Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1961, Blaðsíða 2
2 r M O R C TJ iy B L A Ð 1Ð Sunnudagur 16. apríl 1961 Stjórn Meistarasambands byggingamanna, talið frá vinstri, fremri röð: Halldór Magnússon ritari, Grímur Bjarnason for- maður og Vilberg Guðmundsson gjaldkeri. Aftari röð: Ólafur Guðmundsson, Össur Sigurvinsson og Ólafur H. Páison. Aðalfundur Meistornsambands byggingamanna Árbæjarkirkja vígð AÐALFUNDUR Meistarasam- bands byggingamanna var hald- inn þriðjudaginn 21. marz sl. í Tjamarkaffi. Formaður sambandsins, Grím- ur Bjarnason, pípulagninga- meistari, flutti ítarlega skýrslu um störfin á sl. ári. Hann gat þess, að Meistarasambandið hefði flutt skrifstofu sína úr Þórshamri að Laufásvegi 8 og þar sem framkvæmdastjóri sam- bandsins, Guðmundur Bene- diktsson, lét af störfum um það leyti, varð að samkomulagi, að framkvæmdastjóri Landssam- bands iðnaðarmanna, Bragi Hannesson, tæki einnig við framkvæmdastjórn Meistarasam- bands byggingamanna. Eftirlitsmaður var ráðinn til Meistarasambandsins á sl. ári, og er það Ámi Örnólfsson, raf- virkjameistari. Að loknum áðalfundi var haldinn fundur í fulltrúaráði sambandsins, og var þar kosin framkvæmdastjóm fyrir næsta ár, en hana skipa: Grímur Bjarnason, pípulm., formaður; Vilberg Guðmunds- Sigurvinsson, húsasmm. í Meistarasambandi bygginga- — Stórhríð Frh. af bls. 24 arbílarnir bíða í Skagafirði, og munu hjáipa sunnanbilunum þaðan, ef hægt er, þegar þeir Jsomast svo langt norður. Á Blönduósí voru í morgun 8 vindstig og stórhríð og vegir mjög tafsamir. Kl. 10 var stór- hríð á Siglufirði og ekki bílfært um neina götu í bænum. Minni hríð á Vestfjörðum Hríðarveðrið náði til Vestfjarða, en mun þó hafa verið gengið eitt hvað niður í gær. Á ísafirði hafði verið hríð í fyrrinótt, hvass á norðaustan og dró saman í skafla f rokinu. En í gærmorgun var veðrið að skána og allar götur 1 kaupstaðnum voru enn færar. — Gagarin Framh. af bls. 1 augu“ hafi verið á skipinu. Hins vegar sagði hann að engin mynda véi hafi verið um borð og því ekki unnt að taka myndir. V Preyttur 1 gær var hóf mikið hjá Krús- jeff forsætisráðherra og var Gagarin þar að sjálfsögðu heið- ursgestur. Þegar líða tók á kvöldið gerðist hann þreyttur og lét svo um mælt áður en hann hélt heim að hann vildi heldur fara nokkrar ferðir um- hverfis jörðu en halda svona áíram. manna eru Meistarafélag húsa- smiða, Múrarameistarafél. Rvík- ur, Málarameistarafélag Reykja- víkur, Félag löggiltra rafvirkja- meistara, Fél. veggfóðrarameist- son, rafvm., gjaldkeri, og Hall- dór Magnússon, málaram., rit- ari. — Auk framangreindra manna skipa fulltrúaráð: Ólafur Guðmundsson, veggfm., Ólafur H. Pálsson, múraram., og Össur ara og Félag pípulagningameist- ara. I þessum félögum eru um 500 félagsmenn. ÍR sigraÖi /ið stúdenta Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ voru leiknir tveir leikir í Körfuknatt- Ieiksmóti íslands. Var það leikur í 2. flokki milli A-liðs Ármanns og KR. Þeim leik lyktaði með sigri Ármanns með 35:28 stigum. Þá léku í meistaraflokki karla íslandsmeistararnir ÍR og lið stúd enta. ÍR hafði forystu allan leik inn í mörkum en leikurinn var mjög jafn og tvísýnt um úrslit. Rétt fyrir leikslok munaði 1 stigi, en svo fór að lokum að ÍR vann með 3 stigum 43 gegn 40. I DAG (sminudaginn 16. apríl) verður Árbæjarkirkja vígð. Hefst athöfnin kl 10,30 og stýrir biskupinn, herra Sigurbjörn Ein- arsson vígslu. Vígsluvottar verða séra Jón Auðuns dómprófastur, séra Garðar Þorsteinsson prófast ur í Hafnarfirði, séra Sigurbjöm Á. Gíslason og sóknarpresturinn séra Bjami Sigurðsson á Mos- felli. Aðrir tilkvaddir prestar verða þeir séra Sigurður Pálsson á Selfossí og séra Bragi Friðriks son. Kirkjan er vígð til guðsþjón- ustugerða