Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 2
MORCVNBLAÐtÐ Sunnudagur 7. sept. 1958r Fordæma athæfi Breta Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarð ar, hinn 5. sept. s.l., var gerð eft- irfarandi áfyktun: „1. Samþykkt að leggja eftir- farandi tillógu fyrir bæjarstjórn- arfund: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar útfæislu íslenzkrar fisk- veiðilandhelgi í 12 sjómílur og telur, að sú ráðstöfun sé óhjá- kvæmilegt skref til verndar lífs- hagsmunum íslenzku þjóðarinn- ar og í fyllsta samræmi við rétt hennar. Jafnframt þakkar bæjarstjórn- in þeim þjóðum, sem með beinum yfirlýsingum eða í verki hafa viðurkennt hina nýju 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi. 1 Þá fordæmir bæjarstjójrnin harðlega þá framkomu brezku stjómarinnar, að beita herskip- um til verndar skipulögðum land helgisbrotum brezkra togara og fremja ofbeldisaðgerðir gegn vopnlausum starfsmönnum hinn- ar íslenzku landhelgisgæzlu, sem sýnt hafa aðdáunarverða still- ingu og festu í átökunum við landhelgisbrj ótana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á ríkisstjórnina að beita öllum tiltækilegum ráðum til þess að vinna fullnaðarsigur í landhelgismálinu og hvetur alla landsmenn til þess að mynda ó- rofafylkingu um framkvæmd málsins og sýna í hvívetna ó- sveigjanlega samheldni og sigur- vilja þar til yfir lýkur“. ★ Genf, 2. sept. — NTB-Reuter — Hammarskjöld fór frá Genf til Kaíró í dag, þar sem hann hyggst hefja að nýju viðræður við leið- toga Arabaríkjanna um lausn ú vandamálum landanna við aust- anvert Miðjarðarhaf. Þegar uppgröftur hófst á Arnarhóli. eftir gömlu tröð- unum á Arnarhóli Komib niður á beinamylsnulag og siðar múrsteina SL þriðjudag hófst uppgröftuí á gömlu tröðunum, sem vitað er að legið hafa skáhallt niður eftir Arnarhólstúninu og niður að sjó. Mun þetta vera elzti vegur á fslandi. Eins og áður hefur verið frá skýrt, hefur Þorkell Gríms- i I i SKAK Hvítt: M. Tal (Sovétríkjunum) Svart: Dr. M. Filip (Tékkósl.) Spánski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Bel 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Rc6 13. dxc5 dxc5 14. Rfl Bd6 (Þennan leik hefur Botvinn- ik innleitt á skákmótum. Svartur áætlar að flytja Rce7 og valda þannig d5 og f5) 15. Rh4 Re7 16. Df3 Hd8 17. Re3 (Ef 17. Bg5 þá Re8 18. Rf5 Bxf5 19. exf5 f6 og svartur stendur traust) 17. .. Db7 18. g4 c4 19. Re3f5 Rxf5 20. Rxf5 Bxf5 21. gxf5 Kh8 22. Kh2 (örlítil ónákvæmni. Eins og síðar kemur í Ijós þarf Tal að eða leik í að flytja kónginn af skálínunni h2—b8). 22. .. h6 23. Hgl De7 24. Bd2! (Ekki 24. Be3 vegna Bc5) 24. .. Bc5 25. Hadl Hd7 26. Dg3 Df8 27. Khl (Nú kemur það hvítum í koll að hafa ekki leikið 22. Khl). 27. .. Had8 28. Bxh6!? (Þessi leikflétta á ekki að færa hvítum nema jafntefli). 28. . . gxh6 29. Dxe5 Be7 (Sterkara var 29. .. De7 30. Df4 Rh7 31. Hxd7 Hxd7 32. e5!) 30. Hd4!Hxd4 31. cxd4 Kh7 32. Hdl Re8? (Leiðir til skjóts taps). ABCDEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 32 — Re 8? 33. f6! RxfG 34. Df5t Kh8 35. e5 Dg7 36. exf6 Bæf6 37. Hgl Bg5 38. f4 gefið. — IRJóh. Hvítt: Fiister (Kanada) Svart: Friðrik Ólafsson 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. Rf3 Be7 5. 0-0 0-0 6. c4 d6 7. Rc3 De8 8. Hel Dg6 9. b3 (Betra var 9. e4) 9. . . Rc6 10. d5 exd5 11. Rxd5 Rxd5 12. Dxd5f Be6 13. Dd2 f4! 