Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 16
Skýrsla tini viðbót við Þjóðmenjasafoið árið 1915. [Framhald]. 6848. '% Leirkanna úr dökkgráum leir (»steini«) með brúnum glerungi smádröfnóttum; h. 21,3 sm., öll síyöl, en mjög misgild; hálsinn, sem sr 7,4 sm. að 1., er 7 sra. að þverm, og botninn er 8, en um bumbuna, sem er jafn- víð á ca. 6 sm. breiðu belti, er hún 13,5 sm. að þverm. Handarhald er fest við hálsinn og gengur í boga út og niður á bumbuna. A breiða beltinu umhverfis bumb- una eru 6 skjaldarmerki í sporbaugum og þeir aftur hver undir sinum skrautboga og súlur á milii; en hvert skjaldarmerki er, eins og tíðkast, samsett af 4 eða fleiri merkjum og á 4 af skjöldunum eru innri skildir. Munu merki þessi vera þýsk aðalsmerki, en hjer eru ekki þau rit fyrir handi, er af megi sjá hvaða ættum þau tilheyri. Ártalið 1 — 5 — 9 — 8 er sett i 4 fyrstu sporbaugana. — Könnur þessar voru gerðar í bænum Ráren á Þýskalandi, skamt frá Aachen, á 16. og 17. öldinni og þykja merkar, — þótt dýrmætari þeim sjeu Siegburger-könnurnar, eins og nr. 147. — Þessi kanna er mjög lik nr. 4119, sem er með ártalinu 1583 og sögð ölkanna Guðbrands byskups Þorlákssonar. —Tin- lok hefir verið á þessum könnum, en er nú af. Botn- inn er sprunginn úr þessari og hefir verið feldur i blý- botn. Hún hefir verið höfð fyrir skírnarvatnskönnu í Sauðlauksdals-kirkju og þaðan er hún til safnsins komin. 6849. — Kirkjuklukka úr kopar, 1 17,5 sm, þverm. neðst 21,3 sm., en annars er hún mjórri og þó nær jafnvíð öll fyrir ofan slaghringinn, 14,3—15,8 sm. Niður við slaghringinn eru 2 upphleypt bönd, og 4 ofarlega, 2 og 2 saman með breiðari bekk á milli. í stað krónu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.