Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Tónleikar SAMKÓR Reykhólahrepps á tónleikum í Reykhólakirkju. Vortónleikar Sam- kórs Reykhólahrepps Miðhúsum. VORTÓNLEIKAR Samkórs Reykhólahrepps var á sumar- daginn fyrsta í Reykhólakirkju og voru 14 lög á söngskránni. Söngstjóri og undirleikari var Ragnar Jónsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykhólahrepps. Reykhólakirkja var þétt setin en hún tekur rúmlega 100 í sæti og var kómum afar vel tekið og varð hann að syngja þrjú aukalög. Kórinn hyggst fara norður í land í söngferð og styrkir Reyk- hólahreppur og Kaupfélag Króks- fjarðar kórfélaga. Kórinn syngur að Breiðumýri og að Skjólbrekku í þessari ferð. Kórinn hefur gefið út snældu til styrktar starfsemi sinni. Þegar æfingar eru munu þeir sem lengst eiga að fara þurfa að aka um 120 km fram og til baka og er það ekki neinn skemmtiakstur að fara yfir háls í myrkri og jafnvel hríð. Einn kórfélaginn, Jóhannes Geir Gíslason, kemur á báti frá Skáleyj- um upp að Stað á Reykjanesi og fer þaðan með bíl að Reykhólum. - Sveinn. Fjölmennt kirkju- kóramót í Miðfirði Hvammstanga. SÖNGMÓT kirkjukóra úr Húnavatnsprófastsdæmi var haldið dag- ana 16. til 18. apríl sl. í Laugarbakkaskóla í Miðfirði. Mætt var söngfólk úr tíu kórum, um 120 manns. Sérstakur gestur söngmóts- ins var Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri. Sömu helgi var hald- inn aðalfundur Kirkjukórasambands Húnavatnsprófastsdæmis og var sambandinu gefin skammstöfunin Kóshún. Söngfólk kom af svæðinu frá Hólmavík að Vatnsskarði, en pró- fastsdæmið nær yfir Strandasýslu og Húnavatnssýslur báðar. Hluti söngfólks gisti í Laugarbakka- skóla. Á laugardagskvöld var hald- in kvöldvaka í Félagsheimilinu Ásbyrgi. Var þar flutt blandað efni, að mestu af söngfólki kór- anna. Sönghópurinn Sólarmegin frá Akranesi söng nokkur lög við góðar undirtektir, en hann var gestur kvöldsins. Á sunnudagsmorgun var sam- verustund í Hvammstangakirkju. Þar léku á orgel Helgi S. Ólafs- son, Elinborg Sigurgeirsdóttir, Krisztina Szklenár og Haukur Guðlaugsson og Hjálmar Sigur- björnsson lék á trompett. Sr. Krist- ján Björnsson kynnti dagskrána, sr. Guðni Þór Ólafsson flutti hug- leiðingu og sr. Sigríður Ólafsdóttir annaðist bænastund. Kórfélagar sungu við þessa samverustund. Síðdegis á sunnudag lauk kóra- mótinu síðan með samsöng sem opinn var almenningi. Sungið var í hinu nýja íþróttahúsi Laugar- bakkaskóla og var það í fyrsta sinn, sem tónlistarflutningur fer þar fram. Reyndist hljómburður vera þar allgóður. Fram komu Kirkjukór Hólmavíkur, Kirkjukór- ar Prestbakka og Staðarkirkju, Kirkjukór Vatnsness og Vestur- hópskirkna, Kirkjukór Víðidalst- ungu, Kirkjukórar Undirfells- og Þingeyrarkirkna og sameinaður kirkjukór Holtastaða- Bólstaðar- og Bergsstaðakirkna. í síðari hluta dagskrár söng síðan kór allra þátt- takenda Þýska messu, í átta þátt- um, eftir Frans Schubert í ís- lenskri þýðingu Sverris Pálssonar. Leikið var undir bæði á pípuorgel sem sóknarnefnd Staðarkirkju hafði lánað til mótsins og einnig var leikið á píanó Tónlistarskól- ans. Skiptu stjórnendur kóranna á Austurland Hátíðahöldin „Hér fyrir austan“ í undirbúningi f.nit-Kroni; Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð Hópur úr dansfélaginu Fiðrildunum á Héraði. I UNDIRBUNINGI eru mikil há- tíðahöld eða útileikhús, sem fengið hefur heitið „Hér fyrir austan" og verður flutt öll mið- vikudagskvöld frá 30. júní