fyrir ibúa Selásbyggð ar, sem eiga kirkjusókn að Lága- fellskirkju, en hafa haldið uppi guðsþjónustum í skólahúsi Fram farafélags byggðarinnar. Einnig mun hún notuð til annarra kirkju legra athafna eftir því sem ástæð ur þykja til. Fyrst og fremst er hún reist sem safnbygging, lið- ur í þeirri viðleitni að varðveita á útivistarsvæðum í Árbæ bygg- ingarsögulega merkileg hús. Ár- bæjarkirkja er fimmta torfkirkj an frá fyrri tíð, sem varðveitzt hefur hér á landi. Að stofni er Árbæjarkirkja byggð af viðum Silfrastaðakirkju í Skagafirði. Hún var reist 1842 en tekin ofan og breytt í bæjar- hús, þegar ný kirkja var byggð 1896. Sem bæjarhús var hún not uð til 1950, en þá tekin úr notk- im. Fyrir milligöngu þjóðminja- varðar gaf bóndinn á Silfrastöð- um, Jóhann Lárus Jóhannesson, krikjuviðina til safnsins í Árbæ heldur en að jafna hina gömlu byggingu við jörðu. Má geta þess, að innan kórmilliþils er kirkjan öll af viðum Silfrastaða- kirkju en gólf, stafnar og spjald þil ýmist úr gömlum Reykjavík- urhúsum eða nýjum viði. Veg og vanda af allri kirkjusmíðinni, hleðslu jafnt og trésmíði, jám- og koparsmíði bar Skúli Helga- son safnvörður á Selfossi. Kirkjan tekur með góðu móti 60—70 manns í sæti en fullsetin um 80. Af þeirri ástæðu og svo vegna árstíðarinnar, þegar allra veðra er von, hefur ekki verið hafður fyrirvari um auglýsingu vígslunnar né boðið til hennar sérstaklega, þar sem ekki er hægt að tryggja fjölmenni nægilegt skjól. Það skal þó tekið fram, að guðsþjónustur verða í kirkjunni á næstunni, svo að kostur gefst á að kynnast henni, á sumardag- inn fyrsta og n.k. sunnudag, en þá á að ferma 10 börn úr Selás- byggð í kirkjunni. Altarisbúnað kirkjunnar hefur frú Unnur Ólafsdóttir séð um að öllu leyti, en skíringu lita og V? MA /5 hnúior 'ý* SV 50 hnútor H Snjóhoma • ÚSiW* \7 Stúrir K Þrumur WZ, ZrrS KuktaM HitaM fé HaS ízaL Eins og sjá má, komu mjög fátæklegar veðurfréttir frá út löndum í gærmorgun og er kortið því að nokkru teiknað eftir líkum. Vonzkuveður var vestan til á Norðurlandi og Vestfjörðum, hvassviðri og snjókoma og 3—6 stiga frost. Veðurspáin í gærdag: SV-land og miðin: Norðan stinningskaldi eða allhvasst, snjókoma með köflum vestan til fram eftir degi, léttskýjað í kvöld og nótt. Faxaflói og miðin: Norðan stinningskaldi eða allhvasst, snjókoma með köflum fram eftir degi, en síðan skýjað. Breiðafj. og miðin: AU- hvass norðan og norðaustan, snjókoma með köflum í dag, slydda í nótt. Vestfirðir, Nerðurland og miðin. Hvass norðan, snjó- koma. NA-land og miðin: Norðan stinningskaldi eða allhvass, snjókoma norðan til, él sunn- an tiL Austfirðir og miðin: Norð- an stinningskaldi, snjóél norð an til, léttskýjað sunnan til. SA-land og miðin: Norðan stinningskaldi, léttskýjað. málun hefur ungfrú Sigrún Ragn arsdóttir annast, en verkinu er ekki að fullu lokið. Þjóðminja- safníð hefur léð Ijósahjálm. Org- el kirkjunnar er úr eigu Jónasar Helgasonar dómkirkjuorgelleik- ara og tónskálds. Gjafir hafa henni borizt frá frú Kristínu Jó- hannesdóttur í Selási og dóttur- börnum Margrétar í Árbæ þeim systkinum Elínu, Ástu, Guðrúnu, Erlendi og Leifi, börnum Þur- íðar Guðrúnar Eileifsdóttur og Guðlaugs Guðlaugssonar, og til minningar um þau. Gjafimar eru altarisdúkur, rykkilín og hökull, allt hinn prýðilegasti kirkjubún- aður. Söngkór úr Selásbyggð aðstoð- ar við vígsluna. Lárus Sigurbjömsson Fræðslukvöld um garðyrkju Á VEGISM Garðyrkjufélags ís- lands hafa verið haldnir nokkr- ir fræðslufundir á 3 undanförn- um árum. Fræðsluna hafa ann- azt bæði garðyrkjumenn og á- hugamenn um garðrækt. Hafa þessir menn fúslega lagt fram þetta starf sitt án endurgjalds. Fundir þessir hafa verið haldnir hvert vor, og að auki nokkur út- varpserindi. Þetta starf er nú að