Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 32
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað rtjgttttHfafrUkr 114. tbl. — Föstudagur 21. maí 1965 Verður að loka veitinga- húsum og vínstúkum? Vestingamenn ábyrgir fyrir vínverðinu DÓMSMA'LARÁÐUNEYTIQ hef- ur kallað á sinn fund bæði full- trúa veitingamanna og þjóna vegna deilunnar, sem risin er um verð á áfengi í „sjússum“ á veit- ingahúsum, en þjónar munu ætla að halda áfram að selja þá skv. þeirri nýju gjaldskrá sem 4>eir hafa sett sér og telja aðeins 18 sjússa í flöskunni. Brýndi full- trúi ráðuneytisins fyrir þessum aðilum að fara eftir þeim reglum, sem settar höfðu verið. Ólafur W. Stefánsson, fulltrúi 1 ráðuneytinu, tjáði blaðinu að ráðuneytið líti svo á að þetta »é ekki málefni þjónanna heldur veitingamannanna. Þeir séu leyf- ishafar og beri að sjá um að lög- um og reglum áfengislöggjafar- innar sé hlýtt. Veitingahúsin hafi söluleyfi, hámarksverð sé á áfengi. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins gefi út verðskrá og ofan á það megi leggja söluskatt og þjónustugjald. Þá hafði Mbl. samband við Halldór Gröndal veitingamann, sem sagði þetta rétt. Veitinga- mönnum hefði verið tjáð að þeir bæru ábyrgð á verðinu og gæti svo farið að þeir yrðu beittir viðurlögum, sem gæti þýtt leyfis- sviftingu. En veitingahúsin ættu svo aftur skaðabótakröfur á hendur þjónunum. Sagði hann að leyfishafar hafi haldið með sér fund og þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa þjónana ofan af því að fara eftir hinni nýju verðskrá sinni. Gæti farið svo að veitingamenn neyddust til að loka ölium veit- ingahúsum og börum, til að komast hjá viðurlögum og leyfissviftingum. Skaðabótakröf- ur yrðu þá að sjálfsögðu háar, ef öllu yrði að loka. Sjávarútvegs- málaráðherra til Rússlands EMIL Jónsson, sjávarútveigsmála- ráðherra, fer í opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna næstkom- andi sunnudag og mun hann dvelja þar í hálfan mánuð. Mun Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri verða í för með ráðherranum á ferðalaginu um Sovétrikin, en hann situr nú fundi Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins í Moskvu. Mun fiskimálaráðherra einkum skoða fiskiðjuver í Sovétríkjun- um og kynna sér fiskiðnað. Er áformað að hann komi m.a. til borga við Eistrasalt og Svarta- haf. Óðinn með olíu til Raufarhafnar IMú fyllir ís höfnina RAUFARHÖFN, 20. maí — Hér á Raufarhöfn var að verða olíu- laust, því olíuskip hafa ekki kom izt hér inn lengi vegna íssins. Hefur það orðið mjög bagalegt, því víðast væri ekki einu sinni hægt að elda mat. Var landhelg isgæzlan beðin um aðstoð og brá bún skjótt við og sendi Óðin frá Siglufirði með 60 tonn af olíu. Ekki komst Óðinn þó inn í Blikfaxi til Húsavíkur HÚSAVÍK, 20. maí. — Blikfaxi, hin nýja Fockervél Flugfélags íslands, kom áætlunarflugferðina til Húsavíkur í dag með viðkomu á Sauðárkróki. Er það í fyrsta skipti sem vélin lendir á Húsavík og fögnuðu Húsvíkingar komu hennar. Flugstjóri var Jón Ragn- ar Steindórsson og aðstoðarflug- maður Ingimundur Þorsteinsson. Flugfélagið hefur 3 áætlunar- ferðir á viku til Húsavikur og er brottför úr Reykjavík á þriðju- dögum, fimmtudöigum og laugar- dögum kl. 15. í sumar verður DC-3 vél í þeirri áætlun, en þegar flugfélagið hefur næsta ár feng- ið aðra Fockervél, er áformað að setja hana inn á áætlun Húsavík- ur. — Fréttaritari. Svartbakur etur ungana ENDURNAR eru nú að byrja ið koma með unga sína á Læk- inn í Hafnarfirði, en svartbak- urinn virðist ætla að tína ungana upp jafn óðum. 1 gær- morgun kom t.d. ein önd með 10 unga niður á Lækinn, en í gærkvöldi virtust aðeins 3 eftir. Þannig gengur það til í ríki náttúrunnar, en ljótt er að þurfa að horfa upp á það. Listaverk í öllum gluggum | Hallgrímskirkju í Saurbæ I höfnina, þvi daginn áður slitn- aði strengurinn, sem hefur hald ið ísnum utan við