Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 7
LBflBÓK MORGUNBLAÐSINS 367 Tvö kvæði eftir H. Hamar. í bjaraianum. Ná tunglið í silfri sólar skin sem svanur í næturför. Og mjöllin er sveipuð í silkilín og sefur með rós á vör. Og inni er hlvtt og undurrótt, frá ofninum bjarma slær. Þar vaki’ eg um bjarta vetrarnótt á vori’ er í anda grær. í bjarmanum situr brúður mín og brosir svo föl og hljóð. Úr augunum þögul ástin skín sem óort en hugsað ljóð. 1 bjarmanum höldum við brúð- kaup vort og byrjum vort fyrsta ljóð, en það mun ei fyr til enda ort en útsloknar bjarmans glóð. 1912. » Vöggmlag* (Santa Sanna við leiði drengsins síns). Þar sem vaggan var, vonin mín, gröfin er. Vakti’ e'g og vagga þar, vagga, er húma fer, og klukkurnar í hjarta mínu hringja. Heyrðu þeirra hljóm! Heyrðu, guð! — Það er hann! Talar hver tónn sem blóm! Talar alt, sem hann ann! er klukkurnar í hjarta mínu hringja Guð nú barnið ber brosandi ljósinu í! Altaf hann mætir mjer, meðan jeg vagga því, og klukkurnar í hjarta mínu hringja. 19-15. * Úr Santa Sanna, 3. þætti, ó- þrentuðu leikriti eftir mig í 4 þáttum. Trúlofunin margumtala-ða. Hjer á myndinni sjást þau Umberto ríkiserfingi ítala og kærasta hans, Maria José, einkadóttir belgisku konungshjónanna. Umbgrto prins er 25 ára að aldri en prinsessan 23 ára. Á myndinni sjást líka foreldrar hennar, Albert Belgakonungur og drotning hans. — Það er mælt, að ekki hafi stjórnmálame'nn ríkj- anna komið þeim Maria José og Umberto saman, heldur hafi ,þau fyrir löngu lagst á hugi. Hafa þau oft hitst og í brúðkaupi Amadeos hertoga af Puglia, sem haldið var i Neapel í nóvembermánuði 1927, tóku þau sig út úr og voru altaf saman. — Eins og kunnugt er, var Umberto prins sýnt banatilræði meðan hann var í Bryssel. Vakti það óhemju mikla gremju í ítalíu og voru blÖðin bálvond og skömmuðu aðallega Frakka fyrir það, að þeir gæfu griðland þeim mönnum, sem sætu á svikráðum við stjórnarfarið i ítalíu. Prinsinn sjálfur tók sjer þetta ekki nærri, en þegar hann fór frá Bryssel (25. okt.) var varð- liðið í borginni tvöfaldað og eins lífvörður hans, svo að ekkert slys skyldi koma fyrir. Til vonar og vara hneppti lögreglan 50 grunsama Itala í fangelsi og sleppti þeim ekki aftur fyr en prinsinn var kominn á stað. — Brúðkaup þeirra hjónaefnanna fe*r fram í vetur. Var fytst um það rætt, að páfinn mundi sjálfur gefa þau saman í Pjeturskirkj- unni í Róm, en úr þvi verður ekki, heldur verður það fulltrúi páfa sem giftir þau og fer sú athöfn fram i annari kirkju. Sæli nú, Pjesi! Fyrir sex árum hitti lögreglu- þjónn á götu í Turin, bónda nokk- urn, sem var afar ankannalegur. Og er lögregluþjónninn gaf sig á tal við hann, vissi bóndinn hvorki hvað hann hjet nje hvar hann- átti heima. ‘Var því farið með hann í geðveikrahæli og öll hugs- anleg ráð reynd til þess að grafa það upp, hvaðan hann væri. En það kom fyrir ekki. Og svo gekk hann undir nafninu „ókunni bónd- inn“ þarna í hælinu. Fyrir nokkru kom ferðamaður til hælisins til að vitja um ætt- ingja sinn, s£m þar var. Úti í garðinum rakst hann á „ókunna bóndann" og þekti hann þegar. Þeir höfðu verið nágrannar. „Nei, sæli nú, Pjesi!“ kallaði hann. —• Þegar hinn heyrði nafn sitt nefnt, var eins og hann losnaði úr álög- um. Hann kannaðist við nafnið, þekti nágranna sinn og mundi nú eftir öllu, sem á dagana hafði drifið. Með öðrum orðum varð hann þarna albata á svipstundu og var þegar „útskrifaður" af hæÞ inu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.