Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ 4 STEIN- BÆRINN Stórasel við Holtsgötu í uppruna- legri mynd og eins og húsin líta út ídagen byggt hefur verið við bæinn. Starfshópur Húsverndar leggur til að bærínn verði færð- ur í upp- runalegt horf, þannig hyóti þessi hús sina fyrri reisn. AÐ Brekku- stig 5a er þessi stein- bær sem er í uppruna- legrí mynd. EIG- ENDUR Brennu hafafar- iðframá að hann verði rif- inn. Lærum að meta vandaðar og listrænar byggingar HIN síðari ár má merkja hugarfarsbreytingu hvað varðar afstöðu almennings til húsvemdar. Gætir þar meiri X skilnings á gildi þess að varð- Zveita þau staðbundu og list- rænu sérkenni í húsagerð og X skipulagi sem gefa Reykjavík Q sérstöðu meðal borga. Þetta •9 kom meðal annars fram á JS málþingi um húsvemd í « Reykjavík. ^ Ný húsverndarstefna Ný húsvemdarstefna fyrir Reykjavík hefur séð dagsins ljós. Auk hefðbundinnar friðunar bygg- inga samkvæmt Þjóðminjalögum er þar gerð tillaga um vemdun skipulags, er tekur til afmarkaðra svæða götumynda, byggðamynst- urs og einstakra bygginga. Jafn- hliða þessari stefnumótun hefur starfshópur arkitekta sem skipað- ur var af Húsvemdarnefnd Reykjavíkur, unnið að úttekt á varðveislugildi byggðar innan Hringbrautar, þ.e. elsta hluta Reykjavíkur. Vom tillögur starfs- hópsins kynntar á málþingi í Ráð- húsinu um síðustu helgi. I starfs- hópnum em Helga Bragadóttir, Margrét Þormar, Nikulás Úlfar Másson, Pétur H. Ármannsson og Ólafur Axelsson. Að baki þessarar nýju hús- vemdarstefnu býr sú hugsun að virða beri uppranalega gerð bygg- inga í listrænu tilliti, óháð aldri þeirra og stflgerð. Ætlunin er ekki að leggja stein í götu eðlilegrar þróunar og uppbyggingar, heldur að spoma gegn því að merkar byggingar séu sviptar svipmóti sínu og stfleinkennum sínum að óþörfu. Vill starfshóp- urinn að hvert hús verði skoðað sem vitnisburð- ur um samtíð sína þar sem ákveðnar söguleg- ar forsendur liggi að baki byggingaraðferð og stílgerð. Þannig verði reynt að tryggja að hvert tímabil bygg- ingarsögunnar eigi sér fulltrúa í umhverfinu. Með slíkri verndun sé leitast við að tryggja heildarsam- ræmi og listrænt yfirbragð borgar- innar jafnframt því sem rækt sé lögð við vandaða byggingarlist sem hafí gildi fyrir komandi kyn- slóðir. Verndun 20. aldar húsa Það sem vakti athygli í tillögun- um er að þijátíu og sjö hús frá fyrstu áratugum þessarar aldar falla undir verndunarákvæðin. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að sögn Péturs H. Ármannssonar, arkitekts, sem kynnti tillögurnar, að veija merkar byggingar gegn þeirri áráttu, sem því miður hafi verið allt of algeng hér á landi að umbylta útliti og stflgerð eldri húsa í samræmi við tískustrauma samtímans. Sagði hann að þetta væri vel þekkt af timburhúsum sem fyrr á þessari öld hefðu mörg hver verið rúin skrauti sínu, gluggapóstar rifnir úr og heilar rúður settar í staðinn og forskallning sett á veggi svo þau líktust frekar steinhús- um. Sem betur fer til- heyrðu slíkar breyting- ar á timburhúsum nú frekar til undantekn- inga, en á sama tíma væri verið að vinna sambærileg skemmdar- verk á mörgum stein- húsum frá þessari öld. Málað væri yfir hrafntinnu-og perlumúr sem staðist hefði áraun íslenskra veðra í áratugi, gluggapóstum umturnað eftir duttlungum tískunnar, þak- kantar brotnir niður og fínleg stfl- einkenni þurrkuð út í hugsunar- leysi. Sagði Pétur að við þyrftum að tileinka okkur nýja hugsun sem felst í því að bera virðingu fyrir og læra að meta vandaðar bygging- ar með listrænt gildi frá öllum tímaskeiðum, án tillits til aldurs og stflgerðar. ■ Hildur Einarsdóttir Þaö þarf að varöveita sér- kenni í húsagerð og skipulagi sem gefa Reykjavík sérstööu meöal borga. Steinbæir eina reykvíska