Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1929, Blaðsíða 1
48. tölublaS. Sunnudaginn 1. desember 1929. ÍV. á,ígangur. Eftir Dr. Rrnasafn. lón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn. íslensk handrit bárust óvíða á miðöldum, eins og vænta mátti um bækur á jafó fálesinni tungu. Ut- an íslands var þau einkum að finna i Noregi og ofurlítinn slæð- ing í Svíþjóð, en engin í Dan- mörku, svo að sjeð verði. Á 16. öld tóku Danir að leggja kapp á að rita sögu sína og safna til hennar heimildum. Þetta leiddi til þess að stoku maður gerðist til þess að veita athygli þeim forn- bókum, sem geymdar voru í Nor- egi, einkanlega konuugasögruium. Þá voru enn til í Noregi menn, sem komust fram úr norrænum skinn- bókum án mikilla erfiðismuna. Þeir voru nú fengnir til að snúa konungasögunum á dönsku. Bn til íslands var fyrst um sinn ekki leitað, sjálfsagt blátt áfram af því, að vísindamenn í Danmörku höfðu enn ekki komist á snoðir um að þangað væri neinn þvílíkan fróð- leik að sækja. Sá sem fyrstur varð til þess að beina athygli danskra fræðimanna að handritum á íslandi var Arn- grímur lærði. Amgrímur hafðist við í Kaupmannahöfn veturinn 1592—3 og kyntist þá helstu sagn- fræðingum Dana. Hann hefir kunn að þeim þau tíðiudi að segja. að á íslandi væri fjöldi til af gömlum sögum, sem ekki mundi ráðlegt að ganga fram hjá, þégar efni væri safnað í Danmerkursögu. Sagn* fræðingarnir fengu því áorkað, að Dr. Jón Helgason. Arngrímur var þegar ráðinn til að spyrja uppi handrit á íslandi, og þýða úr þe'im alt, sem þeim gæti komið að haldi. Þetta verk vann hann á næstu árum. Aftur safnaði Arngrímur ekki handritum til eignar nje. sendi úr landi, svo að neinu næmi. En upp frá þessu tóku bóka- menn og fræðimenn meðal Dana að renna augum til íslands, og síð- an stendur yfir sifeldur útflutn- ingur handrita þaðan til annarra landa, einkum Kaupmannahafnar, uns ekkert nefna úrgangur er eftir. íslendingum hefir að vonum ver- ið tamt Sð saka forfeður sína um hirðuleysi og ræktarleysi, bæði í því, hvílíkri meðferð handritin sættu, og eigi síður i þvi, hversu fúslega þeir ljetu þau af hendi. Skeílurinn bytnar þó jafnan á 17. aldar mönnum einum, enda eru ótölulegar menjar um trassaskap þeirra í þessu efni. Þeir ljetu hand ritin fúna og slitna, þeir höfðu þau óvarin, svo að fyrsta og síðasta blaðsíðan máðist og varð ólesandi, þeir ljetu blöð tínast frarnan af og aftan af og innan úr, og stundum losnuðu heilar bækur sundur og blöðin fóru á víð og dre'if. En þá var glötrmin vís, því að eftir að blöðin voru orðin stök, ^vo að ekki varð nóð í heildarlega sogu áf þeim hafði fólk ekkert gaman af þeim lcngur; þá voru sum tekin til að láta utan um reikninga, kver og þess háttar, sumum var fleygt og sum notuð til enn ólíkle'gr'i hluta. Árni Magnússon eignaðist blöð út ágætri skinnbók að Sturlungu, sem höfðu verið klipt í snið. He'ilar bækur munu jafnan hafa þótt góð eign, en óheilar voru þær lítils metnar. En það sem sannanlega hefir farið forgörðum af handritum á íslandi er svo ótrúlega mikið, að 17. aldar menn hafa ekki getað annað þeirri tortímingu einir sam- an. Ekki þarf annað en minnast þess, hver fjöldi rita var saminn 4 íslandi frá því skömmu eftir 1100 þán&'rfð til um miðbflc 14. aMar:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.