Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Héraðsvaka Rangæinga vel sótt Hellu - Á Héraðsvöku Rangæinga sem haldin var hátíðleg nýverið á Laugalandi í Holtum, fjölmenntu Rangæingar úr sýslunni allri og nutu saman skemmtilegrar dag- skrár og kaffiveitinga, en löng hefð er fyrir slíkum samkomum á vor- dögum hér í sýslu. Hátíðin er haldin til skiptis í aust- ur- og vestursýslunni og Hellu og Hvolsvelli með styrk sveitarfélag- anna og Héraðsnefndar Rangár- vallasýslu. Unga kynslððin setti svip sinn á atriði vökunnar með tðnlistar- og leikatriðum auk þess sem öflugt söngstarf barna og unglinga í Þykkvabæjarkirkju undir stjðrn Nínu Morávek vakti hrifningu. Sigurlaug Hannesdóttir frá Rifs- halakoti, sem stundar söngnám í Reykjavfk, söng einsöng og Frænd- kðrinn söng nokkur lög undir stjórn Eyrúnar Jðnasdðttur. Á vök- unni mátti einnig sjá fjölbreytta listmuni handverksfólks af svæð- inu, en að dagskrá lokinni nutu gestir glæsilegra veitinga í boði héraðsnefndar, sem konur úr kven- félögum vestursýslunnar sáu um að reiða myndarlega fram. fþróttamaður útnefndur Á héraðsvökunni voru veittar viðurkenningar til íþrðttafðlks sem skarað hefur fram úr á síðastliðnu ári. Blakmaður Rangæinga 1999 var kosin Ásta L. Sigurðardðttir, íþróttaf. Dímoni, borðtennismaður Kristinn Valtýsson, íþróttafél. Garpi, frjálsíþrðttamaður Örvar Ól- afsson, Dímoni, glímumaður Andri L. Egilsson, Garpi, golfmaður Ósk- ar Pálsson, Golfklúbbi Hellu, hesta- íþrðttamaður Þórður Þorgeirsson, Hestamannaf. Geysi, knattspyrnu- maður Björgvin Helgason, Knatt- spyrnuf. Rang., körfuknattleiks- maður Sigríður M. Sigurðardðttir, Garpi, og sundmaður Thelma Ás- mundsdóttir, Dímoni. íþrðttamaður Rangæinga 1999 var kosinn Örvar Ólafsson frjálsíþrðttamaður í Dím- oni, en að mati dðmnefndar var hann vel að titlinum kominn. Hann varð á árinu m.a. íslandsmeistari utanhúss í þristökki, bikarmeistari í Bikarkeppni FRÍ í 1. deild með liði HSK, íslandsmeistari í þrístökki ut- anhúss í karlaflokki 22 ára og yngri, bikarmeistari í fjölþrautum Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Á Héraðsvöku Rangæinga voru veittar viðurkenningar til íþrðttamanna sem sköruðu fram úr á sínu sviði á sl. ári. íþróttamaður ársins var kos- inn Örvar Ólafsson frjálsíþrðttamaður, en hann var ekki viðstaddur út- nefninguna, þar sem hann var við æfingar í Portúgal. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Guðrún Ásmundsdðttir leikkona var veislustjðri á héraðsvökunni ásamt prúðbúnum rangæskum dömum og leikurum frá Leikfé- lagi Rangæinga sem léku atriði úr Hárinu. og bronsverðlaunahafi á Meistara- mðti íslands í tugþraut. Þá varð hann þrefaldur Islandsmeistari inn- anhúss í karlaflokki 22 ára og yngri þar sem hann sigraði í þrístökki, langstökki og stangarstökki og fjðrfaldur HSK-meistari í karlaf- lokki. Örvar æfir af kappi og er metnaðarfullur íþróttamaður í fremstu röð, var valinn á siðasta ári í Unglingalandslið Islands og er auk þess í tírvalshópi FRÍ 2000. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Emma Pálsdðttir og Kristján Óskarsson reka og eiga Eyjabústaði. Eyjabústaðir hefja starfsemi Morgunblaðið/Finnur Þau tóku fyrstu skðflustungurnar að Tálknafjarðarkirkju. Frá vinstri: Friðrik Kristjánsson, Eydís Hulda Jðhannesardóttir og Karl Sigur- björnsson, biskup íslands. s U^l|lgjl ' ' ■"■■■■■■ 1 • ' • ■ — Teikningin sýnir norðurhlið Tálknafjarðarkirkju. Vestmannaeyjum - Það var fyrir nokkrum árum að Valgeir Jónas- son fór af stað með þá hugmynd í Vestmannaeyjum að reisa sumar- bústaði í landi Ofanleitis í Vest- mannaeyjum. Valgeir hefur þegar reist tvo litla bústaði, en nú í byrjun maí voru reistir þrír bústaðir norðar- lega í landi Ofanleitis af fyrirtæk- inu Eyjabústaðir sem er í eigu hjónanna Emmu Pálsdóttur og Kristjáns Óskarssonar. Þau gerðu áður út Emmu VE-219 en seldu fyrir skömmu og ventu sínu kvæði í kross og