Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 15
31 tJnglingapróf liöfðu eigi komizt víða á siðastí. vor, en raÖ- gjörð framvegis. . . . _..... . ,, I’und. mælti með því að Bjarnanesskirkja fengi hljoðtæri, att- aristöfLu og nýjar klukkur. Fund. vildi koma 4 samtökum að afnema með öllu vmveiting- ar við jarðarfarir og takmarka veizluhöld við slík tækifœri. Hjeraðsfuntl Vestur-Skaptfellinga 2. sept., sóttu 3 prestar af 4 (1 prestakall óskipað) og 3 íulltrúar af 10. Samþykkt var að próf skyldi fara fram á hverju vori þar sem umgangskennsla ætti sjer stað. Borseti mælti með útbreiðslu Kirkjuhlaðsins. Samþykkt var að Káiíafellssókn yrði gjörð að sjerstöku presta- kalli með 400 kr. úr landssjóði og skyldi málið lagt fyrir næsta þing. Samþykkt var að hjeraðsfundir skuli eptirleiðis hyrjaðir með guðsþjónustu, og óskað, að þeir mættu haldast í júnímánuði. Fundarskýrslan er samin og send af prófasti. --------------------— Torfastaðakirkja i Biskupstungum var vígð á nýársdag, og voru við þá guðsþjónustu 335 manns, eða þreíallt stærri söínuður en tala fermdra manna í sókninni. Húsið er hið veglegasta, óg heíir söfnuðurinn við þá byggingu gjört það sómastrik — sem skylt er að minnast— að gefa rúmar 1300 kr. í peningum, auk skyldu- vinnu. Langmest gáíu þeir frændur á Vatnsleysu Halldór hóndi Halldórsson 500 kr. og Einar Guðmundsson 300 kr. Sóknar- menn vildu eigi leita samskota utansóknar, sem er alveg rjett regla, þegar eigi ræðir um upptöku ldrkju. Sjera Magnús Helgason á Torfastöðum skrifar Kbl. »Hjer stendur hún nú, blessuð kirkjan sem talandi vottur þess, að mikið má ef vel vill, og sem gleðilegur vottur þess, að enn má á íslandi finna söfnuð, sem elskar Guðs orð og Guðs hús og hefir hug og dug til að sýna það í verki«. Hagaklrkja á Barðaströnd, sem lestist í ofviðri í fyrravetur, er nú nýhyggð miklu veglegri og stærri en áður, og lýsir prófast- urinn, sjera Sigurður Jensson í Elatey, henni með þeim orðum, að hun sje að allra dómi »hin fegursta og vandaðasta kirkja á Vest- urlandii. Þessa er hjer getið, af því að eigandinn, frú Jófríður Guð- mundsson á Elatey, hefir sýnt svo dæmafáa rausn í þessu. Kirkj- an var í 1000 kr. skuld við hana vegna nýafstaðinna aðgjörða og vel heíði mátt una við að bæta skaðann sem varð með margfalt minni tilkostnaði, og mundu flestir kirknaeigendur hafa látið sitja við það og eigi heldur verið það láandi, eptir því sem. 4 stóð. Fluttar kirkjur: Árið sem leið hafa risið upp kirkjur i

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.