14. Bb2 Hf7 15. Rd4 Rxd4 16. Bxd4 Haf8 17. Hfl h5! (Fuster hef- ur horft á andstæðing sinn skipa liði sínu til sóknar án þess að hafast að. Hann hlýtur að gjalda afhroð). 18. Khl fxg3 19. hxg3 h4 20. Dd3 Bf5 21. De3 c6 22. Bxa7 Bg5 23. Dc3 Dh6 24. Kgl hxg3 25. Dxg3 Bf4 26. Be3 Bxg3 27. Bxh6 Be5 28. Bg5 Bxal 29. Hxal He8 30. e3 Be4 31. Bh3 Bf3 32. a4 d5 33. c5 g6 34. Kfl Hh7 35. Bg2 Be4 36 f3 Bc2 37. b4 Hh5 38. Bf4 g5 39. Bg3 IIxe3 40. Bf2 Hb3 41. gefið. Svona á ekki að tefla ÞÆTTINUM hefur borizt skák- bók eftir skákmeistarann E. A. Znosko-Börovsky, og nefnist hún „Svona á ekki að tefla“. Inngangs orð ritar Friðrik Ólafsson, en Magnús G. Jónsson hefur ís- lenzkað og er það í annað skipti sem Magnús ræðst í að íslenzka skákbók, og á hann skiiið rniklar þakkir fyrir verk sitt. Bókin fjallar um byrjenda- örðugleika og nær höf. oft og tíð um aðdáaniegum tökum á verk- efninu. Það er álit mitt að bókin eigi erindi til íslenzkra meistara- flokksmanna jafnt sem byrjenda. Bókin er prentuð á allgóðan pappír, og hefur Iðunn séð um útgáf u Iiennar. son, fornleifafræðingur, yfir- umsjón verksins, og er ætlunin að grafa tveggja metra breiðan skurð þvert yfir hrygginn, sem enn markar slóðina. Fyrir rúml. viku var girt af svæð ið, þar sem grafa á og rist ofan af. Uppgröfturinn hófst svo á þriðjudag. Fyrir skömmu leit fréttam. blaðs ins við hjá uppgraftrarmönnun- um, þar sem þeir voru við vinnu sína. Ekki langt undir yfirborð- inu, þar sem neðri traðarveggur- inn hefur staðið, höfðu þeir kom- ið niður á beinamylsnu, viðarkol og móösku. Var þar mest af fisk- beinum, en einnig bein úr sauð- fé og stórgripum. Höfðu og fund izt múrsteinar í grjótinu í megin tröðunum. Bendir það til þess að einhvern tíma hafi verið uppfyll ing í tröðunum. Annars er enn sem komið er ekki hægt að segja um það með vissu hvernig múr- steinarnir eru til komnir, hugs- anlegt að þeir séu úr veggja- hleðslu. þessarar gömlu alfaraleiðar. í gær voru uppgraftarmenn- írnir komnir niður úr lausa- grjóti og niður á fast leirlag. Verður nú grafið niður úr þvL, til að komast að raun um hvort þetta er neðsti botninn í tröðun- Hagl á stœrð við hœnuegg Eitt mesta óveður aldarinnar í Englandi LONDON, 6. sept. — í gær og í nótt var eitt versta veður sem komið hefur á S-Englandi á þess ari öld. Árdegis I gær gekk hita- bylgja yfir London og nágrenni, en skyndilega skall á mesta hagl- él og stormur sem fjörgamlir menn minnast. Haglið var á stærð við lítil hænuegg og vind- hraðinn fór víða upp í 80 mílur á klst. Geysimiklar skemmdir urðu á samgönguleiðum og tækjum svo og á öðrum mannvirkjum. í morgun voru engar jáárnbrautar- ferðir úr miðri London upp í Kensington — og var ástandið hjá járnbrautunum eins og það var einna verst eftir loftárásir Þjóðverja á styrjaldartímunum. Hermenn voru kvaddir á vett- vang til aðstoðar við lagfæringar og viðgerðir. Sama var að segja um akvegL Vatn var víða mikið, fólk flýði heilu hverfin — og í nokkrum bæjum var vatnið allt að því 8 feta djúpt í lægstu íbúðarhverf- unum. Enn er ekki vitað hve manntjón hefur orðið mikið, en óveðrið er ekki með öllu gengið yfir. Eldingum hefur lostið nið- ur á nokkrum stöðum í morgun og orðið mönnum að bana. Á ein um stað laust eldingu niður