hefjast á þessu ári, og verður sá háttur hafður á, að 2 fræðsliufundir verða haldnir í Reykjavík en 1 í Keflavík og 1 á Akranesi. Fyrri fundurinn í Reykjavík verður haldinn í fyrstu kennslu- stofu Háskóla íslands mánudag- inn 17. aprl kl. 20,30. Þar talar dr. Björn Jóhannesson um jarð- veg í sambandi við ræktun, og mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna, ef tilefni gefst til. Enn fremur verða sýndar skugga myndir (litmyndir), ef tími vinnst til. Aðgangur að fundinum er öll- um heimill og er ókeypis. Listkynning Mbl. Fyrirlestur um ísl. þjóðlög í Höfn Einkaskeyti frá Kaupmannahöfn, 15. apríl: — Dr. Páll ísólfsson hélt í dag fyrirlestur í Dansk- íslenzka félaginu um íslenzk þjóðlög gegnum aldirnar, og voru leikin sem dæmi þjóðlög, svo sem tvísöngur, rímur og viki vakar. Fjöldi manns hlustaði á fyrirlesturinn meði miklum á- huga. Á undan kynnti orgelleikarinn Mogens Woeldike Pál sem hinn merkasta mann i islenzku tón- listarlífi. — Páll. Skíðakennsla í stað leikfimi SIGLUFIRÐI, 14. apríl: — Nýst- árlegt og fjölmennt skíðanám- skeið stendur nú yfir við gagn- fræða og barnaskólann hér. Nem endur sækja námskeið í skíða- stökki og svigi í stað leikfimi, sem orðið hefur að fella niður um stundarsakir. Lætur nærri að 60 piltar æfi skíðastökk og á þriðja hundrað drengja og stúlkna svig. Kennar- ar við námskeiðið eru Guðmund- ur Árnason og Jóhann Vilbergs- son. Er þessi nýbreytni mikið fagnaðarefni unga fólksins þótt erfitt tíðarfar síðu.tu dagana hái því nokkuð. — Stefán. AKRANESI, 15. apríl — Afla- magn bátanna hér í gær var sam tals 250 lestir, en 20 voru á sjó. Aflahæstir voru Höfrungur I tæp ar 32 lestir, Heimasakagi 26,5, Sig urður AK 26 og Sigurvon 23 lest ir. Engin bátur er á sjó í dag. — Oddur Einar Baldvinsson LISTKYNNING Mbl. hóf í gær sýningru á listaverkum eftir Einar Baldvinnson listmálara í sýning- arglugga blaðsins. Einar er í hópi hinna yngri og efnilegu máiara okkar. Hann síundaði nám í Konunglega lista háskólanum í Kaupmannahöfn og hefur farið námsfarir til Frakklands og Ítalíu. Hann hefur haldið tvær sjálf- stæðar málverkasýningar hér heima og hlotið ágæta dóma fyrir verk sín. Einnig hefur hann tekið þátt f samsýningum. Einar Baldvinsson sýnir nú 4 olíumálverk og 1 olíukrítarmyndl á vegum listkynningar blaðsins. Eru fjögur málverkanna til sölu hjá afgreiðslu blaðsins eða lista- manninum sjálfum, sími 3-80-48. Víðavangslilaup Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI. — Víðavangs- hlaup Hafnarfj arðar 1961 fer fram á sumardaginn fyrsta (20. apríl) og hefst kl. 4 síðd. Hlaupið verður frá Barnaskólanum, upp Tjarnarbraut, Setbergsveg, niður hjá íshúsi Reykdals .og Lækjar- götuna að Bamaskólanum. , Keppt verður í þremur aldurs flokkum, 17 ára og eldri, 14—16 ára og 13 ára og yngri. Keppfc verður um bikara í öllum aldurs- flokkum. Allir, sem ætla að taka þátt í hlaupinu, eru beðnir að láta skrá síg í bókaverzlun Olivers Steins núna næstu daga, og helzt sem allra fyrst. — Geta má þess, að í fyrra var mjög mikil þátt- taka. — G. E. Bjorgað með blóstursaðierð NOKKRU eftir að fyrsta greinin birtist hér í blað- inu (ásamt myndum) af blástursaðferðinni, bar það við, að ljósmóðirin í Njarð víkum tók á móti lifvana barni. Reyndi hún fyrst hinar venjulegu tilraunir til lifgunar, en er þær virtust ekki ætla að duga, tók hún til við blástursað- ferðina og lífgaði barnið. Kvað hún greinina hér í blaðinu hafa vakið athygli sina á lífgunaraðferð þess- ari og þá haft orð á því við lækni á staðnum, hvort ekki væri rétt að nota þessa aðferð, •€ til kæmi, og var hann því sam- þykkur. (Fyrirsögnin á grein um bláctursaðferðina í blaðinu í gær, átti að vera KOSS LÍFSINS).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.