Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritatjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á mónuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakiö. Asjómannadaginn er hátíð á íslandi. Eftir því sem atvinnuhættir hafa orðið fjölbreyttari, hefur þeim að vísu fækk- að, sem afkomu sína eiga beinlínis undir sjósókn og aflabröðgum. Allt um það hefur þjóðfélags- byggingin ekki breytzt að því leyti, að lífæðin liggur úr djúpum hafs- ins. Vegna hinna gjöfulu fiskimiða hefur tekizt að halda hér uppi menning- ar- og velferðarþjóðfé- lagi. í dag er þeirra sjó- manna minnzt, sem far- izt hafa á árinu. Að. þessu sinni eru þeir mun fleiri en sl. ár og á það að vera okkur hvatning til þess að vinna enn ötular að tryggingar- og örygg- ismálum sjómanna en áður. Það er að vísu rétt, að í þeim efnum hefur verulega mikið áunnizt, ekki sízt fyrir forgöngu Péturs Sigurðssonar sem beitti sér mjög fyrir þeim málum meðan hann sat á Alþingi. í þessum efnum verðum við alltaf að vera á varðbergi, fylgjast með nýjungum erlendis og gera sjálfstæðar tilraun- ir og rannsóknir eins og góður árangur fékkst af í sambandi við drif gúm- báta. Þess vegna ber að harma það nú, þegar stjórnvöld reyna að gera það að verzlunarvöru í sambandi við laun og kjör sjómanna, hvort frekari umbætur fáist í tryggingar- og örygg- ismálum þeirra eða ekki. Þetta eru tvö aðskilin mál, sem vonandi verður ekki blandað saman framvegis, eins og Pétur Sigurðsson leggur áherzlu á í viðtali við blaðið í dag. Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnar- firði og raunar víðar um landið hefur lagt mikið af mörkum í sambandi við ýmis hagsmunamál sjómanna. Þar munar mest um hið gífurlega átak, sem gert hefur verið í málefnum aldr- aðra og ekki má gleyma sumarbúðunum í Hraunborgum í Gríms- nesi. Á hinn bóginn er því ekki að leyna, að sá mikli skuggi hvílir yfir þessum sjómannadegi, að vinnu- stöðvun hefur verið á farskipaflotanum um margra vikna skeið og engar verulegar líkur á, að úr rætist í bráð. Jafnframt er svo komið vegna mikilla olíuverðs- hækkana að grundvöll- urinn er brostinn undan útgerðinni, en ný fisk- verðsákvörðun hefur lát- ið á sér standa. Fyrir þessar sakir horfir nú svo sem allur fiskiskipa- flotinn stöðvist á morg- un. Vissulega er kreppan vegna olíuverðshækkana utanaðkomandi. En það breytir þó ekki því, að áfallið verður meira en ella vegna þeirrar óstjórnar, sem verið hef- ur. Ríkisstjórnin styðst að vísu við mikinn þingmeirihluta. Og ekki þarf hún undan því að kvarta að bakstuðning hefur hún haft framund- ir þetta frá þeim öflum innan verkalýðshreyf- ingarinnar, sem einskis hafa svifizt, þegar því er að skipta. En allt verður þetta til lítils, þegar ráðleysið og sundur- þykkjan er slík í ríkis- stjórninni, að helzt verð- ur ekki samkomulag um annað en að gera ekki neitt. Á þessum hátíðisdegi árnar Morgunblaðið sjó- mönnum heilla og þakk- ar fyrir samskiptin á liðnum árum. Er von- andi, að úr þeim fjöl- þættu erfiðleikum, sem nú steðja að sjómanna- stéttinni og útgerð allri, rakni áður en langt um líður. Á sjómannadaginn Rey kj aví kurbréf Laugardagur 9. júní Dr. Jón Gíslason Nú eru nemendur að uppskera það, sem til var sáð í vetur. Vorið er komið og skólafólk flykkist til nýrra heimkynna eins og farfugl- ar. Hvítir kollar setja svip á íslenzkt þjóðlíf, eins og þeir hafa nú gert um margra áratuga skeið; tákn þess að enn á ísland táp- mikla æsku, sem er reiðubúin að leggja á sig mikla vinnu og vill komast til nokkurs þroska. Snorri Sturluson segir einmitt um Erling Skjálgsson, að hann hafi komið öllum til nokkurs þroska. Það gera góðir kennarar að jafnaði og varla er unnt að hugsa sér merkara starf en það, sem styrkir æskufólk til þess að velja sér þroskavænlegt lífsstarf, leggja undirstöðu að mannrækt og miklum hugsjónum. íslenzka þjóðin hefur sjaldan eða aldrei þurft eins mikið á því að halda og nú að eignast dómgreind- armikla æsku — nýja kynslóð, sem lætur ekki brenglað verð- mætamat fjölmiðla og vígorða- flaum meðalmanna og farand- sala samtímans villa sér sýn. Sönn verðmæti eru ekki þau, sem borin eru á torg út með hávaða og í krafti sölumennsku, sem allt ætl- ar að drepa nú um stundir, heldur verða þau til eins og öll mikil menning, án auglýsingamennsku, sem er í raun og veru ekki annað en eftirsókn eftir vindi. Orð eins og meistari, sem notað var um Kjarval og Þórberg hefur glatað merkingu sinni í kauphöll fjöl- miðlaskvaldursins. Einnig orðið „heimsfrægur". Leikaragrúppa Dr. Jón Gíslason. tekur jafnvel fram að stórvirki hennar sé fyrir íslendinga, en ekki útlendinga aðeins ; málari segir í samtali, að hann sé meira en góður. Hógværð