í tvo benzíngeyma og sprungu þeir i loft upp. Samgöngur á lofti og á landi hafa tafizt mikið vegna veðursins — og ekki er búizt við að þær verði komnar í eðlilegt horf fyrr en í næstu viku. / slandsl jóð Lyftum fánanum hátt og hyllum þá menn, sem hræðast ei stál eða blý, og réttar vors gæta með geiglausri ró, þótt gangi þeir fangavist í. Lyftum fánanum hátt við haf og í dal, hvert hjarta, sem slær, er nú með. Þau beygja ei okkur hin brezku vopn, svo bljúgt er ei Islendings geð. Hver flutti þeim björg yfir brimsollið haf um blóðugust styrjaldar ár, er sjórinn var íslenzka sjómannsins gröf, ei sáu þeir harm vom og tár? En, að launa með illu, með ofbeldi það er ótrúleg staðreynd í dag. Það virðist nú fátt sem væri of lágt ef varðar það stórbrezkan hag. Hver bar þá í land, þegar brotið hér lá hið brezka skip upp við sand? Hver hjúkraði þeim sínu heimili á sem herja nú á okkar land? Lyftum fánanum hátt, vér erum fámenn þjóð og fátæk, en stöndum nú þétt saman gegn erlendum árásarlýð, sem ætlar að taka vorn rétt. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestsbakka. Kirkjan i Gufudal er 50 ára i dag Martinus flytur fyrir- lestra hér á landi NÝLEGA kom danski dulspek- ingurinn, Martinus, hingað til lands í boði vina sinna og aðdá- enda. Er þetta í þriðja sinn, sem hann heimsækir ísland, en fyrst kom hann hingað í boði Guð- spekifélagsins árið 1953, en aft- ur í boði vina sinna árið 1955. Að þessu sinni mun Martinus flytja fimm fyrirlestra um kenn- ingar sínar. Kallast fyrirlestra- flokkurinn Hin eilífa heimsmynd, sem skiptist svo aftur í smærri fiokka. Verða þeir ékki taldir hér, enda erfitt að átta sig á þeim þar eð Martinus fer engar troðn- ar, slóðir í öflun vizku sinnar. Martinus er ekki lærður mað- ur. Vitneskju sína byggir hann á innsæi (intuition), sem hann byrjaði að leggja stund á þegar á þrítugsaldri. Hann hefur ekki! kynnt sér skoðanir fyrri tíma heimspekinga og telur það lán fyrir sig, en þó leggur hann á- herzlu á að hver maður læri að þekkja sjálfan sig, og minnir þar á gríska heimspekinga og ind- verska spekinga. Að öðru leyti hefur hann sótt mikið til Biblí- unnar, m.a. hugmyndir sínar um kærleikann og sannleikann. Öll er framsetning Martinusar þó með mjög nýstárlegum blæ og hann fer engar troðnar slóðir, eins og áður segir. Fyrsti fyrirlestur Martinusar verður á morgun kl. 9 í Austur- bæjarbíói. Hinir fyrirlestrarnir verða á sama stað síðar í vikunni og verða þeir nánar auglýstir hér í blaðinu. 1 DAG, 7. sept., eru 50 ár síðan kirkjan í Gufudal í Austur- Barðastrandarsýslu var vígð. Hún var byggð sumarið 1908 að til- stuðlan þáverandi prófasts sýsi- unnar, séra Bjarna Símonarsor,- ar á Brjánslæk og það sama sumar var Brjánslækjarkirkja líka byggð. Byggingarsmiður var Jón Þ. Ólafsson trésmíðameistari frá ísafirði, ásamt lærlingum hans: Ágústi Guðmundssyni, nú bónda á Ingjaldssandi og Guð- mundi Breiðfjörð hér í Reykja- vík. Bóndi í Gufudal var þá Tryggvi Á. Pálsson og sá hann um allan aðdrátt og vinnu á grunni og Öðru utan tréverks, ásamt Andrési bónda á Brekku Hafði Tryggvi umsjón kirkjunn- ar næstu 6 árin og var þar for- söngvari. Teikning og allt fyrirkomulag kirkjunnar var gert af Rögn- valdi Ólafssyni, bróður Jóns yfirsmiðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.