fóru út í það að efla ferðamannaþjónustuna í Vest- mannaeyjum með þessum hætti. Reistir voru tveir 45 fermetra bústaðir og einn bústaður sem er 60 fermetrar. Eru þeir með góðum veröndum, fallegu útsýni og heit- um pottum. Þá hafa hjónin breytt skemmu sem tilheyrði útgerðinni í þjónustumiðstöð fyrir bústaðina. Hefur þessari nýbreytni og aukn- ingu í gistirými verið vel tekið af Eyjamönnum og ekki síður þeim sem sækja Eyjamar heirn og þeg- ar eru miklar bókanir á bústððun- um. Bústaðirnir vorú smíðaðir í Þor- lákshöfn og sáu Samskip um að flytja þá í heilu lagi til Eyja skömmu fyrir síðustu mánaðamót. Eins og venjulega þá er gert ráð fyrir mikilli umferð ferðafólks til Eyja í sumar og töluverðar bókan- ir liggja fyrir hjá þeim sem hafa með gistirými að gera. Á síðustu tveimur árum hefur svokallaðri heimagistingu vaxið fiskur um hrygg í bænum og bjóða nú fjöl- margir aðilar upp á margháttaða þjónustu tengda gistingu fyrir ferðamenn í bænum. Kirkja rís á Tálkna- firði Tálknafirði - Síðastliðinn laugardag var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri kirkju á Tálknafirði. Biskup Is- lands, Karl Sigurbjömsson, tók fyrstu skóflustunguna ásamt Friðriki Kristjánssyni og Eydísi Huldu Jó- hannesardóttur. Friðrik er aldurs- forseti sóknarnefndar, en Eydís er fulltrúi yngri kynslóðarinnar og var valin úr hópi þeirra bama sem hvað duglegust hafa verið að sækja kirkju- skólann. Biskupinn blessaði staðinn og framtíð væntanlegrar kirkju og þá starfsemi sem kemur til með að fara þar fram. Kirkjan á að rísa á Þinghóli rétt innan við gamla íbúðarhúsið. Fjöldi manns var viðstaddur, sókn- arböm og aðrir gestir. Félagar úr kirkjukór Stóra-Laugardalskirkju leiddu fjöldasöng í tveimur sálmum, við blokkflautuundirleik Marion Worthmanns organista. Að lokinni athöfninni á Þinghóli var öllum við- stöddum boðið í léttan málsverð sem framreiddur var á vegum sóknar- nefndar, í íþrótta- og félagsheimili Tálknafjarðar. Við það tækifæri flutti biskupinn Tálknfirðingum kveðjur og óskaði þeim til hamingju með þennan áfanga, sem hann kvað marka upphaf nýrrar framtíðar. Þá sagði hann, að með réttu mætti kalla kirkjuna aldamótakirkju. Timburkirkja Það var á aðalsafnaðarfundi, 13. apríl sl., sem sóknamefnd var heimil- að að hefja byggingu nýrrar kirkju, en undirbúningur hefur staðið í nokk- ur ár. Nýja kirkjan á að vera timb- urkirkja, 280 ím að grunnfleti eða 1.136 rúmm að stærð. I kirkjunni á að vera safnaðarheimili með eldhús- krók, skrifstofa fyrir sóknarprest, hreinlætisaðstaða og geymslur. Þá verður 40 fm söngloft með geymslum undir súð. Áætlaður byggingarkostn- aður er 38 milljónir. Jöfnunarsjóður sókna hefur ákveðið að styrkja bygg- inguna með 16,5 milljóna framlagi, sem greiðist á næstu 6 árum, en bygginga- og listanefnd þjóðkirkj- unnar hefur gefið umsögn um teikn- ingar og komið með ábendingar. Mikill áhugi er meðal heimamanna og vilji til þess að aðstoða við bygg- ingu kirkjunnar með vinnuframlagi og fjármunum. Eftir því sem best er vitað eru liðnir áratugir síðan timb- urkirkja hefur verið byggð af söfnuði á Islandi. Arkitekt byggingarinnar er Elísa- bet Gunnarsdóttir á ísafirði og er sóknarnefnd mjög ánægð með sam- starfið við hana, að sögn Sigurðar Á Magnússonar formanns. Sveinn D.K. Lyngmó hjá Tækniþjónustu Vest- fjarða hefur unnið með Elísabetu við hönnun, teikningar o.fl. Byggingar- stjóri og yfirsmiður verður Sigurður Á. Magnússon trésmíðameistari og formaður sóknamefndar. Núverandi safnaðarstjórn skipa; Sigurður Á. Magnússon formaður, Guðni Ólafsson gjaldkeri, Finnur Pétursson ritari, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Guðjón Indriðason meðstj. í varastjórn sitja; Friðrik Kristjánsson, Kristjana Ándrésdótt- ir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Pálína Kristín Hermannsdóttir og Ragn- heiður Jósefsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.