Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 6
LÉSBéK MORGUNBLASSINS. 4. apríl 19á6. tí Kvenvargur. Uugverska kvikmyndakonan Lya de Putti, sem er einhver frægasta leikkona í Þýskalandi, er hið mesta forað í skapi eftir þvi sem erlend blöð herma. Einu sinni fann hún upp á því að henda sjer út um glugga á þriðju hæð — bara af því að einn af kunningjum hennar vildi eigi fara mcð hana til St. Moritz. Nú heíir húu aftur vakið um- tal almennings rneð framkomu sinni, því að hún hefir höfðað mál gegn ráðsmanni sínum. Hann er amerískur og heítir Sam Rach- mann. Samkvæmt samningi þeirra á hann að fá í sinn hlut 25 % af fyrstu 100 þús. mörkunum, sem hún fær á ári fyrir leik sinu, en 50 % af því sem þar er fram yfir. Lya krefst þess nú, að samningur þe3si verði feldur úr gildi, því að hann sje mjög ó- sanngjarn Rachmann þurfi ekki annað en tala í síma svo sem tvær mínútur og á þeim tíma ræður hann hana til þess að leika í fjórum myndum fyrir 100 þús. maika kaup. Og fyrir það eigi hann að fá 25 þús. mörk. En hún verði að vinna baki brotnu í marga mánuði fyrir sínum hluta. Og ef samningurinn sje um meiri laun þá hirði Rach- mann nær alt af því — Lögmað- ur Rachmanns heldur því fram að hún þurfi ekki anuað en neita að skrifa undir leiksamningana ef hún sje óánægð. Rhodymenia palmata. Eftir Halldór Kiljan Laxness. (Eftirprentun bönnuð). I. (Aftan á nafnspjald). Þú ert seni söngur í sefi eða seimur í gömlu stefi, og mjer gleymast aldrei, aidrei þín ástblíðu sorgarhót .... Blessi nú Guð þína lituðu lokka og ljái þjer nýja bómullarsokka, vefji sál þína silki og signi þinn tæpa fót, að hann steyti ekki framar við — 1 -.. 2 .. 3 — grjót! — og geymi þig helst í hylki. II. (Einsöngur með þremur harmonikum). Komdu og skoðaðu í kistuna mína í kærleikans aldingörðum á jeg þar nóg, sem mjer hafa gefið í minningu sína meyjarnar allar sem jeg rak út í skóg. (Blandað kór gervimanna (marionnettes): Hvílíkar myndir og hvílíkar syndir og hvílík blekking og hvílík þekkking .... ! (Recitativ): Hve djúpir voru þeir dalir. En á traustari súlum standa tignari salir. Víðvappið. A fundinum í Genf átti að víð- varpa öllum ræðum fundarmanna, en það mistókst algerlega. Nú á að reyna nýja víðvarpsaðferð þegar Þjóðabandalagið heldur fund sinn í haust. Eignip þýsku fupstanna. Erkibyskupinn í Possau hefir nýlega látið það boð ú%anga, að hann muni bannfæra alla, er gangi til atkvæða um hvað gera skuli við eignir þýsku furstanna. Lýsir hann yíir því, að það sje hið hróplegasta brot á 7. boðorð- inu. Skorar hann á alla sann- kristna menn að sitja heima er atkvæðagreiðsla á að fara fram. III. (Niðurlag). Vökru lileypa járngráir víkingar vindum skygnda slóð; einatt framdi jeg undirferli og svíkingar, ástin mín góð, af því jeg kunni annarar gráðu líkingar eins og magurt jóð. IV. (Undirskrift.) O, ástkæra unga kven! þú veist jeg heiti Salómonsen, allra manna minstur á liæðum, kunnur af nýtískukvæðum, klerkar tala um mig í ræðum og segja: Ja, sá er nú ekki pen, mörg eru á honum missmíðin sjeú, Amén. Amen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.