Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 03.08.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 03.08.1897, Blaðsíða 2
114 ur sá heimtar«, sem er óákveðinn og hvernig getur hann hagað breytingum og blöndun jarðvegsins eptir ó- þekktum kröfum óákveðinna jurta? Sjer ekki höf. að hjer hefir hann alveg haft enda- ! skipti á hlutunum? Sjer hann ekki eins og hver hei!- vita maður hlýtur að sjá, að fyrst er að ákveða hvaða jurtir skal rækta, svo er að breyta jarðveginum og öll- um skilyrðum samkvæmt eðliskröfum þeirra og þær verður jarðyrkjumaðurinn að þekkja, Vanti hann þessa þekkingu, sem fóðurjurtafræðin á að veita honum þá verður allt hans jarðabótastarf hugsunarlaus eptir- öpun eða fálm út í bláinn. Þessi regla gildir jafnt hvort náttúran sáir hina yrktu jörð eða jarðyrkjumaðurinn gerir það sjálfur, gildir jafnt hvort »grasrótin er rist ofanaf jarðveginum áður, eða jörðin er rœktuð með grasfræsáningu« eins og höf. svo heppilega að orði kemst. Þar sem meinloka þessi er þungamiðjan í rökfærslu höf. gegn þeirri setningu minni, að fóðurjurtafræðin hljóti að verða aðalgrein ísl. búvísinda, þá leiðir þar af að sjálfsögðu að hinar aðrar röksemdir hans falla með henni allar og setning mín stendur óhrakin eptir sem áður. (Framh.). þjóðminningardagurinn. Það hefur verið bent á það af »Þjóðólfi« og öðr- um þar á eptir að nafnið »íslendingadagur« væri mjög illa valið fyrir mannfundi þá sem haldnir kynnu að verða hjer á landi 2. ágúst í minning þjóðhátíðarinnar eða byggingar íslands. — Vjer viljum því stuðla til þess að nafni þessu sje breytt og tekið upp nafnið Þjóð- minningardagur í þess stað framvegis. — í gær var hátíðin ekki vel undir búin, og varð því ekki nærri því til þeirrar skemmtunar sem ella hefði getað verið — enda var rigning nokkur fyrri hluta dagsins. — Tjöld voru fremur fá og lítið um bekki að sitja á. — Það var og óheppilegt að allar ræðurnar voru haldnar hver á eptir annari án nokkurs millibils, svo menn þreyttust fremur á þeim fyrir þá sök, enda þótt ræðumenn töluðu fremur laglega — eink- um Indriði Einarsson, fyrir minni Islendinga erlendis. Lúðraflokkurinn af Heimdalli og enskur hljóðfæra- flokkur af »Champion«, auk lúðraflokks Reykvíkinga, veittu bestu skemmtunina, og þótti mönnum því vænna um spil útlendinganna, sem mannfundurinn gat ekki álitist þess eðlis af herskipaforingjunum, að hægt væri að sýna honum hin venjulegu virðingarmerki, fallskot °g flögg, sem á sopinberri hátíð« og söknuðu menn þess mjög. — Lúðraflokkurinn og ensku spilararnir ljeku í- gætlega, og stóð dansinn stöðugt yfir allan tímann ept- ir því sem gjört var ráð fyrir á »programtninu«. Nýtt merki sást í skrúðgöngunni og yfir tjaldi kvenn- fjelagsins, hvítur kross á bláum grunni, og þótti öllum það ágætlega valið. —- Þetta sama merki sást og í smáflöggum við kapphlaupabrautina og víðar. Er líklegt að þetta flagg verði tekið upp í stað fálkans sem ætti að koma inn í »merki« landsins í staðinn fyrir þorsk- inn. Þar á fuglsmynd þessi heima en alls ekki í flagg- inu. Þess má geta, að leikfimis-klúbbur Reykjavíkur sýndi einnig íþróttir sínar og þótti það takast mikið vel. Eins og auglýst hafði verið reyndu menn ýmsar í- þróttir. Þeir sem verðlaun fengu fyrir þær, voru þessir: Fyrir glímur: Þorgrímur Jónsson söðlasm. úr Arnessýslu (i.verðl ). Guðmundur Guðmundsson (bókbindara) af Eyrarbakka (önnur verðl), Sigfús Einarsson úr Fljótsdal (þriðju verðl.). og Einar Þorgilsson frá Hlíð á Álptanesi (4. verðl.). Fyrir hlaup fengu þessir verðlaun: I. flokkur (6- -10 ára) Sigurður Markús Þorsteinsson 5 krónur. Þóra Brynjólfsdóttir, blómsturvasa. II. flokkur (10—12 ára) Vilhjálmur Finnsen 5 kr. III. flokkur (12—15 ára) Hannes Helgason 5 kr. IV. flokkur, karlmenn 15 ára og eldri Pjetur Þórð- arson, ferðaveski. Fyrir þriggjaleggja hlaup; Jón Lárusson og Júlíus Arnason 6 kr.. Fyrir langstökk Vilhj. Finsen seðlaveski ogúrfesti. Og fyrir hástökk fón Blöndal, stundakl. og seðlav. Þessir hestar fengu verðlaun; fyrir stökk: Einars ritstjóra Benediktssonar (grár að lit) 1. verðl. Siggeirs Jónssonar af Stokkseyri (grár) önnur verðl. Stefáns Jónssonar frá Arnarbæli í Grímsnesi (móa lóttur) þriðju verðl. Fyrir skeið: hestur Lárusar háyfirdómara Svein- björnssons (mósóttur) fyrstu verðl. Jóns Jónssonar alþm. frá Múla(rauðblesóttur) 2. verðl. og Tvede lyfsala (jarpur) þriðju verðlaun. Samræður. Það ber opt við, að þar sem nokkrir menn eru samankomnir, helst ef þeir eru mjög fáir, þá sitja þeir lengi þegjandi og er eins og þeir geti ekkert fundið upp til að tala eða enginn þeirra treystist til að hefja máls. Það getur staðið svo á, að einhver einn sje þar á meðal sem öllum hinna þykir sjálfsagður til þess að vekja sam- ræður um eitthvað, annaðhvort sökum þess að hann sje

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.