húsagerðin STEINBÆIR skipa sérstakan sess í byggingasögu Reykjavíkur en eins og kom fram á málþinginu þá em steinbæir eina raunvemlega reykviska húsagerðin í byggingarsögu borgarinnar. En lagt er til af starfshópi Húsvemdamefndar að þrettán steinbæir I Miðbæ og Vesturbæ verði friðaðir. Lengst af var gijót hlutfalislega lítið notað við byggingu íslenskra húsa. Það var frá upphafi notað ótilhoggið í veggundirstöður torf- veggja. Á 18. öld reistu danskir handverksmenn hér nokkur stein- hús, m.a. Viðeyjarstofu og Bessastaðastofu. f Reykjavík vom tugthús- ið og dómkirkjan byggð. í þessum stóra steinhúsum var gijótið þó lítt höggvið tfl. Um 1860 tók til starfa hér fyrsti íslendingurinn, sem lært hafði steinsmíði í Danmörku, Sverrir Runólfsson og er talið að byggð hafi verið 10-15 steinhús á tímabilinu 1860-1880. Tímamót I byggingu steinhúsa urðu þegar Alþingishúsið var byggt á áranum 1880-1881, en við verkið unnu danskir steinsmiðir. íslend- ingar lærðu þá af þeim iðnina að höggva gijót. Þegar smíði hússins lauk voru verkfæri dönsku steinsmiðanna boðin upp og eignuðust íslendingar þá verkfæri til steinsmíða. Á áranum 1880-1905 voru allmörg steinhús byggð i Reykjavík og varð þá til ný húsagerð, steinbæir sem á skömmum tíma varð algeng í úthverfum Reykjavík- ur. Má segja að þá hafi lag torfbæjarins verið aðlagað nýjum aðstæð- um, og því sé hér um sérreykvíska húsagerð að ræða. Á þessum tfma vora einnig byggð allmörg lítil íbúðarhús úr steini. Þau vora hlaðin úr einföidum hliðarveggjum og þiljuð að innan, risið var úr timbri. Steinbæir og íbúðarhús úr steini risu í úthverfum Reykjavikur þ.e. Skuggahverfi, Austurbænum, Þingholtunum og Vesturbænum. Af 170 steinbæjum standa nú eftir 23 bæir. Lagði Húsvemdarnefnd Reykjavíkur til að allir steinbæimir í Mið- og Vesturbæ en þeir era 13 að tölu yrðu friðaðir. Telur hópurinn sem valdi húsin að ekki hafi verið gerð fullnægjandi rannsóknir á þeim , þannig að erfítt sé að vinsa úr steinbæi með meira varðveislugildi en aðra til friðunar. Steinbæimir í Reylqavík eiga undir högg að sækja og er bærinn Brenna sem stendur við Bergstaðarstræti 12 dæmi um það. Árið 1993 barst Húsfriðunarnefnd Ríkisins beiðni um niðurrif á bænum en beiðninni var hafnað. Kom fram í máli Guðrúnar Ágústsdóttur formanns Húsvemdarnefndar Reykjavíkur að Umhverfisráðuneytið hefði nýlega veitti leyfi til að húsið verði rifið. Sagði hún þetta gert í trássi við íjóðminjalög sem kveða á um vemdun húsa sem byggð voru fyrir síðastu aldamót. Að sögn Nikúlásar Úlfars Mássonar, arkitekts hjá húsdeild Árbæjarsafns, er Brenna óvenju upprunalegur steinbær að innanverðu og að hluta að utan. Sagði hann húsið einn- ig hafa sögulegt gildi en árið 1881 luku bræðumir Jónas og Magn- ús Guðbrandssynir við að byggja Alþingishúsið og hófu þá byggingu á steinbæ á lóð þeirri sem torfbærinn Brenna hafði staðið á áður. Um 1890 keypti Gísli Þorláksson Brennu og hafa afkomendur hans síðan búið í húsum sem byggð hafa verið á lóðinni en ekki hefur verið búið í steinbænum síðan 1970. ■ HE BRÚÐHJÓNIN og nánustu vinir og vandamenn fyrir framan hverfiskirkjuna Marchmont St. Giles Parish í Edinborg. Á inn- felldu myndinni eru Ásta Kristín og íslensku vinirnir og brúð- kaupsgestirnir Viðar Magnús- son, Maria M. Magnúsdóttir og Margrét Kjartansdóttir. Ljósmynd/Jóhannes Long FRÁ vinstri móðir brúðgumans Wendy Parker, séra Hjört- ur Jóhannsson, for- eldrar brúðarinnar Steinunn Sveinsdótt- ir og Reynir Tómas Geirsson, brúð- guminn, María systir brúðarinnar, svara- maðurinn Xen Gladstone, sem er fjórði afkomandi Gladstone, fyrrum forsætisráðherra Breta, brúðurin og séra Elsbeth Doug- all, sem gaf brúð- hjónin saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.