blessaður, sagði Drott inn. Láttu ekki svona Pjetur. Engin hætta. Jeg þekki mann með pínulítið efrivaraskegg, sem er að reyna að trana sjer fram og koma í staðinn fyrir mig. Getið þið áfellst hana? Kona ein í Bandaríkj- unum sótti um skilnað við mann sinn af ofur einkenni- legum — en skiljanlegum ástæð- um. — Hinn ástkæri eiginmaður hennar hafði neytt hana til að jeta sápu, og kleip hana svo og kitlaði stanslaust meðan hún var að því! Hún fjekk skilnaðinn! ★ „Þegar við erum gift, þá þarf jeg að fá tvær vinnukonur". „Þú skalt fá 30, elskan mín, eiv ekki allar í einu“. ★ „Við konurnar berum þjáning- ar okkar með þögn“. „Já, jeg hef tekið eftir því, hve þið þjáist, þegar þið verðið að þegja“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.