og lítillæti ræður húsum, hvert sem litið er! Það er ekki undarlegt, þó að orð eins og æði fái jákvæða merkingu á slík-' um tímum. Það eru tímamót út af fyrir sig, þegar jafnmerkur skólamaður og dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verzlunarskóla íslands, kveður nemendur sína í síðasta sinn eftir tæplega þriggja áratuga skóla- stjórn. Þar sem dr. Jón er, fer boðberi merkrar sígildrar menn- ingar, einn þeirra sem hafa látið lítið yfir sér, en þó notið þeirrar hamingju að koma öllum til nokk- urs þroska, sem menntazt hafa undir handleiðslu þeirra. Dr. Jón Gíslason hefur ekki slegið um sig með hrópum og köllum. Hann hefur lifað í anda þeirrar grísku menningar, sem hann hefur öðr- um fremur kynnt íslenzkri samtíð, en samt mun verka hans sjá stað lengur en þess yfirborðslega bægslagangs, sem gerir viðstöðu- lausar kröfur til athygli og að- dáunar — en á þó hvorugt skilið. Það eru menn eins og dr. Jón, sem minna okkur með lífsstarfi sínu á raunveruleg verðmæti og vekja með okkur gleði yfir því, sem er gagnmerkt og því merkara sem það er yfirlætislausara. Dr. Jón Gíslason hefur með lífsstarfi sínu, skólastjórn, þýðingum og fræði- mennsku áminnt okkur um hóg- værð, en umfram allt að halda dómgreindinni óbrenglaðri, leita kjarnans og meta hann, en fleygja' hisminu. Slíkir menn eiga ekki sízt erindi við íslenzkt þjóðfélag nú á dögum. Olíuguðið íslendingar voru nýlenduþjóð um margra alda skeið. Þeir þekkja vel vinnubrögð þeirra útlendinga, sem reyna að ná kverkatökum á lítilli þjóð, sem á í vök að verjast vegna smæðar. Þeir fengu sig fullsadda af erlendu arðráni, með- an þeir voru nýlenduþjóð, og hafa vænzt þess, að þeir þyrftu ekki að óttast, að þeir yrðu fórnardýr þeirra, sem mega sín meir, eftir að þeir endurheimtu sjálfstæði sitt á þessari öld. En nú er svo komið, að erlendir aðilar sópa þjóðartekjum Islendinga í eigin vasa, þannig að ef sú þróun heldur áfram, sem verið hefur í olíumálum á undan- förnum mánuðum, má ætla, að íslendingar verði háðari Sovét- ríkjunum en sjálfstæðri þjóð er sæmandi eða hættulaust. Islend- ingar hafa átt góð viðskipti við Rússa og selt þeim afurðir sínar, ekki sízt fiskafurðir, að mörgu leyti á hagstæðum kjörum, enda hafa þeir reynt að rækta Rúss- landsmarkað, eins og þeir hafa getað. Rússar hafa m.a. selt okkur olíu í staðinn og fram að síðustu olíukreppu svokallaðri hafa þessi viðskipti verið báðum aðilum í hag, ekki síður íslendingum en Sovétmönnum. Nú er aftur á móti svo komið, að viðmiðun við Rotterdammarkað á olíu hefur orðið til þess, að sovézkir olíuútflytjendur hafa get- að arðrænt íslendinga með þeim hætti, að óþolandi er og minnir mjög á þá erlendu einokunarverzl- un, sem drap allt þjóðlíf íslend- inga í dróma um margra alda skeið. Sem betur fer, er ekki ástæða til að óttast, að ástandið verði nokkurn tíma jafn slæmt og þá. En hitt er annað mál, að það er óþolandi hlutskipti lítilli þjóö að lenda í klónum á arðræningjum, sem nota sér þann skort á olíu og þá erfiðleika, sem eru á þeim markaði nú um stundir. Olían rýkur upp í Rotterdam og blað eins og Morgunblaðið fær skens undir rós frá olíufurstum á íslandi vegna þess að það hefur tekið undir kröfuna um, að íslendingar Ieiti hófanna hjá Sovétmönnum og reyni að fá þá til að hætta að arðræna íslenzku þjóðina gegnum olíuokur, sem á hvergi sinn líka, því að samtök olíuríkjanna selja olíu á mun lægra verði heldur en spekúlantarnir í Rotterdam. Svo er hrópað og sagt, að menn skyldu halda sig á mottunni og þakka guði eða Brézhnef fyrir, að við skulum yfirleitt fá einhverja olíu- dropa. En hvað fá Rússar í staðinn fyrir .olíuna? Þriðji heimUrinn sem sveltur heilu og hálfu hungri mundi a.m.k. telja, að Rússar fengju ekki verri vöru fyrir olíuna heldur en það, sem þeir láta í té. Þeir fá matvæli, beztu fiskafurðir, sem eru á heimsmarkaði. Það þykir sjálfsagður hlutur, að olían hlaupi upp úr öllu valdi á sama tíma og reynt er að halda niðri beztu fiskafurðum, sem til eru, a.m.k. yrði það áreiðanlega tekið óstinnt upp, ef okrað væri á fiski með sama hætti og olíu. Þriðji heimurinn hefði áreiðanlega meiri áhuga á því að fá ódýr matvæli heldur en olíu, svo að dæmi sé tekið. Það eru aðeins velmegun- arþjóðfélögin, sem hafa kýlt vömbina og vita ekki sitt rjúkandi ráð vegna brenglaðs verðmæta- mats, sem hafa fallið í þá gryfju að láta allt snúast um olíu í stað þess að leggja áherzlu á, að matvæli eru ekki minna virði en þetta svartagull, sem svo er kall- að. Það borðar enginn svartagull. Það er hvítagullið eitt, sem máli skiptir, þegar upp er staðið, þ.e. matvæli — og þá ekki sízt fiskur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.