og fylltist höfn in af ís á einni klukkustund. Liggur Óðinn fyrir utan og var sett slanga í land, sem olíunni er dælt um í bíl í landi, um 100 m. vegalengd. Gengur það sæmilega vel. fsinn fyllir alla höfnina og aust anáttin heldur honum að landi. Bátar voru settir upp þegar séð var að hverju fór og því ekki í neinni hættu. Með norðan- eða vestanátt ætti ísinn að reka aft- ur út. Þetta gæti þó tafið menn frá Björgun, sem hafa unnið að björgun á Sussönnu Reith að und anförnu. Ætla þeir að reyna að ná framhluta skipsins af strand- stað. En ísinn liggur nú allt í kringum flakið Framhald á bls. 2 1 í FYRRAKVÖLD voru hinir | nýju kirkjugluggar komnir i upp í Hallgrímskirkju í Saur- I bæ, oig barst lituð kvöldibirtan i gegnum þá inn í kirkjuna. I Þar voru stödd listakonan \ Gerður Helgadóttir, sem hafði i gert gluggana, Fritzt Oidtman, i eigandi hins kunna verkstæðis i í Þýzkalandi, sem framleiddi i þá, ásamt aðstoðarmanni sín- | um, og gefendur tveggja glugig I anna, Loftur Bjarnason út- gerðarmaður og frú hans og prófasturinn sr. Sigurjón Guð- jónsson í Saurbæ og frú hans. Stærsti glugginn er norðan- magin 1,30x3,20 m. að stærð. 1 efri hluta hans er lagt út af orðunum: „Kona, hví grætur þú?“, og í neðrj hlutanum úr sálmi Hallgríms Péturssonar „Allt eins og blómstrið eina“, einkum seinustu línunum, sem hljóða svo: „Kom þú sæll, þá þú villt“. Þann glugga gefa prófasthjónin, sr. Sigurjón | Guðjónsson og frú Guðrún § Þórarinsdóttir. Sunnanmegin í kirkjunni | eru 5 minni glugigar, 1,80x1 m. f að stærð, og þar lagt út af | krossfestingunni. Fyrsti glugg- | inn er Via Dolorosa, næsti I krossfestingin, sá þriðji Pieta f og fjórði upprisan, en fimmti | glugginn er litminni og ekki f mynd í honum, þar eð ekki f Framhald á bls. 31 Aðalfundur SH samþykkir að reisa nýja fiskstautaverksmiðju vestra Fundinum lauk síðdegis í gær að afstöðnu stjórnarkjöri efsson, Rafn Pétursson, Ágúst Flygenring, Jón Jónsson og Hux- ley Ólafsson. Stjórn félagsins mun sjálf skipta með sér verkum. Síðar verður sagt nánar frá samþykktum aðalfundarins. Salisbury, 20. maí. NTB — AP. ♦ Afríski blökkumannaleið- toginn séra Ndabaningi Sit hole í S-Rhódesíu var í dag látinn laus úr fangelsi. En ekki var hann fyrr kominn út fyrir fangelsisdyrnar en hann var dæmdur í fimm ára stofu- fangelsi. Mannekla tefur uppskipun ■ Rvík AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lauk í Reykja- vík síðdegis í gær. Meðal til- lagna, sem samþykktar voru, var heimild fyrir stjórn SH að ráð- ast í byggingu nýrrar fiskvinnslu- verksmiðju á austurströnd Bandarikjanna. Á næstunni munu væntanlega hefjast athug- anir á hvar og með hvaða hætti verksmiðjan verður byggð. Aðalfundinum, sem hófst sl. miðvikudag, var haidið áfram eftir hádegi í gær. Voru þá nefndaálit og tillögur teknar til afgreiðslu. Stjórnarkjör fór fram í lok fundarins og voru kjörnir í aðal- stjórn: Sigurður Ágústsson, Stykkishólmi; Finnbogi Guð- mundsson, Gerðum; Einar Sig- urjónsson, Vestmannaeyjum; Gunnar Guðjónsson, Reykjavík; Guðfinnur Einarsson, Bolungar- vík; Gísli Konráðsson, Akureyri; Ingvar Vilhjálmsson, Reykjavík; Tryggvi Ófeigsson, Reykjavík; og Ólafur Jónsson, Sandgerði. í varastjórn voru kjörnir: Sturlaugur Böðvarsson, Ásgrímur Pálsson, Röignvaldur Óiafsson, Ólafur Gunnarsson, I<úðvík Jós- MIKILL skortur er á vinnuafli við Reykjavíkurhöfn og tefur það stórlega upp- og útskipun. Er oft ekki unnið með hálfum af- köstum við skipin, iðulega eitt gengi eða tvö við hvert skip, þar sem þyrfti 4—6. 1 gær biðu afgreiðslu leiguskip frá Hafskip, leiguskip frá Eim- skip og Katla, sem talað var um að mundi flytja sig til Hafnar- fiarðar. Úfl fyrir bíður alltaf stórt McCormick skip, sem búið er að bíða í 10 daga, en annað flutningaskip frá Varnarliðinn var í höfninni og varla mannskap ur til að vinna við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.