til 18. ágúst á UIA-svæðinu á Eiðum. Frumkvöðull og umsjónarmaður hátíðahaldanna er áhugamaður um íslenska þjóðhætti Philip Vogler menntaskólakennari á Egilsstöðum. Leikþættir þessa árs eru nú í undir- búningi og vel á veg komnir. Nefna má þátt, sem sýnir eldri og yngri kynslóð bændastéttarinnar nú til dags og breytingar, sem stéttin hefur orðið að glíma við, t.d. við að prófa sig áfram í refarækt, fisk- eldi og tijáplöntun. Þá eru nokkur samofin atriði úr þjóðsögum frá ýmsum stöðum á Austurlandi. Svo er þáttur, sem færir róman- tík síldarævintýrisins eftir miðbik aldarinnar aftur á svið, þannig að áhorfendur fái að upplifa fjörið á síldarplaninu. Allir leiknir þættir verða undir stjórn Magnúsar Stef- ánssonar kennara á Fáskrúðsfirði. Pör úr dansfélaginu Fiðrildunum sýna þjóðdansa og koma e.t.v. niður af sviðinu til að kenna gestunum að dansa sjálfir eitthvað af dönsun- um. Að sjálfsögðu verða veitingar á svæðinu. Þjóðlegur varningur af ýmsu tagi verður til sölu sem nokk- urs konar minjagripir og ættu fram- leiðendur að gefa sig fram við Philip Vogler vilji þeir koma vöru sinni á framfæri á sýningarkvöldum. Vitað er að nokkrar konur eru þegar farn- ar að framleiða íslenska skó og íleppa og sérhannaðar skotthúfur fyrir útileikhúsið. Hugsunin bak við húfurnar og skóna er að það skapi gestinum nokkra grímutilfinningu við að þjálfa þjóðdansana og láta hann líkjast að einhveiju leyti bæði forfeðrum og fiðrildum. Menningar- samtök Héraðsbúa hafa hjálpað mikið til við þetta framtak þ.e. með 150.000 kr. styrk. Einnig hefur ÚÍA sýnt mikla velvild og ætlar að leyfa eða framkvæma sjálf nokkrar lagfæringar til að gera svæðið meira aðlaðandi. Stórar málaðar myndir af fjallahringnum með helstu örnefnum eru í undirbúningi hjá nemendum í grunnskólanum á Eiðum og munu þær prýða turnana sitt hvoru megin við sviðið. Sam- keppni um merki fyrir hátíðina hef- ur verið auglýst og eru góð verð- laun í boði. Um það gefur Philip Vogler allar upplýsingar. - G.V.Þ. Morgunblaöið/Karl Sigurgeirsson Frá söngmótinu í Miðfirði. Jk- ■ : a milli sín stjórnun og undirleik og einnig lék Haukur Guðlaugsson undir í einstökum þáttum mess- unnar. Stjórnendur kóranna eru Ólafía Jónsdóttir, Hólmavík, Guð- rún Kristjánsdóttir, Reykjaskóla, Ólöf Pálsdóttir, Bessastöðum, Helgi S. Ólafsson, Hvammstanga, Guðmundur St. Sigurðsson, Hvammstanga og Sigrún Gríms- dóttir, Saurbæ. Raddþjálfun ann- aðist Krisztina Szklenár á Hólma- vík með mikilli prýði. Um 150 áheyrendur komu til að hlýða á sönginn og fögnuðu þeir tónlistarfólkinu vel. Að lokn- um tónleikum hafði kvenfélagið Iðja í Miðfirði hátíðarkaffi í As- byrgi fyrir söngfólk og gesti. Þá var aðbúnaður í Laugarbakka- skóla góður og annaðist starfsfólk skólans matseld og aðra fyrir- greiðslu með prýði. Undirbúningsnefnd naut fjár- stuðnings frá Héraðssjóði Húna- vatnsprófastsdæmis, Kirkjukóra- sambandi íslands og Menningar- sjóði Félagsheimila. Á aðalfundi Kóshún voru sam- þykkt endurskoðuð lög félagsins og kosin ný stjórn. Hana skipa: Karl Sigurgeirsson, Hvamms- tanga, Vilhjálmur Pálmason, Blönduósi, og Birna Richardsdótt- ir, Hólmavík. í varastjórn eru: Anna Siguijónsdóttir, Smáragili, Ástráður Erlendsson, Hvammi, og Guðný Þorsteinsdóttir, Borðeyri. - Karl. BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 20 manna veisla í einum poka af lambakjöti á aðeins 169 kr. fyiir manninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.